Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. águst 1962 MORGVWBLAÐIÐ 13 IMorsk slldar- utgerð og íslandsveiðarnar p.t. Bergen í júlí. f'i Ég tók eftir því í blöðunum iað heiman í vor, þegar mest barst að af síldinni frá skipunum við Buðvesturlandið, svo að útvegs- znenn fóru að selja bræðslusíld bingað til Noregsj að ýmsir furð uðu sig á því, að bræðslurnar iheima skyldu ekki geta boðið eins I gott verð eða betra, en þær norsku. En eftir að hafa átt tal við kunnuga menn hér á vestur- landinu skil ég betur það hungur, eem eigendur síldarverksmiðj- anna hér eiga við að búa. Hér Etanda verksmiðjur, sem tugir milljóna af norskum krónum hafa j verið lagðir í, aðgerðalausar ár eftir ár, síldarbræðslurnar hérna eru meiri tapfyrirtæki en togararnir heima voru á síðasta éri. t ■, Við höfum lík dæmi með sumar I verksmiðjurnar heima á undan förnum árum, og ástæðan er sú Norsk fiskirannsóknarstöð Hvers vegna veiöa Norö- menn bræðslusíld við Island? IMoregsbréf frá Skúla Skúlasyni sama þar og hér: síldin flytur sig. í>að er líkast því að hún vildi sjá Við vélabrögðum sívaxandi tækni, og sýna mannkyninu að hún hafi lika vit í kollinum. En heima hefur hún þó sýnt lit á, að yfir- gefa ekki alveg Norðurland; þó hún hafi svikið Húnaflóa- og Bkagastrandarbræðslurnar alger- iega og gömlu höfuðstöðvarnar á Siglufirði að miklu leyti, hefur hún þó reynt að vera þægileg við Raufarhöfn og Austfjarða- hafnirnar. En hér við Noregs- 6trönd hefur hún verið enn svik- ulli, enda var hún búin að dekra Svo vel við Norðmenn um hríð, eð þeir voru orðnir góðu vanir. iÁrið 1956, sem er síldarmetár allra tíma, komu 12,3 milljón hektólítrar af síld á land á Mæri og hafði þá farið síhækkandi afli arin á undan, en 1957 lækkaði afl- inn niður í 8,5 milljón hl. og 1958 I 3,66 millj. hl. Og síðan hefur það sannazt, að lengi getur vont versnað. Fleiri og fleiri bræðslur etöðvuðust með hverju ári, og í fyrra fengu norsku verksmiðjurn ar enga bræðslusíld nema úr ís- landshafi. Það lítið sem aflaðist heima fyrir var allt saltað, fryst eða etið nýtt. ’ Af þessu stafar vandræðaástand norsku síldarverksmiðjanna. í þessari grein höfðu kvíarnar ver- ið færðar út ár eftir ár til þess að reyna að hafa við síldargengd inni. En nú hefur slegið í baksegl. Nú eru aðstandendur þessa iðnað ar að reyna að finna bjargráð til þess að færa saman kvíarnar, til þess að reyna að afstýra algeru hruni í bræðslu-iðnaðinum. Á Vesturströndinni, eða nánar til-' itekið frá Jaðri og norður í Þránd heim eru langflestar bræðslur landsins, og afköst þeirra nema kringum % af getu allra síldar- verksmiðjanna. Þessi iðnfyrir- tæki bundu í sér kringum 400 milljón norskra króna verðmæti. iÞað eru þessir peningar, sem reynt hefur verið að bjarga núna, þ.e.a.s. bjarga því, sem bjargað verður. Og til þessarar „björgun arstarfsemi“ hefur félag síldar- mjölsverksmiðjanna á vestur- landinu leitað á náðir ríkisstjórn arinnar og biður um 20 milljón n. króna styrk til þess að koma fjármálum þessara fyrirtækja á nýjan grundvöll, endurskipur- leggja iðnaðinn í smærri stíl en áður, leggja algerlega niður ýms- ar verksmiðjurnar og velja hinar úr, sem líklegastar þykja til að fullnægja kröfum framtíðarinn- ar. Með öðrum orðum færa sam- an kvíarnar, eða „nedbygge" þennan iðnað, sem þeir kalla hér. Standa vonir til að þessar 20 millj. fáist og að hægt verði að koma málinu á traustari grund- völl en nú er, undir síldarbræðsl unum á vesturlandinu. Því að eins og stendur er það örvæningarbarátta, sem þessi fyr irtæki heyja Formaður sambands þeirra, Odd Mevatne segir, að þó að verksmiðjurnar hafi að vísu verið „niðurskrifað- ar“ í minna en fjórða hluta af stofnkostnaðinum, sé árskostnað- urinn við að „eiga þær“ ekki minni en 15 n. kr. á hvern hektó lítra af framleiðslugetu þeirra, eða 150.000 n. kr. á 10 þús. hektó lítra bræðslu. Það eru vextir af upphæðinni. sem bræðslan er bók færð fyrir, vátryggingargjöld, viðhald og skattar. Ef allt er hins vegar látið danka má eiga von á því, að enn meiri verðmæti fari í súginn, er, ef reynt er að skipu leggja samdráttinn. — Til þess þarf opinbera hjálp, því að eigendurnir eru sumir hverjir svo aðframkomnir eftir margra ára sífellt tap, að þeir geta blátt áfram ekki fært saman sjálfir, á þann hátt sem hagkvæmastur væri. Til þess að reyna að klóra í bakkann hugkvæmdist síldar- bræðslueigendunum, að reyna að afla bræðslusíldar vestur við ís- land. Fyrsta tilraunin var gerð sumarið 1957, — þá um vorið hafði brestur orðið á vetrar- og vorsíldinni Það voru ekki mörg skip, sem reyndu íslandsmiðin það árið, enda varð bræðslusíldar aflinn ekki nema 65 þús. hl. — Sumarið 1958 veiddust 280 þús. hl. og næsta sumar 330 þús., en 1960 varð aflinn 678 þús. og í fyrra sumar 946 þús. hl. — Þetta þótti mikill fengur og nú þótt- ust útvegsmenn hafa fengið sönn un fyrir, að hægt væri að öllum jafnaði að veiða síld í herpinót langt úti í hafi — Þarna eygðu eigendur síldarbræðslanna mögu leika til að bæta sér upp að dá- litlu leyti aflabrestinn heima fyr ir. Eina síldin sem þeir bræddu í fyrra var veidd á svæðinu norð ur af Færeyjum og vestur að ís landi norðaustanverðu. Og þess vegna var viðbúnaðurinn undir þessa bræðslusíldarveiði meiri í vor en verið hefur nokkurntíma áður. Til þess að vinna bug á fjarlægðinni milli miðanna og síld arbræðslaniia var tekinn upp sá háttur, að láta flutningaskip elta veiðiskipin og háfa síldin upp úr nótinni, beint ofan í lestirnar. Þessi síld kemur því aldrei um borð í veiðiskipið. En flutninga- skipin flytja sig á milli herpinóta veiðiskipanna þangað til þau hafa fengð fylli sina og geta siglt til verksmiðjunnar á Noregsströnd. Þetta sparar vitanlega veiðiskip- unum tíma og stóreykur aflagetu þeirra. — En þó eru þau ekki nærri öll veiðiskipin, sem nota þessa aðferð, heldur sigla til norskrar hafnar sjálf, skila veið inni og halda svo á miðin á nýjan leik. Það er undir mörgu komið hvor aðferðin er betri: stærð skipanna, fjarlægðinni frá Noregi, veðráttunni og síldargengdinni, en yfirleitt virðast flutningaskip- in — eða „föringsskipene" sem Norðmenn kalla — geta stórauk ið afköstin, með því að spara veiði skipunum skottuferðirnar milli landa. Það sem af er síldarvertíð bræðsluskipanna hefur allt geng ið svo vel, að ef að líkum lætur verður bræðslusíldaraflinn stór- um meiri en í fyrra. Núna um miðjan júlí var hann orðinn yfir helmingur heildaraflans í fyrra, og er að minnsta kosti mánuður eftir, því að bræðslusíldarskipin veiða áfram, að minnsta kosti fram í miðjan ágúst. Og bezti veiðitíminn er enn eftir. En fróðir menn segja, að maður eigi aldrei að spá neinu um síld, — það sé álíka að syá veðri mánuði fram í tímann. -------- Nú mundi einhver spyrja, í sambandi við það, sem segir hér að framan urn „nedbygging“ síld arverksmiðjanna á vesturlandinu: — Eru Norðmenn þá alveg von- lausir um að vetrar- og vorsíld- argengdin geti einhverntíma orð ið eins mikil og hún var á árun- um yrir 1957? Þeirri spurningu er erfitt að svara. En yfirleitt skilst mér á þeim, sem ég hef spurt um þessi mál; að þeir geri sér ekki neinar vonir um nein uppgrip á gömlu veiðislóðunum í mörg næstu ár. Hinsvegar gera fiskifræðingarnir sér vonir um. að sæmileg síldveiði geti orðið t.d. næsta ár við Tromsfylki og norðar, og byggja það á því, að norski „síldarárgangurinn“ 1963 sé „góður árgangur", sem þeir kalla. En annars hafa þeir fiski- fræðingarnir látið hafa eftir sér, að búast megi við að aðal síldar miðin við Noreg færist langt suð ur fyrir það, sem undanfarið hef ur verið jafnvel alla leið suður að syðstu ströndum Noregs. Slíkt hefur skeð áður og getur gerzt aft ur. En forsendurnar fyrir þessum spádómum eru ekki tök á að greina hér því að til þess þyrfti langt mál. Aðeins má benda á, að t.d. hafstraumar og sjávarhiti, sem ræður svo miklu um ferðir síldarinnar, breytast samkvæmt lögmálum, sem visindamennirnir eru að reyna að finna. Sjávarútvegur nútímans bygg- ist í dag á vísindum og tækni, — það eru allir norskir fiskimenn búnir að viðurkenna nú, þó að sumir þeirra væru tregir til að láta sannfærast. Vísindamiðstöð haf- og fiskirannsókna Noregs stendur í Bergen, úti á Nordnes ný bygging og háreist. Þar er fiskimálastjórn landsins, eða „fisk eri-direktoratet“, þó fiskimála- ráðuneytið sé vitanlega í Osló, og þar starfa fiskivísindamennirn og hafrannsóknarmennirnir. Það gekk hægt og bítandi að koma þessari stofnun í það horf, sem hún er nú í, og oft var kvart að undan því, að ríkisstjórnin væri naum á fjárveitingar. En nú telur enginn eftir peninga til þess arar vísindastofnúnar, því að allir vita, að án vísindastarfsem innar væri aílur sjávarútvegur þjóðarinnar í voða. Þessi vísindastofnun mun mega teljast meðal hinna fullkomn- ustu sem til eru í heiminum í þeirri grein. Og í sambandi við hana er safn lifandi sjávardýra — akvarium — sem er það merki legasta á Norðurlöndum og þó víð ar væri leitað. Og það þjónar ekki eingöngu vísindunum heldur er það jafnframt eitt af því, sem all ir ferðamenn vilja skoða er þeir koma til Bergen, það er að segja þær deildirnar, sem opnar eru al menningi. Skiptist þetta lifandi sædýrasafn í þrjár aðaldeildir, en hólfin eru kringum 50. Talið er að þetta „akvarium“ sé eitt hið fullkomnasta í Evrópu og mörg furðudýr er þar að sjá, svo og sjávargróður. Slíka stofnun væri gaman að eiga í Reykjavík. Norðmenn fjölga eftir beztu getu hafrannsóknarskipunum og búa eftirlitsskipin tækjum og mönnum til ýmiskonar vísinda- athugana. Vegna útfærslu land helginnar hafa þeir nú í smíðum ný eftirlitsskip.. sem öll verða bú - in vísindatækj um til haffræði- og fiskirannsókna. — En það er ekki aðeins sú hlið in, sem veit að því að sækja auð inn í greipar hafsins, sem Norð- menn reyna að fullkomna. Þeim hefur fyrir löngu skilizt að eigi «r síður um hitt vert, að auka vöru- vöndun sjávarafurða og fjöl- breytnina í framleiðslunni. NiS ursuðu- og ,.niðurlagningar“-iði» aður Noregs er fyrir löngu fræg ur orðinn úti um heim, en samt virðast Norðmenn ekki ennþá standa Svíum á sporði í verkun margra kryddsíldartegunda. Manni þykir óneitanlega skrítið að sjá í norskum matarverzlun um kryddsíldarflök og gaffalbita, sem lagt hefur verið niður í dós- ir, í Svíþjóð, en er selt í Noregi. Og skrítið er það óneitanlega, því að síldin í sænsku umbúðunum er veidd við íslandsstrendur, af ís lendingum eða Norðmönnum. _____ Eitt kryddsíldarflak er svo selt til neytandans fyrir krónu ____ ein einasta „prima Islandssill“ fyr ir tvær krónur norskar! Hvað skyldi sildin hafa bostað frá fyrstu hendi upp úr sjónum? Það er spurning, sem maður ó- sjálfrátt veltir fyrir sér. Og svo fer maður að reikna út, hve mikla peninga síldin gæti gefið íslend ingum, ef þeir gætu selt mikið af aflanum sem fullunna vöru. í þessu efni þarf sem. fyrst breyt ing að verða. Stjórn Katanga vísar til orða Hammarskjöld BRETAR ern nú sagðir mót- fallnir því, að þvingunaraðgerð- um verði beitt við stjórn Kat- anga, til þess að fá komið á sameiningu Katanga og Kongó. Er talið, að fulltrúi Breta muni leggja fram tillögur Breta við U. Thant, framkvæmdastjóra S. Þ. í kvöld. Því hefur verið lýst yfir, að Bandaríkjamenn standi einir að tillögunni um það, að kopar- kaup frá Katanga verði stöðvuð. Munu Belgía og Frakkland leggja fram sinar tillögur í mál- inu við frainkvæmdastjórann. Frá Elizabethville berast þær fregnir, að stjórn Katanga óttist ekki neinar þær aðgerðir, sem stjórnin í L.eopoldville hefur gert, eða hyggst gera, þar á meðal fyrirhugaðar verzlunarhömlur. Stjórnin í Katanga segist hafa sett lög um áramótin 1960 — 61, þar sem svo sé kveðið á, að öU fyrirtæki, sem starfi bæði í Kat- anga og annars staðar, skuli hafa aðalaðsetur í Katanga. Því sé hótun stjórnarinnar í Leopold ville, um að þessi fyrirtæki skuU velja milli Kongó og Katanga, þýðingarlaus. Þá hefur utanríkisráðherra Kat anga, Kirnba, lýst því yfir í Eliza bethville í dag, að þau lönd, sem hyggist beita Katanga verzlun- arhömlum, vinni gegn þeim anda, sem einkennt hafi starf Hammarskjölds. Hammarskjöld hafi lýst því yfir, að hann myndi ekki styðja neinar ofbeldisaðgerð ir af hálfu S. Þ. til að þvinga stjórn Katanga til sameiningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.