Morgunblaðið - 04.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1962, Blaðsíða 24
FRÉXTASÍMAR MBJL. — eftir tokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 SUS-síða Sjá blaðsíSu 8. 247. tbl. — Sunnudagur 4. nóvember 1962 ■Ma Meiri síld en í fyrra MORGCNBLAÐH) átti í gær stutt samtal við Sturlaug Böðvarson, úgerðarmann á Akranesi, vegna síldarleitar Skírnis (sjá frétt til hægri). Sturlaugur sagði, að Skírn- ir hefði verið sendur á svip- Íaðar slóðir og síldin hefði veiðzt á þessum tíma í fyrra til þess að athuga hvort nokk uð væri af henni nú. Báturinn fann strax mikla síld, sagði Sturlaugur, aðal- lega á 7—9 fermilna svæði (10—15 km) og voru torfum- ar 40—80 metra á þykkt. Hann sagði, að þær raddir hefðu heyrzt, að lítið væri um síld enn sem komið væri. Þess vegna hefði Skírnir verið sendur til að ganga úr skugga um hvort einhver síld væri á þessu svæði. Það er nú komið í ljós, sagði Sturlaugur, að síldin er töluvert meiri en í fyrra. Það Sturlaugur Böðvarsson er óþarfi að Skírnir fari í aðra könnunarferð. Að lokum sagði Sturlaugur, að síldveiðin hefði hafizt upp úr miðjum okt.bermánuði í fyrra og verið mjög góð um þetta Ieyti. Hins vegar hefði veiðin verið mest í desember. Strauk af olíu- flutningaskipi SEXTaN ára gamall holienzkur piltur, Cbrnelis Johannes Com- pier, strauk i gærmorgun af hol- lenzka olíuflutningaskipinu Ros- sum, sem var að landa olíu í Hafnarfirði. Lögreglunni í Hafnarfirði var gert aðvart um strok piltsins um klukkan 10.3Q í gærmorgun. — Leitað var um bæinn, en hann fannst ekki. Olíuflutningaskipið, sem er um 17 þúsund lestir að stærð, fór frá Hafnarfirði um hádegið til Hollands. Þá hafði pilturinn ekki fundizt. Starfsmaður við Olíustöðina h.f. í Hafnarfirði skýrði blaðinu svo frá, pilturinn (eða einhver annar skipverji) hafi strokið fyrr í vikunni, en verið fluttur uim borð aftur á föstudag. Pilturinn mun hafa gefið sig fram í gær í Reykjavík. Útlend ingaeftirlitið lét flytja hann í Hegningarhúsið við Skólavörðu stíg. Þar verður hann geymduv Ldöaö á geysimi síid út af Jökli Akranesi, 3. nóvember. VÉLBÁTURINN Skírnir, sem fór til síldarleitar í gær, lóð- aði á mikilli síld úti í Kollu- ál, 37 sjómílur frá Jökli. Síldin var í geysistórum torfum, 40—80 metra þykk- ujn niður. Lóðaði bezt á sam- felldu svæði, sem var 10—15 kílómetra á kant. f fyrra var síldin þarna á sama tíma allrífleg, en nú virðist vera um miklu meira magn að ræða. Á tíma í nótt hélt síldin sig 20— 25 metra undir yfirborði og eftir því hefði verið hægt að fylla öll síldarskipin, sem liggja í höfn- um við Faxaflóa. Skírnir lagði nokkur net og fékk 1—2 tunnur í hvert. Síld- ina sögðu þeir stóra og góða. Þar með hættir Skírnir síldar- leit. Augljóst síld, sagði son, skipstjóri un. — Oddur. er, að mikið er af Runólfur Hallgríms- á Skírni, í morg- 2 leikir gegn 11 DAG keppa ísl. íþróttamenn i tvo leiki við Dani. Körfu-1 ' knattleikslandsliðið mætirDönJ m i Stokkhólmi og hand- j knattleikslið Fram mætir \ ' dömsku meisturunum Skov- ' bakken í Árósum. Borgarafividur vinnustöðvanir unz hann verður sendur með flugvél til Hollands. Það verður líklega gert í dag. Hann skilur ekket mál annað en hollenzku. Arekstur ■ Ölfusi HARÐUR árekstur var um kl. 3 í gærdag á móts við Þórodds- staði í Ölfusi.Þar rákust saman mjólkurflutningabifreið og fólksbifreið frá Reykjavík. Við áreksturinn fór mjólkur- flutningabifreiðin út af veginum Ekki urðu meiðsli á fólki, en bif reiðarnar skemmdust allmikið, einkum fólksbifreiðin. Hált var á veginum, sem er allmjór. Er ökumönnum, sem fara Þrengslaveg, bent á að vara sig á Ölfussveginum. Eðlilegar sam- göngur við Akureyri Akureyri, 3. nóvember. SÍÐUSTU daga hafa samgöngur hingað verið með eðlilegum hætti. Á sumum vegum til Akur- eyrar er seinfært, en rllir hafa þó komizt leiðar sinnar án veru- legra erfiðleika. öxnadalsheiði og V aðlaheiði hefur Vegagerðin látið ýta og er þar engin fyrirstaða eins og stendur. Nú er hér él og dimmt yfir. _ St.E.Sig. Listkynning IVibl. KRISTJÁN Davíðsson, list- málari, hefur nú haft sýningu á verkum sínum í sýningar- glugga Morgunblaðsins í eina • viku. Málverkin, sem eru sýnd eru til sölu hjá Mbl. eða listamanninum sjálfum í Unnuhúsi í Garðastræti. Listamaðurinn málaði mynd ir þessar á árunum 1959 og 1960 og eru þær gerðar með þekjandi vatnslitum. STÚDENTAFÉLAG .Reykjavík- ur gengst fyrir almennum borg- arafundi á morgun og verður um ræðuefnið: Eru vinnustöðvanir úrelt bar áttuaðferð í nútímaþjóðfélagi. Frummælendur verða Jón Þor steinsson, alþ.m., og Vilhjálmur Jónsson, tiæstaréttarlög’maður. Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Líbó og hefst kl. 20.30. Ölluim er heimill aðgangur en hann kostar kr. 25.00. Ekki er að efa, að fundurinn verði f jölmennur, því hér er hreyft máli, sem er mjög ofar- lega á baugi um þessar mundir og snertir beint eða óbeint alla þegna þjóðfélagsins. S/ríð milli Jemen og Saudi-Arabíu ? Damascus, Sýrlandi, 3. nóvember — AP. STJÓRN Sauúi-Arabiu lýsti því opinberlega yfir i dag, að ráða- menm í Jemen hefðu byrjað árásir á landið. Nyti Jemen stuðn ings Egyptalands. Yfirlýsingin var lesin í út- varpinu í Mecca, en það er út- varpsstöð stjórnarinnar. Var þar sagt, að gerðar hefðu verið loft- árásir á ýmsa staði í Saudi- Arabíu. Jafnframt var tilkynnt, að gerð ar yrðu allar hugsanlegar ráð- stafanir tii æss að verjast þess- um og öðrum árásum. Skömmu áður hafði Abdulla Sallal forsætisréðherra bylting- arstjórnarinnar í Jemen iesið yfirlýsingu til landsmanna, þar sem hann hvatti alla landsmenn, 4.500.000 talsins, til að berjast gegn Saudi-Arabíu. IViaÖur fyrir bíl í Hafnarfirði ÞAÐ slys varð í Hafnarfirði i gærdag um klukkan eitt e. h., að maður varð fyrir bifreið á Reykjavíkurvegi á móts við hús- ið nr. 34. Maðurinn Björn Helgi Guð- mundsson, Hraunhvammi 1, virð- ist hafa ætlað yfir götuna og þá lent fyrir bifreiðinni, sem er úr Reykjavík. Björn Heigi mun ekki hafa meiðzt mikið, en hann fékk heila hristing. Bingó á Akureyri Akureyri 3L nóvember FYRSTA bingókvöld Sjálfstæð- flokksfélaganna á þessu hausti verður að Hótel KEA í kvöld klukkan 8,30. Fjöldi góðra vinn inga. — St.E.Sig. Sallal las yfirlýsingu sína í út- varpi frá Taiz, höfuðborg Jemen í suðurhluta landsins. Kvað hann það vera stefnu ráðamanna Saudi-Arabiu að steypa stjórn Jemen. Væri hér um að ræða ráðstafanir sinar og meðráða- manna til að verja Jemen. Rekstursbreyt- ing á Lidó um næstu helgi í KVÖLD er í síðasta sinn opið í Lido með því rekstrarfyrir- komulagi, sem á hefur verið þar, Næstkomandi föstudag hefur Lido svo starfsemi sína á öðrum grundvelli, eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu. Ýmsar breytingar hafa þegar farið fram á húsakynnum og verða vínveit- ingar lagðar niður um helgar og mjög strangt tekið á brotum við þeim reglum. Á föstudags-, laiug- ardags- og sunnudagskvöldum verður opið frá kl. 8—1 fyrir unglinga yfir 16 ára. Einnig verð ur dansað á laugardags- og sunnudagseftirmiðdögum frá kl. 3—5. Fyrri hluta vikunnar er á- formað að leigja húsið fyrir hverskonar félagsstarfsemi. Aflaskipið Höfrungur H frá Akranesi skemmdlst mikið I eldi frétt á bls. 2- gær í Reykjavikurhöfn. Vitni vantar SL. fimmtudag, um kl. 1 e.h. urðu tvö börn fyrir sendibíl á móts við Lyngihaga 12. Um sama leyti og slysið varð, kom /innu klæddur maður hlaupandi eftir götunni til þess að ná í strætis- vaign, sem stóð rétt við slysstð- inn, Hafði maðurinn orð á þvi í vagninum að hann hefði séð til ferða bílsins og slysið sjálft. Eru það vinsamleg tilmæli að maður þesi gefi sig fram sem vitni við umferðardeild rannsóknarlögregl unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.