Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 1
II lOtigíMnMafti ifo Föstud. 23. nóv. 7962 VILHJALMUR Þ. GISLASOM: TALSVERT mikið er nú rætt og ritað um sjónvarp og sagt er, að allmargir fái sér viðtæki, þrátt fyrir þá óvissu, sem á er um framtíð islenzks sjónvarps. Sú ó- vissa getur samt varla orðið til langframa úr því sem orðið er. í Ríkisútvarpinu hefur málið ver- ið alllengi undirbúið og ákveðn- ar tillögur gerðar. Þeir, sem eru á móti sjónvarpi, hafa sig miklu meira í frammi m hinir, sem eru því meðmæltir. Sú var tíðin, að margir voru líka andsnúir út- varpi, héldu að það yrði óhæfi- lega dýrt og mundu verða að því nokkur menningarspjöll og tíma- spillir og líklega eyðilegði það blöðin og útrýmdi bóklestri. Eins voru menn á móti símanum á sínum tíma, þó að nú skamm- ist sín allir fyrir það. Menn voru líka á móti vatnsveitu í Reykja- vík, m.a. af því að hún svipti vatnsbera atvinnu. Það er tómt mál að tala um þetta lengur. En nú eru menn sem sagt á móti sjónvarpi. Auðvitað er hverjum einstaklingi það heim- ilt að vilja ekki sjónvarp heim til sín, öldungis eins og hver maður má vera símalaus og út- varpslaus, blaðlaus og bókarlaus, ef hann vill. En þessi tæki tækni og menningar eru sama stað- reyndin í þjóðfélaginu fyrir það. Eins er með sjónvarpið. Það er orðið staðreynd í nútímaþjóðfé- lagi, alveg eins og bíll og sími. Hver maður gerir það svo upp við sjálfan sig, hvort hann vill, eða telur sig hafa efni á að eiga bíl eða hafa síma. Hitt dettur engum í hug nú orðið, að vera á móti bíl eða síma í sjálfu sér og engin flokkaskipting er til um þetta. Um sjónvarpið gegnir öðru máli. Þar er harðsnúin and- staða. Það er fróðlegt að skyggnast eftir því, hversvegna menn eru á móti sjónvarpi og ástæðurnar eru ýmsar: Almenn íhaldssemi og ótrú á nýjungum. ótti við kostnað og fjárhagslega örðug- leika. Ógeð á erlendum áhrifum, sem menn halda að komi með sjónvarpi. Menningarlegt gildis- leysi dagskránna, eða beinn menningarháski af þeim, einkum fyrir börn og unglinga. Sjónvarp er tímaþjófur og heimilisspillir. Sjónvarp flytur lítið eða ekkert, sem útvarp, blöð, bækur og kvikmyndir flytja ekki allareiðu. Ég held, að þetta sé kjarninn úr því, sem menn hafa hér á móti sjónvarpi. Það ?r mjög mismun- andi og misjafnt að gildi. Kostn- aður og fjármál eru t.d. að sjálf- sögðu mikilsvert atriði. Erlend áhrif yrðu aftur á móti lítið at- riði umfram slík áhrif af kvik- myndum og leikhúsum, grammó- fónplötum, bókum og blöðum. Þegar frá líður nýja bruminu er líka ólíklegt að sjónvarpið yrði tímaþjófur umfram hverja aðra dægradvöl eða fræðslutíma. Flestum verður tíðræddast um það, sem þeir óttast um menningarleysi sjónvarpsdag- skránna og bera fyrir sig hér- lenda og einkum erlenda reynslu. Það er sjálfsagt dagsatt, að til eru um allar jarðir lélegar sjón- varpsdagskrár eða spillandi á einhvern hátt. Það eru líka til sorpblöð og lélegar bækur. Sím- töl geta verið leiðinleg og bílar hættulegir. Samt vilja menn ekki banna blöð og bækur, síma eða bíla, eins og menn vilja banna sjónvarp. Sjónvarpið er í þessu efni ekki annað en eitt af mörgum vandamálum frjálsrar menningar í lýðræðislandi. — Frelsið getur verið tvíeggjað og hættulegt og verðmætin misjöfn, sem á borð eru borin, en verð- mæti frelsisins og frelsið til að meta og njóta verðmætanna er flestum mönnum meira virði en óttinn við það, sem aflaga kann að fara og sjálfsagt er að sporna við. Það getur að vísu vel verið, að sjónvarpið skapi vandamál, en það er ekki annar vandi en sá, sem fyrir er á ýmsum svið- um menningar- og uppeldis, hvorki alvarlegri né djúpsettari né óstýrilátari og móti vandan- um og ókostunum eru líka fleiri kostir. Þegar hlustað er á rökræður um áratugur. Ég ræddi þetta fljótlega eftir að ég tók við starfi útvarpsstjóra. í ágúst 1954 gerð- um við Gunnlaugur Briem, sem þá var verkfræðingur útvarps- ins, tillögur til ráðuneytis um sjónvarp og sundurliðaðar áætl- anir. Var hugsunin þá sú að koma upp sjónvarpi í sambandi við 25 ára afmæli Ríkisútvarps- ins í árslok 1955. Nokkru áður hafði verið leitað bráðabirgða- tilboða frá tveimur þekktustu sjónvarpstækjaverksmiðjum í Ev rópu. Á þessum tíma var ekki heldur neitt erlent sjónvarp hér á landi. Úrslitin urðu þau, að sjónvarp Ríkisútvarpsins fékkst ekki fram, en veitt var heimild til takmarkaðs sjónvarps á Keflavíkurflugvelli. Við töldum þá, áður en til framkvæmda kom, að athuga ætti möguleika á vissri innlendri og erlendri Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, og prófessor Stefanizzi, útvarpsstjóri Vatikansins. Brússel, kom hingað vorið 1961 og gerði nýjar áætlanir. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að sjálfstætt sjónvarp á íslándi væri framkvæmanlegt, þrátt fyrir fólksfæðina, og mætti koma upp sjónvarpsstöð í Reykjavík og nota til þess nú- verandi loftnetsstengur Ríkisút- varpsins og stöðvarhúsið á Vatns endahæð með nokkrum breyt- ingum, og gæti slík stöð náð til um eða yfir 100 þúsund manna. Stofnkostnaður var áætlaður, með þáverandi gengi, um 10 milljónir króna. Sjónvarpið yrði deild í Ríkisútvarpinu og það annast reksturinn, en þyrfti að tJi’ útsendingarsal sjónvarpsstöðvar. Ýmis atriði í þessu þyrftu nú aftur endurskoðunar. Tekjurnar yrðu í byrjun í óvissu, því að erfitt er að ákveða hversu marg- ir sjónvarpsnotendur yrðu. Hef- ur verið stuðzt við erlenda reynslu, þar sem talið er, að fyrstu tvö árin eða svo fjölgi notendum hægt, en síðan mjög ört. Víða er talið að á 5 árum verði fjöldi sjónvarpsnotenda 50% af tölu útvarpsnotenda. Hér er áætlað, að 500 sjónvarpsnot- endur komi fyrsta árið, 2.000 næsta ár, en verði orðnir um 13.000 í lok tilraunatímans. Afnotagjald af sjónvarpi var í fyrstu áætlað 500 kr. Einnig var talað um 720 kr. Síðan hafa í opinberum umræðum verið nefndar 1000 kr. Auglýsinga- tekjur voru áætlaðar frá 720 þús. kr. upp í 3.600.000 kr. á ári. Rétt er að taka það fram, að það er auðvitað í óvissu, hvaða áhrif sjónvarpsauglýsingar kynnu að hafa á útvarpsauglýs- ingar og þar með á tekjur út- varpsins. Yfirleitt yrði öll af- staða útvarps- og sjónvarpsnot- enda í nokkurri óvissu og hefur verið svo um allar jarðir 1 upp- hafi sjónvarps. Loks er þess að geta, að ótalin er fjárfestingin í innflutningi sjónvarpstækjanna, sem er frá þjóðhagslegu sjónarmiði megin- atriði um fjármálin. En það hef- ur einnig verið athugað, að út- [ varpið, eða deild þess, flytti manna með og móti sjónvarpi, virðist ýmislegt af þessu vera yfirborðshjal og af ókunnug- leika. Það er nauðsynlegt, að menn reyni að hafa hendur á staðreyndum málsins, ljóst og rólega. Þar koma tvö meginat- riði fyrst til greina: Kostnaður- inn af stofnun og rekstri sjón- varpsins, og efni og gildi þeirrar dagskrár, sem hægt væri að flytja hér. Ég geri ráð fyrir alíslenzku sjónvarpi, reknu af Ríkisútvarp- inu. En það hefur verið staðfest fyrir nokkrum árum, með ráðu- neytisbréfi, að sjónvarp heyri undir Ríkisútvarpið, og er það í samræmi við alþjóðareglur um fjarskipti. í samræmi við þetta, og einnig samkvæmt ráðuneytisbréfi, hef- ur Ríkisútvarpið um allmörg undanfarin ár fylgzt með sjón- varpsmálum erlendis og mögu- leikum hér heima. Hinsvegar hefur útvarpið hvorki haft til þess sérfróðan mannafla né fjár- magn, að halda uppi sjálfstæðum vísindalegum rannsóknum eða mælingum, og hefur fengið að styðjast þar við vinveittar, er- lendar stöðvar og sérþekkingu | Evrópubandalags útvarpsstöðva, sem Ríkisútvarpið er þátttak- andi í. Þetta hefur sparað ís- lenzka útvarpinu mikið fé og fyrirhöfn. Hér heima hefur svo jöfnum höndum verið unnið að undirbúningi og áætlunum. — ★ — Það er nokkuð langt síðan Ríkisútvarpið hóf fyrst máls á möguleikum íslenzks sjónvarps, samvinnu um íslenzkt sjónvarp, en það varð ekki, og er úr sög- unni. Ég hafði frá upphafi* lagt áherzlu á að „forðast það að upp verði tekin í landinu sjón- varpsstarfsemi (utan Ríkisút- varpsins), sem orðið gæti til þess að torvelda framkvæmdir sjálfs þess“. Þessi gamla áætlun okkar er nú úrelt, en ég rifja upp fáein atriði til samanburðar við það sem úú er. Verð viðtækja var þá um 2000 kr. að meðaltali. Stöðin átti að kosta — með því að út- varpið keypti sjálft öll tækin — um 3.700 þús. kr. Halli var áætl- aður á rekstrinum fyrstu tvö ár- in, en á 10 árum áttu tekjur um- fram gjöld að geta orðið um 4 millj. kr. — ★ — Nú er þetta að sjálfsögðu breytt. AUt málið var tekið til nýrrar rannsóknar síðar og einn kunnasti sérfræðingur Evrópu á þessu sviði, G. Hansen frá fá til viðbótar um 20 manna sér- stakt starfslið fyrir sjónvarp. — Dagskrárkostnaður var áætlaður fyrst um 6 millj. kr. á ári, fyrir allt að 1000 sjónvarpsstundir, og ýmis tæknikostnaður um 4 millj., en við gerðum ráð fyrir því, að dagskrárkostnaður hækkaði upp í 10 milljónir. Á grundvelli þessara athug- ana yfirverkfræðingsins, gerð- um við formaður útvarpsráðs á- kveðnar tillögur til ráðuneytis- ins um stofnun og rekstur ís- lenzks sjónvarps. Hafa þær til- lögur síðan verið til athugunar í ráðuneyti og útvarpsráði. Tekjustofnar voru áætlaðir af afnotagjöldum og auglýsingum og arði af sölu viðtækja. Rekstr- aráætlun frá 1963—67 var þann- ig í meginatriðum, að tekjurnar hækkuðu úr kr. 3.370.00 í kr. 21.100.000, og gjöldin úr kr. 10.- .000.000 í kr. 18.000.000, þannig að sjónvarpið ætti að geta borið sig á þriðja ári og úr þvL sjálft inn ósamsett tækj, setti þau saman hér og seldi þau. Tekjur af viðtækjum eru óhjá- kvæmileg skilyrði þess, að hægt sé að reka sjónvarpið, hvað þá láta það bera sig. Hluti sjón- varpsins af þeim tekjum hefur verið áætlaður kr. 2.250.000, upp í kr. 12.000.000 á ári. Er þá gert ráð fyrir því, að ríkið fái milli 10% og 40% af þessum tekj um, en í sjálfu sér væri það sanngjarnara, að ríkið léti allar þessar tekjur beint til sjónvarps- ins. — ★ — í áætlunum um sjónvarp hef- ur ávallt verið leitazt við að láta sjónvarpið standa undir sér sjálft, sem fyrst, eins og útvarp- ið gerir að öllu leyti, enda fær það afnotagjöld. Þetta þarf samt engan veginn að vera sjálfsagt — hvorki um útvarpið né sjón- varpið. í raun og veru er engin skynsamleg ástæða til þess að Framhald á bls 2>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.