Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. fébrúar 1963 3 MORGVNBLAÐIÐ Fljótshlíð, 27. jan. NÚ er tími Þorrablótanna. í flestum hreppum hér eru slíkar samkomur haldnar. Fljótsdælingar höfðu sitt blót á Bóndadagskvöld, Fella- menn og fleiri í gærkvöldi. Jafnan er byrjað með matar- borð, hangikjöt fyrst og fremst, en einnig hákarl, harð fisk, laufabrauð, flatbrauð og fleira og fleira. Og ýmsar teg- undir til drykkju. Skemmti- atriði eru mörg, s. s. annálar, gamanvísur, geimferðasögur, skrítlur, söngur, spurningar, leikþættir — jafnvel danssýn- ingar. Og svo allsherjar söng- ur ættjarðar og hvatningar- ljóða. Tíðarfarið helzt enn Frá Þorrablótinu. gesti velkomna. Helgi Gíslason, Helgafelli, var veizlustjóri. Hér sést hann bjóða (Ljósm. Ari Björnsson) Þorrablót á Héraði með ágætum og fer batnandi, þar sem nú eru öðru hverju þíður, í stað frostanna, er lengi höfðu verið. Og lítið er enn um storma og skakviðri, þótt ekki sé jafn kyrrt og um jólaleytið. í Fljótsdal stjórn- aði Matthías Eggertsson þorra blótinu, en Helgi Gíslason í Fellum. Fjölmennt var á báð- um mótunum, ræðuhöld nokk- ur og dönsuðu bæði yngri og eldri af fádæma fjöri, en hér er býsna margt af ungu fólki, bæði giftu og ógiftu. Rétt fyrir þorrakomuna fóru 2 Fljótdælingar, þeir Hjalti á Glúmsstöðum og Þor- steinn á Víðivöllum gangandi inn að Vatnajö'kli. Björn Páls- son flugmaður átti leið austur í Breiðdal fyrir skömmu og litaðist þá um eftir kindum í Eyjafellinu og sá þar 2,.svarta og hvíta. Lét hann strax vita af þessu. Gangfæri var af- bragðsgott og piltar þessir ungir og röskir. Þeir gistu eina nótt í kofa, fundu kind- urnar 2 sem Björn sá, og reynd ust það vera 2 ær frá Egils- stöðum í Fljótsdal, og höfðu komið til réttar í haust. En þeir fundu einnig 4 kindur aðrar á Múla, rétt austan Jökulsár í svonefndu Díafelli. Þar var ær frá Glúmsstöð- um, lamb frá Gunnlaugsstöð- um og 2 lömb frá Aðalbóli í Hrafnkellsdal. Ráku þeir kindur þessar til byggða, og þóttu þeir hafa gert góða för. Mjög er snjólítið á heiðunum næst byggð, en meiri gaddur ausan Snæfells. Nærri lætur að aka mætti bíl um heiðarn- ar, en þó var dálítill nýr snjór ofan á harðfenninu er innar dró. Kindur þessar voru allar í ágætu standi, enda hafa hag- ar alltaf verið nægir á afrétt- unum. Sýnir þetta mjög vel kjarna hins íslenzka heiða- gróðurs, vetur sem suimar, þegar til hans næst og land- gæði töðuhraukanna eru fræg, enda freistað Egilsstaðaánna, sem komnar voru í heimahaga , í haust, en runnu svo inn að jökli til að úða í sig töðu- kjarnann þar. Hafi Björn Fálsson þökk fyrir hugulsemina. J. P. SÉRFRÆÐINGAR FLYTJA ERINDI UM: FJÖLSKYLDUim OG HJONABAIMDIÐ FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN hefur skipulagt tvo námsflokka, sem taka til starfa í vetur. Er annað erindaiiokkur um fjöl- skylduna og hjónabandið, þar sem flutt verða 10 erindi um þetta efni. Hitt er framhalds- flokkur um fundarstörf og mælsku, sem nemendum úr náms flokkunum frá í fyrra verður gef inn kostur á að sækja. Erindaflokkurinn um fjölskyld- una og hjónabandið verður fluttur kl. 4—6 á sunnudögum í marzmánuði og flytja hverju sinni erindi sérfræðingar um þau mál er fjallað er um. Fyrstu fyrirlestrarnir eru 3. rriarz. Þá talar Hannes Jónsson M. A. um fjölskylduna og hlutverk hennar og form og dr. Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor um siðferðilegan grundvöll hjónabandsins frá Bridge-mét f formi tvímenniskeppni verður fyrir félagsmenn mánudagskvöld in 11. og 18. febr. og miðviku- dagskvöldið 27. febr. í Valhöll. Áhugamenn og konur um bridge innan félagsins eoru hvattir til að taka þátt í móti þessu og láta skrá sig til þátttöku á skrif- Stofu Heimdallar í Valhöll (sími 17102)< — Stjórnin. kristilegu sjónarmiði. Sunnudag- inn 10. marz flytur dr. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari, erindi um íslenzka hjúskaparlög- gjöf: Hjónabönd og hjónaskiln- aðir sem lögformlega gerð. Og dr. Pétur H. J. Jakobsson talar um kynfærin, krómosomin og erfðirnar. Dr. Pétur flytur einnig erindi næsta sunnudag, þá um frjósemina, frjóvgun og barns- fæðingar og þriðja erindið sunnu- daginn 24. marz, um takmörkun barnaeigna og skipulagða fjöl- skyldustærð. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur fjallar um uppeld- isáhrifin á tilfinningaþroska og MBL. hefur borizt skýrsla frá Mjólkureftirliti ríkisins yfir mjólkurframleiðslu hér 1962 á- samt gæðaflokkunn mjólkurinn- ar. Heildarmagn mjólkurbúanna (samlaganna) á áirinu var rúm 88 millj. kg., eða 6.6 millj. meira en árið áður. í I. og II. flokki fóru 97.9% Ekki eru heildartölur um það í skýrslunni, hve mikil mjólk fór í I. flokk yfir landið allt, en skv. skýrslum einstakra mjólkur búa hefur það verið allt frá 66% (í Mjólkursamlagi Hún- vetninga á Blönduósi) og upp í 96.5% (í Mjólkursamlagi Kaup- félags Ólafsfjarðar í Ólafsfirði). andlegt heilbrigði einstaklings- ins sunnudaginn 31. marz. Og Hannes Jónsson flytur auk fyrsta erindisins þrjú önnur, er hann nefnir Ástin makavalið, hjóna- bandið og grundvöllur þess, Hjú- skaparslit og hjónaskilnaðir sem mannfélagsleg vandamál og loka- erindið í flokknum Hamingju- sama fjölskyldan. Þessi erindi verða flutt í Gang- fræðaskólanum við Vonarstræti og er þátttökugjald kr. 200.00. Þó mun hugmyndin að efstu bekk ir Menntaskólans, Kennaraskól- ans og Háskólans fái aðgang fyrir lægra gjald. Að skapa festu á heimilum í viðtali við fréttamenn í gær sagði Hannes Jónsson að á stefnu skrá Félagsmálastofnunarinnar væri að koma upp ráðgefandi starfsemi, þar sem sálfræðingur- félagsfræðingur og guðfræðing- ur veittu aðstoð varðandi vanda mál fjölskyldunnar. En þetta mun vera í fyrsta skipti sem fjallað er um slík vandamál með flokki erinda. S©m kunnugt er í Mjólkurstöðinni í Reykjavík fór 81% í I. flokk, en 19% í laikari flokka. f MjóJkurstöðinni minnikaði framleiðslan um 2%. Innvegin mjólk í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi var 34.6 millj. kg. og némur aukningin þar frá fyrra ári 5.6%. Þar fóru 86% í I. flokk. Mjólkursamlögum fjölgar ört, orðin fimmtán að tölu. Eitt nýtt mjólkursamlag tók til starfa á árinu, Mjólkursamlaig K.B.F. á Djúpavogi og 4 væntanleg á þessu eða næsta ári, þ.e.a.s. í Grafarnesi, Búðardal, Reykhól- um og Vopnafirði og verða þau þá 19 að tölu. halda háskólar í öðrum löndum, er hafa kennslu í mannfélags- fræði, uppi slíkum fyrirlestrum. Próf. Þórir Kr. Þórðarson sagði við fréttamenn að það væri áreið anlega eitt af mestu vandamál- um í okkar þjóðfélagi að skapa festu í hjónabandinu og á heim- Kópavogur FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi heldur fund kl. 21,- í kvöld í Sjálfstæð- ishúsinu í Kópavogi. Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið stund víslega. B I N G Ó í Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi annað kvöld kl. 20.30. Skemmtinefndin. Akranes ÞÓR, F.U.S., á Akranesi heldur almennan félagsfund í kvöld (fimmtudag) kl. 8.30 í fundar- sal félagsins, Vestörgötu 48. Á fundinum verður m. a. kosið í nefndir og nýir félagar teknir inn. Áríðandi að félagsmenn mæti. Stjórnin. A Arnesingar F.U.S. Árnessýslu og Sjálfstæð- isfélagið Óðinn halda sameigin- legan fund sunnudaginn 10. febr. n.k. kl. 15 í Tryggvaskála, Sel- fossi. Aðalræðumaður Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, er ræðir efnahagsmál. Á eftir verða frjálsar umræður. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi mæta á fundinum. SíAKSILIWIi ViSreisniu tókst Jón Skafjason, alþingismaður, ritar í gær hugleiðingu um ára- mótaræðu Ólafs Thors, forsætis- ráðherra. Reynir Framsóknar- þingmaðurinn að afsanna þau un'.mæli forsætisráðherra, að við reisnin hafi tekizt. Ekki tekst honum þó betur til en svo, að niðurstaða greinar hans er sam- kvæmt hans eigin orðum þessi: „Þjóðarframleiðslan hefur far- ið vaxandi hin síðari árin. Rætur þeirrar aukning- ar eiga sér stoð í góðum sjávar- afla og hagstæðu árferði, fyrst og fremst. Tæplega er það „við- reisninni" sér- staklega aö þakka, þótt sum ir formælendur hennar séu það bamalegir að látast ekki sjá orsakasamheng- ið milli þessa annars vegar og sparifjáraukningar og gjaldeyris- forðaaukningar hins vegar". Framsóknarþingmaðurinn kemst þannig ekki hjá því að viðurkenna, að þjóðarframleiðsl- an hefur farið mjög vaxandi í skjóli viðreisnarsteflíiunnar. Mikilsverð viðurkenning Þetta viðurkennir hinn ungi Framsóknarþingmaður og má segja, að sú viðurkenning sé hin mikilsverðasta. Um grrein hans má annars segja, að í henni er ekkert nýtt. Hún er fyrst og fremst samandregnir Tímadálk- ar, þar sem endurteknar eru stað hæfingar Framsóknarmanna um Viðreisnarstjórnina. Grein Jóns Skaftasonar er aumkunarverð sönnun þess, hversu gersamlega neikvæð stjórnarandstaða flokks hans er. Hún gat ekki bent á nein sjálfstæð úrræði til lausnar þeim vanda, sem vinstri stjómin átti ríkastan þátt í að skapa. Það er t.d. vitað, að það var vinstri stjómin sem felldi gengi ís- lenzkrar krónu .Það kom hins vegar í hlut Viðreisnarstjórnar- innar að viðurkenna staðreyndir sem blöstu við alþjóð og segja þjóðinni sannleikann um ástand og horfur. Jón Skaftason lýkur grein sinni með þessum orðum.: „f vissum aðalefnum hefur við reisninni algjörlega mistekizt“. Síðan heldur greinarhöfundur áfram: „ — til móts við óskir Fram- sóknarmanna". Vera má að hér sé um prent- villu að ræða, en hún er vissu- lega dálítið hláleg! Framsókn og verkföllm Engum er það ljósara en for- vígismönnum Viðreisnarstjórnar- innar, að kapphlaup það sem nú er háð milli kaupgjalds og verð- lags stefnir efnahagslegu jafn- vægi þjóðfélagsins í voða. Ólaf- ur Thors ,forsætisráðherra, vakti einmitt sérstaka athygli á því í áramótaræðu sinni, á hve tæpt vað væri teflt í þessum efnum. Hann varaði þjóðina við verð- bólgustefnunni, sem jafnan hefði fylgt í kjölfar fyrirhyggjulauss kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. En það er einmitt Framsókn- arflokkurinn, sem svarizt hefur í fóstbræðralag við Moskvumenn um að hrinda af stað nýrri verð- bólguskriðu. Þjóðfylkingarflokk- arnir hafa misnotað verkalýðs- samtökin á hinn herfilegasta hátt í baráttu þeirra gegn jafn- vægisstefnunni. Kommúnistar og peningafurstar SÍS hafa staðið hlið við hlið í hverju verkfall- inu á fætur öðru. Mjólkurframleiðslan aldrei meiri en sl. ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.