Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. marz 1963 MORCUTSBL 4Ð1Ð 3 ÞAÐ var áhðfnin á Vest- mannaeyjabátnum Halkion, sem bjargaði 8 mönnum af áhöfninni á Erlingi IV í gær og er það í þriðja skiptið á skömmum tíma sem Halkion kemur bátum til bjargar í októbermánuði 1961 fann bát- urinn Blátind með bilaða vél út af Færeyjum og dró til hafnar, í desember í vetur bjargaði hann 11 mönnum af Bergi VE 44, sem sökk undan Jökli, og nú skipverjum á Er- Vestmannaeyjabáturiim Italkion, sem bjargaði mönnunum að honum, en fundu ekki, því þoka var og slæmt skyggni. Halkion var í um 200 mílna fjarlægð frá honum, þegar fréttist af bilumnni og hann fór úr leið, sagði Stefán. Fann Halkion bátinn og fór með hann til Færey ja. Þetta tafði Halkion um tvo sólarhringa, svo hann varð að fara með fiskinn til Aberdeen en ekki til Þýzkalands. Björgun skipverja á Bergi Síldveiðibáturinn Bergur var á leið til hafnar um kvöld ið 6. des. í vetur, þegar hann fékk á sig sjó, lagðist á hlið- ina og sökk nokkru seinna. Skipverjar komust í gúmmí- bátinn og var bjargað nokkru seinna af Vestmannaeyjabátn um Halkion. Stefán skipstjóri á Halkion Tilviljun að Halkion var á eftir Erlingi IV. Halkionsmenn bjarga í þriðja sinn úr sjávarháska lingl. Mun tala þeirra manna, sem hefur verið bjargað aí Halkion, komin upp í 25. Eins og aff fá stóra vinninginn Skipstjóri á Halkion er Stefán Stefánsson, og hefur hann verið með hann í öll skiptin. — Það er lítið um þetta að segja, sagði hann í •símtali við Morgunblaðið i gær. Það er bara eins og hvert annað lán að geta orðið til að bjarga mönnum í sjávarháska. Það er eins og fá stóra vinn inginn i happdrættinu. Ég vissl eiglnlega ekkl .... Allt var heldur tilviljunar- kennt í sambandi við ferðir Stefáns skipstjóra á Halkion í gær, að því er fréttaritari blaðsins í Eyjum, Björn Guðmundsson, símaði. — Hann hafði ekki talið sjóveð- ur og ekki ætlað á sjó, en fór klukkutíma seinna af stað en 5 hann hefði annars gert. — Ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að gera þarna, hefur hann eftir Stefáni. Halkion var þvi nokkru á eftir Erlingi IV, en hafði dregið á hann, þar sem Halkion gengur betur. Stefán segir þannig frá þessu, að þegar hann kom „vestur úr“ rétt fyrir kl. 7, varð maðurinn sem var með honum við stýrið, var við rautt ljós, sem sást eins og blikka. Hélt Stefán í fyrstu að hér væri um ljós á neta- bauju að ræða, en við nánari athugun sá hann að eitthvað mundi vera að. Hafði hann samband við báta sem þama voru í kring og var þá farið að svipast um og aðgæta hvuð þetta gæti verið. Eftír skamma stund sáu þeirgúmmí bátinn. Stefán segir að það hafi verið miklum erfiðleikum bundið að ná mönnunum upp í bátinn úr gúmmíbátnum, Skipverjar voru allir mjög kaldir og blautir, sérstaklega þó skipstjórinn, Ásbérg Lár- enzíusson og einn háseti, Egill Ragnarsron og hann þó þjakaðri og meðvitundarlaus. Skipstjórinn reyndi að kippa í línuna frá björgunarbátnum þar sem hann lá í sjónum, þar til hann var svo þrekaður að hann var að sökkva og hefur þungi hans sennilega kippt þannig í snúruna að báturinn opnaðist. Var mjög naumt með háset- ann, en það varð honum til tfí lífs að hann flæktist með fót- inn í línu úr gúmmíbátnum og gátu skipverjar dregið hann að sér á henni. Hann var þá meðvitundarlaus og líflítill. Sagði Stefán áð stýrimaður- inn á Erlingi hefði sýnt mik- inn vaskleika við björgunina. Það hefði verið hann sem stóð í dyrunum á gúmmíbátnum og veifaði blysi, en það var ein- mitt þetta blys, sem Halkions- menn sáu milli þess, sem það hvarf í öldudal. Stefán sagði að hann teldi að ef gúmmíbáturinn hefði ekki verið um borð, þá hefði björgun verið útilokuð. — Gúmmíbátarnir hefðu enn einu sinni sýnt yfirburði sína sem björgunartæki og taldi hann að algerlega hefði verið vonlaust að nota trébjörgun- arbát. í sambandi við línu þá sem á að hleypa úr hylkinu, sagði hann að nauðsynlega þyrfti að vera önnur lína, styttri og tengd þar í þannig að ekki þyrfti svo mikið til að draga hana að sér. Björgun Blátinds Þegar Halkion bjargaði Blá- tindi frá Keflavík, var bátur- inn á leið til Þýzkalands með ísfisk. Fréttist þá að Blátindur væri einhvers staðar út af Færeyjum með bilaða vél. Voru nokkrir bátar að leita sagði Mbl. þá þannig frá björg uninni: Skipverjum gafst tími til að koma út gúmmíbjörgunar- bátnum. Þeir stukku niður í hann, en sumir fóru í sjóinn. Allir komust þó 1 bátinn og ekki urðu nein meiðsli á mannskapnum. Þegar Bergur sökk var hann um 20 mín. leið frá flotanum og héldu þeir bátar sem lausir voru strax af stað til hjálpar. — Við urð- um einna fyrstir á staðinn, en fjórir aðrir bátar komu á svip- uðum tíma. Þeir á Bergi skutu upp neyðarblysi, svo auðvelt var að finna þá og notuðum við ljóskastara jáfnframt. Mönnunum varð ekkí meint af volkinu. Stefán Stefánsson skipstjóri á Halkion Þriðji alþjóðlegi veðurdagurinn Fhigið hefur aukið starfssrið veðurþiónustu í DAG, 23. marz, er alþjóðlegi veðurdagurinn, hinn þriðji i röð- irrni. Samikvæmt ósk Allþjóðaveð- urfræðisto'fnunarinnar, er dag- urinn að þessu sinni helgaður flugveðuiþj ónustunni. Saga veðurfræðinnar o>g flugs- Ins hafa verið samtvinnaðar frá uppbafi Fyrstu veðurfræðiatihug enirnar í háloftunum voru gerð- nr í loftförum manna á öldinni eem leið, og ef dæma má eftir íxáisögnum af ferðum þessara far- artækja, hefðu stjórnenduir þeirra iekið veðurspána með þökkum, «£ þær hefðu vei’ið fyrir hendL Svo varð þó ekki, fyrr en löngu síðar. Nú er flugið orðið mikilvæg atvinnugrein, og þýðing- veður- fræðinnar fyrir það hefir orðið meiri og margþættari að sama skapi. Loftlagsfræðin gefur yfir- lit um veðuælag á flugvöllium, til dæmis hvaða vindáttir eru tíðastar, hvaSa vindáttum fylgir oftast lélegt skyggni og lág skýja hæð, og þar af leiðandi við bvaða flugbrautir helzt þarf að setja sérstök lendingartæki. Flugvélar fara ekki miili landa, án þess að flugstjórar þeirra hafi fengið margskonar upplýsingar um veðurhorfur á ákvörðunarstað og væntanlegum varalendingarstöðum. Einnig fær flugstjórinn noktour veður- kort, er sýna væntanlega vinda í ýmsum flughæðum, og hvar ísingar, kviku og annarra var- hugaverðra veðurskilyrða er helzt að vænta. Eftir þessum upp lýsingum velur flugstjóri þá flughæð og flugleið, sem örugg- ust er, og leyfa sem mesta hleðslu vélarinnar, miðað við kostnaðarliði, flugtíma og eld- neytiseyðslu. Flugstjórar á flug- leiðum innanlands fá einnig svip aðar upplýsingar. Að morgni hvers dags er gert heildaryfir- lit um veðurhorfur á flugleiðum og lendingarstöðum, sem síðan er endurbætt eftir ástæðum er á daginn líður. Veðuiþj ónustan er ekki að- eins veitandi hvað flugið snert- ir, heldur einnig þigggandi. Dag- lega berast veðurstofunni hundr- uð veðurskeyta frá fliugvélum á ýmsum flugleiðum, og sem fljúga í tveggja til tólf kíílómetra hæð. í skeytum þessum eru upplýs- ingar um loftþrýsting, vind og veðurskilyrði í flughæð, ásamt lýsingu á skýjafari í nánd við flugvólina. Þessi skeyti koma að sjálfsögðu flugveðurþjónustunni að mestu gagni, en eru einnig þýðingarmikil fyrir hina almennu veðurþj ónustu. Síðast en ekiki sízt ber að nefna þær veðurathuganir, sem gerðar eru á vegum Alþjóða- flumálastofnunarinnar (ICAO) og kostaðar eru af nokkrum með- limarikjum hennar. Hér er um að ræða veðurathuganir, þar með taidar báloftsathuganir, á íslandi, Grænlandi og stöðvar- skipum á Norður Atlantshafi. Þessar veðurathuganir eru að sjáifsögðu mikilvægastar fyrir flugsamgöngur á Norður Atlants- 'bafi, en hafa einnig ómetanlega þýðingu fyrir almenna veður- þjónustu á öllum nágrannalönd- um. SMSTEINAR Castro og Krúsjeff Hér í blaðinu var í gær sagt frá skemmtilegu samtali, sem Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, átti við franska blaðið Le Moiide. Þar skýrir hann frá því aff hann hafi verið andvígur þeirri ákvörðun Rússa að flytja eldflaugar sínar burt frá Kúbu. Castro Krúsjeff v»g þegar hann er spurffur aff þvi, hvers vegna Krúsjeff hafi srvo fljótt fallizt á að flytja eldflaug arnar burtu, svarar hann: „Hver veit það? Ef til vill geta sagnfræðingar komizt að því eftir 20—30 ár“. Umhugsunarefni Spurningu þeirri, sem Castro svarar á þennan veg veltu margir fyrir sér, þegar ákvörðun Krú- sjeffs var kunngjörð, og nú rifj- ast upp kenning eitthvað á þenn- an veg: í Rússlandi er þaff ekki hin raunverulega afstaffa til heimsmálanna, sem endanlega ræffur úrslitum um gerffir hinna einstöku áhrifamanna og valda- streitumanna. Þeir eru þar eilíf- lega að keppa hver viff annan um völd og áhrif og sitja hver á svik ráffum viff annan. Þess vegna markast afstaða þeirra tíðum af því, hvernig þeir geta styrkt sjálfa sig og veikt keppinaut- ana. Þegar málin eru skoðuð í þessu ljósi, þá sjá menn líka, aff ýmislegt hefur getaff skeff, sem gefur Castro tilefni til aff segja, aff sagnfræðingar kunni að upp- lýsa sannleikann eftir 20—30 ér, líkt og nú hefur veriff upplýst, hvaffa klækir réðu gerðum Hitl- ers og nazistanná. Var það ekki stefna Krúsjeffs? Og ágizkunin, sem fram kom strax þegar fréttist um aðgerðir Bandaríkjamanna í Kúbudeil- unni, var á þessa leið: Það verffa engin styrjaldarátök, vegna þess aff Krúsjeff er ekki óljúft aff láta undan í þessari deilu. Hann er meiri stjórnmálamaffur en svo, aff þaff hafi getað verið hans ráff aff k'Ftja eldflaugamar til Kúbu. Hann hlýtur frá upphafi aff hafa gert sér grein fyrir því, aff Banda ríkjamenn mundu aldrei láta þaff viffgangast. Þaff eru því affrir menn, væntanlega Malinovsky og herforingjaklíkan, sem ráffið hef- ur þessum aðgerffum, og Krú- sjeff hefur þar lotiff í lægra haldi. Honum er því ekki óljúft aff þaff sannaffist, aff hans skoðun vár rétt, en skoðun keppinautanna röng. Við aðgerðir Bandaríkja- manna sannaðist það, að hann hafði rétt fyrir sér. Þess vegna styrktist hann í sessi en hinir urðu veikari. Og vel mætti þá vera, aff Banda ríkjaforseta hefði veriff kunnugt um þennan ágreining og tekið á- kvörðun í ljósi þeirrar vitneskju. Orff Castros nú benda til þess, aff hugleiffingar á borff viff þessar þurfi ekki aff vera fjarri lagi, en enginn veit þó í dag sannleikann, hvort sem það kann að sannast, sem Castro heldur fram, að sagn- fræðingum kunni síðar aff auðn- ast að upplýsa málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.