Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1963, Blaðsíða 17
Sunnudagur 7. aprfl 1963 MORGUTSBL AÐIÐ 17 Múrarameistarafélag Reykjavíkur 30 ára — Afgeir Gunnars Framíh. af hls. 6. rædd öxi hafi aldrei verið til! Mætti þá spyrja þá hina sömu menn, hvort Skarphéðinn hafi verið til því svo mjög voru þau nátengd Skarphéðinn og öxin hans, Rimmugýgur, að það sama hlýtur yfir bæði að ganga. A.m.k. vó hann með henni þau víg, sem urðu að lokum til þess, að hann var brenndur inni. Á ég þar fyrst og fremst við það, er hann vó Þráinn Sigfússon á Markarfljóti og síðar son hans Höskuld Hvíta- nesgoða, en það víg leiddi til Njálsbrennu og var eitt af óhappa verkum íslendingasagnanna. Auk þess hafa erlendir fræðimenn ekki aðeins viðurkennt tilveru Rimmugýgjar, heldur jafnframt birt myndir af henni eða eftir- líkingar sbr. „Altnordische Waff- enkunde" eftir H. Falk 1914. Eins og áður segir er fyrst minnzt á Rimmugýgi þegar Skarp héðinn vegur Sigmund árið 979, en þá mun Háðinn hafa verið um það bil 23 ára skv. tímatali Njáls sögu að dæma. Síðan fylgir öxin Skarphéðni til dauðadags eða í nærfellt 32 ár (Skarphéðinn er fæddur ca. 956 og brenndur inni árið 1011.) En þótt Skarphéðinn brynni inni, var það hans síðasta verk að bjarga Rimmugýgi frá skemmdum. Hafði hann rekið öxina í gaflaðið svo fast, að geng ið hafði allt upp í miðjan fetann, og var hún þessvegna ekki dign uð. Siðan segir Njálssaga orðrétt: Síðar var hann (Skarphéðinn) borinn út og öxin. Hjalti (Skeggja son) tók upp öxina og mælti: „Þetta er fágætt vopn og munu fáir bera rnega". Kári (Sólmund- arson) mælti: „Sé ég mann til - hver bera skal öxina. „Hver er sá“. segir Hjalti. „Þorgeirr skor- argeirr,“ segic Kári, „sá er ég ætla nú mestan mann í þeirri ætt vera“. Kári var þarna sannspár sem oftar, því að Þorgeir bar öxina, er hann hefndi Njáls og sona inn sýna þessar tilvitnanir úr inn sýna þessar tilvitjanir úr Njálssögu hvílíkt bákn þessi öxi var, sem hefur réttilega verið kölluð Rimmugýgur undanfarn ar 10 aldir. En svo skeður það furðulega, að hún hverfur úr sögunni eftir að Þorgeir skora- geirr taldi sig hafa hefnt fyrir Njálsbrennu, líkt og atgeirinn hans Gunnars, er Högni Gunnars son vó síðast með honum. Virð- ist ekki vera á hana minnzt svo ég viti til fyrr en hún finnst í Skálholti á dögum Eggerfcs Ólafs sonar (1752-57). Munu bæði þessi sögulegu vopn atgeirinn og öxin Rimmugýg ur hafa talizt svo óvenjuleg að stærð og gæðum, að samtíma- menn hafa viljað geyma þau á ör uggum stað. Skömmu áður ( eða um svipað leyti) og Eggert eignað ist atgeirinn, samdi hann (ásamt Bjarna Pálssyni) hina merku ferðabók sína um ferðir þeirra félaga um landið þvert 1752— 57. I 2. bindi úfcg. 1943 lýsir hann m.a. Suðurlandi, Rangárvalla- sýslu, Árnes- og Gullbringusýslu Fjallar einn kaflinn þar um forn leifar og er hann á þessa leið. „D. Gömul vopn: í Skálholti er geymd öxi, sem sagt er að sé Rimmugýgur sú, er Skarphéð- inn átti. Njálssaga segir frá hon um, og annálar herma, að hann hafi dáið 1010, en aðrar heimild ir sýna, að hann muni hafa dáið 1004. Öxin er mjög eydd og ryð- brunnin. Skaftið er úr rauð- greni, járnslegið og 314 alin á lengd. (Hér mun vera átt við Hamborgaralin, er var 57,1 cm svo skaftið hefur eftir því að dæma verið 1,85 m eða þar um bil. (atlhs. min). Á Hlíðarenda eru geymd tvö sverð og eitt spjót. Sverðin eru að engu leyti merkileg. Þau eru bæði jafnstór og brandarnir (sverðsblöðin) ryðgaðir. Þeir eru 1Vz alin á lengd og tvegigja fingra breiðir. Skaftið (handfangið) er um fet á lengd (tveggja handá vopn) og meðalkaflinn (hand- fanigið) á öðru þeirra látúnssleg inn, en klæddur skinni á hinu. í *tað hjalts er beygt járn, fingurs *ilt með hnöttóttum hnöppuin á báðum endum. (Skv. þessari lýs ingu virðast bæði sverðin vera frá miðöldum, en ekki söguöld, aths. mín). Spjótið er eins og lsnsa í lag- inu. Skaftið er 2% alin á lengd (um það bil 1.50 m án fals og blaðs) úr rauðgreni. Að neðan- verðu er það járnslegið og neglt í gegnum það. Sagt er, að spjót þetta hafi fundist í Rauðaskriðu við ræturnar á fjalli einu litlu, er Dimon heitir, við Markarfljót. Þar var barizt nálæigt árinu 1000 eins og Njálssaga hermir.“ — Svo mörg voru þau orð hins fjölhæfa náttúrufræðings Egg- erts Ólafssonar, tekin beint úr ferðabók hans, 2. útg. 1943, en bókina samdi hann að fullu 1760 oig var hún síðar gefin út á mörg um tungumálum auk íslenzku. Hvað öxina snertir, sem Egg ert er sagt að sé Rimmugýgur, þá má vitanlega deila um það eins oig allt milli himins og jarð ar, enda þótt Eggert virðist trúa því, að þetta hafi verið ein og sama öxin. Er því ekki að neita, að líkurnar eru miklar fyrir því að þetta hafi einmitt verið sú fágæta öxi, er Skarphéðin bar, enda ber lýsingunni vel saman við frásögn Njálu. 1 þessu sam- bandi má geta þess, að í Árbók hins ísl. fornleifafélags 1893 birt ist grein um Rimmugýgi og fylg ir henni nákvæm rnynd eða teikn ing (uppdráttur) af öxinni. Er þar kveðið svo á að „frummynd- in“ hafi fundizt í teikningasafni því, sem erfingjar Sigurðar mál ara gáfu Forngrpasafninu (nú Þjóðminjasafn fslands) að hon- um látnum. Þá segir ennfremur, að þessi teikning sé upprunalega gerð af Steingrími biskup oig hafi hann ritað eftirfarandi orð á uppdráttinn, ( sjálft axarblað- ið): „öxin Rémigia í naturlig störrelse bortgiven til Justitsraad Thorkelin den 31 Dec. 1804.“ Hér mun vera átt við Grím Thorkelin f. 8. okt. 1829 í Höfn, en hann lagði stund á fornfræði o,g lét eftir sig mörg rit þarað lútandi. Hann var lögfræðingur að mennt, en hlaut að öðru leyti mikinn frama, var t.d. sæmdur jústizráðnafnbót 1794, etazráðs- nafnbót 1810 og koreferenzráðnafn bót 1828, én auk þess var hann heiðursfélagi í Hinu ísl. bók- menntafélagi 1818 ofl. félögum og er þó fátt eitt talið af frama þessa merka manns. Sé umrædd teikning af öxinni at huguð gaumgæfilega, kemur í ljós, að hún (axarblaðið) er að- eins um 8 þuml. (um 20 cm) fyrir munn og þó stendur skrif- að á mitt axarblað teikningarinn ar, að hún sé gerð í réttri eða eðlilegri stærð. Hér er auðsjá- anlega blandað málum, því að í greininni, sem fylgir teikning- unni, stendur að öxin hafi verið 18 þuml. (um 46 cm) fyrir munn. En jafnvel þótt maður fari hér meðalveginn, þá sýnir þetta út- af fyrir sig hvílíkt bákn þetta vopn hefur verið. Á hinn bóginn virðist 18 þumlunga lengd axar- blaðsins ( þótt ótrúlegt sé) koma betur heim við lýsingu og mál Eggerts Ólafssonar á skaftinu í Skálholti (1,85 m). En nú vaknar sú spurning hvernig á því standi, að Stein- grímur biskup skuli hafa ritað á teikninguna (mitt á axarblaðið) að öxin sé teiknuð í réttri stærð og þó er hún ekki nema um 8 þuml, eða 20 cm fyrir munn eins og teikningin birtist í ár- bókinni. Jú, á þessu getur verið mjög einföld skýring. Letrið á teikniragúnni er nefnilega svo ó- eðlilega smágert, að það verður vart lesið og því síður skrifað með venjulegri karlmannshönd. Bendir þá ekki allt til þess, að prentmyndargerðarmaðurinn hafi einfaldlega minnkað teikninguna (oig þarmeð letrið á 'miðju axar blaðsins) um - ca % eða jafn- vel helming, til þess að hún kæmist fyrir á bókarblaðinu. Slikt er algengt nú til dags, án þess að það sé sérstaklega tekið fram, en í þessu tilfelli kemur smæð rithandarinnar upp um allt saman, að því er mér virðist. Að vísu hafa margir dregið í efa og það ekki að ástæðulausu, að til hafi verið jafn ,tórar axir og talið er í einni af íslendinga- sögunum þ.e.a-s. ein forn alin fyrir munn (um 46-47 cm), en hvað mætti þá segja um öxi þá, sém til er á þjóðminjasafninu, er þau Friðrik og Agnes voru hálshöggvin með? Hún er mun stærri og hefi ég þó ekki heyrt neinn halda því fram, að um- ræddur böðull hafi haft meira afl en almennt gerist, en hins vegar var Skarphéðinn frægur fyrir afl sitt og vigfimi, eins og áður hefur verið tekið fram. Svo ég snúi mér aftur að ár- bókargreininni. Þá segir þar að lokum: „Nú vita menn ekki hvað orðið hefur síðan af öxi þessari, en líklegt er að hún hafi brunn- iff) í annað sinn — leturbreyting oig athugasemd mín) með safni Thorkelins 1807.“ En hvort sem þessi tilgáta er rétt eður ei. þá sýnir hún (ásamt því, sem vitað er um afdrif atgeirsins) hvílíka þörf þjóðin hafði fyrir mann eins og Sigurð málara Og Forngripa safn það, er hann stofnsetti árið 1863. Hefði slíkur maður lifað fyrr með þjóð vorri, væru senni lega bæði þessi vopn og • ótal margt fleira vel geymt og eld- tryggt á Þjóðminjasafni ísands. Annars vil ég geta þess hér til fróðleiks, ef það gæti orðið Þjóð minjasafni okkar til fjörgunar eða rannsóknarefnis, að ég hefi það eftir greinargóðum núlifandi manni, að öxin Rimmugýgur hafi „komizt lífs af“ er safn Thorkel- ins brann 1807 og sé nú geymd á forngripasafni í Dresden í Aust- ur-Þýzkalandi. Og ekki nóg með það, heldur þyki hún þrátt fyrir aldur sinn og allar svaðilfarirn ar, bera af öllum vopnúm safns ins. Hvemig væri nú aff réttlr isl. affilar fengju úr þessu skor- iff, bæði hvaff snertir atgeirinn og öxina Rimmugýgi, og reyndu, ef rétt reynist, aff endurheimta þessi frægu íslenzku vopn, annað effa hvorttveggja? Varla getur það skaðað að spyrjast fyrir um þau, því ekki koma þau aftur til landsins sjálf krafa frekar en handritin okkar kærkomnu. LOKAORÐ Þar sem grein þessi er þegar orðin æðilöng, væri mér nær að hætta við svo búið, en þó dettur mér í hug að bæta við einni bolla leggingu, sem getur varla orðið neinum að meini, en gæti þó ef til vill orðið íhugunarefni þeim sem til þess hafa verið kjörnir eða ráðnr að fjalla um þessi mál. Enda þótt ég sé þegar búinn að gera atgeirnum hans Gunn- ars nokkur skil, finnst mér ó- neitanlega forvitnilegt að lesa lýsingu Eggerts Ólafssonar á hinu lensulagða spjóti, er hann sá á Hlíðarenda árið 1757 eða þar um bil. Eins og menn m.una sagir Eggert, að á Hlíðarenda séu þá geymd tvö sverð og eitt spjót Að hans áliti eru sverðin að engu leyti merkileg, en þegar kemur að spjótinu er eins og áhugi hans vakni fyrir alvöru, enda finnst honum mun meira til þess koma en sverðanna - Oig hversvegna? Jú það ætti að vera auðskilið mál. Spjótið virðist greini- lega vera frá söguöldinni, mjög rammgjört og lensulagað, skaftið járnslegið a.m.k. neðanvert og svo langt að taka mátti hendi til fals (2 og % Hamborgarlin eða uim 1,50 m) Hafi falur þess og fjöður (blaðið) verið í einhverju samræmi við skaptið oig lýsingar íslendingasagnanna á slíkum höggspjótum, þá er ekki óeðlilegt að reikna með því að fjöðrin (blaðið) hafi verið um það bil 1 og Vi forn alin a.m.k. (ca. 60 cm) og falurinn þá varla styttri en % forn alin (ca. 36 cm) og vopnið allt því um 2,46 m á lengd. Sé þetta nálægt sanni, er þar með komin lýsing á höggspjóti, sem gæti vel átt við hugmynd þá, sem Njálssaga gefur okkur um atgeir Gunnars, en hann var vitanlega ein tegund af högg- spjóti, en hinar tvær voru kesjan- og brynþvarinn. Og þegar við lesum það í öðrum prentuðum heimildum, að atgeir Gunnars hafi skömmu síðar verið fluttur frá Hlíðarenda og vestur í Dali - og komizt þar í eigu Eggerts Ólaíssonar, þá bendir orðið margt HINN 18. marz 1933 var Múrara- meistarafélag Reykjavíkur stofn að, stofnendur félagsins voru 19 að tölu, en fyrstu stjórn þess skipaði Kristinn Sigurðsson for- maður, Jón Bergsteinsson, gjald keri og Kjartan Ólafsson, ritari. Þeir Kristinn og Kjartan eru látnir. 1. Félagið minntist afmælisins með hófi í Leikhúskjallaranum, föstudaginn 22 marz. Við það tækifæri færði félagið Iðnskól- anum í Reykjavík að gjö( 50 þús. kr. til kaupa á tækjum til vænt- Aðalfundur félags bryta MÁNUDAGINN 1. apríl hélt Fé- lag bryta aðalfund sinn. Gefin var skýrsla um starfsemi félags- ins á liðnu ári, og gerð grein fyrir fjárhag þess. A fundinum fór fram kosning fulltrúa á Far- mannasambandsþing og kosið í trúnaðarmannaráð. Fráfarandi félagsstjórn Var endurkjörin og sjálfkjörin, þar sem ekki komu aðrar tillögur fram en tillögur frá kjörnefnd. Er stjórnin þann- ig skipuð: Form. er Böðvar Stein þórsson, Anton Líndal er gjald- keri og Karl Sigurðsson ritari. Varastjórn er skipuð Kára Hall- dórssyni og Aðalsteini Guðjóns- syni. Endurskoðandi er Helgi Gíslason. í félaginu eru allir starfandi brytar á farþega- og farskipum og er félagið aðili að Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Aðalfundurinn fól stjórn fé- lagsins að vinna að því við rétta aðila, að fá leiðréttingu á tiltekn um ákvæðum laga nr. 50/1961 um bryta og matreiðslumenn á skipum. til þess, að hér sé um eitt og hið sama vopn að ræða. Sé þessi tilgáta ekki rétt, þá vaknar sú spurning hversvegna Eggert hafi verið sýnd öll gömul vopn á Hlíðarenda nema atgeirinn, sem heimamenn hefðu þá líklega átt að hafa falið fyrir honum!? Að vísu skipta þessar bollalegg ingar litlu máli, en einhver myndi láta sér detta í hug, að heimsókn Eggerts að Hlíðarenda hafi rumskað bæði við honum og ráðsmönnum staðarins. Og hvort sem það var afcgeir Gunnars, sem Eggert sá á Hlíðarenda eða ekki þá hljótum við að álykta, að það hafi verið atgeir eða höggspjót, sem hann fann þar og lýsti svo nákvæmlega í ferðabók sinni. Hitt hlyti þá að vera einkenni- leg tilviljun, að annar afcgeir, sjálfur atgeirinn hans Gunnars, skuli vera kominn alla leið frá Hlíðarenda og í eigu Eggerts skönvmu eftir að hann lauk ferð sinni um landið. Þessi slitrótta grein er vitan- anlegra verknámsdeildar múrara nema við skólann, og veitti skóla stjóri skólans, Þór Sandholt gjöfinni móttöku. Félagið er meðlimur í Lands- sambandi iðnaðarmanna, Meist- arasambandi byggingamanna, Vinnuveitendasambandi íslands og Húsfélagi iðnaðarmanna. Núverandi stjórn félagsins skipa: Guðmundur St. Gíslason, for- maður, Jón Bergsteinsson, vara- formaður, Þórður Þórðarson, rit- ari, Sigurður Helgason, vararit- ari, Ólafur Pálsson, gjaldkeri. Félag járniðnað- armanna eignast bókasafn FÉLAG járniðnaðarmanna í Reykjavík hefur nýlega komið upp bókasafni fyrir meðlimi sína. í bókasafninu eru margskonar bækur og tímarit varðandi flest- ar greinar _málmiðnaðar og vél- smíði, einnig rit um félagsmál og sögu verkalýðshreyfingarinn- ar. Tækniritin eru flest á norð- urlandamálum, ensku og þýzku, og í þeim er mikið af myndum til skýringar. Mikið er gefið út á Norður- löndum og víðar af tækniritum um málmiðnað og véltækni, og mun félagið kappkosta að bóka- safnið eignist slík rit jafnóðum og þau koma út. Með því vill félagið stuðla að fræðslu um tækni og nýungar í greinum málmiðnaðarins .Jafnframt mun kappkostað að bókasafnið eign- ist sem mest af ritum, innlendum og erlendum, er snerta félags- og verkalýðsmál. Bókasafnið er í skrifstofu Félags járniðnaðarmanna í hús- eign þess að Skipholti 19, og verffur opiff fyrir meðlimi félags- ins á sunnudögum kl. 2 til 5 fyrst um sinn. lega einigöngu skrifuð í þeim til gangi að vekja menn til umhugs unar um afdrif þessari. frægu og fágætu vopna. Finn9t mér satt að segja alltof lítið af því gert á síðustu árum að leikmenn sem lærðir riti eitthvað um þessi forn leifamál- og íslendingasögurnar virðast t.d. alls ekki véra á dag- skrá hjá ungu kynslóðihni þessa stundina. Er það illa farið og ólíkt því sem var um og eftir aldamót. Vafalaust á l.ið alkunna tómlæti hér mikla sök að máli, - en það er alls engin afsökun. ís- lendingasögurnar og allt, er að þeim lýtur eru ekkert einkamál örfárra fræðimanna, heldur eign. allrar þjóðarinnar. Að lokum vænti ég þess fast- lega, að hlutaðeigandi aðilar oig þá ekki sízt háttvirfcur Þjóðminja vörður taki þessar hugleiðingar til rækilegrar athugunar eða láti að minnsta kosti í ljós einhverja skoðun á þessu atriði. Reykjavík 1. apríl 1963, Jóhann Bemhard

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.