Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1963, Blaðsíða 15
Sunnuctagur 18. Sgúst 1963 MOOfíUNBLAÐIÐ 15 Skólakerfið veröur að breytast, ef þjóðfélagið á ekki að standa í stað — segir dr. Wolfgang Edelstein, sem starfar að þjóðfélags- og skólavísindum við Vísindastofnun Þýzkalands Morgunblaðið hitti fyrir skömmu að máli ungan ís- lending, sem lengi hefur dval- izt erlendis, og aðallega feng- izt við kennslumál í Þýzka- landi. Hann er dr. Wolfgang Edelstein, sonur Heinz heitins Edélsteins, tónlistarmanns. Wolfgang varð stúdent við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1949 og hélt þá utan til náms. — Hvert var haldið? — Til Frakklands, þar sem ég dvaldist næstu árin. Ég var við háskólann í Grenoble í eitt ár og önnur 4 við Sorbonne (Svarta- skóla) í París. Ég lagði aðallega stund á bókmenntir og málvís- indi og lauk licencié es lettres- prófi haustið 1953. Síðar réðst ég sem kennari til Odenwald-skól- ans í nágrenni Heidelbergs í Þýzkalandi. — Þettá er mjög þekktur og umtalaður skóli. Fyrir hvað er hann sérkennilegur? ODENWALD: EINN RÓTTÆK- ASTI TILRAUNASKÓLI EVRÓPU — Hann er líklega frægastur fyrir að vera einn róttækasti til- raunaskóli í Evrópu. Ég hef allt- af haft mikinn áhuga á skólamál- um og langaði til þess að kynn- ast skólahaldi í tilraunaskóla af eigin raun. Ég réð mig því að Odenwald-skóla, þar sem ég vissi að verið var að gera nýjar til- raunir, áður óþekktar. Þá var Kurt Zier skólastjóri þar. Skóla- fyrirkomulaginu er ekki auðvelt að lýsa í fáum orðum. Þarna er sameinaður barna- unglinga- og menntaskóli, svo að nemendur geta verið þar við nám frá sex ára aldri til tvítugsaldurs. Eitt helzta einkenni skólans er hve margþættur hann er. Þegar eftir 10 ára bekk er farið að skipa börnum í hópa og námsgreinar eftir áhuga, hæfileikum og námi. einkum þó eftir 12 ára bekk. Um alls konar skiptingu er að ræða, í verknámsdeildir og bóknáms, sem aftur skiptist eftir tungu- málum o.s.frv. Eins konar gagn- fræðapróf taka unglingarnir svo sextán ára. Síðan einkennist nám þeirra, sem halda áfram í lær- dómsdeild, af kjörgreinum frem- ur en skyldunámi. Námsskrá er þá sett saman í samráði við kenn ara og foreldra. Vissar skyldu- námsgreinar eru óumflýjanlegar en síðan velja nemendur sér fjór ar kjörgreinar, sem skera úr um eamsetningu stundatöflunnar. Getur orðið allflókið að setja eaman stundaskrár í slíkum skóla. Síðan er námi í þessum ákveðnu greinum haldið til streitu allt til stúdentsprófs. En nemendur verða að leggja stund á a.m.k. eina grein í hugvísind- um og eina í raunvísindum. BREYTING A SKÓLASKIPAN MJÖG AÐKALLANDI — Hvað eru margir nemendur 1 skólanum? v— Þeir hafa verið um 250. •— Hvað kenndir þú við skól- ann? — Ég kenndi þarna latínu, frönsku, ensku og félagsfræði, en fékkst enn fremur við að leysa ýmis skipulagsmál. Segja má, að skólinn sé nú dæmi þess, hversu breyta megi skólahaldi 1 nútíma- horf, en það atriði er nú mjög til athugunar í Þýzkalandi og raun- ar víða í Evrópu. Þessar breyt- ingar eru mjög nauðsynlegar mið að við nýjar þjóðfélagsaðstæður. Innra fyrirkomulag skólans er nýjungakennt, en sýnir, hvaða leið hægt er að fara. Lögð er t.d. áherzla á að ræða við eldri nem- endur a.m.k. um hugmynda- og vísindavandamál nútimans. Minn ir það á nútímaháskóla, þar sem meira kapp er nú á það lagt að kenna nemendum að hugsa, — hugsa rökrænt, heldur en að kunna að fletta upp í bókum ein- vörðungu. Odenwald-skólinn hefur vakið mikla athygli kennslumanna um heim allan, og fær hann margar heimsóknir er- lendis frá hvaðanæva. — Hvað varstu þarna lengi? — Ég réð inig upphaflega til tveggja ára, en þá var farið að breyta meira til í samræmi við fengna reynslu. Varð þá úr, að ég yrði áfram við skólann enn um skeið, til þess að vera með í sló til. Svo fyrir tveimur árum hætti Kurt Zier skólastjórn og hafði áhuga á málinu, svo að ég segja má, að hafi verið mjög mik endurskipulagningunni. sem hélt til íslands. Þá tók þáverandi námsstjóri við skólastjórastarf- inu, en ég var ráðinn námsstjóri og hef gegnt þeirri stöðu, þar til nú um páskana. — Hvað tók þá við? — Vegna reynslu minnar við skólann og af öðrUm ástæðum, var ég beðinn um að taka að mér nýtt starf við Vísindastofnun Þýzkalands (Max Planck Gesell- schaft) í Vestur Berlín. NÝ STOFNUN: NÝJAR VÍSINDAGREINAR — Hvað geturðu sagt mér um þá stofnun? — Max Planck Gesellschaft, eða Vísindastofnun Þýzkalands, hefur vísindastofnanir, rannsókn arstofur o.fl. um allt Þýzkaland. Þar er fengizt við nýjar vísinda- greinar og þau mál innan hefð- bundinna vísinda, sem eru ný af nálinni eða orðin efst á baugi. Þar eru menn þjálfaðir til nýrra rannsókna, og til þess að taka að sér ný vísindaleg störf, þar sem lítil reynsla eða þekking er fyrir hendi. — Hvaða greinar eru það t.d.? «— Nefna má kjarneðlisfræði, vinnuvísindafræði, hátternis- fræði dýra, dýrasálfræði líffræði, erfðaefnafræði os.frv. Allt eru þetta greinar, sem hugir vísinda- manna beinast mjög að um þess- ar mundir. Þar eru ný og áður gersamlega óþekkt viðhorf að myndast. ÞJÓÐFÉLAGIÐ í HÆTTU — Við hvaða grein verður þitt starf bundið? — Vísindastofnunin er nú að koma á fót nýrri rannsóknar- stofnun í þjóðfélags- og skólavís- indum, sem á að fjalla um sam- bandið milli félagshátta, efna- hags og skólaskipunar. Skóla- kerfið hefur staðið í stað, meðan þjóðfélaginu fleygir fram að öðru leyti og allir hættir þess breytast óðfluga. Eitt mesta vandamál þróaðra þjóðfélaga er tvímæla- laust það að haga skólaháttum sínum þannig, að þeir samsvari kröfum þjóðfélagsins til mennt- unar þegnanna. Þekking manna á þjóðfélaginu og „lögmálum“ þess er að leiða í ljós mjög náið samband milli þróunarstigs þjóð félagsins, afkastagetu og fram- leíðni annars vegar, og mennta- gæða borgaranna hins vegar. Samfara þessu hefur komið á daginn, að afköst skólanna sjálfra nú standa í mótsögn við þarfir þjóðfélagsins. Bæði er innihald menntunarinnar sjálfr- ar að mörgu leyti orðið úrelt, svo og menntunarformið, en eink um geta skólarnir ekki eftir nú- verandi fyrirkomulagi menntað nándar nærri nógu marga menn til þess að fylgjast með þróuninni og hafa að einhverju leyti stjórn á henni. Hættan er sú, að þjóðfé- lagið sjálft fari að standa í stað. Þannjg hefur til dæmis verið reiknað út nýlega, að með nú- verandi skipulagi skólahátta í Þýzkalandi muni vanta rúmlega 100 þúsundir kennara árið 1970. En þá horfir illa fyrir starfsundir búningi næstu kynslóðar á eftir. Svipaða sögu er að segja um öll iðnvæddu löndin. Menntunin sjálf er orðin framleiðsluþáttur sem ekki má líta framhjá án þess að stefna þjóðfélaginu í hættu. NÝRRA ÞEKKINGARGREINA ER ÞÖRF Við búum nú við nýja og flókna þjóðfélagshætti, og þá er ekki einvörðungu þörf á fram- leiðsluhæfum og stjórnfróðum einstaklingum, heldur verður að leggja áherzlu á pólitískan þroska allra þegnanna. Nauðsynleg- an undirbúning undir lífið, þetta flókna nútímalif, þarf hver borg- ari að geta öðlazt í skólunum. Heimilin valda honum ekki nú orðið, eins og fyrrum, þegar börn in uxu inn í hugarheim og starfs- hætti foreldranna. Sá undirbún- ingur yrði að vera bæði hagfræði legs, lögfræðilegs, uppeldisfræði legs og sálfræðilegs eðlis. Nú- tímamaðurinn þarf að vera und- ir það búinn, þegar hann heldur út í lífið á eigin spýtur, að mæta hvers kyns upplýsinga- og á- róðursgögnum þjóðfélagsins; út- varpi, blöðum, tímaritum, bók- um, sjónvarpi, kvikmyndum, alls konar áróðri, auglýsingum o.s. frv. Hann verður að vita hvernig bregðast á við þeim. Áróðurs- tækninni hefur fleygt hraðar fram en menntuninni, svo að heilbrigð gagnrýni einstaklings- ins er ekki nægilega traust. Þjálfa þarf rökrétta hugsun í skólum, kenna mönum að þroska með sér krítisk sjónarmið, — heilbrigða gagnrýni. Á þessu sviði er að verða breyting í vestrinu — en minna hefur borið á því í skólafyrirkomulagi aust- urveldanna. Þessu skylt, og raunar sama vandamálið, er það, hvernig verja skal tómstundum, haga heimilisháttum, ala upp börn o.s.frv. Rót vandamálsins felst í því, að skólar í V-Evrópu hafa risið upp í staðföstum þjóð- félögum, en þjóðfélög okkar í dag einkennast af sívaxandi þró- unarhraða. Reiknað hefur verið út, að þekkingarmagn vísind- anna í heild hefur tvöfaldazt á undanförnum tólf árum. Þar áð- ur tvöfaldaðist það á 30 árum. Það er að verða eitt af meiri háttar vandamálum hvers vísinda manns á vorum dögum, hvernig hann fái fylgzt nokkurn veginn með öllu því, sem er að gerast í hans eigin vísindagreiri, hvað þá í öðrum greinum. Ef þessi þróun heldur áfram, sem allar horfur eru á, er auðsætt, að gagngerðrar byltingar þarf við í skólaháttum, ef ekki á svo að fara, að allt sé úrelt, sem í þeim er kennt, áður en það er lært. Auðsætt er, að fara verður nýjar götur í vali námsefnis í kennsluháttum, í skipulagi námsgreina og skóla- haldsins alls, ef svara á til nútíð- ar- og framtíðarvandamála frem ur en þátíðar. ' SAMRÆMIR STARFIÐ — Er þá ætlunin, að stofnunin sem þú starfar við, kanni þessi mál og geri tillögur til úrbóta? Já. Efnahags- og framfara- stofnunin (OECD) fæst við at- hugun á þessum málum og er m.a. persónulegt samstarf við Max Planck Institut í þessum efnum. Stofnunin verður í Vest- ur-Berlín, og þar verður unnið af kappi að skýrslusöfnun, rann- sóknum og tillögum til endur- nýjunar þýzka skólakerfisins. Þar vinna uppeldis- og sálfræð- ingar, hagfræðingar, lögfræðing- ar, skipulagsfræðingar, tölfræð- ingar þjóðfélagsfræðingar o.s. frv. Menn þessir munu svo vinna saman að hverju máli, en ekki hver aðili út af fyrir sig. — Hvert verður þitt sérstaka starf?^ — Ég á að fást við að sam- ræma starf sérfræðinganna, skipuleggja starfsaðferðir, vinna að verkefnavali o.s.frv. Að und- anförnu hef ég ferðazt milli há- skóla í V-Þýzkalandi og kynnt mér, hvað þeir hafa rannsakað á þessu sviði. Eiginlega er enn verið að leggja grunninn að starf inu í Berlin og semja drög að rannsóknaráætlunum. Á þessu sviði er geysimikið órannsakað, svo sem áhrif umhverfisins (fé- lagslegs og menntunarlegs), for- eldra og kennara á námsgetu nemenda, og hvern þátt einstak- ar námsgreinar eiga í námsþoli nemandanna. Þetta síðastnefnda getur verið mjög mismunandi. T.d. hefur ákaflega há hlutfalls- tala þeirra, sem komast ekki upp úr framhaldsskóla, fallið á .lat- ínu. Og sumir kunna að efast um hve réttlátt eða nytsamt það er. Aðeins tveir þriðju þeirra, sem komast upp í framhaldsskóla, ná námslokum. Það mætti rann- saka fjárfestingarhliðina á þess- um hlutfallstölum! ÁSTANDIÐ Á ÍSLANDI — Viltu nokkuð segja um á- standið á íslandi í þessum efn- um? — Þótt hér gegni að ýmsu leyti öðru máli — skólakerfið ekki eins lokað milli námsstiga — þá mun sönnu nær, að náms- fyrirkomulag í framhaldsskólúm a.m.k. skorti enn ýmislegt til þess að samsvara menntunarkröf um nútímans. Jóhann Hannesson skólameistari á Laugarvatni, hefur raunar lýst þessu hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, hélt um daginn ágæta ræðu á fundi menntamálaráð- herra Norðurlanda. Þar lýsir hann möguleikum smáu þjóðfé- laganna í dag. Þó er ég á öðru máli en hann um það, að skyn- semin sé verkefni stóru þjóðfé- laganna, en hin smáu eigi að leggja til ímyndunaraflið eða hugmyndaflugið. Framtíðin felst einmitt í því að sameina þetta tvennt, og þar eiga smáþjóðfé- lögin hægara um vik en þau stóru ,þar sem allar breytingar þarfnast gífurlegrar fjárfesting- ar og býltingar á íélagskerfum. Mætti raunar segja, að í þjóð- félagi, sem er eins smátt og hið íslenzka, þurfi hver maður helzt að vera tveggja manna maki, til þess að það geti lifað við mann- sæmandi þjóðfélagshætti. eins og kröfurnar eru nú og verða í framtíðinni. Hér ríður á skóla- • kerfinu, jafnvel meira en á nokkru öðru ,því að skólakerfið er drög nútímans að framtíðinni. Það þarf að hugsa minnst eina kynslóð fram í tímann! MÖRGU ÁBÓTAVANT í SKÓLA MÁLUM HÉR — EKKI NEYZLA HELDUR FJÁRFESTING — Hverju er helzt ábótavant hér? —- Allt of mikið bóknám, en of lítið raunnám, bæði í náttúru- vísindum og félagsvísindum. Fé- lagsvísindanám vantar að alltof miklu leyti á framhaldsstiginu, og verknám og starfsnám innan almennu skólanna er ekki nóg. Skortur er á fjölbreytni í námi (vantar kjörnám), einkum við undirbúning háskólamenntunar. Hér er við ofurefli skyldubund- ins tungumálanáms að etja, og fylgir því m.a. ósyeigjanleiki stundaskrárinnar. Aukna fjöl- breytni vantar í kennslutilhögun og meiri áherzlu mætti leggja á kennslufræðinám framhaldsskóla kennara. Aftur á móti ríkir hér mikill áhugi á nýbreytni í þess- um málum öllum. Kennarastétt- in (og fræðslumálastjórnin) virð ist skilningsrík á vandamálin og opin fyrir úrbótum á kerfinu, svo að ég er allbjartsýnn á fram- vindu þessara mála hér, enda þótt skipulagsmál á íslandi hljóti að kosta töluvert fé, en þetta er ekki neyzla, heldur fjár- festing. Þess má geta, að í þjóð- hagsskýrslunni, sem yfirleitt er til fyrirmyndar, er ekki talað um skólahald sem framleiðslu- þátt, nema í sambandi við skóla- byggingar. Væri ekki úr vegi að rannsaka afkastagetu þjóðfé- lagsins frá sjónarmiði bættrar aðstöðu í skólaskipun þjóðarinn- ar. KARLAMAGNÚS KEISARI: MAGNA CUM LAUDE Jæja, svo að við förum nú út í aðra sálma: Laukst þú ekki doktorsprófi á dögunum? — Jú, vorið 1962 varði ég doktorsritgerð við háskólann 1 Heidelberg. Hafði ég unnið að henni meðfram vinnu í Oden- wald-skóla. — Um hvað fjallaði hún? —- Um heimsmynd og uppeld- isskipan á Karlungatímabilinu. Þetta voru aðallega athuganir á bréfum og skjölum Karlamagnús ar keisara, jarla hans, biskupa, ábóta og annarra lærðra manna, en einkum Alkuins, „mennta- málaráðherra" keisarans. — Aukagreinar? — Latína og uppeldisfræði. — Og einkunnin? — Magna cum laude. —“O0o— — Hefurðu brugðið þér austur fyrir járntjald? — Eg hef nokkrum sinnum farið til A-Þýzkalands og setið hef ég þing á vegum Uppeldis- máladeildar UNESCO í Prag, en þar voru saman komnir fulltrúar frá Vesturlöndum, kommúnista- ríkjunum og hinum svonefndu þróunarlöndum. Þingið fjallaði um skólaskipan og skyld mál. —- Var mikill skoðanamunur? f SKÓLAMÁLUM ER BYLTING í VESTRI EN ÍHALDSSEMI í AUSTRI — Það kom í ljós, að skóla- og menntamenn í austurblökkinni vildu margt af okkur læra, þótt þeir væru. nokkuð bundnir eídri hugmyndum sinum í fyrstu. Það var eins og byltingin væri frem- ur að eiga sér stað i \estrinu en austrmu. íhaldssemi er mikil 1 Frumh. a bU. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.