Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. okt. 1963 Blönduósi, 30. sept. — GÍFURLEGT fannfergi er nú um meginhluta A-Húnavatns- sýslu og víða sáralítil jörð fyrir sauðfé. Frá þriðjudagsmorgni og fram á föstudag snjóaði næstum stöðugt, en á miðviku- daginn rigndi sums staðar við og við. Snjókoman var langmest á þriðjudaginn og var þá orðið alhvítt niður að sjó um hádeg- ið. Allir vegir voru orðnir þungfærir, er leið á daginn flestir ófærir næsta dag nema stærstu bílum. Var þá farið að ryðja snjó af vegunum með ýtum og vegheflum og hefur því verið haldið áfram síðan. Flutningar á mjólk og sláturfé hafa gengið erfiðlega og vant- ar um 800 kindur í fulla slátur- fjártölu yfir vikuna. Var þó Þessi mynd var tekin á túninu á Breiðabolstað á laugardag. Vatnsdalshólar í baksýn. Guðmundur Jónsson, bóndi í Asi, rak nokkur hundruð lömb í hagagöngu að Torfalæk í Ásum vegna hagleysis heima í Ási. HAFNARFJÖRDUR Börn vantar til að bera út til kaupenda. AFGREIÐSLAN Arnarhrauni 14 — Sími 50374. Unglingstelpa óskast til sendiferða á skrifstofu vora. 2dúvjjtmt>Ia gert allt ,sem hægt var, til að ná í sláturféð og flutningar á því stóðu stundum yfir mikinn hluta sólarhringsins. Mjög víða hafa kindur fund izt dauðar í skurðum, lækjum og ám, eri enn er lítið hægt að segja um, hve miklir fjárskað- ar 'hafa orðið, því að víða hefur fönnin fyllt skurði, lautir og lækjagil. í dag hef ég átt tal við nokkra bændur um ástandið. Sigurjón Björnsson, bóndi á Orrastöðum í Ásum, segir: „Á Orrastöðum er víðast jarðlaust, en snapir, þar sem bezt er. Ófærð in er svo mikil, að á föstudag- inn var ég tvær klukkustundir að reka fé hálfskílómetraleið. Ekkert er hægt að komast um á dráttarvél“. Þórður Þorsteinsson, bóndi á Grund í Svínadal: „Snjór er svo mikill, að á sex strengja net- girðingu, sem liggur meðfram vegi í gegnurr túnið á Grund, eru ekki nema einn til þrír strengir upp úr og á nokkrum stöðum var hún algjörlega í kafi. Stórfannir eru í fjallinu. A miðvikudaginn rigndi og snjó- aði á víxl og þegar frysti kom svo hörð skel á snjóinn, að fé getui ekki krafsað". Guðmundur Einarsson, bóndi á NeðrLMýrum í Refasveit: „Hross brjóta gaddinn, en neyð- arástand er að verða með sauð- fé“. Jónatan Líndal, bóndi á Holta stöðum í Langadal: „Fé leið illa í hríðinni, en snjórinn var ekki mjög mikill og nú hafa kindur nokkurn veginn í sig. Dálítið hefur klöknað síðustu dagana." Bjarni Ó. Frímannsson, Efri- Mýrum: „Ég er orðinn nær sjö- tugur og af öðrum þræði finnst mér gaman að hafa lifað svona haust, sem er einsdæmi hér í sveit á þessari öld“. Grímur Gíslason. bóndi, Saur- bæ í Vatnsdal: ..Þar sem bezt er í Vatnsdal líður fé sæmi- leea síðustu dagana, en á all- mörgum bæjum er að mestu jarð laust nema helzt um hádaeinn. Þó klöknar ekki það mikið. að auðir toppar sjáist nema þar sem skepnur krafsa. Fé gengur svo hart að jörð. að í kröfsun- um er víða nagað niður í mold. f gær fór ég fram fyrir heið- argirðinguna, sem er norðarlega á Grímstuneuheiði til þess að líta eftir stóði, en það er allt á heiðinni enn og margir töldu það í hættu vegna jarðleysis. Snjór var þarna miklu minni en í bvggð og hrossin bitu víða úr auðu og gátu vel borið sig yfir. Þau líta ágætlega út. Á Skútaeyrum meðfram Álku hefðu gangamenn víða getað tjaldað í auðu. Snjólétt er að sjá fram heiðina, en á hálsinum vest an Vatnsdals er kafafönn. Þar er jarðlaust að kalla nema þar sem skepnur ná í hrís. Fara átti í seinni göngur á Grímstungu- heiði á laugardaginn og koma með stóðið niður í dag. Göng- um var frestað. Er ráðgert að leggja upp um næstu helgi. Guðmundur Klemenzson í Ból- staðahlíð: „í fremri hluta Svart- árdals er mjög mikill snjór en minnkar eftir því sem norðar dregur. í Bólstaðarhlíð er lítill snjór og ágæt jörð. Ingvar Jónsson, hreppstjóri, Skagaströnd: „Jarðlaust er að kalla nema helzt um hádaginn þegar dregur úr frosti — snjór- inn er orðinn svo harður“. Jónas Bjarnason frá Litladal, sem er elztur allra Húnvetninga, 97 ára, er minnugur vel og seg- ist muna eftir allmörgum stór- hríðum um þetta leyti árs, en þær hafi ekki staðið nema stutt og ekki valdið bagalegu jarðleysi í sveitum. Guðmundur Þorsteinsson, Holti í Svínadal: „Á laugardaginn fór ég fram á hálsinn milli Svína- dals og Sléttárdals, Þar eru stórfannir og næstum engin jörð. Punktstrá, sem stóðu upp úr gaddinum, voru öll ísuð og álíka gild og litlifingur. Þennan dag var glaða sólskin. en samt bráðn aði ekkert utan af stráunum." Jón Pálmason á Þingeyrum: „Á haganum í Þingi er lítill snjór og ágæt jörð en meðfram fjallinu er hann meiri og eins þegar kemur fram undir Vatns— dalshóla. A laugardaginn rak Guðmund ur Jónsson í Ási nokkur nundr- uð lömb í hagagöngu að Torfa- læk í Ásum vegna hagaleysis heima í Ási. Munu fleiri bænd- ur í Vatnsdal hyggja á sama ráð. Á Torfalæk er ágæt jörð. fyrir heiðargirðinguna í daé til að sækja stóð, sem þar er. Verð ur það réttað í Auðkúlurétt. í dag lögðu þrír menn af stað fram á Eyvindarstaðaheiði til þess að huga að fénu. Eins og áður hefur verið sagt í frétt- um var ekki hægt að smala 1 Auðkúluheiðarmenn fóru fram heiðina nema skammt norður fyr ir Ströngukvísl. Á morgun fer svo hópur gangnamanna úr Skagafirði og Húnavatnssýslu og fara þeir með jarðýtu og stóran bíl með drifi á öllum hjól um. Á hann að flytja farangur gangnamanna og hey handa gangnahestum. í bakaleiðinni á hann að flytja fé. sem ekki get- ur gengið, og má búast við, að það verið nokkurt magn. Jarð- ýtunni er ætlað að ryðja slóð fyrir féð og flytja dráttarvél, sem gangnamenn urðu að skilja eftir á heiðinni um daginn. í dag er glaða sólskin og logn. Á Blönduósi klöknar lítið á móti sól og alls ekkert í forsælu. — B. B. Gilá í Vantsdal. Séð noróur dalinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.