Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 1
24 siður „Ljóðlistin er mannkyninu ekki síður mikilvæg en vísindin" Einkaviðtal Morgunblaðsins við gríska Ijóð- skáldið Giorgos Seferis, er hlaut bókmennta- verðlaun Nobels í ár. 'fc Bókmenntaverðlaun Nobels hlaut að þessu sinni gríska ljóðskáldið Giorgos Seferis, sem frá því fyrir 1930 hefur starfað í utan- ríkisþjónustu Grikklands — var síðast (sendiherra í London, þar til nú fyrir nokkrum mánuðum, að hann lét af störfum og fluttist búferlum til Aþenu. Sænska akademíán segir í greinargerð fyrir verðlaunaveitingunni, að Seferis hljóti verðlaunin vegna „framúrskarandi ljóðskáldskapar hans, er beri merki sterkri tilfinn- ingu fyrir hellenskri menn ingu“. Bókmenntamenn í Svíþjóð segja úthlutun verðlaunanna til Seferis bera því vitni, að akademí- an hafi viljað hylla grískar nútímabókmenntir. — (Sjá grein um Seferis á bls. 13). Verðlaunín nema að þessu sinni 265.000 sænsk- um krónum, sem samsvar- ar rúmlega tveim milljón- um ísl. króíi'a. Viðtal Mþl. við Seferis Sigurður A. Magnús- son, blaðamaður Morgun-. blaðsins, var staddur í Lon don, er tilkynnt var um veitingu verðlaunanna. Að tilmælum blaðsins átti hann símtal við verðlauna- hafann og símaði viðtal þeirra aftur til íslands. Samtal þeirra, sem hér fer á eftir, fór fram á grísku.. „Símasambandið til Aþenu var heldur slæmt í dag, sagði Sigurður „en þegar ég náði sambandi við skáldið Seferís kvaðst hann vera þakklátur sænsku akademíunni fyrir þann mikla heiður, sem hon- um hefði verið sýndur með verðlaunaveitingunni. En hann var þreyttur og sagðist hálfruglaður af þvi, sem á hefði gengið vegna þessa. Ég spurði hann fyrst hvort hann væri kunnugur norrænum bókmenntum og sagði hann það ekki vera. Hann kynni ekkert erlent tungumál annað en ensku — og sér þætti yfir leitt heldur slæmt að lesa ljóð í þýðingum; hann nyti þeirra ekki þannig og gerði það því eklfr oft. Sömu til- finningu kvaðst hann hafa gagnvart þýðingum á sínum eigin ljóðum. — I>ó sagðist Seferis kannast dálítið við Strindberg og Ibsen. Svo hefði hann átt mikil bréfa- viðskipti við Hjalmar Gull- • berg, sem þýddi mikið af ljóð um hans á sænsku, — og hefði hann haft miklar mætur , á Gullberg bæði sem manni og skáldi, það sem hann þekkti hann. t — Seferis sagðist hafa lesið eitthvað af íslenzkum forn- £itum í enskri þýðingu. Verk Laxness hefði hann hirisvegar (ekki lesið, en af tilviljun hefði sér verið send ein lítil Ijóðabók eftir ungan íslending — hefði vinur sinn þýtt ljóð in, sem mörg væru merkilega vel gerð og þýðingin góð. — Er ég spurði hann, hvaða Framh. á bls. 8 Mynd þessa af ljóðskáldinu Giorgos Seferis fékk Morgun- * blaðið símsenda í gær. Var h ún tekin í gærlag á heimili skáldsins, eftir að honum hafði verið tilkynnt að hann hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels. vmm Sóifaxi á flugveilinum í Narssassuaq. Endi flugskýlisins, sem brann, ásamt flugturninum, til hægri á myndinni. (Ljósm. Sn. Sn.). Flugskýlisbruni í Grænlandi: Sólfaxi eyðilagðist í eldi — ásamt 2 KatalínaJlugbátum og einkaflugvél — Straumfaxi í Grænlandsflug U M miðnæturskeið í fyrra- kvöld kom eldur upp í flug- skýlinu á flugvellinum í Nars sassuaq á Grænlandi, og brann það til kaldra kola á skammri stundu með Öllu sem þar var inni, enda úr timbri. í eldinum eyðilagðist Sólfaxi, Skymasterflugvél Flugfélags íslands, sem verið hefur í Grænlandsflugi, svo og tveir Katalína-flugbátar frá danska flughernum og lítil einkaflug- vél. Með flugskýlinu brunnu flugturuinu, sem var byggður við það, viðgerðarverkstæði, varahlutir o. fl. og er því erf- itt um vik á flugstöðinni í Narssassuaq. Örn Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, tjáði Mbl. í gær, að F.í. hefði boðið leigutaka Sólfaxa, dönsku Grænlandsverzlun- inni, að hin Skymastervél fé- lagsins, Straumfaxi, reyndi að anna einhverju af verkefnum Sólfaxa, og er afráðið að Straumfaxi fari í tvær ferðir til Grænlands I næstu viku. Þá fór Skymastervél frá Dan- mörku til Narssassuaq í gær- dág. Samikvæmt fréttaskeytum, sem Mbl. fékk frá fréttaritara sinuim í Kaupmannaihöifn ag AP í gær, kom eldurinn upp í flugskýlinu u<m miðnættið. Bkki er vitað, hvað eldsupptökunum olli, en lögreglan telur, ag skammíhlaup hafi orðið í rafmagnskerfinu. Ekkert tjón varð á mönnum í brunanuim. FlugsKýlið varð strax alelda o.g varð ekki við neitt ráðið. Eft- ir eina klukfcustund var það brunnið til grunna, oe flugvél arnar fjórar gjörónýtar. Er tjón- ið metið á 10—15 milljónir dans- kra króna. Katalínuflugbáitarnir tveir hafa ásamt Sólfaxa annaat ískönnun- arflug, björgunarstarfsemi ýmis- kionar, og landihelgisgæslu við Grænland. Er því skarð fyrir skildi, sem fcrfitt mun verða að fyila, sökum þess að aðsaða er nú engin í Narssassuaq fyrir flug- vélar, en eitt höfuðskilyrði er að Ihafa þar gott Oig' hlýtt 'flugskýli vegna kulda og storma. Þá eru við.gerðar- og viðihaldsverkstæði eyðilögð og annað, sem nauð- synlegt var tiil reksturs flug- sitöðvarinnar. Katalínuibátur frá dan.ska flughernum fer í dag frá Framh. á bls. 8 ' I Aukin viðskipti Austurs og Vesturs? Houston, Texas, 24. okt. — (NTB): — Viðskiptamálaráðherra Banda- ríkjanna, Luther Hodges, lét í ljósi þá skoðun sína í dag, að taka bæri til endurskoðunar þær hömlur, sem til þessa hafi verið á viðskiptum Bandaríkjanna við löndin austan járntjaldsins — þ.e.a.s. öðrum en þeim, er lyti að herbúnaði. Sagði hann til dæmis, að A-Evrópuríkin hefðu á sl. ári keypt vörur frá löndum, öðrum en hinum kommúnisku, fyrir um 4,5 milljarða dollara, en af þeim viðskiptum hefðu að eins um 3% verið við Bandarík- in. Macmillan heim a sunnudag, London, 24. okt. (NTB) Harold Macmillan, fyrrver- andi forsætisráð'herra Bret- lands fer væntanlega heim af sjúkrahúsinu á sunnudag, áð því er eiginkona hans, Lady Dorotlhy upplýsti í dag. Mac- milían var s.korinn upp fyrir veim vikum, svo sem kunnu^t er, og fer heilsu hans vel fram. I dag fór hann í stutta öku- ferð með konu sinni. t .......... ii f n i riwwwtiw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.