Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 3
f Miðvikudagur 13. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 MA.RÍA Ragnarsdóttir var íulltrúi íslenzkra kvenna í fegurðarsamkeppninni í Lond on, sem- lauk 4. nóvember. Ungfrú Crawford frá Jamaica sigraði hinar 30 fegurðardís- irnar og hlaut 2500 sterlings- punda verðlaun, önnur var Elaine Miscall frá New Zea- land og þriðja Lisa Stahl- berg frá FinnlandL María var ekki í úrslitum. Mbl. barst í einkaskeyti frá AP-fréttastofunni eftirfar andi samtal við Maríu: Ungfrú ísland, hin ljós- haerða María Ragnarsdóttir, neitaði því í viðtali í dag, 4. nóvember, að hún væri í Fegurðardrottningarnar í Lon don. Sigurvegarinn Carole Joan frá Jamaica í miðju. Aðrar, talið frá vinstri: Grete Quiberg frá Svíþjóð, nr. 5, Marja-Liisa Stahlberg frá Finnlandi, nr. 3 og Elaine Miscall frá Nýja Sjálandi nr. 2 og Airro Korva frá Danmörku nr. 4. Elzta kona Islands og dóttursonardóttir hennar tala um: Fegurðarsamkeppni og mjólkurdrykkju megrunarkúr, til að búa sig undir keppnina. Þessi 21 árs gamla, bláeyga fegurðardís, sem mælist 82,5—55—90 sm., þar sem mestu máli skiptir, hló að orðróminum um megr- unarkúrinn. — Hann hefur líklega orðið til af því ég drekk svo mikla mjólk, segir hún. Ég drekk marga potta á dag, en það stendur ekki í sambandi við neina megrunartilraun. Ég trúi því heldur ekki að það sé til svo mikils gagns fyrir húðina. Ég drekk mjólk af því hún er fjölskylduráð til langlífis. I>egar ég var 12 ára gömul, kom ég 1 heimsókn til hennar langömmu minnar, sem er yfir tírætt. Hún sagði: Ef þú villt lifa lengi, þá skaltu drekka eins mikla mjólk og ég geri. Síðan hefi ég drukkið mjólk. María segir að langamma hennar sé nú meira en 100 ára gömul og amma hennar, sem líka drekkur mikla mjólk, sé næstum áttræð. — Það virðist hafa gefizt þeim vel, segir María svo ég vona að það dugi mér líka. Langamma Maríu, sem hún nefnir í viðtalinu, er María Andrésdóttir í Stykkishólmi, sem er elzta kona landsins, 105 ára gömul. María er ern og hin hressasta, hún man flest frá fyrri dögum og fylgj ist með öllu sem gerist í út- varpi og blöðum. Fréttaritari blaðsins í Stykkishólmi, hitti hana að ,máli í gær og ræddi við hana um fegurðarsam- keppnina og mjólkina. Hann sagði Maríu að talið væri að María Ragnarsdóttir og ung- frú Holland í þjóðbúningum. Ungfru Holland, Else Onstenk, og ungfrú lsland, María Ragn- arsdóttir sitja í hárþurrku á hárgreiðslustofu í West End í Landon, tál aS búa sig undir fegurðarsamkeppnL dóttursonardóttir hennar hefði lært að drekka mjólk af henni, sagði gamla konan: — Þetta hlýtur að vera vit- leysa. Hún hlýtur að eiga við ömmu sína, því ég get sagt þér það, að ekki hefi ég drukk ið mikla mjólk um dagana. Ætli sú mjólk sem ég hafði undir höndum í minum bú- skap hafi nú ekki að mestu farið í blessuð börnin, enda átti ég nú 15 börn. Ég man ekki eftir öðru . frá fyrstu bernsku en að ég hafi orðið að eta það sem að kjafti kom. Ég minnist þess þegar ég var á Kvennabrekku fyrir tæp- um 100 árum, að ef ég fúls- aði við einhverju þá fékk ég ekkert að eta þann daginn. Fóstra mín sagði þetta full- gott í mig. En ég skal segja þér eitt, að það var eitt sem mér bauð alltaf við. Það voru sauðaáfir út á skyrhræring. Mikið ósköp var ég lengi að kingja þessu. — Hvað finnst þér um þess ar fegurðarsamkeppnir? — Æ, góði, mér finnst þetta svo óendanlega hégómlegt, að ég get ekki sagt frá því. Mér findist miklu eðlilegra að verðlauna dyggðina heldur en fegurðina, sem enginn gef- ur sér sjálfur. En ég get nú ekki láð unglingsgreyjunum, þó þeir gleypi við þessu. Börn eru nú alltaf börn, vinur minn. En það get ég sagt þér, að ef eitthvað getur gert þau hégómleg, þá er það einmitt þetta. María Andrésdóttir, sem er 105 ára gömul. • MÁLFUNDAKLÚBBUR Málfundaklúbbur hefur starf semi sína í kvöld kl. 20.30. (Sjá nánar í auglýsingu annars stað- ar í blaðinu). • HELGARRÁÐSTEFNA Helgarráðstefna um stefnu- skrá HEIMDALLAR hefst n.k. laugardag kl. 14.00 í Valhöll. • RAUÐA BÓKIN Rauða bókin, leyniskýrslur SÍA, er til sölu á skrifstofu HEIMDALLAR. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér þennan gagnmerka vitnisburð um eigið mat kommúnista á starfsaðferð- um þeirra og markmiðum • NÝIR FÉLAGAR Komið á skrifstofu HEIM- DALLAR og kynnið ykkur fjöl- breytta starfsemi félagsins. SUkSTtlMR Margvíslegir möguleikar Alþýðublaöið vbirtir í gær for- ystugrein undir fyrirsögninni: „Notum frestinn vel“. Ræðir blaðið frestun verkfallanna og samkomulagið við verkalýðs- hreyfinguna. í niðurlagi forystugreinarinnar er m.a. komizt að orði á þessa leið: „Þegar þess er gætt að efna- hagskerfi þjóðarinnar er í aðal- atriðum sterkt, ættu að vera fyrir hendi margvíslegir möguleikar til að leysa kjaradeilurnar á þann hátt, að sú Iausn bjóði ekki heim nýrri verðbólgu og jafnvel falli krónunnar. Aðeins slík lausn kemur láglaunafólki að haldi. í gær var sá dagur, sem í tvo mannsaldra hefur um allan heim verið kenndur við vopnahlé. Hann minnir okkur á, að eftir vopnahlé kemur vandasamt starf við friðarsamninga, en þeir verða sjaldan varanlegir nema í þeim ríki mildi og raunsæi“. Þáttur F ramsóknarf lokksins Mörgum verður tíðrætt um þátt Framsóknarflokksins í átök- unum um kjara- og efnahagsmál- in undanfarið. Eru flestir sam- mála um að leiðtogar hans hafi komið fram af hinu mesta ábyrgð arleysi í þessum málum. Hefur öll afstaða þeirra miðazt við það að gera ríkisstjórninni erfitt fyrir og torvelda framkvæmd viðreisn- arinnar. Hinsvegar láta þeir sér kjör hinna lægst Iaunuðu og laun þega yfirleitt í léttu rúmi liggja. Það er ekkert launungarmál, að sumir leiðtogar Framsóknar- flokksins hafa látið í það skína undanfarið, að verkföllunum væri fyrst og fremst ætlað að ryðja Framsóknarmönnum braut í ráðherrastóla. Hafa þeir jafn- vel ekki hikað við að fullyrða að þetta mundi gerast alveg á næst- unni. Nú væri svo komið, að ekki væri lengur hægt að stjórna án Framsóknarflokksins. Kommúnistar hafa að vísu ekki verið látnir vita mikið um þessar ráðagerðir Framsóknar- manna. Hinsvegar .hafa þeir Ey- steinn Jónsson og Þórarinn Þór- arinsson lagt mikla áherzlu á það að láta kommúnista halda að þeir standi einhuga með þeim í hverju sem á gengur, ekki sízt í hvers- konar ófriði og upplausn. Algerlega áttavilltir „Hannes á Horninu" ræðir nokkuð hið ábyrgðarlausa at- ferli Framsóknarmanna í dálk- um sínum í Alþýðublaðinu í gær. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Framsóknarmenn þóttust eiga léttan leik. Þeir báru ekki ábyrgð á ríkisstjórninni. Þeir ætluðu sér ekki að leita úrræða til lausnar á vandamálum. Þeir báru ekki á- byrgð á verkalýðshreyfingunni. Þeir þurftu ekki að leysa vanda hennar“. — „Framsóknarmenn voru á- horfendur — og ætluðu sér að vera áhorfendur áfram. Þeir vildu stríð“. — „Á föstudagskvöld barst það til eyrna Framsóknarmanna fyrir- varalaust, að einhver fundahöld væru — og þeir urðu bókstaflega að gjalti. Þetta sást m.a. í glugga Tímans á laugardag, þar sem birt var bull um þessi mál og það kom líka áþreifanlega í Ijós í Tímanum, sem kom út seint á sunnudagskvöld. Það var bersýni legt að þessi gjörsamlega ábyrgð- arlausi armur stjórnarandstöð- unnar hafði snögglega orðið al- gjörlega áttavilltur“. Þetta er vissulega rétt hjá „Hannesi á Horninu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.