Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ þriðjudagur 19. nóv. 1963 ■te Á myndinni eru talið frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gíslason, Hallgrímur Helgason, Jón Þórarinsson, dr. Páll ísólfsson og Giis Guðmundsson. Verk íslenzkra tónskálda yefin út af Menningarsjóði 8 heíti með verkum 6 tónskálda þegar komin á markaðinn MENNINGARSJÓÐUR hefur gef ið út 8 nótnahefti með verkum 6 íslenzkra tónskálda. Þau eru Helgi Pálsson, Árni Björnsson, Páll ísólfsson, Jón Þórarinsson, Hallgrímur Helgason og Karl O. Runólfsson. Fleiri nótnahefti verða gefin út á næstunni, en útgáfan er kölluð Musica Is- landica. Tónlistarnefnd á vegum Menntamálaráðs annast útgáfu nótnaiheftanna, en í henni eiga sæti dr. Hallgrímur Helgason, formaður, dr. Páll ísólfsson og Jón Þórarinsson. Tildrögin eru þau, að með nýjum lögum um Menningar- sjóð og Menntamálaráð frá 1957 var þessum aðilum falið að vinna að eflingu og útbreiðslu íslenzkrar tónmenntar. Eftir setningu laganna skip- aði Menntamálaráð fyrrgreinda menn í nefnd, sem skyldi hafa þessi mál með höndum í sam- ráði við Menntamálaráð. Fyr- ir 2 árum var hafizt handa með undirbúning að útgáfu íslenzkra tónverka og þá fyrst og fremst þeirra, sem ekki höfðu birzt áð- ur. Varðandi prentun tónverk- anna var leitað tilboða heima og erlendis og var tekið boði frá fyrirtækinu Waldheim-Eberle í Vínarborg. Fyrsta verkið kom fullprentað til landsins fyrir 1% ári og hafa þau verið að berast allt til síðustu daga. Af þessum 8 nótnaheftum eru 2 með verkum eftir Helga Páls- son, 2 með verkum eftir Pál ísólfsson. Hin eru með verkum eftir Karl. O. Runólfsson, Jón Þórarinsson, Hallgrím Helgason og Árna Björnsson. Á döfinni er útgáfa á verkum eftir Þórarin Jónsson, Leif Þór- arinsson, Karl O. Runólfsson, Pál ísólfsson, Hallgrím Helga- son og Jón Þórarinsson. Tón- listarnefndin áætlar að gefa út ca. 10 nótnahefti á ári. Verður fyrst og fremst miðað við út- gáfu verka, sem ekki hafa áður verið gefin út. Menningarsjóð- ur greiðir höfundum fyrir verk- in, sem eru prentuð í því formi, sem höfundar skila þeim frá sér. Má nefna, að í bígerð er útgáfa íslenzkra alþýðulaga og Jón Þór arinsson mun annast útgáfu ís- lenzkra einsöngslaga. Samvinna hefur verið höfð við Ríkisútvarpið varðandi þessa útgáfustarfsemi og hefur það sent um 100 erlendum útvarps- stöðvum fyrrgreind tónverk og nokkrar þeirra hafa fengið verk in leikin á segulbönd. Meðal þeirra útvarpsstöðva, sem sýnt hafa mikinn áhuga eru stöðvarn- ar í Teheran, Tokyo og Ham- borg. Nótnaheftin verða til sölu hjá hljóðfæraverzlunum, nokkrum bókabúðum svo og Bókaútgáfu Menningarsjóðs og fá félags- menn þau seld með venjulegum afslætti. Loks verða heftin til sölu hjá ýmsum músikforlögum erlendis. Frágangur og prentun á heft- unum er mjög góður og talinn fyllilega sambærilegur við það sem bezt gerist annars staðar. Lausaskuldir iðnaðarins Á FUNDI Neðri deildar í gær gerði Sveinn Guðmundsson (S) grein fyrir frumvarpi um að lausaskuldum iðnaðarins verði breytt í föst lán, en frv. flytur hann ásamt Jónasi G. Rafnar (S). Nokkrar umræður urðu um afstöðu Framsóknarflokksins til málefna iðnaðarins á undanförn- um árum og tóku 4 þingmenn til máls. Upplýsti Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptamálaráðherra við þetta tækifæri að reglur Seðla- bankans um kaup á afurðavíxl- um væru í endurskoðun og kvaðst vona að hægt yrði að leggja fram frumvarp um það. Sveinn Guðmundsson sagði að hliðstæðar aðgerðir eins og nú væri lagt til með þessu frum- varpi hefðu verið gerðar á und- anförnum árum til þess að bæta fjárhagsaðstöðu sjávarútvegsins og landbúnaðarins. Gerði fram- sögumaður síðan grein fyrir irumvarpinu en með því, er Iðn- lánasjóði heimilað að gefa út sérstakan flokk vaxtabréfa í þeim tilgangi að bæta fjárhags- aðstöðu iðnfyrirtækja sem ekki hafa fengið nægilegt fjár- magn til langs tíma, í þær framkvæmdir sem þau hafa ráðist í á árun- um 1957—61. — Hér væri átt við þau iðnfyrir- tæki sem skylt er að greiðá iðnlánasjóðsgjald. Gert væri ráð fyrir í frumvarp- inu að ríkissjóður ábyrgist þær skuldbindingar sem Iðnlánasjóð- ur stofnar til í þessu sambandi og að hámarkslánstími verði 15 ár með fasteignaveði en 7 ár með veði í vélum. Vaxtakjör þessara lána' verði ákveðin af stjórn Iðnlánasjóðs í samráði við ráð- herra. Einnig er lagt til í frum- varpinu að lán skuli aðeins veitt gegn veði í fasteign og vélum iðnfyrirtækja. Hér væri eingöngu átt við þær fasteignir sem iðn- fyrirtæki notar til eigin þarfa og er eigandi að. Að öðru leyti væri lagt til í frumvarpinu að framkvæmd lánveitinga færi eftir ákvæðum laga um Iðnlána- sjóð. Varðandi framkvæmd á breyt- ingu lausaskulda iðnaðarins í föst lán sagði Sveinn Guðmunds- son, að það yrði að hafa í huga, að þessar lausaskuldir væru í flestum tilfellum hjá fleiri en einum banka eða lánsaðilja. — Væri því nauðsynlegt að koma á fót skipulegri samvinnu milli þeirra aðilja sem hér kæmu aðal lega til með eiga hlut að máli eða hagsmuna að gæta. Sveinn Guðmundsson minnt- ist á þingályktunartillögu sem • Konunglegt brúðkaup Aþenu, 11. nóv. (NTB). OPINBER talsmaður grísku hirðarinnar skýrði frá því í dag, að Konstantín krónprins Grikkja og unnusta hans, Anna María Danaprinsessa, myndu ganga í hjónaband síðari hluta næsta árs. Anna María verður 18 ára 30. ágúst n.k. hann hefði flutt árið 1958 um endurkaup Seðlabankans á fram- leiðslu og hráefnavíxlum iðnað- arins og samþykkt hefði verið. Enda þótt þessi tillaga hefði ekki enn verið framkvæmd, hefði samþykkt hennar leitt til þess að þáv. iðnaðarmálaráðherra hefði skipað nefnd til athugun- ar á lánamálum iðnaðarins. Hefði nefnd þessi skilað ítarleg- um tillögum um eflingu iðnlána- sjóðs sem síðan urðu uppistaða í nýjum lögum um sjóðinn, sem samþykkt voru á síðasta AI þingi. í þessu sambandi kvaðst Sveinn Guðmundsson fagna þeim áhuga sem Þórarinn Þór- innsson 5. þ.m. Rvíkinga hefði sýnt á málefnum iðnaðarins með því að endurflytja tillögu sína frá 1958 á þessu þingi. Kvað SG hér um ótvíræða stefnubreyt- ingu að ræða hjá Framsóknar- flokknum sem sýnt hefði lítinn áhuga á samþykkt þessarar fram angreindu tillögu árið 1958. Framsögumaðurinn ræddi nokk uð um tollamálin og sagði að þeir væru íslenzkum iðnaði fjöt- ur um fót. Nauðsynlegar úrbæt- ur þyrftu að koma til. Nú væri hin nýja tollskrá frá sl. vori endurskoðun eins og ráð hafði verið fyrir gert og kvaðst Sveinn Guðmundsson vonast til að tekn ar yrðu til íhugunar þær ábend- ingar sem fram koma frá sam- tökum iðnaðarins og benti sér- staklega á nauðsyn þess að toll ar á hráefnum iðnaðarins yrðu lækkaðir. Að lokinni 1. umræðu var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. f ^ Attatíu ára í dag Guðrún Tðmasdóttír GUÐRUN er fædd að Reyðar- vatni á Rangárvöllum 19. nóv. 1883. Foreldrar hennar voru Tómas Böðvarsson frá Reyðar- vatni og Guðrún Árnadóttir frá Reynifelli í sömu sveit. Heimilið að Reyðarvatni var rómað austur þar. Húsfreyjan stóð með myndugleik fyrir bú- sýslu innanstokks. Af Tómasi bárust sögur um héraðið. Tilsvör hans og viðbrögð urðu héraðs- fleyg. Öll voru þau á eina lund, snögg, meitluð og ótvíræð. Eng- inn þótti Tómas meinlætamaður, en þó allt með fullri gát. Minn- ist ég fárra manna úr minni bernsku, sem standa mér jafn skýrt greyptir í minni sem Tóm- as á Reyðarvatni — og það af frásögn einni. Heimilisbragur var með mikl- um menningarbrag 19. aldar að Reyðarvatni. Heimilið var fjöl- mennt og umsvif mikil. Gestum var fagnað af rausn. Húsráðend- ur og hjúalið lögðust á eina sveif að lifa glöðu starfsömu lífi. Börn- in fimm skárust heldur ekki úr leik, þegar þeim óx fiskur um hrygg. Söngvin voru systkinin öll, enda áttu þau til slíkra að telja. Systkinin á Reyðarvatni voru sessi: Tómas byggingarmeistari í Reykjavík, látinn. Guðrún, sem hér verður getið. Böðvar útgerðarmaður á Stokkseyri. Árni hreppstjóri á Stokkseyri. Ingibjörg kaupkona í Vest- mannaeyjum, látin. Tvær dætur, sem létust í bernsku. Voveiflegum viðburðum var mætt með kjarki, en þeirra var skammt í milli á Reyðarvatni á búskaparárum þeirra Guðrúnar og Tómasar. Hart árferði og sand fok um 1880 reyndu á þolrif'bú- andanna svo og jarðskjálftarnir 1896, sem jöfnuðu öll hús við jörðu á bæ þeirra, svo að heim- ilisfólk varð að hafast við í tjöld- um vikum saman. Strax og ósköp unum linnti, var gengið að því með harðfylgi að reisa bæjarhús að nýju. í fornum sögum hefði Guðrún verið kölluð væn kon, og raunar hefur hún verið kona væn að fornum og nýjum skilningi. Árið 1906 giftist húrí Geir, yngsta syni hjónanna á Kana- stöðum í Landeyjum, þeirra Sig- ríðar Árnadóttur og ísleifs Magn ússonar. Var þá veizla góð að Reyðarvatni. Brúðurin skartaði hvítu. Dökkt hár og mikið skipti vel litum við hvítan kirtil, aug un frán og vöxtur tígulegur. Var hinnar forkunnar fögru brúðar lengi minnzt. Ungu hjónin, Guðrún og Geir, settu saman bú á Kanastöðum, en þar hafði móðir Geirs staðið fyrir búi langa tíð í ekkjustandi við auð ekki lítinn. Þeim Geir og Guðrúnu búnaðist vel. Hvergi hef ég kynnzt fegurra fasi til orðs og æðis en á Kana- stöðum. Glatt var á hjalla og and rúmsloft óþvingað með öllu. Vissu þó allir, börn sem full- orðnir, hverjir réðu ríkjum, og að ekki tjóaði að brjóta í bág við þeirra vilja. Aldrei þurfti að grípa til hörku. Vel kunnu þau Kanastaðahjón skil á góð- hestum. Geir var rómaður tamn- ingamaður, enda lund hans ljúf, en festa þó í skapi. Fáir sáust sitja betur hest en þau Kana- staðahjón — og þá jafnan í far- arbroddi. Reiðhestamir á Kana- stöðum voru alkunnir. Allt virtist leika í lyndi. • Blað Sósíaldemó- krata í Gautaborg hættir að koma út Stokkhólmi, 11. nóv. (NTB) í DAG var skýrt frá því i Stokkhólmi, að „Ny Tid“ blað Sósíaldemókrata í Gauta borg, hætti að koma út um næstu áramót vegna efna hagsörðugleika. Sigurðar Kristinssonar minnzt á Alþingi Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær minntist Birgir Finns- son forseti S.Þ. Sigurðar Krist inssonar fyrrv.ráðherra sem lézt 15. nóv. sl. í Reykjavík. 7Mun ummæli forseta S.Þ. j verða birt síðar í blaðinu. Skyndilega syrti þó að. Bóndinn, Geir, féll snöggt og óvænt í val- inn — langt um aldur fram. Guð- rún stóð nú uppi ekkja með fimm börn, það elzta um ferm- ingu, en það yngsta ómálga. Efni voru ekki mikil. Brátt brá Guð- rún búi og fluttist til Vestmanna- eyja. Þar lét hún reisa sér fagurt hús, sem hún lét heita, að þeirra tíðar sið, Kanastaði. Reisn sinni hélt Guðrún óskertri eftir maka- missinn. Engihn sá henni brugð- ið. Vissu þó vinir og frændur, að sárt saknaði hún bónda síns, enda hafði sambúð þeirra verið ástúðleg og jafnræði mikið á með þeim hjónum. Eftir rúm tuttugu ár brá Guð- rún búi og fluttist til Reykjavík- ur. Önnur tuttugu ár hefur hún ráðið húsum hér. Guðrún er gæfukona mikil. Hún erfði góðar kynfylgjur ætta sinna. Hún naut góðs atlætis í bernsku og æsku svo og ham- ingju í hjónabandi. Hún ól fimm börn, sem öll hafa komizt vel fram. Barnabörn hennar eru 'óð- um að skipa sér í raðir fulltíða manna, og fyrstu barna-barna- börnin hafa litið dagsins ljós. Þeim öllum fylgja fyrirbænir ættmóðurinnar öldnu um óráðna framtíð. Allt frá því, er Guðrún hvarf úr föðurgarði, hefur hún verið mikilvirt húsfreyja. Hún hefur ætíð kunnað á því góð skil að blanda geði við samtíðarmenn. Gildir þar einu, hvort það voru menn ofanverðrar 19. aldar, eða 20. aldar. Guðrún hefur aldrei orðið viðskila við samtíð sína. Börn Guðrúnar og Geirs eru þessi: Sigríður var gift Sigurði Gunn- arssyni, kaupm. í Vestmannaeyj- um. Guðrún gift Gunnlaugi Lofts- syni, kaupm. í Reykjavík. Tómas kaupm. giftur Dagnýju Ingimundardóttur, Vestmannaeyj um. Marta skrifstofustúlka í Reykjavík. Geir rafvirkjameistari í Reykja vík, kvæntur Bryndísi Jóns- dóttur. Dóttir, sem lézt I frum- bernsku. Jón Á. Gissurarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.