Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 23
23 Fðstudagur 29. n<5v. 1963 Ölga í Venezuela Castrósinnai hertaka farþegaflugvél Caracas og Port of Spain, 228. nóv. — (AP-NTB) — FIMM menn og ein kona, vopnuð hríðskotabyssum, hertóku í dag tveggja hreyfla Convair-flugvél, sem var á leið frá Ciudad Bolivar til Maturin á austurströnd Vene- zuela. Neyddu þeir flugmann- inn, John Power, til að fíjúga yfir Ciudad Bolivar og vörp- uðu þar niður flugmiðum með kommúnistaáróðri. Síðan létu þeir Power halda til eyj- unnar Trinidad, og lenda vél- inni á flugvelli við höfuðhorg ina Port of Spain. Þar voru sexmenningarnir handteknir. Mikil ólga hefur ríkt í Vene- zuela undanfarið vegna væntan- legra forseta- og þingkosninga í landinu á sunnudag. Ber mest á sesingamönnum úr flokki Castró- ista, sem nefnist þjóðfrelsisher- inn (F.A.L.N.). Sprengjutilræði eru daglegur viðburður í höfuð- horginni, og hafa æsingamenn þessir valdið tjóni á mannvirkj- um, sem metið er á um 250 mill- jónir króna (ísl). í gær rændu Castró-sinnar — Gustav Funk Framh. af bls. 8 ur í framkomu og skemmtileg- ur viðmóts. Hann var mjög hjálp samur maður, og hafa margir íslendingar til hans leitað, eink- um fyrir heimsstyrjöidina. Tók hann þeim jafnan rausnarlega og aðstoðaði þá í hvívetna. Hann var einlægur Islandsvinur og unni bæði landi og þjóð. Hann talaði íslenzku mjög vel og fylgd- ist með íslenzkum málefnum alla tíð. Á meðan hann dvaldist hér á landi, ferðaðist hann víða um landið og þekkti það vafalaust betur en margir þeirra, sem hafa eytt hér öllum ævidögum sín- um. Gustav Funk eignaðist marga vini og kunningja hér á landi. Eftir seinna stríðið kom hann tvívegis hingað til lands, árin 1951 og 1961, og var það okkur vinum hans míkið gleðiefiii. Nú ríkir harmur á heimili hins látna. Við vinir hans vottum konu hans, dóttur og dóttursonum, dýpstu hluttekuingu okkar og hörmum að hafa misst hann svo skyndilega. Blessuð sé minning hans. Jullus Schopka. bandarískum hermanni, James K. Chenault ofursta, og tilkynntu dagblöðunum ránið með þeim skýringum að ofurstinn yrði látinn laus á laugardag. Hefur öllum leiðum frá höfuðborginni verið lokað. Sexmenningarnir, sem hep- tóku flugvélina í dag, voru með al 14 farþega vélarinnar. Auk þess var þriggja manna áhöfn í vélinni, tveir flugmenn og flug- freyja. Einn farþeganna, Anton- io Avila, sagði í Trinidad að flug vélin hafi verið hertekin skömmu eftr flugtak frá Cudad Boliver klukkan 6 í morgun eftir staðar- tíma. Eftir lendingu í Port of Spain voru sexmenningarnir handtekn- ir, og vinnur sendiherra Venezu- ela þar að því að fá fangana framselda. Segir sendiherrann, Rafael Echevarria, að öfgamenn þessir njóti fjárhagslegs stuðn- ings frá Kúbu. í þessu sambandi tilkynnti M'arcos Falcon Briceno, utan- ríkisráðherra Venezuela, að þrjú tonn af vopnum og skot- færum, sem fundust á strönd Venezuela fyrr í þessum mánuði, hafi komið frá Kúbu. Skýrði hann frá þessu á fundi erlendra sendifulltrúa í Caracas, og kvaðst ætla að óska aðstoðar er- lendra ríkisstjórna varðandi að- gerðir gegn Kúbu samkvæmt gild andi milliríkjasamningum. Danir ekki á OL i knattspyrnu DANIR, sem komust í úrslit í knattspyrnu á siðustu Ólym píuleikum, hafa nú verið slegnir út og verða ekki með á leikunum að þessu sinni. Rúmenar sigruðu þá í þriðja leik landanna, sem fram fór í gær með 2.1 eftir framlengd an leik. Samtals höfðu lönd- in því leikið í 5 klst. áður en úrslit fengust. Rúmenar skoruðu fyrst og Danir jöfnuðu fyrst er 3 mín- útur voru eftir af leiknum. Kjeld Thorst, hægri innherji skoraði. Rúmenar sóttu mjög á í framlengingunni, en skor- uðu sigurmarkið fyrst 6 mín- útum fyrir lcikslok. Þar með eru öll Norður- löndin úr keppninni. Fjölbreytt Stúdenta- £)/oð kemur út í dag í DAG kemur út Stúdentahlað Háskóla íslands. Eins og kunn- ngt er, hafa stúdentar við Há- skóla íslands nú um langt árabil gefið út veglegt rit í tilefni full- veldisdagsins 1. desember. Hefur jafnan verið mjög til rits þessa vandað og þjóðkunnir menn fengnir til að skrifa i blaðið auk stúdenta. Að þessu sinni skrifar Jóhann Hannesson, skólameistari á Laugavatni, hátíðargreinina. ____ Efni greinarinnar fjallar um Btöðu einstaklingsins í nútíma þjóðfélagL Af öðru efni í blað- inu má nefna þrjú kvæði eftir dr. Sturlu Friðriksson erfðafræð- ing. Grein eftir Barða Friðriksson hdl. um félagslíf stúdenta frá fyrri árum, grein eftir Pál V. G. Kolka lækni um Súmera, próf. dr. phil. Einar Ólafur Sveinsson skrifar um handritamálið, dr. Ágúst Valfells skrifar grein um stöðu íslands á kjarnorkuöld, Egill Jónasson Stardal cand. mag. skrifar um gildi háskóla- menntunar, Ragnhildur Helga- dóttir lögfræðingur skrifar um stefnu og starf Kennedys, hins nýlátna forseta Bandaríkjanna. Tveir erlendir stúdentar, sem stunda nám við Háskóla íslands eiga þarna greinar. Annar þeirra er grænlenzkur stúdent að nafni Móses Olsen, er ritar um græn- lenzk viðhorf í dag. Auk þess eru greinar og annað efni frá stúdentum sjálfum. Alls er b!að- ið 56 síður í stóru broti og hið snyrtilegasta. Ritstjóri biaðsins og ábyrgðarmaður er Jón Odds- son, stud. jur. Blaðið verðui til sölu í háskólanum og bókaVerzl- unum. MORCUNBLAÐIÐ .. .. . — Frjáls tisk- verzlun Framhald af bls. 1. fulltrúar frá sjö löndum Frí- verzlunarsvæðisins, sex ríkjum Efnahagsbandalagsins, og frá ís- landi, írlandi og Spáni. Askorun brezkra togaraeigenda birtist í vikuriti félags þeirra, The Trawling Times. Segir þar nu: Fyrst hafa íslendingar, svo Norðmenn og Danir, og síðan Rússar, ýmist gert róttækar breytingar, eða tilkynnt fyrir- hugaðar breytingar, á fiskveiði- lögsögunni við strendur sínar, og bannað veiðar á svæðum, sem margar kynslóðir fiskimanna hafi sótt. í viðræðum á ráð- stefnunni í London verður að gera ráð fyrir útvíkkim brezku fiskveiðilögsögunnar senr. lið I allsherjar samkomulagi og til að skapa samræmL Félag togaraeigenda bendir á að erlendir togarar fái að landa afla sínum í Bretlandi og greiða aðeins lágan innflutningstoll, meðan svo til allar aðrar Evrópu- þjóðir leggi miklar hindranir á allan innflutning. Einnig leggja brezkir togaraeigendur áherzlu á að allsherjar samningar verði gerðir um möskvastærð. Segja þeir að sumar þjóðir leyfi svo lítinn möskva að botnvörpurn- ar hreinsi fiskimiðin. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins segir að ekki hafi fulltrúar á ráðstefnunni, sem hefst á þriðjudag, endanlega samþykkt dagskrána, og því ekki unnt að skýra frá því hvaða mál koma til umræðu. En sam- kvæmt skýrslu, sem Heath gaf í Neðri málstofu þingsins í apríl sl., má ætla að þessi mál verði rædd: 1. Afnot af fiskimiðum. 2. Samningur um tæknileg atriði fiskveiðanna. 3. Verndun fiskstofnsins. 4. Fiskverzlun og lækkun irin- flutningstolla. Áskorun brezkra togaraeigenda í dag er ekki sú fyrsta, sem þeir birta í þessu mali, því hinn 5. þessa mánaðar fóru þeir fram á það við viðkomandi ráðuneyti að fiskveiðilögsagan yrði 12 sjó- mílur. Þessum óskum togaraeig- enda hefur yfirleitt verið vel tekið. Talsmenn danska sendi- ráðsins í London sögðu í dag að ef Bretar færðu út lögsöguna, væri það í anda Genfarráðstefn- unnar 1959, en þar vantaði að- eins eitt atkvæði í tilskiiinn tveggja þriðjuhluta atkvæða meirihluta til samþykktar á til- lögu um 12 mílna fiskveiðilög- sögu. Sögðu talsmennirnir að þótt Bretar geti, eins og aðrar þjóðir, tekið einhliða ákvörðun um útfærsluna, telji Danir að tími sé kominn til að kalla sam- an nýja Genfarráðstefnu til að ganga endanlega frá þessu máli. Norskir sendifulltrúar fagna ráðstefnunni, sem hefst á þriðju- dag, og segja að viðræðurnar gefi tilefni til nýrra aðgerða varðandi frjálsari fiskverzlun, jafnvel þótt ekki náist endan- legir samningar. Henrik Sv. Björnsson, sendi- herra íslands í London, sagði við fréttamenn: „Við munum reyna að knýja fram samninga um frjálsari fiskverzlun um gjör- valla Vestur Evrópu. Lækkun innflutningstolla hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur, þar sem tilvera okkar byggist á fiskL“ í GÆR hafði Jón Pálmason bóndi á Akri, fyrrum ráð- herra og Alþingisforseti, boð inni fyrir vini og velunnara að Sigtúni. Þangað sótti fjöldi manns til að hylla hinn gamla þingskörung. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra flutti afmælis- barninu ræðu og þakkaði f.h. Sjálfstæðisflokksins vel unn in störf. Fleiri gestir tóku til máls og fluttu afmælisbarninu vísur og árnaðaróskir. Þessi mynd er tekin í af- mælishófinu. Á henni sjást séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, Jón Pálmason, Her- mann Jónasson fyrrv. ráð- herra og Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Képavogur AÐALFUNDUR TÝS, F.U5. S KópavogL, verður í kvöld í Sjálf stæðishúsinu, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Inntaka nýrna fé- laga. — Aðalfundarstörf og laga- breytingar. — Kosin fram- kvæmdanefnd. Á eftir verða sýndar nýjar kvikmyndir. Félagar eru hvattir til að fjöl- menn, og til þess að taka með sér nýja félaga. Belgrad, 28. nóv. (AP). f TILEFNI þjóðhátíðairdags Júgóslava hefur Tító forseti fyrirskipað náðun 1323 fanga. Verða 441 látnir lausir, en dómar hinna mildaðir. Spekin og Sparifötin Nýstórlag bók eftir Einar Pdlsson Enginn blaðafull- trúi skipaður enn Helsingfors, 28. nóv. — (NB) BANDARÍSKA sendiráðið í Helsingfors hefur borið til baka fregnir frá í gær um að Carl T. Rowan sendiherra, sem er blökkumaður, eigi að verða blaðafulltrúi Johnsons forseta. Rowan kom til Helsingfors frá Washington sl. þriðjudag. í Bandaríkjunum átti hann viðræð ur við Johnson, og var þá aldrei minnzt á að hann tæki við full- trúaembættinu. Eftir komuna til Helsingfors hringdi Rowan til vinar síns eins í Washington, og fékk þá að vita að nafn hans hafi verið nefnt ásamt mörgum nöfn- um öðrum í umræðum um blaðafulltrúaskipti. Hins végar hefur ekkert verið tilkyunt opin- berlega um málið. — . SPEKIN og sparifötin heitir ný bók, sem komin er á markaðinn. Er hún eftir Einar Pálsson, en þar f jallar hann um ýmis þau mál efni, sem mönnum eru efst í huga nú á tímum. Grunntónn bókar- innar er sú einkennilega tilvilj- un að fæðast íslendingur — og er Einar ófeiminn við að fara eig- in götur í frásögnum sínum. — Grimmd þeirrar dýrateguridar, sem nefnist Homo Sapiens, er honum efst í huga, en þó eru margar bráðfyndnar lýsingar í bókinni, þar sem gert er gys að tilgerðinni og prjálinu í heimin- um. Einar Pálsson er löngu kunnur fyrir störf sín að leiklistarmálum og sem útvarpsmaður. Hann hef- ur nú um langt skeið dregið sig í hlé af þeim vettvangi til að sinna öðrum verkefnum, sér í lagi sagn fræðL tungumálum og leitinni að uppruna íslenzkrar menningar. Víða hefur hann leitað gagna, sem varða þessi mál og gert margvís- legar athuganir á Eddum íslend- inga. Margar furðulegar uppgötv- anir hefur Einar gert á' þessu sviði, segir á bókarkápu — og í bókinni segir hann frá ýmsu, sem hann hefur hugsað á ferðum sín- um erlendis í leit að uppruna ís- lendinga og þeim straumum, sem síðar urðu uppistaðan í íslenzk- um bókmenntum. Spekin og sparifötin er 216 blaðsíður, skipt í 12 kafla. Hinn spánski listamaður Baltasar hef- ur gert myndir í bókina, en hún er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Útgefandi er Mimir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.