Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1964, Blaðsíða 8
8 IIlORGUNBltÐIÐ Þriðjudagur 7. ján. 1964 FiSKVEIDISAGA FÆREYINGA 1 Erlendur Patursson: Fiskiveiði — Fiskimenn I—II, 567 bls. Tórshavn 1962. I. MÖRGUM hættir við að líta á alla hluti sem sjálfsagða, hvort sem þeir eiga sér skamma for- sögu eða langa, hvort sem þeir hafa komið eins og af sjálfu sér eða að baki þeim er mikil saga, runnin undan þjóðfélagsbreyt- ingum, mikluim átökum og fórn- um, stundum einnar stéttar, — stundum heillar þjóðar. — í>egar útvarpið flytur okkur í hádeginu fregnir af síldaraflanum nóttina fyrir, þá er fjarri okkur að leiða hug að því, hvernig það er í rauninni til komið, að þjóðin á skip, sem fiska síld eða þorsk, eða skip, sem flytja vaminginn heim og heiman. Okkur finnst þetta jafnsjálfsagt og nótt fylgir degi. En svo fjarstæðukennt sem það er að líta eingöngu til lið- innar tíðar, muna einungis dag- inn í dag eða skyggnast aðeins yfir eyktarskil miðnætur- bilsins í eftirvæntingu þess, hvað útvarpsþulurinn segi okk- ur á morgun um síldaraflann, svo er það öldungis víst, að engri þjóð famast vel tii fram- búðar, sem er skynsljó á þann jarðveg, sem hún er sprottin úr. Þessa stundina hvarflar þetta að mér sökum þess, að ég var að ljúka við að lesa alimikið rit eftir Erlend Patursson lög- þingsmann og núverandi sjávar- útvegsmálaráðherra Færeyinga. Hann nefnir þetta rit sitt: „Fiski- veiði — Fiskimenn". >að nær yfir tímabilið 1850—1939, og er í raun réttri fiskveiðisaga Fær- eyinga. Þegar saga Erlends hefst, eru Færeyingar lítið fleiri en Hafn- firðingar eru í dag, en hafa á þessu tímabili nær því fimm- faldast. Markmið Erlends með þessu riti er að leiða lesandann í sannleika um þjð, hvernig slíkt mátti verða, að nú eru fimm Færeyingar á móti hverjum einum 1850, og að þeir búa, þrátt fyrir allt, jafnvel að sínu og raun sannar, og eiga orðið tog- ara, útvarp og Volkswagen rétt eins og við. — Ég fæ ekki betur séð en Erlendi hafi tekizt ágæt- lega að varpa ljósi á þá lærdóms ríku atburði — og atvikasögu sem hann er að kynna. Hann leiðir lesandann ætíð á þá sjón- arhóla, er ávinningsmest er að skimast um af til skilnings á lífi og starfi Færeyinga það tímabil, sem i raun og sann allt hefur gerzt, er mest varðar þá í dag sem þjóð. Þegar ég ber rit Erlends sam- an við sams konar rit önnur á Norðurlöndum, t.d. „Svenska Vastkustfiskama" eftir dr. Olof Hasslöf dosent við Stokkhólms- háskóla eða „Fiskarsoga for Sogn og Fjordene“, er jafnsnjall- ir menn rituðu og Bemhard Færöyvik og dr. Sven Runn- ström, svo að ég nefni eitthvað af betra taginu, þá þarf Erlend- ur síður en svo að bera kinn- roða fyrir framlag sitt til kynna á færeyskri atvinnusögu. Ég held, að óþarft sé að láta sér sjást yfir það, að rit Erlends tekur þeim fyrrnefndu fram að flestu leyti, og vil ég þó síð- ur en svo gera lítið úr skrifum þeirra Hasslöfs, Færöyviks og Runnströms. Áður en vikið er lítillega að efni „Fiskiveiðar — Fiskimenn“ er ekki úr vegi að athuga vinnu- brögð Erlends Paturssonar að því er þetta rit snertir. Hann er hagfræðingur að mennt, og ber bók hans þess ljós merki, en hann virðist jafnframt gæddur hæfileikum sagnfræðings og skynjar vel þá staðreynd, að sagnfræðin fer nú um aðra ála en fyrir aldarfjórðungi, svo að ekki sé lengra um öxl litið. — Þegar sagnfræðirit Arnold J. Toynbee’s (A Study of History) kom út á árunum 1934, 1939 og 1954 vakti það mikla athygli víða um heim, þótt sagnfræðingar á Norðurlöndum færu lítt í slóð hans, enda var söguskoðun Toyn- bec’s mjög umdeild. En í síð- asta bindi þessa verks (því XII.), sem út kom 1961 og nefnist „Reconsideration“, fellur Toyn- bee frá mörgum fyrri kenning- um sínum, eins og nafnið gefur til kynna. Þess munu fá dæmi, að höfundur gagnrýni sjálfan sig svo harkalega sem Toynbee ger- ir, en fæstir munu telja hann setja ofan við það, heldur vaxi hann af hreinskilni sinni og ein- lægni. Toynbee viðurkennir, að sagnfræðingar nútímans verði að taka tillit til fjölmargra sjón- armiða, sem fyrir þrjátíu árum voru ekki talin snerta hinn al- menna sagnfræðiramma né skýr ingarkerfi. — En þvi get ég þessa í sambandi við rit Erlends, að hann gengur til verks eins og heiðarlegum og óhlutdrægum sagnfræðingi sæmir, skynjar fyr- irvaf og uppistöðu sögu sinnar í ljósi samvirkra þjóðfélagsbreyt- inga. íslendingar vita, að Erlendur Patursson hefur um nokkurt skeið haft forustu I sjálfstjórn- arbaráttu Færeyinga og af þeim sökum átt í gráum leik við Dani, og því mætti kannski ætla, að túlkun hans í fiskveiðisögunni væri lituð Dönum í óhag og þeim til hnjóðs. En ég fæ ekki séð, að hann láti tilfinningahita né hlutdrægni villa um fyrir sér. Öll er heimildakönnun hans frumrannsókn, hann leggur skjölin á borðið fyrir okkur eða rekur efni þeirra með þeim hætti, að aldrei vaknar grunur um, að hann vilji annað hafa en það, sem er satt og rétt. Rit Erlends er mjög snið- hreint, bygging þess vottar um kunnáttu og glöggskyggni, rétt eins og hér fjallaði um maður, sem hefði mikla æfingu í að fást við sagnfræðiefni. Hér við bætist svo þekking hans í hag- fræði, er óneitanlega gerir hon- um kleift að skýra þverskurð sögunnar svo ljóslega, að lesand- anum á að vera hægara en ella að meta efni hennar og gildi. Þá er sá kostur ekki síztur við þetta rit, að í því finnast ekki óþarfar umbúðir, heldur strípað- ur kjarninn með nauðsynlegum samrunatengslum svo að af verð ur heilsteypt saga. n. Á sama tíma og Vestfirðingar og Norðlendingar veiða hákarl, svo að ekki skorti Ijósmeti á luktirnar á Kóngsins nýja torgi né Ráðhústorgi í Kaupmanna- höfn, situr öll færeyska þjóðin við að prjóna peysur og sokka. Peysurnar eru hennar hálfa líf, annars ekkert kaffitár, engin sykurlús, ekkert mjölhár út á pottinn. Færeyingar eiga að vísu 2000 báta, flestir ósköp litlar fleytur. Jafnframt peysuprjón- inu er setið við að spinna línu á snældu, slá til öngul og koma vaðsteini í vött, svo að annað slagið sé hægt að færa á borð blautan fisk eins og til hátíða- brigða frá skerpikjöti, fugli og grind. — Á árunum 1840—50 er útflutningsandvirði færeysku peysanna 50% af heildarútflutn- ingnum, en fiskafurðir einungis 40%. 1 ljósi þessara hundraðs- talna verður auðskildari gamall færeyskur málsháttur: „Ikki er tað gott at hava hjallin á sjón- um“. Það er inn í þennan heim, sem við skyggnumst í fylgd með Erlendi Patursson í upphafi bók- ar hans. — í tveim fyrstu köfl- unum styðst hann sýnilega mik- ið við hið ágæta rit Robert Joen- sens í Klakksvík: „Útróður 1845 —1945“ og að nokkru leyti við bók Svabos: „Indberetninger fra en Reise i Færöe 1781 og 1782“, en það rit hefur svipað gildi fyr- ir Færeyinga og ferðabók Ola- viusar fyrir okkur. En sá var munurinn, að ferðabók Olavius- ar var gefin út jafnskjótt og handritið að henni var tilbúið, en bók Svabos var fyrst prent- uð 1959. Því má skjóta hér að til gamans, að í riti Svabos eru skýringarteikningar eftir íslend- ing, séra Sæmund Hólm á Helga- felli. Sennilega verður aldrei fram úr því ráðið, að hve miklu leyti Erlendur Patursson. lóðin átti þát,t í því, að íslend- ingum vegnaði ekki verr en raun varð á, þegar verst gegndi fyrir þeim, sökum ills árferðis, náttúruhamfara og verzlunar- fjötra. En fullyrða má, að fisk- markaðurinn, sem þeim opnast í Bretlandi þegar á 15. öld hefði orðið þeim gagnsmærri, ef lukk- an eða guð hefði ekki fært íslend ingum þetta veiðafæri upp í hendurnar, sennilega frernur fyr ir tilstilli Flandrara en Breta. Og víst er það, að við hér á útskerinu höfðum haft gagn af þessu fiskigæfa veiðarfæri a. m. k. í 60 ár, áður en Norðmenn komust í kynni við það og hér hefur það verið notað í 360 ár, áður en Færeyingar fá pata af að það er til. En það er einmitt þetta veiðarfæri, sem ræður miklu meira um farsæld okkar á miðöldum og hörmingartímum einokunarverzlunar en menn hafa ætlað eða komið auga á. Kannski er það fyrst og fremst lóðinni að þakka, að öll þjóðin situr ekki við að prjóna peysur og sokka um 1850 eins og þá var hlutskipti Færeyinga. Það þarf ekki skarpskyggni til þess að átta sig á því, að það er meiri veiðivon á 120 eða 240 öngla, sem kannski er .fleygt tvívegis eða þrívegis í sjóinn samdægurs en 2—18 öngla, þótt þeim sé brákað myrkranna á milli. Við þurfum ekki annað en þræða landshlutasögu okkar til þess að komast að raun um, að í tvö horn skiptir, þar sem lóðin er notuð eða handfærið. Var það fyrir tilviljun eða handleiðslu forsjónarinnar, að skútu Skúla landfógeta bar af leið haustið 1752 og lenti við Sunnmæri en ekki í Kaupmanna höfn? Sennilega má einu gilda, hvort heldur var, en öllu máli skipti, að hann hafði með sér út til íslands frá Sunnmæring- um tvo þorskanetastúfa, vafa- laust dýrmætustu gripina, sem Skúli færði löndum sínum á langri ævi. Síðan getum við rað- að spurningum í sambandi við komu þessara netastúfa til lands ins. M. a. getum við spurt: Hefðu ekki fleiri komizt á vergang og hefðu ekki fleiri dáið úr ófeiti, ef ekki hefðu verið þorskanet í sjó í Hafnarfirði, við Stapa og í Njarðvíkum á Móðuharðindaár- unum? — En nú segir ef til vill einhver, að mig sé farið að bera af leið engu síður en skútuna hans Skúla, en ég held þó að enn horfi rétt, því að fiskveiði- saga Færeyinga, eftir að hún tekur að rísa, verður hvorki skýrð né skilin nema með ná- inni hliðsjón af þróun ísl. at- vinnulífs. m. Plöyen amtmaður varð Fær- eyingum svipuð stoð og Skúli landfógeti okkur íslendingum. Ferð Plöyens til Hjaltlands 1839 varð með vissum hætti upp- haf að færeyskri endurreisn. í þeirri ferð kynntist hann og Færeyingarnir, sem með honum voru, fyrst lóðinni, og þeir kynn- ast því þá jafnframt, að Hjalt- lendingar fá jafnmikið greitt fyr- ir blautan ráskerðinginn og Fær- eyingar fyrir hertan. Með þess- ari ferð stíga Færeyingar út í dagsbirtuna, fram til þess tíma hafði danska einokunarhelsið lokað svo gersamlega fyrir alla skjái, að þeir voru alls óvísir um, hvert var sannvirði þeirrar vöru, sem þeir færðu Þórshafn- arverzlun mest af auk peysanna, og fram til þessa tíma virðast Færeyingar ekki hafa hugmynd um, að til séu önnur veiðarfæri en handfærið og ufsanótin. — Danska verzlunin í Færeyjum harðneitar fram til 1834 að kaupa fisk, sem er minni en 18 tomm- ur, og búa Færeyingar því einn- ig að þessu leyti við allt ann- an og verri hag en íslendingar. Þótt ekki yrði bylting í fær- eysku atvinnulífi jafnskjótt og Plöyen hafði verið á Hjaltlandi, fór þó fyrst þá að smárofa til, ekki sízt eftir 1845, þegar ein- okunarverzlunin byrjaði að kaupa blautan ráskerðing og fiskmóttaka varð á þrem stöðum auk Þórshafnar. — Erlendur Patursson rekur ýtarlega gildi lóðarinnar fyrir smábátaútveginn og jafnframt greinir hann allar tilraunir Færeyinga með veiðar á þilskipum í heila öld eða fram til 1872, en þá er talið, að skútu- öldin færeyska hefjist að fullu og öllu. — Samskipti Færey- inga og íslendinga hafa í þau 90 ár, sem síðan eru liðin, verið mjög náin, reyndar svo náin, að ekki er út í bláinn að varpa fram þeirri spurningu, hvort Færey- ingum hefði auðnazt að lifa af sem sérstök þjóð, ef íslenzku fiskimiðin hefðu ekki staðið þeim jafnopin og íslendingum sjálfum. í því sambandi má ekki undan fella að geta þess, að þeirra'rétt- inda nutu þeir vegna tengslanna við Danmörku. Mér virðist frásögn Erlends eindregið benda til þess, að ekki hefði verið fjárhagslegur rekstr- argrundvöllur fyrir þilskipaút- veg í Færeyjum, ef hann hefði ekki átt þess kost að hagnýta sér aðrar fiskislóðir en við Fær- eyjar. Árið 1885 er saltfiskafli færeyskra þilskipa við ísland þegar orðinn 497 smál., en þetta sama ár er afli þeirra á færeysk- um fiskimiðum einungis 369 smá- lestir. Og á tímabilinu 1885 —1900, einmitt þegar Færeying- ar eru að renna stoðum undir þilskipaútveg sinn, eru 55.6% af heildarafla þeirra veiddur við ísland. Enn átti þetta eftir að breytast til muna, því að t.d. á árunum 1921—1925 veiða fær- eysku þilskipin 98.4% af heild- arafla sínum við ísland, en ein- ungis 1.4% á færeyskum fiski- slóðum. Útræði Færeyinga á opnum bátum frá íslenzkum höfn um skipti og einnig miklu máli fyrir þá einmitt á því tíma- bili, sem þeir eru að byrja að rétta úr kútnum, er nokkuð má marka af því, að 300—700 Færeyingar eru þá árlega við fiskveiðar á Islandi. Þeir byrja að hafa uppsátur hér á landi 1877, en þá eru einungis þrjú ár liðin, síðan við fengum fjárfor- ræði og löggjafarvald og þá er loks farið að kenna að marki fyrstu áhrifanna, sem verzlun- arfrelsið fól í sér. Fyrir Færey- inga eru þessi framfaraeinkenni á íslandi harla mikilvæg, og því er sjálfstæðis — og endurreisn- arbarátta þessara tveggja þjóða margþrinnuð og varð báðum til ómetanlegs stuðnings á leið þeirra til betri og nýrri tíðar. Útgerð Færeyinga á íslandi átti drjúgan þátt í að gera þeim kleift að eignast fleiri og stærri þilskip, en jafnframt efldi hún ísl. atvinnulíf til muna, ekki ein- ungis á Austur — og Norðaust- urlandi heldur má rekja áhrifin til Vestmannaeyja og Suður- nesja og sýna fram á, hvílíkt gildi þau höfðu fyrir nýsköp- un útgerðarinnar á þessum slóð- um fyrir og upp úr aldamótun- um. Erlendur Patursson fjallar að sjálfsögðu ekki í riti sínu um þann kafla, sem einungis snertir íslendinga, en jafnframt verður það að segjast, að íslendingar hafa ekki hirt hætishót um að rannsaka þennan þátt sögu sinn- ar jafnmikilvægur og náinn I tíma sem hann þó er. IV. Færeyingar máttu kenna þess, að þeir voru fátækir og fáir, sem meðal annars má gerla marka á skipakaupum þeirra. — Þeir verða að lúta þeim neyð- arkostum í hálfa öld að taka við þeim skipum, sem nágrannaþjóð ir þeirra töldu of gömul, óhentug og of dýr í rekstri til þess að halda þeiim úti til fiskjar. Árið 1908 eru 92.6% af þilskipum þeirra eldri en 20 ára, 96% árið 1923, og enn árið 1938 eru 60.3% eldri en 50 ára. Þessar tölur tala á sína vísu Ijósu máli, en ígildi þeirra skýrir Erlendur mjög ýtarlega og á aúðskildan hátt. Blaðagrein rúmar ekki nána skilgreiningu á höfuðþáttum I riti Erlends Paturssonar og því síður þeim smærri, svo viða- mikið og efnisríkt sem það er. En skemmst er af því að segja, að þar virðist ekkert vera und- anfellt af þeim staðreyndaflet- um, er hljóta að fylla út í þann ramma, sem samantvinnuð fisk- veiða — og hagsaga færeysku þjóðarinnar markast af. Persónu sagan er algerlega látin víkja fyrir staðreyndatali, enda er henni borgið í hinu mikla og einstæða riti, sem „Siglingar- sögu“ Páls J. Nolsöe virðist ætla að verða, en af henni eru þeg- ar komin þrjú bindi og annað eins eftir. Rit Erlends einkenn- ist öðru fremur af því, að verkn- aðurinn sé allt, orsök hans og afleiðing. Hér birtist því með nokkrum hætti einn þáttur þeirrar söguskoðunar, sem Toyn- bee víkur að í síðustu bók sinni, hvort sem Erlendur Patursson þekkir til hennar eða ekki. Um miðja síðustu öld eru sjáv- arafurðir einungis 40% af hedld- arútflutningi Færeyinga, en þeg- ar sögu Erlends lýkur, árið 1939, er naumast um annan útflutning að ræða. Færeyjaull er því ekki lengur það gull, sem hún hafði verið Færeyingum allar aldir, fiskurinn er kominn í hennar stað, og gerir þeim ekki einung- is kleift að breyta um búskapar- lag, heldur jafnframt miða breyt- inguna að nokkru leyti við þá atvinnu — og framleiðsluþróun, sem orðið hafði í nágrenni við þá. Væntanlega reynist þessi þjóðfélagsbylting Færeyingum sams konar bakhjarl í baráttu þeirra fyrir fullu sjálfstæði og við höfðum nánast kynnin af fyrstu tvo áratugi þessarar aldar. Manni verður oft á að staldra við í fiskveiðisögu Erlends Pat- urssonar og spyrja sjálfan sdg, hvort Færeyingum hefði ekki miðað betur á leið, ef skilning- ur Dana á högum þeirra og þörfum hefði verið gleggri, víð- sýni þeirra meiri, aðstoð þeirra raunsærri. Jafnframt dylst ekki, að Færeyingar hika stundum Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.