Morgunblaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID Þriðjudagur 14. jan. 1964 Tr TT Lýðræðissinnar sigruðu í SJómannafélagi R.víkur STJÓRNARKJÖRI í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur lauk kl. 10 á sunnudagskvöld, en það hófst 25. nóv. sl. — At- kvæði hafa verið talin, og sigraði listi trúnaðarmanna- ráðs. Fékk hann alla stjórnar- menn kjörna. Kosið var um tvo lista, A-lista, borinn fram af trúnaðarmanna- ráði félagsins, og B-lista, borinn fram af Sigurði Breiðfjörð Þor- steinssyni o. fl. Atkvæði greiddu 1074 félagsmenn og urðu úrslit þau, að A-Iisti hlaut 668 atkv. og alla menn kjörna, B-listi hlaut 385 atkv. 15 seðlar voru auðir og 6 ógildir. Kjörnir voru í stjórn fyrir árið 1964: Formaður: Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1. Varaform.: Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10. Rit- ari: Pétur Sigurðsson, Tómasar- haga 19. Gjaldkeri: Hilmar Jóns- son, Nesvegi 37. Varagjaldkeri: Kristján Jóhannsson, Njálsgötu 59. Meðstjórnendur: Pétur Thor- arensen, Laugalæk 6 og Karl E. Karlsson, Skipholti 6. Varastjórn: Óli Bardal, Rauða- læk 59. Jón Helgason, Hörpu- götu 7. Sigurður Sigurðsson, Gnoðarvogi 66. Á sl. ári fór stjórnarkosning sem hér segir: 1110 félagsmenn greiddu atkvæði. A-listi, að mestu skipaður sömu mönnum og nú, hlaut 698 atkv. B-listi 399 atkv. 13 seðlar voru auðir og ógildir. Fjölsóttar umræour um leikgagnrýni Mynd þessi var tekin 10. forseti ávarpar fjöldafund í því, að stjórnin hefði slitið janúar s.l. er Roberto Chiari Panamaborg og skýrði frá stjórnmálasambandi við Washington. Á SUNNUDAGINN kl. 15 gekkst Leikfélag Reykjavíkur fyrir umræðufundi í Iðnó, þar sem rætt var um leikgagnrýni og nytsemi hennar. Fundurinn hófst með því að fjórir leikarar lásu upp umræður sem fram fóru í brezka útvarpinu nýlega um þetta efni. Áttust þar við brezkir leikhúsmenn og leikdóm- arar, þei-r Peter Brook, Martin Esslin, Bamber Gascoigne og Milton Shulwan. Leikararnir ' sem lásu upp umræður Bretanna voru Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Fundinum stjórnaði Halldór Þorsteinsson, sem jafnframt hafði snúið umræðum Bretanna á íslenzku. Að loknum lestri leikaranna var orðið gefið frjálst, og hófust brátt fjörugar umræður um íslenzka leiklistargagnrýni. Tóku ýmsir til máls, meðal þeirra Sigurður A. Magnússon, Gunn- laugur Þórðarson, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Gísli Alfreðsson, Lárus Sigur- björnsson, Ólafur Mixa, Sveinn Einarsson og Thor Vilhjálmsson. Fundurinn var fjölmennur og stóð fram til kl. 18.30. Ltigangshross sækja í sorptunnur Olafsvíkinga ÓLAFSVÍK, 13. jan. — Þegar sauðfé var tekið á gjöf í vetur, eftir að hafa gengið um skraut- garða og tún Ólafsvíkinga í sum- ar, hafði þeirri plágu ekki fyrr létt, en ný plága kom til sögunn- ar. Eru það útigangshross, sem vaðið hafa hér yfir garða og tún, traðkað allt niður, og breytt ný- Sigríður Ásgeirsdóttir: Ráöhúsið ætti að byggja sunnan Tjarnarinnar sánum sléttum eftir sumarið i flög. Hross þessi eru frá bæ ein- um í Fróðárhreppi. Ekki er búið þar, en landeigandinn, sem heima á í Reykjavík, mun ætla að láta hross sín ganga sjálfala í vetur. Fæða þeirra er þó fremur ógeðs- leg hér niðri í plássinu, því að þau sækja mjög í sorptunnur þorpsbúa og snapa upp úr þeim. Hefur oft minnkað stórlega í öskutunnunum, eftir að hrossin hafa étið upp úr þeim næturlangt. Nú er það ósk Ólafsvíkinga, að landeigandinn reyni að sjá svo til, að hross hans haldist í heima- högum, svo að þeir geti verið í friði með tún sín, garða og ösku- tunnur. — H. K. VEGNA skrifa um Ráðhús Reykvíkinga, langar mig til að skýra mál mitt dálítið nánar. Um útlit hússins vil ég ekkert fjölyrða, enda er það aðeins smekksatriði. En um staðsetn- inguna gegnir öðru máli; þar þarf að gæta ýtrustu varúðar. Er norðurendi Tjarnarinnar á- reiðanlega bezti staðurinn? All- ir eru eflaust á einu máli um það, að minna en bezti staðurinn má ekki gagn gera. 1. Á þessum stað verður hús- ið óhóflega dýrt, sökum þess að því verður að fylgja stórt svæði fyrir bílastæði. En auk þess verð ur að gera allar götur greiðari til og frá húsinu, því hafa verð- ur í huga, að Ráðhúsið er ekki eina stórbyggingin, sem eftir á að rísa í miðbænumi Austur- stræti er óðum að endurfæðast; ný, myndarleg menntaskólabygg ing er á veg komin og margt fleira ér í undirbúningi og hlýt- ur umferðin að aukast í hlutfalli við það. í dag tekur það fimmt- án til tuttugu mínútur að koma bUnum sínum fyrir í miðbæn- um, og ég á ekki von á að það lagist við þessar framkvæmdir. Hvað viðvíkur þeim húseignum og lóðum, sem þanf að kaupa fýrir bílastæði, er óhætt að reikna með, að þær kosti ekki undir 60 mUlj. kr. auk þess ó- beina kostnaðar, sem fer í það að útbúa lóðir fyrir þá, sem þarna hrökklast í burtu. Væri ekki nær að reisa húsið fyrir suðurenda Tjarnarinnar sunn- an við Hringbraut í Vatnsmýr- inni og sleppa þessu óþarfa um- stangi og kostnaði sem því fylg- ir, að rífa rífa niður hús fyrir bílastæði? 2. Því miður finnst mér þetta hús ekki fegra umhverfið, vegna þess, að það fellur engan veg- inn inn í heildarsvipinn. Þessi hús úr gleri, stáli og steypu eru mjög stílhrein og létt yfir þeim, en þau eru í öllum tilfellum af- ar kuldaleg og er alveg nauð- synlegt að hafa í kring um þau fallegan gróður og græna gras- fleti, tU þess að bæta upp kuldasvipinnn. í Vatnsmýrinni má gera hreina Paradís í kring um þetta hús, því hvergi í heim- inum er til fallegra og grænna gras, en á okkar indæla landi. Þarna má líka, með hægu móti útbúa fallega tjörn, með fjöl- breyttu fuglalífi, því fátt er það, sem setur skemmtilegri blæ á umhverfið, en falleg tjörn og fuglar. 3. Sá staður, sem ég hefi í huga í Vatnsmýrinni er að vísu ekki skipulagður ennþá og kem- ur það víst helzt til af því, að þair er lítið vandræðabam fyrir, sem erfitt er að koma í sveit. En það er varla forsvaranlegt að draga lengur að leysa það vandræðamál, að koma flug- vellinum á viðunandi stað og væri því mjög tímabært, að flýta skipulagningu á þessu svæði svo sem framast er unnt. Þó er staðsetning flugvallarins eins og er, ekki því til fyrir- stöðu, að húsið geti risið þarna strax, því það lendir milli flug- brauta og er þessvegna í minni hættu, en ef það væri í nyrðri enda Tjarnarinnar. Þegar svo flugvöllurinn verður lagður nið ur, þá liggur beint við að álíta, að þar rísi upp nýr og glæsileg- ur miðbær og þá er staðurinn fullkominn. 4. Og nú kemur það atriði, sem erfiðast er að ganga fram- hjá, en það eru húsnæðisvand- ræði Alþingis. í mörg ár hafa al- þingismennirnir okkar búið við erfið vinnuskilyrði, vegna ófull- nægjandi húsakosts og þetta er ölluim löngu ljóst. Og hverjir eru nú stækkunarmöguleikar Al- þingishússins, ef ráðhúsið verð- ur byggt í nyrðri enda Tjarnar- innar? Ekki er sómi að því fyr- ir Reykvíkinga að gera Alþingi að olnbogabarni í sjálfri höfuð- borginni. Eins og er á Alþingi lóðina fyrir sunnan Alþingishús ið, að Vonarstræti óg mætti nú reisa þarna fallega viðbyggingu við húsíð í stíl við það, kannske örlítið léttara yfirlitum og hafa mætti opið svæði fyrir sunnan, að Tjörninni. Ég er vss um, að sú bygging, í gömlum stíl, myndi falla vel inn í umhverfið og sóma sér konunglega fyrir norð- urendanum og svo skartaði nýja Ráðhúsið fyrir suðurendanum, við hlið hins nýja miðbæjar. Er þá vel búið og maklega, að gömlu, góðu Tjörninni, sem okk- ur þykir öllum svo vænt um. Heppilegur tími til trjáklippinga FÉLAG garðyrkjuverktaka vill hvetja garðeigendur til að nota vetrarmánuðina til trjáklippinga og kemur þar fyrst til að dvala- tími trjánna er án tvímæla heppilegasti tíminn fyrir trén, þar sem þó þarf ekki að óttast blæðingu úr sárum trjánna. Nú er því sérstök ástæða til að minna garðeigendur á að huiga vel að trjám sínum, eftir hið mikla áfall er þau urðu fyrir á síðastliðnu vori og skemmdir því meiri í trjágróðri en oftast. Því fyr sem garðeigendur snúa sér til garðyrkjumanna með klipping ar á trjám, því betri aðstaða er að veita góða þjónustu, þegar vor ar kalla margar annir að og all- ir hlðnir störfum. Á síðst liðnum vetri var stofn- að hér í Reykjavík Félag garð- yrkjuverktaka, að stofnun félags þessa stóðu allir þeir, sem stunda garðyrkju sem sjálfstæða atvinnu í görðum borgarbúa. Markmið félagsins er eðlilega að vinna að hagsraunamálum meðlima sinna bæði kaupgjaldi og fræðslu um það er að nýj- ungum lýtur í starfsgrein þess- ari sem nú virðist all ört vax- andi hér í borg, þar sem upp'bygg ingu lóða er nú meiri gaumur géfinn en áður, og bærinn ört vaxandi. Félagið er í nánu sam- bandi við samtök skrúðgarð- yrkjumanna á Norðuirlöndum en þar stendur þessi þátur garðyrkj Eldíng varð 11 manns að bana Jóhannesarborg, S-Afríku, 13. jan. — AP — ELDING varð ellefu manns, þar af fjórum börnum, að bana, í S-Afríku um helgina. Sjö menn létust á knattspyrnu- velli í smáborginni Benoni, aust- ur af Jóhannesarborg, er eldingu laust niður í skýli, þar sem þeir höfðu leitað skjóls undan rign- ingu. Börnin fjögur voru hins- vegar stödd í útihúsi á bóndabæ einum nálægt Pretoria, er eld- ingu laust þar niður, með þeim afleiðingum sem fyrr greinir. unnar með miklurn blórna. Stofnendur félagsins voru eftir taldir garðyrkjumenn: Finnuir Árnason, Fróði B. Pálsson, Þór- arinn I. Jónsson, Pétur Axelsson, Jón H. Björnsson (Alaska), Svav ar F. Kjæmested og Bjöm Kristó fersson. — Stjórnina sikipa eftir taldir: Form.: Fróði Br. Páls- son, gjaldkeri Þórarinn I. Jóns- sm og ritari Björn Kristófers- •on. Ný fargjöld IATA Montreal, Kanada, 13. jan.: Á ráðstefnu IATA-Alþjóðasam- bands flugfélaga, sem lauk í Montreal sl. föstudag voru ákveð in eftirfarandi flugfargjöld á flug leiðum milli Bandaríkjanna og nokkurra ríkja Asíu, Suður-Ame ríku og nokkurra Evrópurikja. Fargjöldin taka gildi 1. april nk. og eru miðuð við ferðir fram og aftur. Flugleiðin Caracas, Venezuela, London, Amsterdam, Briissei og París verða fargjöld á fyrsta far- rými 1092,50$ I stað 1187,50$ nú. Á öðru farrými 744,80$ í stað 830,30$ nú. Flugleiðin London-Jamaica: Á fyrsta farrými 955,70$ í stað 1098,20$. Á öðru farrými 608,00$ í stað 693,00$ nú. Flugleiðin New York-Bombay! Á fyrsta farrými 1856,30$ í stað 1989,50$ nú og á öðru farrými 1127,90$ í stað 1191,30$ nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.