Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 13
m 1 LaugardagUT 1. februör 1964 * —- ■ ■ ■/' - ..............- MORGUNBLAÐIÐ í D A G er þess minnzt að 60 ár eru liðin frá því ísland fékk stjórn sérmála sinna inn í' landið sjálft. Þessi dagur var um all- langt árabil haldinn hátíð- legur, en hefur síðan þok- að fyrir fullveldisdeginum 1. desember og þjóðhátíða deginum 17. júní. Engum sem blaðað hefur í ís- lenzkri sögu og þá fyrst og fremst sögu sjálfgtæðis- baráttunnar blandast hug- •ur um, að 1. febrúar árið 1904 er einn af merkis- áföngum í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Minnisstæðustu ártölin veráa 1874, 1904, 1918 og 1944. Hinn 1. febrúar 1904 blakta fánar að hún hvarvetna í Reykjavík. Að vísu eru íán- Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. r A ISLANDI 60 ARA arnir danskir, en sama dag og konungur hafði staðfest þá nýju stj órnarskrá fyrir ís- land, er nú skyldi stjórnað eftiir, hinn 3. október 1903, hafði verið gefin út konungs- úrskurður að hreytt skyldi skjaldarmerki íslands og það vera hvítur fálki í bláum feldi í stað flatta þorsksins áður. I>ennan vetrarmorgun gekk fyrsti íslenzki ráðherr- ann, glæsimennið og skáldið Hannes Hafstein upp í lands- höfðingjabústaðinn við Læk- inn, sem héðan í frá skal heita Stjórnarráð íslands. Stairfslið hins nýja stjórn- arráðs ar skipað 12 mönnum. Þennan morgun er það saman komið inni hjá ráðherra. ^Blaðið Ingólfur segir: „Þegair sól var gengin í há- degisatað fókk Magnús Step- hensen honum stjórnartaum- ana í hendur, vair síðan drukk ið hestaskál í kampavíni.“ Og blaðið bætir við: „Eir nú vonandi að Hannes sitji eigi verr stjórnarfolánn en Pegasus. En ríða verður hann folanum til landvarn- arskeiðs, ef hann vill fá hrós fyrir taumihaldið.“ Undanfarin ár höfðu verið tímar stríða og hjaðningavíga í íslenzkum stjórnmálum. — Þetta var í raun og sannleika ekki svo óeðlilegt. íslending- ar höfðu þá enn til að bera lítinn stjórnmálaþroska og arfurinn á því sviði hafði verið lítilil annar en margra alda kúgun forfeðra vorra. — Nú var hins vegar tekið að rofa til, éinveldin hrundu hvert af öðru í Norðurálfu og frjálslyndari stjórnir sett- ust að völdum. — En þótt stjórnmálaleiðtogar og andans stórmenni hér á landi væru ekki á eitt sátt, fögnuðu þó allir þjóðhollir íslendingar og þroskaðir menn þeim áfanga sem náðst hafði. Að sönnu voru komnir fram á sjónar- sviðið ungir menn og ákaf- lyndari en þeir sem borið höfðu þennan áfanga fram til sigurs. Um það var ekkert nema gott eitt að segja. Þeir áttu að erfa landið og þeirra sigurtímar komu síðar. Ekki er hægt í stuttri blaða grein að gera neina viðhlít- andi sögulega grein fyrir hve mikilsverður þessi áfangi er í sögu þjóðarinnar. Reynt skal þó að stikla á stærstu atburð- um sem varpa kunna ljósi á þennan mikla dag. Ljóst er að árin 1262—1264 eru er stundir líða ein hin afdrifaríkustu óheillaár í sögu þjóðarinnar. Sjálfsagt miun þgim, sem unnu að því að koma íslandi undir Noregs- konung á þessum árum ekki hafa dottið í hug hve mikið böl þessi breyting leiddi yfir þjóðina. Það verður jafnan erfitt að spá fram í tírnann og mörgum nútímamannin- um, sem hugsar til gjörða þessara manna og leggur á þá haturshug, mun það sjálfsagt ekki í minni, hvernig ástand- ið hafði þá verið með þjóð vorri um langt árabil. Sund- urþykkja hefur löngum ver- ið rík í eðli okkar íslendinga og þá var ekki barizt með orðunum einum, heldur vopn- in kvödd oft og einatt til að leysa úr deilum manna á með al. Þennan vopnagný varð að lægja og þeir sem mest máttu sín, sáu ekki önnur ráð en þau að kalla yfir okkur er- lenda stjórn. Það verður svo lítill vandi fyrir okkm- 1 dag að sjá hvar betur hefði mátt fara, það er minnstur vand- inn að vera vitur eftir á. Svo er að geta þess, að þeir menn, sem þá sömdu við hið erlenda vald, gátu ekki séð fyrir að samningar mundu sí- fellt og æ ofan í æ véra brotn ir á okkur íslendingum. Svo kemur að því á 16. öid, að siðaskiptin ná hingað til lands. Með þeim fellur kirkju valdið en konungsvaldið verð ur einrátt. Mörgum ha.fði þótt erfitt að lúta kirkjuvaldinu, en ennþá erfiðara reyndist að lúta konungsvaldinu. Ein- okunarverzlun ~er hér alger og konungsvaldið hefur það Magnús Stephensen, síðasti landshöfðinginn. eitt í hyggju að mergsjúga ís- lendinga svo sem fært er. — Þannig hjálpast að fjárhirzla konungs og pyngjur einok- unarkaupmanna að hirða aAl- an afrakstur þjóðarinnar. — Þannig lendir auður kirkj- unnar, sem þó .var hennar eign í landinu sjálfu, í fjár- hirzlum konungs á erlendri grund. Tímabilið frá 1602—- 1854, fneðan við bjuggum við danska feupþrælkun, hefur alla jafna verið talið verra en allar drepsóttir, eldgos og harðindi til, samans, sem yfir þjóðiná gengu á þessum öld- um. Það virðist svo, þegar hinir dönsku valdhaíar fara að hafa orð á því, að reksturinn á-ís- landi „borgi sig ekki“, fara þeir nokkuð að slaka á klónni. Og á sama tíma fer frelsisalda yfir Norðurálfu. Við berum einnig gæfu til að eiga þá á að skipa hámenntuðum og stórgáf uðum foringjum og ber þar að sjálfsögðu Jón- Sigurðssön hæst. Ráðgjafarþing fáum við hér 1843 og síðar hin illræmdu stöðulög, þar sem ísland er lýst óaðskiljanlegur hluti danska ríkisins með sérstökum landsréttindum eða sérmálum, þar sem landið skyldi hafa lög gjöf og stjórn út af' fyrir sig. Síðan fáum við stjórnarskrána hinn 5. janúar 1874, en hún er reist á grundvelli stöðulag- anna og tekur yfir sérmálin. Yfirstjórn þessara mála er þó enn sem fyrr í Káupmanna- höfn og dómsmálaráðherra dönsku stjórnarinnar er jafn- framt ráðherra íslandsmála. Þannig er æðsta vald í sérmál- um íslendinga í höndum dansiks manns, sem eklki skilur íslenzku, aldrei hefur til Is- lands komið, og þekkir því að- eins ástæður íslendinga af af- spurn og sjálfsagt eru þau tíð- indi honum misjafnlega flutt, eins og gengur og gerist. Það er því augljóst, hve þýð ingarmikil er sú breyting að ráðherra íslandsmála verði ís- lendingur búsettur í landinu sjálfu. Um aldamótin er þess minnzt í -blöðum að 25 ár eru liðin frá því konungur kom hingað til lands og færði land- inu stjórnarskrána. Þá segir að skipastóll hafi aukizt, fjár- hagur batnað, jarðabætur orð- ið miklar, verzlunarmagn tvö- faldazt. Þá höfðum við ekki átt í sparisjóði eina krónu á mann en nú væru þær orðnar 36. Landsmönnum hafði þó fjölgað meira en helmingi minna en næsta aldarfjórðung á undan og voru þess valdandi Ijinar miklu Ameríkuferðir er til komu á þessum árum. Það stendur því nokkuð á mótum, að íslendingar flýja land sitt í stórhópum vegna þess að mælirinn er fullur, að þeim finnst, og jafnframt ljómar yfir blíðu og gjöfulu landi í vestri, sem veita muni þeim allsnægtir og fullar hend ur fjár, samfara því að lifna tekur yfir íslenzku athafnalífi og linast tekur á þrælatökum verzlunarinnar og framsýn- ustu menn sjá hilla undir auk- ið frelsi og batnandi hag. Þeim mönnum, sem þekktu gleggst þessa baráttusögu, og skildu til hlítar hörmungar þær sem þjóðin hafði átt við að búa, er því vart láandi, þótt þeir fögnuðu því, er jafnmikill áfangi var fyrir dyrum og sá Framhald á bls. 15. «3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.