Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ r Laugardagur 21. marz 1964 Nótafiskurinn grotnar á leið í höf n — þarí að slægja hann um borð ÍORSKANÓTABATAR hafa að undanförnu aflað vel og komið með mikinn afla á land. T.d. komu Reykj avíkurbátarnir með geysimikinn þorskafla á miðviku dag af miðunum nálægt Vest- mannaeyjum. l>or9kurinn er stór og fallegur, en svo fullur af átu að hann þolir illa nokkra geymslu, og kom til árekstra út af þessu þegar það kom 1 ljós að fiskurinn var léleg ur þegar átti að fara að verka hann. Var ferskfiskmatið kvatt til og skoðaði það fiskinn. Mbl. átti í gær tal við Njál Þórðarson, forstjóra ferskfisksmatsins um nótafiskinn, og taldi hann að nauðsynlegt yrði að fara innan í hann um borð. Hann sagði, að fiskurinn sem barst á land á miðvikudag hafi verið slæmur og mjög sundur- laus að innan, þó það væri stór- eflis þorskur fallegur að utan. Bátarnir hafi verið lengi í túrn- um, þar eð þeir veiddu við Vest- mannaeyjar, og þegar ekki er farið innan í fisk svo fullan af átu strax, fair hann strax að skemmast. Þannig var um ýsuna, em nóta bátarnir fengu mikið af um tíma. Þá var ákveðið að farið væri innan í hana um borð ef einhver bið yrði á að koma henni í Stúdentafélags fundur um sjónvarpið í DAG kl. 2 verður almennur umræðufundur í Stúdentafélagi Reykjavíkur um íslenzkt sjón- varp. Fundurinn verður í Lido og er öllum heimill aðgangur. Frummælandi á fundinum verð ur Vilhjálmur Þ. Gíslason, og talar hann um íslenzkt sjónvarp. Að ræðu hans lokinni verða al- mennar umræður og má búast við að þar verði sjónvarpsmálin mikið rædd. En þau hafa verið mjög til umræðu að undan förnu, einkum síðan 60 nafnkunn ir menn skoruðu á Alþingi að takmarka sjónvarpsheimild varn arliðsins við Keflavíkurflugvöll. Kirkjutón- leikar í Hafnarfirði ÁKVEÐIÐ hefir verið að endur- taka tónleika þá er Söngflokkur Hafnarfjarðarkirkju hélt kirkj- unni 1. þ.m. undir stjórn Páls Kr. Pálssonar organleikara. Þótbu þessir tónleikar takast með ágæt- um. Söngflokkurinn söng án undir leiks fjögur lög og þrjú lög með undirleik Árna Arinbjarnarson- ar organleikara og undir stjórn Páls. Frú Inga María Eyjólfs- dóttir söng fjögur lög með undir- leik Páls Kr. Pálssonar. Arni Arinbjarnarson lék ein- leik á kirkjuorgelið bæði á und- an og eftir. Tónleikar þessir voru öllum þátttakendum til sóma og gleði- légt að fá tækifæri til að hlusta aftur, því það er ekki oft sem tækifæri gefst til að heyra jafn fágaðan tónlistarflutning. Tónleikarnir verða endurteknir á Pálmasunnudag kl. 5 í Hafn- arfjarðarkirkju, og þarf ekki að efa að þeir verða vel sóttir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. — B.J. vinnslu. Ekki hefur veiðzt mikið af ýsu síðan, en Njáll sagði að vonzt væri til að þetta gæfi góða raun. Reykjavíkurbátarnir langt í land Njáll kvaðst búast við að sama þyrfti að gera með þorsk- inn, fyrirskipa að farið yrði inn- an í hann strax, ef hann er veiddur langt frá löndunarhöfn. Reykjavíkurbátarnir hafa verið á annan sólahring í túrnum, þar af 12 tíma með fiskinn á- leið heim. Þetta er mikill munur eða hjá Vestmannaeyjabátunum. T.d. voru Vestmannaeyjabátarnir komnir með aflann, sem veiddist á þriðjudag, heim kl. 11 um kvöldið. En Reykjavíkurbátarnir ekki fyrr en 12 timum seinna. Auk þess eru erfiðleikar með fólk í landi og því ekki hægt að vera fljótur að slægja, þegar fiskurinn loks kemur í land. Tekið var mat úr þremur bát- um á miðvikudag í Reykjavík og var það ekki gott. — Nótaveiðar eru svo nýtil- komnar, að maður hefur ekki getað metið fiskinn enn, sagði Njáll, En þetta mál þarf að leysa. Það er ekki hægt að drepa svona stóran fisk og láta hann svo skemmast. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að fara innan í hann um borð. Hvað netafiskinn snertir kveð- ur Njáll hann góðan í ár, betri en í fyrra. En nú er versti tím- inn framundan, þegar síldin fer að grotna innan í honum. Úthlutunor- ncfnd lista- munnaluunu í GÆR fór fram í sameinuðu Alþingi kosning 7 manna nefndar til að skipta fjár- veitingu í fjárlögum fyrir ár ið 1964, til rithöfunda, skálda og annarra listamanna, sam- kvæmt þingsályktun, nýaf- greiddri frá Alþingi um út- hlulun listamannalauna. — f úthlutunarnefnd voru kosn- ir: Sigurður Bjarnason, ritstj. Bjartmar Guðmundsson, alþingismaður Þórir Kr. Þórðarson, prófessor Helgi Sæmundsson, form. Menntamálaráðs Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli Andrés Kristjánsson, ritstj Einar Laxness, kennari. Hin nýja hússtjórn á Hótel Sögu vígir nýja barinn, ásamt hótelstjóra, framkvæmdastjóra bygging- amefndar og fulltrúa stéttarsambands bænda. Talið frá vinstri: Ólafur Stefánsson, settur búnaðar- málastjóri, Kristján Karlsson frá Stéttasambandi nu, Einar Ólafsson í Lækjarhvatnmi, Sæmunduf Friðriksson, framkvæmdastjóri. Þorsteinn Sjgurðsson á Vatnsleysu, Halldór Jónsson, arkitekt og Þorvaldur Guðmundsson, forstjórL Mímisbar opnar í Sögu í GÆR var opnaður viðbótarsal ur við anddyri Hótel Sögu svo og nýr bar, Mímisbar, þar innar af, og er þar með lokið innréttingu á neðstu hæð hússins. Er viðbótar- húsnæðið 140 fem. að stærð, þar af barinn 90 ferm. Er hann hinn vistlegasti, með sætum fyrir 80 mönns og hugsaður sem staður þar sem hótelgestir og gestir ofan frá matsalnum geta fengið : kaffi eftir mat eða drykk, og tek ið sér snúning á litlu dansgólfi við píanóundirleik. Og aðrir kom i ið þá daga sem ekki er opið í Súlnasalnum. Nú er lokið innréttingu á hús- næði Hótel Sögu. Þar hefur ver- ið sett upp rakarastofa, hár- greiðslustofa, gufubaðstofa og snyrtistofa. Tvær verzlanir hafa opnað, minjagripaverzlun og blómaverzlun og þarna verða einnig smávöruverzlun, ferðaskrif stofa og útibú Búnaðarbankans. Er þá aðeins eftir að innrétta þriðju hæð hússins, þar sem Bænasamtökin munu hafa skrif- stofur sínar. Halldór Jónsson teiknaði innrétt ingar í anddynð og Mímisbarinn, sem er fjórði barinn í hótelinu. Skreyting í barnum er í b!áu, hvítu, og gylltu og gólfteppi rautt, og járnskúlptúr er þar efb- ir Jón og Guðmund Benedikts- syni. í anddyrinu er parkettgólf, lítil austurlenzk teppi og þægi- leg húsgögn. Er þetta allt með notalegum blæ, enda tilgangux- Aðalíundur Sálarrannsókna féla$ íslands AÐALFUNDUR Sálarrann- sóknarfélags íslands verður haldinn í Sigtúni þriðjudag- inn 24. marz kl. 8.30. Fundar efni: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Miðillinn Hafsteinn Björnsson gefur skyggnilýs- ingar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna stundvíslega. Skemmtun í Ás- prestakalli í da« KVENFÉLAG Ásprestakalls held ur skemmtun í dag í Laugarás- bíói til ágóða fyrir kirkjubygg- ingu í prestakallinu. Sýnd verð- ur kvikmynd, en áður flytur Ein ar Magnússon, menntaskóla- kennari ávarp. Samkoman hefst kl. 3 e.h. í /*“ NA 15 hmifor i / SV50hnúfsr Sn/óiema » OS/m* 7 Skúrir £ Þrumur y////RagA^yj KuUoM H Hmt | ///.rmlt/S HitsM L La*i 1 Mikið læg/ðarsvæði en kraft NV-Grænlandi. Þar er víða lítið er suður af íslandi, en 36-38 stiga frost. Hár á landi óvenjulega mikili loftþrýst- er góðviðri og 4-8 stiga hiti. ingur yfir Norður-Klanada og Gt«jið er úr vistlegu og rúmgóðu anddyri hótelsins inn í Mimis- barinn. Ljósm. Ól. K. Mag. Flugvél skotin niðusr í Suðiir-Vietnam Kambodíustjórn telur hana hafa verið yfir Kambodíu Phnompenlh, Kamíbodia, 20. marz (NTB-AP) SKÝRT var frá því í Phnom- penh, höfuðborg Kambodíu, að könnunarflugvél frá Suður-Víet- nam hafi verið skotin niður innan landamæra Kambodíu. í Saigon var sagt að banda- rískur flugstjóri hafi verið í vél- inni. Hafa bandarískir talsimenn þar sagt að samkvæmt fyrirliggj andi upplýsingum bendi allt til þess að flugvélin hafi enn verið yfir Suður-Vietnam, þegar hún var skotin niður. Sihanouk prins, landsstjóri í Kambodíu, segir að flugvélin hafi flogið inn yfir landamærin á sama tíma og hermenn frá Suður-Vietnam réðust á þorpið Ohantrea í Kambodíu. Féllu 16 menn í þesari árás á þorpið en 14 særðust. Prinsinn sagði að að- gerðir þessar væru sízt til þess að leysa landamæradeilu Suður- Vietriam og Kamibodíu, en nefnd frá Suður-Vietnam er nú í Phnompenh til viðræðna við rík- isstjórnina um lausn landamæra deilunnar. Þá heldur prinsinn því einnig fram að bandarískir hermenn hafi stjórnað skriðdrefe um, er fyigdu herliði Suður- Vietnam. Ríkisstjórnin í Kamlbodíu hef- ur sent aliþjóða eftirlitsnefnd- inni þar í landi mótmælaorðsend ingu vegna árásarinnar. Segir ríkisstjórnin að flugvélin, sem skotin var niður, hafi einnig varpað sprengjum á Chantrea. Bandaríski flugmaðurinn ærð- ist alvarlega þegar vélin var skotin niður, og aðstoðarflugmað urinn, sem var frá Suður-Viet- nam, lét lífið. Segja yfirvöldin í Saigon að mál þetta verði rann- sakað ítarlega til að komast að raun um hvort flugvélin hafi i rauninni nokkurntíma farið inn fyrir landamæri Kambodía. Sjón arvottur, hermaður frá Suður- Vietnam, segir að flugvélin hafi verið kotin niður meðan hún var að leiðbeina 'hersveitunum við hæðardrag innan landamæra Suður-Vietnam. Skyndilega hafi tvær flugvélar birzt og ráiðzt með skothríð á könnunarvélina, Mun fréttamönnum verða boðið að koma til svæðisins þar sem flugvélin lenti, en það er innan landamæra Suður-Vietnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.