Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudag'ur 9. júní 1964 Fjórir fulltrúar á þinginu, talið frá vinstri: Filippía Kristjánsdóttir, íslandi, Salme Setalá, Finnlandi, Aimee Sounnerfelt, Noregi og Uno Modin, Svíþjóð. Þing um æskulýðsb ökmenntir EINS og kunnugt er hefur fyrir stuttu staðið yfir þing í Ósló, þar sem þátttakendur voru rit- höfundar, gagnrýnendur og út- gefendur barna- og unglingabóka. Þar sem sú grein mín er ég sendi blaðinu hefur fyrirfarizf, er greindi frá setningu þingsins og fleiru, verð ég að reyna að gera því efni skil að nýju i annari blaðagrein. íslenzki þátttakandinn, Gunn- ar M. Magnúss, hefir í ríkisút- varpinu getið hins helzta, er gerð ist á þinginu, og mun því minni þörf á ýtarlegri skýrslu. Frá minu sjónarmiði unnu norskir aeskulýðsbókmennta rithöfundar þarna þrekvirki. Þeir voru í senn, brautryðj jndur, stjórnendur og fyrirmyndar gestgjafar. Þingið er hið fyrsta í sinni röð á Noröurlöndum, og finnst mér að það muni þurfa þó nokkurn kjark til þess að hrinda slíku af stað, ekki sízt þegar á það er litið að mat fjölmargra gagn- rýnanda þeirra bókmennta á Norðurlöndum er mjög lágt, en Norðmenn eru í því tilliti heppn- ir, að æskulýðsbókmenntirnar < hærra settar þar en víða annars staðar, og er það ekki ótítt að þar fari fram samkeppni til verðlauna á þeim vettvangi, bæði hvað snertir efni í útvarp fyrir barnatíma, og ritað mál. Helge Siversson, kirkju- og menntamálaráðherra, opnaði þingið með stuttri uppörfandi ræðu, þar sem hann sagðist vilja undirstrika að bókmenntir þær er ætlaðar væru æskunni, hlytu að verða metnar til mikilvæg- ustu ritstarfanna, þar sem þær ættu að vera hjálparmeðal heim- ila og skóla til andlegrar nær- ingar fyrir framtíð þjóðanna, æskunnar. Eftir hans innleggi til þingsins mætti álykta að sá sem skrifar fyrir börn og unglinga hafi ekki minni ábyrgð en tann- læknirinn eða heimilislæknirinn, og það vil ég undirstrika. Ég er þess fullviss að margir þátt- takendur ráðstefnunnar hafa á þessum dögum fundið að þeir eru til einhvers að vinna, þegar þeir skrifa fyrir börnin. Við er- um nú þannig gerð mennirnir yfirleitt að við þurfum á upp- örfun að halda til þess að störf okkar njóti sín, og ekki veitir af að minna á ábyrgðina, sem hvílir á hverjum einstaklingi, bara sem manni, burtséð frá því, hvaða starf hann hefur á hendi, en það var gert í rikum mæli á þessu þingi. Einnig var spurt: „Hvað á að gera til þess að greiða veg þessarar bókmenntagreinar, bæði hvað snertir höfunda og útgef- andur?" — Orðið „problem" var oft á dagskrá og ekki að ástæðu- lausu. Þessir samhljómar voru hæstu tónarnir sem bárust til eyma þessa fyrstu maídaga í Nóbelssalnum á Drammensvegi 19 í Osló. Olaf Goucheron, rit- höfundur, var framkvæmdastjóri og stjórnandi þingsins, fremur ungur maður, hár og sepngileg- ur, með traustvekjandi fram- komu. Hann hafði í mörg horn að líta, en gaf sér þó tíma til þess að leysa hvers manns vand- ræði, en þau fylgja manninum alltaf eftir, ekki sízt þar sem hann er útlendingur. Þátttakendur voru 7 frá Dan- mörku, 6 frá Finnlandi, 2 frá fs- landi, 42 frá Sviþjóð og 62 frá Noregi. Mér var tjáð að Fær- eyingum hefði verið boðin þátt- taka en henni hafnað. Eins og gefur að skilja, var mjög nauð- synlegt fyrir framkvæmdanefnd að vita tölu þátttakenda í tæka tíð, margra hluta vegna, til dæm- is boðskorta frá borgarstjóm og fleira, en það munu hafa verið vandkvæði þar á, en þó ekki hvað snerti hlut íslendinga. Mér þótti mjög vænt um þegar fram- kvæmdanefndin tilkynnti mér að þar hefði hlutur minnar þjóðar verið til fyrirmyndar. „Þeir sem boðnir vom frá íslandi, gerðu grein fyrir sínum málum á kur- teisan hátt með nægum fyrir- vara“, þvi fleiri voru boðnir en við tvö sem gátum farið, og urðu að senda svar. Það liggur við að maður verði barnslega metnaðargjarn gagn- vart ættjörð sinni, þegar komið er til annarra landa og þá gildir það ekki sízt þegar um fánann er að ræða, enda er litur hans fegurstur og gefur hinum litun- um líf. Þeir eiga einkennilega vel saman Norðurlandafánarnir, þar sem þeir blakta fyrir blænum. Hvar sem farið er um, og von er norrænnar samvinnu, er fáni þjóðar minnar alltaf það fyrsta sem augu mín staðnæmdust við, hvort sem ég var stödd í hinu virðulega ráðhúsi Oslóborgar, í hinu glæsilega Ekebergshóteli, þar sem útsýnið er svo hrífandi að tæplega er hægt að túlka það, eða í glæstri veizlu í „Bygdö Restaurant", þar sem friður og fegurð fara saman í svo ríkum mæli að undrun sætir. Hótelið stendur hærra en sjálft byggða- safnið, umvafið skógi, en þó ekki það þéttum að í gegnum limið sést blár fjörðurinn á eina hönd, en niðri á flötinni talar gamli tíminn sinu máli og nær manni á vald sitt með þeirri dulmögnun, sem gamlar byggingar og gamlir munir hafa einir yfir að ráða. Það er undarlegt að hugsa um björtu sumarnóttina heima, en vera hér umvafin rökkurhjúpi og teiga að sér ilminn frá arn- inum, sem sendir hlýja strauma, og frá eldtungunum í viðurkubb- unum, sem eru að brenna og verða að ösku, og mér verður hugsað til forfeðranna sem stefndu til eyjarinnar lengst norður í hafi, á opnum . bátum. Þeir komu frá þessu landi, urðu að flýja fyrir ofriki. Hvað áttu þeir að gera? Þarna reis eyjan úr hafi. Fyrirheitna landið, sem þeir ætluðu að nema, skógi vax- ið milli fjails og fjöru. Það varð þeim til bjargar. Skógurinn varð þeim Jífgjafi, en bert varð land- ið á eftir. Og árin liðu. Ár eftir ár koma nú frændur okkar með nýgræðing, og klæða landið á ný. Afkomendur landnemanna. Nú er ég víst á hálli braut. Komin út af sporinu. Efni grein- arinnar átti að vera frá þinginu, og við það verð ég að halda mig. Það leyndi sér ekki að margir af ræðumönnum og konum höfðu mætt erfiðieikum og misskilningi á rithöfundaferli sínum. Ekki er hægt að gera svo öllum iíki. Þá er gott að hafa gert sitt bezta, vitandi það að bók, sem á að seðja andlegt hunngur og þorsta æskunnar, hefur meira vald held ur en jafnvel sjónvarp og kvik- myndir, því bókin liggur áfram í hillunni, þótt hún hafi verið lesin einu sinni, og því til taks hvenær sem er. Útvarpið er gott hjálpartæki til þess að koma á framfæri góðu efni fyrir æskuna. Því verða stjórnendur barnatím- anna ekki undanskildir ábyrgð- inni og samvinnunni á vettvangi æskulýðsbókmenntanna. Víða á Norðurlöndunum hafa barnatím- ar útvarpsins orðið eins konar lyftistöng fyrir misskildan eða óframfærin barnabókahöfund. — Þar hefur efnið verið gert lif- andi í meðferðinni, og höfundur- inn um leið þekktur. Þannig varð ísinn brotinn. — Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föll- um vér. — Þessi spaklegu orð eru enn í gildi. Norski forleggjarinn, Henrik Groth, flutti lokaerindið á þing- inu, „Norden og verden." Það var iangt og kom víða við. Þeg- ar ég talaði við hann á eftir, kvaðst hann hafa flutt erindi um svipað efni í háskólanum í Reykjavík fyrir nokkru, en þar sem tiltölulega fáir hafa heyrt það, vil ég ieitast við að draga helzta efni þess saman hér i fá- Um 160 konum ætti að að verða forðað með íyrirhugaðri legkrabbaleit BJARNI Bjarnason, læknir og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur hefur fyrir beiðni ritað eftirfarandi grein um krabbameinsvarnir fyrir Mbl. Þó mörgu sé énnþá ábótavant í heilbrigðismálum íslands, eins og að vísu hja öllum þjóðum heims, hafa þar þó mörg stór skref verið stigin fram á við á undanförnum áratugum. Miklir sigrar hafa unnizt í baráttunni við alvarlega sjúkdóma, sem herjuðu landið. svo að jafnvei var spáð að þeir einir gætu enst til landauðnar, ef svo héldi á- fram, sem stundum áhorfðist, en fyrir mikilvirka baráttu þeirra, sem stjórnað hafa heilbrigðis- málunum á undanförnum ára- togum, hefur tekizt að sigrast á mörgum hinna hættulegus-tu vá gestum er ógnað höfðu þjóðinni um aldaraðir, sem plágur og pestir, er ekkert hafði áður get- að reist rönd við. Viðleitni þeirra, sem stjórna og stjórnað hafa heil- brigðismálunum, hefði þó litlu áorkað, ef ekki hafði jafnframt komið til, góð menntun lækna- stéttarinnar og vökul augu henn ar á þeim sjúkdómum, sem þjóð inni stafaði hvað mest hættan af. Þannig hafa berklarnir, sulla- veikin, taugaveikin, barnaveikin og ýmsar aðrar plágur orðið að víkja og gefast upp undan sókn læknanna, og heilbrigðisþjónust- unnar allrar. Hér eru allar hinar sömu varn- ir viðhafðar, til að verja fólk gegn næmum sjúkdómum, og í öðrum menningarlöndum. En hér skortár, eins og víðast annarsstað ar, stöðvar, sem fólk er ekki Bjarni Bjamason, læknir. veit til að það sé sjúkt, en óskar að láta rannsaka sig öryggis vegna, geti leitað til og fengið þar allsherjarrannsókn. Þetta er fyrirkomulag, sem allar þjóðir óska sér, en það kostar gífur- legt fé, stórar stofnanir með dýrum tækjum og miklum starfs kröftum. Fæstar þjóðir hafa bol- magn til þess og engar hafa kom ið þeim upp í svo stórum stíl, sem æskilegt væri. Allsstaðar þar sem slíkar stöðvar eru starf ræktar, er unnið þýðingarmikið starf í þágu heilbrigðismálanna, því þmr uppgötvæt mikið af sjúkdómum a byrjunarstigi, sem þessvegna er bægt að lækna að fullu, en geta orðið ósigrandi ef lengi dregst að finna þá. Þetta gildir ekki hvað sízt um hina svokölluðu illkynjuðu sjúkdóma, eins og kraibbameinið. um orðum. Enda mun hann hafa breytt því míkið. Eins og nafn erindisins bendir til, fjallaði það um samvinnu og sambræðslu Norðurlandaþjóð- anná í vandamálunum, og þá ekki sízt bókmenntunum til heilla, en samtök sem þessi ættu að hjálpa í þeim efnum. Hann sagði á skemmtilegan hátt frá þeim áhrifum, sem hann varð fyrir í æsku sinni, frá lestrar- efni því er hann átti völ á og þorsta sínum eftir ævintýrum um litlar verur í skóginum, sem hann dáðist að. Blómin í skógarbotn- inum urðu hvort fyrir sig að litlu ævintýri. Hann þurfti ekki hrollvekjandi Iestrarefni til þesá að svala þorsta sínum. Náttúru- lýsingar við hæfi barnanna, ofnar ævintýraljóma og göfugum eðli- legum atburðum, opna fyrir þeim víðar dyr veraldarinnar og þau komast á eðlilegan hátt í sam- ræmi við lífshrynjandann. Hann gerði sér Ijóst að bókaútgefand- inn, sem hann sjálfur, verður að vera þarna einn sterkur hlekk ur í keðjunni. Og vel á verði og gleyma heldur ekki þeim ófæddu, væntanlegu lesendum, frá kyn- slóð til kynslóðar. Hann kvaðst ekki alltaf fá þakklæti fyrir boð- skap sinn, og því minna eftir þvi sem hann flytti fleiri erindi. Ef til vill þætti hann þröngsýnn, en hann kvikaði ekki frá sannfær- ingu sinni. Var það ef til vill van- inn, sem gerði eyru áheyrenda sljó fyrir heilnæmum boðskap og góðum ráðum, svo að „públik- um“ greinir ekki þungamiðju efn isins, eða finnst það sér óvið- komandi? Á þessu þingi væru fulltrúar frá fimm Norðurlönd- unum. „Fimm svanir hafa hafiS sig til flugs, hver með sitt þjóð- areinkenni og sitt eigið sönglag, og þessir tónar eiga að verða sam hljórna." Þetta er aðeins undn erindi Groth. Hugrún Það er hæpið að á næstu árum finnist lyf, eða aðferðir, til að lækna krabbamein sem komið er á hátt stig, en finnist það á byrjunarstigum er æði oft hægt að ráða niðurlögum þess, með þeim læknisaðgerðum, sem nú eru tiltækilegar. Það væri því ómetanlegt ef unnt væri að koma upp fullkonianni rannsóknarstöð er hefði það, fyrst og fremst, að markmiði að leita uppi krabba- mein og aðra illkynjaða sjúk- dóma á byrjunarstigi. Það er sú leið, sem flestir telja að gæ-ti orðið til stóraukins árangurs í baráttunni gegn krabbameininu, I.eitarstöðin hefur staðfest nytsemi sína. Hér hefur örlítill vísir að slíkrl stöð verið starfandi undanfaria ár, — leitarstöð krabbameinsfé- ISganna. — Tilfellin sem þar hafa fundizt af krabbameini á byrjunarstigi, eru, eins og gcfur að skilja, ekki ýkja mörg, eu nógu mörg til þess að hún hefur staðfest nytsami sína og tilveru- rétt, þrátt fyrir ófullkominn starfsskilyrði. Alla þá se;n stöðin telur sér- staka ástæðu til að rannsaka nán- ar en hún hefur tæki eða að- stöðu til, sendjr hún með skýrslu til heimilislæknanna og felur þeim að ljúka rannsóknunum, eða sjá um að það verði gert, f sambandi við krabbameinsleit- ina finnst fjöldi gókynjaðra kviLla, sem flestir eru að visu smávæglagir, en sumir þó þess eðlis að geta orðið alvarlegir séu þeir vamæktir. Fólki, sem gengur með þá ar einnig vísað til heimilslæknanna, til að tryggja að það fái þá einnig bætta, en það gefur starfsemi stöðvarinnar emnig aukið gildi, Ekki er hægt að skýra ná« kvæmlega frá fjölda þeirra til- fella af krabbameini, sem leitar. stöðin hefur fundið eða haf» uppgötvast fyrir tilstuðlan henn- ar. Bæði er mikið verk að vinna til fullnustu úr gögnum stöðvar- innar og ganga frá fuUkominni, Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.