Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.1964, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. júní 1964 í JOSEPHINE ED( IR 31 FÍAl SYSTIR blóm, hanzkar, blævængir og ilmvötn. Og svo einstaka skart- gripir, en þá endursendi ég alltaf. Ég var alveg viljalaus og þráði að sjá Brendan aftur, og lét því Soffíu stjórna þessum Frivolity- ferli mínum. Eg var þekkt að því að vera siðsöm stúlka, enda hafði ég alltaf fylgd í leikhúsið og út því; það var Minna frænka, sem sofnaði alltaf í vagninum eða í búningsherberginu yfir bjórglasi, og þetta hlýtur að hafa reynt á hana, en aldrei leyfði hún mér að þiggja kvöld- verðarboð eftir sýningu. Ég varð að fara heim, nema því aðeins ■ að Soffía færi með mig eitthvað út, og þá voru alltaf Woodbourne lávarður og Hugh Travers í fylgd með okkur. Minn tími var á daginn, þegar Soffía fór með mig í hádegis- verðarboð eða skemmtisiglingu á ánni, á véðhlaup eða í teboð, yfirleitt á allar skemmtanir tízkufólksins. Ég ók með Soffíu í skemmtigarðinum, rétt eins og upprennandi aðalsstúlka með mömmu sinni, enda þótt ég hefði fleiri unga menn á eftir mér, en þær, hvenær sem vagninn stanzaði. í fyrstu vikunni minni i leik- húsinu, fékk ég bréf frá Mar- jorie, sem svar við mínu bréfi og hún bauð mér í te í Blooms- bury. Ég fékk leyfi hjá Soffíu og Jakes ók mér þangað. Þegar ég hringdi bjöllunni, heyrði ég trítlandi fótatak inni fyrir og Marjorie kallaði til mín að koma inn. Þarna var hún í tómu setustofunni, umkringd skjalaskápum og pappírshrúg- um og fánum, sem á var málað: „Kosningarrétt handa konum!“, og hún sat við eina af þessum nýtízku ritvélum, með gleraug- un hangandi á nefinu og rauða hárið rekið upp í hnút. Flóra frænka kom inn og heils aði mér vingjarnlega. — Blessað barnið, sagði hún. — Hún lítur út eins og rós og ilmar eins og rós. Við erum bún- ar að gleyma öllum snyrtileik hérna. Hún sagði þetta ekki eins og hún væri neitt andvíg snyrtileik anum, heldur gaf hún í skyn, að þær hefðu annað þarfara að gera en standa í slíku. Við höfum sett upp nverfismið stöð hérna, útskýrði Marjorie. — Seztu niður ef þú finnur nokk urn stólinn, og ég skal koma með tebolla. Ég færði bréfahrúgu og lím- dollu af stól og settist niður og brátt kom Marjorie inn með te- bakka og stóra köku. Mér varð hugsað til fínu máltíðanna og þessara þriggja kvenna, Minnu frænku, Smithers og þvottakon- unnar, sem þræluðu eins og þær gerðu, til þess að ég gæti verið nógu fín og litið út eins og rós. Ég leit á blekuga fingurna á Flóru og þreytulega, greindar- lega andlitið á henni, og í fyrsta sinn á ævinni fannst mér ég einskisnýtt sníkjudýr. Eg varð þess vör, að þær höfðu gert hlé á vinnu sinni af kurteisisástæðum einum saman, og að jafnskjótt sem ég væri horfin ú4 um dyrnar, tækju þær aftur til við þrældóm sinn. Meðan ég stóð þarna við, kom allskonar fólk, þar á meðal nokkrir karlmenn og sendlar, en flest voru þetta alvarlegar og ekki sérlega vel búnar konur, á öllum aldri og af öllum stéttum og gerðum. En um leið og við byrjuðum að smakka á teinu, sagði Flóra: — Hún Marjorie sýndi mér bréfið þitt, Rósa. Hvernig getum við hjálpað þér Ég leit á hana og roðnaði og sagði: Ég veit, að þú hneykslast. — Ekki býst ég við því, svar- aði Flóra vingjarnlega. — Hún Soffía systir mín . . . byrjaði ég. Flóra frænka lauk setningunni fyrir mig: . . . hefur þegið vernd Woodbourne lávarðar. Ég leit á hana hissa, en hún hló bara og sagði: — Ég las um það í blöðunum. Þú skalt ekki halda, að ég sé upp úr því vaxin að hafa gaman af hneykslissögum um fina fólkið. Marjorie sagði, hneyksluð: — Mér finnst þú ættir að fara frá henni tafarlaust. Hún stóð upp. — Þetta ástand er bæði ósiðlegt og óvirðulegt. En Flóra frænka sagði gólát- lega: — Seztu niður, væna mín. Þú ert ekki á leiksviðinu núna. Nei, þetta er ekki svona einfalt, eða finnst þér það, Rósa? — Nei, svaraði ég og mér hálf-svelgdist á, um leið og ég leit á Flóru. — Mér þykir mjög vænt um hana. Það getur vel verið, að hún breyti ekki rétt, en hvað sem því líður, þá hefur hún séð mér farborða síðan hún mamma okkar dó. —Og það var oft erfitt. Hún hefur verið mér bæði faðir og móðir — allt. Hú,n er enn mjög ung. Ég veit, að lfinaðarhættir hennar eru ein- mitt það, sem þú ert að berjast gegn, Marjorie,_ en hún hefur líka átt í stríði. Ég gæti ekki sært hana, né farið frá henni — ég er henni of skuldbundin til þess — en. . . . Ég þagnaði, en Flóra lauk mál inu fyrir mig. Hún var skilnings ríkasta kona, sem ég hafði nokkurntíma fyrir hitt. Og nú sagði hún, rólega eins og fyrr: — En þú vildir víst gjarna vita, að þú ættir þér eitthvert athvarf, ef í harðbakka slægi, og ein- hverja vini, ef þú þyrftir á að halda? Það var nú einmitt það, sem ég þráði, og augu mín fylltust tárum af eintómri þakklætistil- finningu. Og Marjorie svaraði strax: — Auðvitað geturðu kom ið og verið hjá okkur, hvenær sem þú vilt — ekki satt, Flóra frænka? — Víst getur hún það. Við höfum auðvitað ekki upp á að bjóða öll þægindin og fínheitin, en þú ert vön, Rósa, en þú ert velkomin hingað. Mundu það. Hvenær sem er og hvernig sem á stendur — ef þig langar að koma, þá komdu. — Þakka þér fyrir. Flóra frænka kyssti mig og sagði: — Þú verður að hafa mig afsakaða. Ég á að hafa fund 1 kvöld og er ekki alveg búin að semja ræðuna mína. Marjorie, það er engin þörf fyrir þig að þræla svona stanzlaust, hvers vegna farið þið ekki út í þessu ágæta veðri? — Komdu út að aka, Mar- jorie, sagði ég með ákafa. — Jakes er með vagninn hérna fyr ir utan. — Ég þagnaði um leið og ég leit á Flóru frænku, því að mér datt í hug, að hún kærði sig ekkfert um, að Marjorie færi að aka í vagninum hennar Soffíu. 101 BYLTINGIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Jafnvel Kamenev, sem hingað til hafði verið einhver eindregn asti fylgismaður Lenins, tók þátt í þessum almenna andróðri. Hinn 18. apríl birti hann í Pravda gagnrýni á Aprílsetning arnar, og þegar fyrirlestur Len- ins var gefinn út á prenti, dag- inn eftir, réðst hann enn að hon- um. Brátt barst það út um Petro grad, að bolsjevíkarnir hefðu af- neitað Lenin, og öllum í bráða- birgðastjórninni, og Ex-Com létti stórum. Lenin virðist hafa verið hinn rólegasti. í dálkum Pravda og innan innsta hrings bolsjevíka- flokksins, hélt hann áfram að hamast gegn gagnrýnendum sín- um, með sinni gömlu þrákelkni, og aðeins í eínkabréfum hans má sjá þess vott, að honum var hætt að standa á sama, þótt hann léti ekki á því bera. Hinn 25. apríl, þegar hann virtist vera að hverfa aftur í byltingarþvarg síðustu ellefu áranna, skrifaði hann bæði Ganetsky í Stokk- hólmi og Karpinsky í Genf, og það má merkja nokkra heimþrá til Svisslands — „þessa bölvaða Svisslands", eins og hann orðar það sjálfur. Hann kvartar um, að Rússland sé hræðilega ein- angrað — bréfaskoðunin stöðvi öll bréfaskipti. Hann skrifar: „Bréfaskoðunin hér er ofsaleg ofsókn borgaralýðsins hér gegn okkur .... borgarlýðurinn ræðst að okkur fyrir að hafa ferðazt yfir Þýzkaland .... það gengur hræðileg þjóðernisgor- geirs-hitasótt hjá sósíaldemókröt unum og sósíalbyltingarflokkn- um .... við verðum fyrir hrotta legum ofsóknum fyrir að vera andvígir einingu." Og svo biður hann um peninga. Þetta er rödd utangarðsmannsins, mannsins, sem hefur ekki átt annað erindi heim en að finna sitt eigið fólk leiðinlegt, önugt og smáborgara- legt. En eitt var samt Lenin til stuðn ings og það mikilsvret. Ástandið var þannig, að sérhverjum stjórn málamanni var ýtt fyrst til þess- arar hliðarinnar og síðan til hinn ar, en samtímis var Lenin einn með það til síns ágætis að fylgja vægðarlaust sínu striki og rök- semdarfærslu, og þannig stóð hann miklu nær hinum ómennt- aða og óábyrga múg Rússlands en nokkur annar maður. Loforð hans um auðskiptingu og frelsi til handa lítilmaganum hlaut að hafa geysileg áhrif, og múgur- inn var enn í skapi til að berj- ast gegn valdbeitingunni. Lenin var í niðurrifsskapi og vildi ræna síðustu ummerkjunum um keisaraveldið, og þetta fannst múgnum býsna miklu girnilegra en hitt að byggja aftur upp lög og reglu. Gagnvart þessari djarf mannlegu stefnu voru tilraunir Ex-Com og bráðabirgðastjórnar- innar til að hemla byltinguna og konia öllu í samt lag, heldur sviplitlar. En auk þess hjálpuðu andstæð ingar Lenins honum í hverju sporL Þeirra eina von var sam- einingin, en þess í stað framdi Ex-Com þráfaldlega skemmdar- verk á bráðabirgðastjórninni og hægrisósíalistarnir héldu áfram að berjast með sjálfsmorðlegri grimmd, sín í millL Ástandið var komið á suðu- mark 1 maíbyrjun, og skapari þeirrar suðu var Miljukov, sagn KALLI KUREKI ItJ PlOFeSSOK BOS&S aoQM ATM 80ARD/M6H0USe*" l Teiknari; FRED HARMAN YOU BETTEE P!?ACTICE • A RIFLE AT LONfr RAMð-E IS YOUEONLYCHAMCE' IFYOU BKACE THAT OU 0OY WITH A .45, HEU < YOUINTO DOLL RAS-Sf f í herbergi Boggs prófessors í gisti- t húsinu.... ^ — Sselir, prófessor. Þér eigið eng- an riffilinn, eða hvað? — Hvað er nú þetta? ^ — Þér getið notað hann þennan þegar þér leggið til atlögu við hann Gamla okkar. — Karl minn góður, ég gæti aldrei skotið einn eða neinn. — Þá megið þér sannarlega fara að æfa yður! Riffill á löngu færi er eiginlega eina tækifærið sem yður gefst. Ef þér ætlið að nota marg- hleypu með hlaupvíddinni 45 megið þér eiga von á því að Gamli hrein- lega búti yður í sundur. — Nei, ég snerti hana ekki. fræðingurinn lærði — eini mað- urinn, sem hefði átt að forðast allt slíkt. Hann notaði þessa hættustund til að spila of djarft. Sem utanríkisráðherra sendi hann út, 1. maí, orðsendingu til Bandamanna, þar sem sagði, að Rússar myndu berjast þar til yfir lyki, og standa við alla sína samninga gagnvart þeim. Með öðrum orðum áttu engar breyt- ingar að verða; leynisamning- arnir voru enn í góðu gildi og þetta var enn kapítalisk styrj- öld. Þetta var yfirlýsing, sem sósíalisku flokkarnir hefðu síð- ast óskað eftir, enda létu þeir fljótt til sín heyra. Ex-Com heimtaði skýringu, og aftur tók götumúgurinn til starfa. Hinn 5. maí kom finnska stórfylkið með alvæpni að Marinskyhöllinni, þar sem bráðabirgðastjórnin hafði nú setzt að, og hótaði hörku, nema því aðeins Milju- kov segði af sér. Brátt slógust í lið með því ein 25 þúsund manns, og nú hófust grimmdar- leg óp gegn ráðherrunum í ríkis- stjórninni. Næsta dag kom til skothríðar á strætum úti. Korni lov, herstjóranum, var bannað að beita valdi, og uppþotinu linnti ekki fyrr en menn heyrðu, að bráðabirgðastjórnin hefði boðizt til að þynna út innihald yfirlýs- ingarinnar, og ganga inn á stefnu friðar, án landvinninga eða skaðabóta. Kornilov sagði af sér í fússi og sneri aftur til embætt- is síns á vígstöðvunum. , Það var nú augljóst, að Cad- ettarnir höfðu ekki nægilegt fylgi í landinu, og að bráða- birgðastjórninni þyrfti að breyta í samband við sósíalistana, ef hún átti að hafa minnstu frama- von. Samningar um þetta gengu fljótt en ruglingslega alla aðra viku maímánaðar. En 12. mai lagði Gushkov, hermálaráðherr- ann, frá sér spilin. Hann var heilsutæpur, og gat ekki hugsað sér, að sósíalistarnir kæmust 1 stjórnina, og þessar fáu vikur, sem hann hafði reynt að hafa hemil á byltingarhernum höfðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.