Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. júní 1984 MORGU NBLAÐIÐ 15 Á SUNNUDAGSKVÖLD kom hingað til lands Dirk Stikker, framkvæmdastjóri Attanits- hafsbandalagsins. Hér er um að ræða kveðjuheimsókn Stikk ers, en hann mun nú láta af embætti sem framkvæmda- stjóri bandalagsins að læknis- ráði, en hann hefur átt við vanheilsu að stríða. — Dirk Stikker hefur sem kunnugt er verið framkvæmdastjóri banda lagsins sl. þrjú ár. — í gær- dag gekk Stikker á fund for- seta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktssonar, og dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, sem gegnir störfum utanríkisráð- herra í fjarveru Guðmundar í. Guðmundssonar. í gær sat Stikker hádegisverðarboð rik- * isstjórnarinnar í Ráðherrabú- staðnum, en síðan ræddi hann við íslenzka blaðamenn að Hótel Sögu, en að þeim fundi loknum hófst gestamóttaka ut- anríkisráðuneytisins á sama stað. Dirk Stikker heldur hcimleiðis í dag. Á blaðamannafundinum í gær hóf Stikker mál sitt á því að greina frá ástæðum fyrir því, að hann lætur nú af starfi. Kvað hann lækna hafa ráðlagt sér að hætta, enda væri vinnutími framkvæmda- stjóra NATO a.m.k. 14 klst. á degi hverjum, virkum sem helgum allan ársins hring. Hinsvegar kvaðst hann ekki vera farinn að heilsu, og ekki Dirk Stikker á blaðamannafundinum í gær. (Ljósm. Mbl Atlantshafsbandalagið al- drei öflugra en nú Atlantshafsbandalagið eflzt mjög. — í sambandi við það sagði hann: „Mér er kunnugt um að ýmsir segja, að um þessar mundir blási — segir Dirk Stikker 1 kveðjuheimsókn — Varnarmáttur bandalagsins heíur aukizt um 257® táknaði þetta, að hann hætti gjörsamlega að vinna. Þá ræddi Stikker starf sitt á undanförnum þremur ár- um. „Hlutverk Atlantshafs- bandalagsins er að vinna að friði, frelsi og réttlæti“, sagði hann. „Þetta kann að virðast einfalt verkefni, en samt er það svo, að það þarf gífurlega umfangsmikla stofnun til þess að annast það. Til þessa höf- um við milljónir manna undir vopnum, og það eitt er ekki nóg. Til þess að friður megi haldast, verðum við einnig að halda uppi nánu samstarfi á á þessum tíma sviði stjórnmála, þannig að vandamálum heimsins verði heilum í höfn komið“. Þá drap Stikker á það, að nauðsyn bæri tii að aðstoða vanþróuð ríki efnahagslega eftir mætti, þannig að starf- semi NATO mætti í rauninni teljast þríþætt: Hernaðarleg, stjórnmálaleg og efnahagsleg. Til þess að tryggja frið í framtíðinni væri Ijóst að hjálpa yrði þeim, sem skemmra væri á veg komnir, til betri lífskjara. Stikker kvaðst sannfærður um, að síðastliðin þrjú ár hefði ekki byrlega fyrir Atlantshafs bandalaginu. í samskiptum frjálsra ríkja koma jafnan fram skiptar skoðanir um ýmis málefni. En slíkt er grundvöllur lýðræðisins. Ég kveð Atlantshafsbandalagið með þeirri bjargföstu trú, að okkur hafi miðað vel áfram“. Þessu næst vék Stikker að aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og sagði: „Er samningurinn um Atlantshafs- bandalagið var undirritaður fyrir fslands hönd árið 1949, tók þáverandi utanríkisráð- herra, nú forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, það skýrt fram, að ísland væri e.t.v. eina land veraldar, sem aldrei hefði farið með ófriði á hend- ur öðru riki. Sú staðreynd, að ísland er óvopnað land, er enn ein sönnun þess, hve land ið er friðelskandi. Að þetta land skuli vera meðlimur í bandalagi okkar hefur ávallt verið mikils metið einmitt af þessari ástæðu, enda er mark- mið okkar friður, frelsi og réttlæti“. Þá lýsti Stikker ánægju sinni yfir því að hafa fengið tækifæri til þess að koma hér í kveðjuheimsókn og hitta fjölmarga vini. Stikker var að því spurður hvað hann teldi um framtíðar- þróun mála að því er varðar NATO. Hann sagði að er bandalagið var upphaflega stofnað, hafi því verið skap- aður svo rúmur rammi, að það gæti mætt flestum eða öll um breyttum aðstæðum án þess að hrófla þyrfti við hin- um upprunalega sáttmála frá 1949. Hinsvegar sagði hann eina breytingu æskilega, aukna samvinnu hernaðaryfir valda bandalagsins og borgara legra. Að sínum dómi skorti margt á að sú samvinna væri eins og æskilegt væri. Um framtiðina sagði hann að öðru leyti að svo_lengi sem Sameinuðu þjóðirnar gætu ekki tryggt frið um allan heim, væru stofnanir sem NATO heiminum nauðsynleg- ar. Hann kvaðst hafa trú á Sameinuðu þjóðunum og óska þeim alls hins bezta, en hins- vegar væri það ljóst að með núverandi ástandi, ofurmætti neitunarvaldsins o. fl. gætu þær ekki rækt fyrrnefnt hlut- verk. Þar til þær gætu það, væri NATO ómissandi og öll- um heimi til góðs. Hann kvaðst þess fullviss, að ekkert land, sem nú er í NATO, mundu æskja þess, að ganga úr banda laginu. Stikker var að því spurður, hvort sú staðreynd að grunnt væri á því góða með tveimur NATO-þjóðum, Grikklandi og Tyrklandi vegna Kýpurmáls- ins, hlyti ekki að teljast, a.m.k. ef versnaði, alvarlegur álits- hnekkir fyrir bandalagið. „Að sjálfsögðu yrði það mjög alvarlegur álitshnekkir fyrir bandalagið ef erfiðleik- arnir á Kýpur yrðu til þess að upp úr syði og til ófriðar drægi með þeim tveimur þjóð- um, sem hlut eiga að máli. Ég hefi sjálfur farið oftar en einu sinni til Grikklands og Tyrk- lands til þess að reyna að miðla málum. Ég neita því ekki, að ástahdið á Kýpu er alvarlegt, en Atlantshafsbanda lagið hefur eftir mætti stutt aðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Þá höfum við verið í stöðugu sambandi við stjórnir Grikk- lands og Tyrklands“. „Mín skoðun er sú“, hélt Stikker áfram, „að nú örli á upphafi skilnings með þessum tveimur löndum, að ófriður vegna Kýpur sé óhugsandi. Þegar svo er komið, eru allar líkur á því ,að fá megi aðil- ana til að setjast við samn- ingaborðið. Nú er Inönu, for- sætisráðherra Tyrkja, kominn til Bandaríkjanna til við- ræðna við Johnson, forseta, og Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, er væntanlegur þang að. Ég hefi þá trú að þessar viðræður geti orðið vísir að betri skilningi með þessum tveimur aðilum. Ófriður á Kýpur gæti leitt til styrjaldar milli Tyrklands og Grikk- lands, sem að sjálfsögðu væri alvarlegt mál. Það er ekki auðvelt að leysa þennan vanda. En hinsvegar hafa vandamál skotið upp kollin- um í heiminum fyrr“. Loks var Stikker spurður um sambúðina við Frakka og hvort hann teldi að hún mundi breytast ef svo færi að de Gaulle félli frá. Hann sagði að eins og hann hefði tekið fram, væri bandalagið stofnað af frjálsum ríkjum og rekið á lýðræðisgrundvelli. „Við viðurkennum þess vegna rétt íslendinga til þess að vera óvopnaðir, rétt Dana og Norðmanna til þess að vilja ekki hafa kjarnorkuvopn, og ef einhver lönd vilja hafa kjarnorkuvopn, eins og t.d. Frakkland, látum við þau ríki ákveða slíkt sjálf. En hinu er ekki að neita, að málin væru auðveldari viðfangs, og við værum sterkari ef við kæmum okkur saman um ákveðin grundvallaratriði. Hinsvegar kom það fram á síðasta ráð- herrafundi í Haag, að Frakk- ar æskja engra breytinga á sáttmálanum". „Herstyrkur NATO hefur aukizt um 25% á sl. þremur árum, og hefði aukizt meira ef Frakkland hefði fylgt sömu reglum og aðrir“. „Ég efast ekki um að de Gaulle er mjög valdamikill og sterkur maður og hann hefur mikil áhrif á stjórnmálastefnu Frakka, og ef hann léti af embætti — sem ég vona að ekki verði — gæti slíkt valdið miklum stjórnmálabreyting- um í Frakklandi. En þó er ó- mögulegt að sjá það fyrir ná- kvæmlega hvaða breytingar myndu verða, félli de Gaulle frá“. Að blaðamannafundinum loknum hafði utanríkisráðu- neytið móttöku að Hótel Sögu og var þar margt manna. Dirk Stikker áætlaði að halda héðan í dag. Kjarvalsbók Thors 5 nýjar málverkabækur væntanlegar TÍUNDA málverkabók Helga- fellsútgáfunnar, Kjarval, eftir Thor Vilhjálmsson, rithöfund, er að koma í bókabúðir, en tölusett eintök af henni voru látin á bóka 6ýningu listahátíðarinnar. Er rit Thors um Kjarval sjálfstæð bók, eem samsvarar 15 arka bók í venjulegu broti og að auki eru i bókinni 7'5 svarthvítarmyndir og 26 litmyndasíður, allt myndir tem ekki hafa verið prentaðar þannig áður. Útgefandinn, Ragn- ar Jónsson, og höfundurinn, Thor Vilhjálmsson, sýndu fréttamönn- um þessa nýju bók og skýrðu efni hennar. Bókin er nokkurs konar ævi- •ögubrot er Thor hefur skrifað undanfarin tvö ár, þar sem lista manninum er fylgt í áföngum frá því hann fór smáhnokki úr beimasveit sinni, Lancbbroti, að alast upp hjá frændfólki á Aust urlandi og til síðustu ára, er hann •itur sem kóngur í riki sinu við Sigtún. Er myndaval í bókinni líka þannig sett saman að það myndar brot af lifssögu lista- mannsins frá fyrstu árum til þessa tíma. Thor sagði, að hugmyndina að þessari bók hefði Ragnar átt. — Sjálfur hefði hann umgengist Kjarval mikið, verið með honum fyrir austan og notið leiðsagnar hans úti í náttúrunni, en engar formlegar umræður hefðu farið þeirra á milli vegna bókarinnar. Bókin væri því árangur af kynn um hans af Kjarval og list hans, en ekki viðtalsbók eða ævisaga, þótt ýmislegt í henni eigi heima í ævisögu. 14 komnar — fteiri væntanlegar. Þetta er 10. málverkabókin, sem Helgafell gefur út, eí með- tatdar eru bókin Norræn málara list og hi.n nýja hók Björns Th. Björnssonar, íslenzk myndlist. komin út Thor Vilhjálmsson. Eou 5 nýjar bækur væntanlegar, um Scheving, Þorvald Skúlason, Kristinu Jónsdóttur, Sigurjón Ólafsson og Þórarin B. Þorláks- son. Bókin um Sigurjón er langt komin, og skrifar Selma Jóns- dióttir, listfræðingur, formálann að henni. Hjörleifur Sigurðsson, listmálari skrifar formála að bók Þorvaldar Skúlasonar og Hörður Ágústsson, listmálari að bókinni um Scheving. Sláttur haf- inn á Héraði Fréttir að austan EGILSSTÖÐUM, 22. júní: — Sláttur er nú að byrja hjá bænd um víðast hvar á Héraði. Sprettu hefur farið mjög fram síðustu dagana. Um helgina hélt Karlakór Fljótdalshéraðs kaffikvöld hér á Egilsstöðum. Auk kórsins sungu þar Kirkjukór Egilsstaða- og Kirkjukór Eiðasóknar. Haldinn var í gær fyrsti stofn fundur veiðifétags fyrir vatna- svæði Jökulsár og Lagarfljóts. Mjög mikil atvinna er nú hér fyric austan. — St. Rispaði kvið sinn til blóðs ÚTLENDUR maður, sem er vi® vinnu hér á landi, mun hafa reynt að fyrirfara sér s.l. laug- ardag skammt frá Ófafsvík, þar sem unnustan hans vildi ekkert við hann tala. Fór maðurinn upp í fjali nokk urt og rispaði sig talsvert tiil blóðs á kviði með doiki, en ekki urðu veruleg sár af Mun maðurinn hafa hætt við að taika lil sitt, hélt mður í þorpið, keypti sér vodkaflösku og draikk úr henni. Lögreglunni þótti rétt að baka manoinn í sína vörzlu, en þá brá hann við, braut ffiöskuna og hugðist verja sig með brot- unum, en var fljótlega afvopn- aður. Maðurinn var svo sendur suð ur, þar sem rannsóknarlögregil- an fékk mál hans til meðferðar. Var honum sleppt eftir yfir- heyrslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.