Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 21
' Þriðjudagur 30. júni 1964 MORCUNBLAÐIÐ 21 Erlendu fulltrúarnir á þingi Far fugla: Leif Erdal frá Noregi, Robert Olsen frá Danmörku, Halvar Sehlin frá Svíþjóð, Erki Sorokuru frá Finnlandi og Asger Nordvig frá Danmörku. Þétt net Farfuglaheimila um Norðurlönd Frd fundi norrænna Farfugla d íslandi SÍÐASTLIÐNA viku var á Is- landi þing norrænna Farfugla- félaga, en forráðamenn félaganna hafa með sér fund einu sinni á éri. Þessi fundarhöld voru að því leyti frábrugðin öðrum norræn- um mótum, að fundir voru haldn ir á kvöldin, hvar sem fundar- menn voru staddir á ferðalögum sinum um Kjöl og víðar, t.d. í Hvítárnesi, á Laugarvatni og í Reykjavík. Frá Danmörku voru mættir tveir fultlrúar, Robert Olsen, fram.kvæmdastjóri alþjóða félagsskapar Farfugla og Asger Nordvig. Frá Svíiþjóð kom Hal- var Sehlin, frá Finnlandi Erki Sorokuru og frá Noregi Leif C.B. Erdal. Þeir bjuggu í hinu nýja heimili Farfugla á Laufásvegi 41, og þar hittu blaðamenn þá að máli. Farfugiaheimili, þar sem ferða fólk getur fengið gistingu og að- stöðu til eldunar, eru nú orðið dreifð um allan heim. Á vegum alþjóðafélagsskaparins eru 4000 heimili í öllum heimsálfum, þar sem gistingar eru 16—17 millj. á ári. Á Norðurlöndum er þetta gömul starfsemi, nema á íslandi, og er þar yfirleitt hægt að ferð- ast milli heimila á einum degi, miðað við að ferðazt sé á reið- hjóli. Gistikostnaður er nokkuð svipaður, aðeins hæstur hér, sem er 30 kr. á nóttu. Á Norðurlönd- unum sér fast starfslið um þessa starfsemi farfuglaheimilanna, en hér á íslandi byggist hún ein- göngu upp af sjálfboðavinnu. En íslenzki félagsskapurinn keypti í vor hús við Laufiásveg, þar sem unnið hefur verið að því að gera húsnæðið hentugt,. koma fyrir rúmum með dýnum og hreinlætis aðstöðu, og er hægt að koma þar fyrir allt upp í 50 manns, sem er nauðsynlegt vegna þess hve mikil aðsókn er, þegar skip eru að koma og þeir ófarnir sem með þeim fara. Milli gistiheimila á hjóli. Fulltrúarnir gáfu fréttamönn- um ofurlitlar upplýsingar um starfsemina hver í sínu landi. Finnsku Farfuglarnir eru sam- band ýmissa klúbba, svo sem íþróttaklúbba, æskulýðsfélag'a og siglingaklúbba annars vegar og 4000 einstakra meðlima hins veg ar. Þeir eiga 120 Farfuglaheim- ili, en reka aðeins 10 þeirra allt árið. Mörg eru sett upp í skólum á sumrin, svo og á bóndabæjum, en þar er oft ekki rúm fyrir fleiri en 30. Heimilin eru þéttust í Lapplandi, þar sem erlendir ferðamenn sækja mest. Á finnsku farfuglaheimilunum gistu 130 þús. á s.l. ári, og voru um 30% þeirra útlendingar. — Ferðamannastraumur vex ört í Finnlandi, og eru menn mjög farnir að átta sig á tekjum, sem af þeim eru, og hvetja til þeirra. í Danmörku eru um 100 Far- fug'laheimili með 2000 gistirúm- um víðs vegar um landið. Á s.l. ári voru leigðar 500 þús. gisting- ar þar. Eitt þessara Farfugla- heimila er í Kaupmannahöfn, og er það alltaf fullt, seldi 66 þús. gistingar á s.l. ári. Menntamála- ráðuneytið danska hefur mikinn áhuga á starfsemi Farfuglanna, sem hafa ríkisstyrk, því gert er ráð fyrir að skólabörn fari a.m. k. einu sinni í ferðalag á skóla- tímanum og eru þá oft notuð Farfuglaheimili. Ferðamenn sækja mest á ströndina og til Kaupmannahafnar. í Svilþjóð eru 240 Farfugla- heimili og er starfsemin þar í líku fiormi og hér hjá Ferðafé- lagi íslands. I félagsskapnum eru 213 þús. félagsmenn, og félagið gefur út árbók líka árbókum Ferðafélags íslands. Á félagsskap urinn fjallakofa og heimili af mörgum gerðum, en Farfugla- heimilið í Stokkhólmi er á þrí- mastra skipi, sem rúmar 130 gesti. Ríkið styður starfsemina með byggingu nýrra heimila, einkum í Norður-Svíþjóð, þar sem lítið er um atvinnu og verð- ur vinnan við heimilin nokkurs konar atvinnubótavinna. Erelnd- ir ferðamenn koma mikið til Stokkhólms og skoða Vasaskipið, og sækja einnig til Norður-Sví- þjóðar. En Svíar hafa nú orðið samvinnu við Finna og Norð- menn um ferðamál þar norður „á toppi Evrópu“. í Noregi telur félagsskapur Far fugla 23 þús. meðlimi og er 130 Hér gefur aff lita tvo sprettl á Fjórffungsmótinu aff Húnaveri. T.v. skeiffsprettur og sézt þar á miffri mynd Sigurffur Ólafsson á Hrolli sínum en ts. hægri sézt Þr östur Ólafs Þórarinssonar sigra i 800 m. hlaupinu. — Ljósm. Bjö rn Bergmann. Stórrigning spillti fjóröungs- mótinu í Svartárdal Þangað sótti fjöldi fóllcs með um 150 kappreiða- og sýningarhross FJÓRÐUNGSMÓT Landssam- bands hestamannafélaga var hald iff dagana 27. og 28. júní aff Húnaveri í Svartárdal. Mestan hluía mótsins var úr hellisrigning og tafði það alla framkvæmd mótsins. Stóð rign- ingin frá því fólk tók að koma til mótsstaðar á föstudag og fram yfir hódegi á sunnudag og vaæ því ebki hægt að hefja mótsstörf fyrr en kl. 10 á sunnudagsmorgni, en |þá hófust undamásir, sem fara áttu fram á laugardag. ALIs voru sýnd 104 kynbóta- hross og góðhestar, sem dóma hlutu, og 43 hross tóku þátt í kappreiðum. Geyislegur fjöldi íólks sótti mótið og að sjálfsögðu var komið með mikinn fjölda hrossa sem ekki voru sýnd í dómhring og eitthvað gekk af hrossum kaupum og sölum eins og tíðkast á mótum sem þessum. Geysimikil tjaldborg var við Húnaver, en margt af þeim sem í tjöldum dvöldusit mun hafa átt slæma æfi, því vatn flæddi undir tjöldin o.g ár ultu fram sem í leysingum á vordaginn. Fjöldi fólksins verður ekki ná- kvæm.lega talinn er fullyrt er að hann hati skipt þúsundum. Úrslit á sýningum: Stóðhestar með afkvæmum: 1. verðlaun B. Stjarni frá Hafsteins stöðum í Skagafirði, eigandi Pét- ur Pálmason o.fl. og Stormur frá Eirí'ksstöðum, eigandi Hrossa- ræktarsambands Norðurlands. Stóffhestar án afkvæma 6. v. og eldri, tamdir: 1. Fjölnir frá Akureyri, eig. Hrossaræktarsamband Nl. Stóffhestar 5. v., tamdir: 1. Óðinn frá Krossanesi. Eig- andi hestamannafélag Stígandi. Stóffhestar 4. v., tamdir. 1. Þokki frá Hæringsistöðlim í Svarfaðardal, eigandi Árni Jóns- son, Hræringsstöðum. Eftirtaldar hryssur iilutu heiffurs verðlaun: 1. -Bára, Akureyri, eig. Una Sörensdottir, Ak. 2. Fluga, Sauðárkróki, eigandi Sveinn Guðmundsson Sauðár- króki. 3. Hrafnkatla, Hörgárdal, eig- anidi Aðalsteinn Guðmundsson, Flögu Hörgárdal. Góffhestar alhliða: 1. Draumur, eigandi Magni Kjartansson, Ásgarði, Eyjafirði. 2. Vinur, eigandi Guðm. Sig- fússon, Eiríksstöðum. 3. Gáski, eigandi Herdís Pét- ursdóttir, ÁlftagerðL Klárhestar méff tölti: 1. Fölskvi, eigandi Sigurður O. Björnsson, Akureyri. 2. Léttir, eigandi Júlíus Frí- mannsison, Geithömrum. Kappreiðar hófust á sunnudags morgun kl. 10. Fyrst voru tveir riðlar í skeiði. I hinum fyrri voru Fengur frá Akureyri, Hrollur frá Reykjavík og Sörli frá Kag- aðarhóli. Aðeins Fengur lá sprett inn og fór á 27,7 sek. í seinni riðl inum mætti aðeins einn hestur, Blakkur frá Laugarvatni og lá hann og hljóp á 27,4 sek. Úrslit fóru fram á sunnudagskvöld og voru hestarnir þá allir dæmdir hafa hlaupið upp. Samkvæmt því er sigurvegarinn Blakkur Bjarna Bjarnasonar frá Laugar- vatni, en tími það lélegur að enginn fær verðlaun. í 250 m,. foiahlaupi sigraði Gola, eigandi Pétur Steinssoin, Krossastöðum, Eyjafirði. í 300 m. hlaupi sigraði Grá- mann úr Reykjavik á sjónarmun Reyk frá Hólmi. ________________________________í farfuglaheimilum með 750 rúm- um dreift um allt landið, allt norður til Finnmerkur, Var tekið á móti 450 þús. gestum á s.l. árþ en í Noregi er tala útlendra ferða rrianna mjög há eða 55%, sem er eðlilegt, þar sem útlendingar koma einnig á vetrum. Erlendir ferðamenn sækjast mjög eftir að ferðast um norsku firðina, sjá jöklana og miðnætursólina. Miða norsku Farfuglarnir að því að koma upp tvenns konar heimil- um, byggja ný stór heimili fyrir 200 manns, eða nöta skóla og bændabýli á sumrin. Öll starf- semin er ríkisstyrkt. Þetta síðasta telja Norðurlanda fulltrúarnir að muni henta vel á íslandi, að breytt sé skólum og stórum bóndabæjum í farfugla- heimili á sumrin. Það þurfti svo lítið til, en það litla þurfti ríkið að hjálpa til með. Heimsóknir úngs fólks, eins og þess sem gist ir farfuglaheimilin sé mjög mik- ins virði. Þetta séu yfirleitt ung- ir menntamenn, sem margir eigi etfir að verða áhrifamenn í lönd um sínum og slík heimsókn á námsárunum skapi landi því sem sótt er heim „goodwill“ og ævar andi skilning og vináttu gestsins. En ástæðuna fyrir því, að ekki koma fleiri hingað til íslands, telja þeir vera þá, að upplýsinga bækur gefa aðeins upp gistiheim ili í Reykjavík. Hvað kostnaði af ferðalagi til íslands viðvíkur, þá fari slík ferðalög sívaxandi í heiminum, ungt fólk hafi meiri peninga en áður og með „leigu- flugvélum“ lækki fargjaldið. Hóp flug sé tekið æ meira í notkun á Norðurlöndum og víðar, til að lækka verð. Að lokum tóku fulltrúarnir fram að öll móttaka og skipulag þingsins hefði verið sérlega vel undirbúið og undruðust þá vinnu, sem Farfuglarnir íslenzktt láta í té af áhuga einum. ís- lenzku fultrúarnir á fundinum voru Ragnar Guðmundsson for- maður Farfuglafélagsins ís- lenzka, Þorsteinn Magnússon, Haraldur Þórðarson og Helga Þórarinsdóttir. 800 m. hlaupið var mjög skemmtilegt og komu úrslitin í hinum einstöku riðlum mjög á óvart, þar sem óþekkt hrosa sigruðu í riðlunum hvert af öðru. Einkum vakti það athygli að hinir þekktu hlaupagarpar Gul- ur frá Laugarvatni og Tilberi frá Svignaskarði skyldu uppgefa hvor annan og Nótt frá Laugar- vatni sigra. Endanleg úrslit urðu þau að Þröstur Ólafs Þórarins- sonar frá Hóimi sigraði á 68.00 sek. Næstur var Garpur frá Barkastöðum í A-Hún og þriðji varð Logi Sigurðar Sigurðssonar úr Reykjavík. Um kappreiðamar er það f heild að segja að völlurinn var mjög þungur sakir bleytu, verst var hve skeiðvöllurinn var sleipur er undanrásir fóru fram í skeiði. í heild verður ekki annað sagt en mót þetta var all þungt í vöf- um, þar sem fresta varð öllum dagskráratriðum laugardagsins og er veðrinu þar mestu um að kenná. Úrslit i einstókum hlaupum eru þessi. 250 m. stökk: 1. Gola, eigandi Pétur Stein- dórsson, Krossastöðum Eyjafirði. 20:00 sek. 2. Faxi, eig. Guðm. Siigfússon, Eiríksstöðum 20,1 sek. 3. Snekkja, eig. Jóhann Frið- geirsson, Tungufelli Svarfaðar- dal 20,5 sek. 300 m, stökk. 1. Grámann, eigandi Sigurður Sigurðsson, Reykjavík, 23,2 sek. 2. Reykjur, eigandi Ólafur Þórarinsson Hólmi, 23,2 sek. 3. Faxi, eigandi Magnú« Magnússon V-Hún, 23,9 sek. 800 m. stökk: 1 .Þröstur, eig. Ólafur Þórar- insson Hólm„ 68.00 sek. 2. Garpur, 'eigandi Þorkell Sig urðsson Barkast. 68,2 sek. 3. Logi, eigandi Valdemar Valdemarsson Ak, 68,5 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.