Alþýðublaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 .Vísir* og .Morgnnblað'ð* verndarvættir sfeattsvikaracna. Bæði íhaldsblöðin, „Vísir" og „Morgunblaðið", bera á mig ó- heiðarleik í starfi mínu í niður- jöfnunarnefnd. Þessar ásakanir íhaldsblaðanna í minn garð eru helber rógur, sem ég hirði ekki að svara nú. Orsðkin til rógsins er sú, að blöð þessi treystast ekki til að rök- ræða pessi mál og grípa því í neyð sinni til sinna vel þektu ' bardagaaðferða, sem það sjálf- sagt álítur „kristilegar". Bæði þessi íhaldsblöð hafa svo mlkið af auglýsingum, að þau 6tu stórgróðafyrirtæki. Á þau á ritanlega að leggja útsvör sem bver önnur gróðafyrirtæki, Ihald- ið hefír aldrei viljað leggja út- svör á J>au. Þessi blöð eru pann- ig búin að græða tugi púsunda á |)ví, að íhaldið hefir ráðið mál- efnum bæjarins. Blöð pessi ætluðu að ærast í fyrra, er tekið var að venja menn hér af þeirri ónákvæmni um framtöl eigna og tekna til skatts, sem tíðkast háfði. Pau vita vel, að i fyrra fundust 13 milljónir í eignum og að enn eru ófundnar um 30 milljónir. Hverjum skyldi sú vægð, sem þoldi ástandið í þessum efnum fyrir skattstjóra- skiftin, hafa komið til góða? Vill „Morgunblaðið" máske fara nánar inn á að ræða, og þá með tilgreiningu einstakra nafna, hverjir þaö voru, sem höfðu gleymt að telja fram eignir og tekjur undanfarið? Það væri í samræmi við aðferðir „Morgun- blaðsins", að ég færi að telja þá helztu stuðningsmenn íhalds- flokksins upp með nöfnum, sem hafa talið ónákvæmt fram. Elt- ingaleik við nöfn einstakra manna í þessu sambandi hefi ég talið mjög lítils vert atriði, en .öllu máli þótt skifta, að réttum grundvallarreglum væri fylgt og lögum væri hlýtt. Ef „Morgun- blaðið'* Mns vegar þvingar um- ræður inn á þá braut má það sjálfu sér um' kenna. Það, sem er aðalatriðið í deil- unum milli jafnaðarmanna og í- haldsmanna um útsvarsmálin, er það, að útsvarslögunum sé hlýtt Og a. m. k. helmingur útsvara sé lagður á skuldlausar eignir, er nema meiru en 5 þúsundum króna. Með því móti borga þeir utsvörin, sem geta borgað þau og þá má lækka syo útsvör á öllum eignalitlum lágtekjumönnum, að þau verði ekki. lengur tilfinnan- leg. Hverjir hafa hag af því, að í- haldsaðferðinni sé beitt? Fimtiu milljónirnar, sem fram' eru tald- ar sem skuldlaus eign um fram 5 þús. kr., éru eigrt 1262 gjald- enda í Reykjavík. Par af eru 11 millj- eign 940 manna, sem eiga frá 5—30 þús, krónur hver. Bn 33 milljónir eiga 322 menn og a} peim eiga einir 72 menn 22 millj- ónirwr. 6 milljónir eru eign fé- laga. Pað myndi valda lítilli breyt- ingu á útsvörum þeirra 940, þótt lagt væri á eignir þeirra, því útsvarið á tekjum þeirra myndi lækka svo, að oft myndi jafnast, Þjónusta íhaldsins í útsvars- málunum er pá fyrst og fremst oid pá 322 menn, sem eiga 33 milljónirnar, og pó einkum vid 72 mennina, sem eiga 22 milljón- irnar. Það er líka öllum heilskygnum mðnnum vitanlegt.'að öll pólitísk {barátta íhaldsins í Reykjavík snýst um dð vernda hagsmuni 300—400 sióregnamanna meí réttu eða röngu móti . Það er því ekki von til þesis, að íhaldsblöðin treystist út í rökræður um bæjarmál. Eina ráð þeirra verður það að níða alla þá, sem taka svari almennings og berjast fyrir hagsmunum hans. I Reykjavík eru nær 9000 gjald- endur. Meira en 8000 af þeim tapa beinlínis og óbeinlínis á því að hafa íhaldið við völd í bæn- um. Mundu ekki augu meiri hluta bæjarbúa vera að opnast fyrir þessari staðreynd nú um þessar kosmngar? Sigurður Jónasson. Framhaldsmectun ungra Reyfevíbinga. Eitt af því, sem Reykjavik skort- ir mjög tilfinnanlegá, er stór og fullkominn gagnfræða- og al- þýðu-skóli. . Barnafræðslan dugir mönnuro ekki til undirbúnings undir lífs- starfið. Það er sama hvaða starf er. Sumum finst nú fræðsla barna hér í bænum vera léleg; en þótt hún væri eins góð og föng væru á, myndi samt vanta framhalds- fræðslu. Lífið er, orðið flókið og fjðlbreytt. Hver, sem vill „verða að manni“, þarf að vita talsvert Vér lifum á 20. öld, en ekki á 17. öld. Tímarnir breytast, og kröfumar til mannanna breytast Hlutverk slíks gagnfræða- og alþýðu-skóla er að taka við ung- lingunum þegar þeir hafa lokið fullnaðarprófi í þeim fræðum, sem krafist er að börn læri fyrir 14 ára aldur. Hann á að veita þeim framhaldsfræðslu í 2—3 ár eftir því, sem ástæður og áhugj leyfa, á aldrinum 14—17 ára. Sumir gengju þaðan inn í æðrj skóla eða sérskóla. Aðrir létu sér þetta nám nægja og snéru sér að vætitanlegu lífsstarfi eða at- vinnu. Hér verða á hverju árí hátt á fjórða hundrað böm 14 ára Ekki væri um of, þótt helmingur ’þeirra fengi slika framhalds- mentun. Má af því marka hversu stór skólinn myndi verða. Mjög bráðlega myndi hann hafa 250 —300 nemendur. En það er líka mjög hæfileg stærð. Vafasamt, hvort skóli fyxir unglinga á þessu reki græðir á meiri nemenda- fjölda, en aftur gott að þeir séu þetta margir til þess, að hægt sé , að flokka nemendur hæfilega eft- ir þroska og kunnáttu. Svo brýn er þörf Reykvíkinga um 'þetta, að ætla mætti, að allir sæu hana og væru sammála og samtaka að bæta úr. Svo er þó yarla, og sýna þar verkin merk- Ín, íhaldsflokkurinn, sem ræður bæjarstjórninni enn þá og fór með stjórn landsins fram til árs- ins 1927, virðist ekki telja nauð- syn að leysa þessi vandkvæði Einn maður úr þeirra flokki kom þó með góðar tillðgur. Það var samskólahugmynd Jóns Ófeigs- sonar mentaskólakennara. En það sýndi bezt áhuga þáverandi kenslumálaráðherra, að hann lét málið sofna á alþingi 1927 þrátt fyrir flokksmeirihluta og örugt fylgi Alþýðuflokksins líka -að því iháli. Eðlilegast virðist að leysa þetta mál með samvinnu ríkis og bæj- ar. 1 Reyk-javik býr nú fullur fjórði hluti landsmanna. Það er þjóðarnauðsyn að sjá um, að ekki falli mikill hluti þeirra nið- ur í úrkynjun og ómenningu vegna skorts á hollum uppeld- isáhrifum. Og sómi Reykjavíkur sem höfuðstaðar landsins liggur beinlínis við, að þar sé ekkj miklu ver mannað en annars staðar á landinu. Þetta virðist hafa vakað fyrir þinginu 1928, er það samþykti lög um bráðabirgða-ungmenna- fræðslu í Rvik. Þau munu hafa verið ætluð að eins til bráða- bírgða, 1—2 ára, og sett til þess að edtthvað væri hægt að bæta úr brýnustu þörfinni, meðan sam- skólamálið var undirbúið til fullnaðarlausnar. Vegna þessarar lagasetningar nutu um 70 " ung- menni ;hér í bænum framhalds- fræðslu síðastliðinn vetur, og nú í vetur nokkuð yfir 100. Vitanlega er mikið gagn að þessu. Þó er sýnilegt, eins og vita mátti, að betur má, ef duga skal. Það, sem allra mest liggur á, er hús handa skólanum. Á síð- asta alþingi var flutt frumvarp, sem gerði ráð fyrir samstarfi rík- is og bæjar um skólann. Þar var gert ráð fyrir, að ríkið legði fram nokkurn hluta bæði stofn- kostnaðar og reksturskostnaðar, en bærinn nokkurn hluta. Frv. þetta var samþ. í efri, deild sva' að segja andstöðulaust, en neðTi deild hafði ekki tíma til að •ljúka við það, og varð það óút- rætt. Nú hefði mátt ætla, að bæjar- stjórnin hefði verið fús að rétta hendina fram til samvinnu, þegar þingið hefir þó sýnt þetta góðan skilning á málinu. í Jþví trausti báru fulltrúar jafnaðarmanna fram tillögu þess efnis, að bærinn væri fús til að leggja fram dá- litla upphæð til skólabyggingar á þessu ári, er síðar yrði hlutí væntanlegs samskóla. Upphæðin var miðuð við frumvarp það, sem, fyrir þinginu lá í fyrra, en þar var gert ráð fyrir, að féð yrði lagt fram á 3 árum. En hvaö skeðuT? Meiri hluti bæjarstjórn- arinnar, íhaldsmennirnir, feldu þessa tillögu. Ég veit ekki, hvort á að skilja þessa atkvæðagreiðslu svo, að Þ halds-meirihlutinn í bæjarstjórn- inni neiti samvinnu við ríkið og þeirri fjárhagslégu aðstoð, sem fram er boðin, til þess að leysa þetta nauðsynjamál bæjarbúa. En óneitanlega gefur hún illan grun< Allir hinir kaupstaðirnir á land- inu, og mörg sveitahéruð líka, taka á sig stórar byrðar til 'þess að reisa framhaldsskóla og sjá ungmennum sinum fyrir mentun. Ekki er það getuleysi, heldur skortur. á góðum vilja þeirrh, sem ráða, sem veldur því, ef Reykjavík á að verða eftirbátun annara í þessu efni. Og ég teldi mjög illa farið, ef svo yrðL Ég hefi viljað hreyfa þessu núí fyrir kosningarnar, og bið þvi Al-* þýðublaðið að birta þessar línur, en alla góða menn að athugœ það, sem hér er sagt. Og að endingu: Eí það samboðið sóma höfuð- borgarinnar að hlúa ver- að ung- mennum sínum en smákaupstaðhr úti um land gera? Gamall kennarí. Þingfundur hófst í gær kl. 1' e. h. í sameinuðu þingi. Björn- Kristjánsson er aldursforsetí. þingsins. Setti hann fundinn„ mintist látinna þingmanna: Þor- leifs Jónssonar póstmeistara, Ei- ríks Briems prófessors og Boga Th. Melsted sagnfræðings, og stjórnaði forsetakosningu. Fór hún þannig: Við fyrstu atkvæða- greiðslu kusu jafnaðarmenn, 5 at- kvæði, Jón Baldvinsson, „Fram- sóknar“-menn, 19, kusu Ásgeir Ásgeirsson og íhaldsmenn, 16( kusu Jón Þorláksson,. Var þvi enginn löglega kosinn. Við endur- tekna kosningu skiluðu jafnaðar- menn og 1 íhaldsmaður auðurn seðlum, Jón Þorláksson fékk þá. 15 atkvæði, en Ásgeir 19, og- hlaut hann 'því forsetasætið, Varaforseti var kosinn Þorleifur Jónsson. — Ihaldsmenn kusu nú’ Sigurð Eggerz. — Skrifarar voru kosnir Ingólfur Bjarnarson og Jób Auðunn. Þá voru kosnir í kjör- bréfanefnd: Héðinn Valdimarssoc, Sveinn í Firði, Gunnar Sigurðs- son, Magnús Guðmundsson og Sigurður Eggerz. Síðan var fundi sameinaðs þings slitið og deildarfundir sett- ir. Benedikt Sveinsson var kos- inn forseti neðri deildar, varafor- setar Jörundur og Bernhard Ste--

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.