Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. des. 1964 — Ármann Snævarr Framhald af bls. 15. er leitazt við nú á tímum að vinnia eftir heilldstæðum, skipu- laigsbundnum áætlunum, og er sérstaklega brýn þörf á því í smáum’ þj óðfélöguim. Nærlægt er að menn spyrji, hvaða fræðigrein ir og hvaða rannsóknarefni eðli- legt sé á hverjum tíma um sig, að mest áherzla sé löigð á. Hér á landi hefir ávallt verið lögð á- Iherzla á þjóðleg fræði, og þau hafa þá verið skýrgreind sem tunga þjóðarinnar, bókmennir og saga. Ekki vil ég draga úr þeirri áherzlu, sem lögð hefir verið á þessar greinir. Á hitt vil ég drepa, að hverri þjóð er skylt að kanna vísindalega og gera igrein fyrir þeim efnum', sem sérstak- lega eru tengd landi og þjóð, og kemur þar t.d. einnig til þjóð- félagsskipun og ýmiskonar þjóð- félagshættir, náttúrufar lands og ýmis náttúrufyrirbrigði, er tengj ast því, ýmsir þættir í heilsufari landsmanna og heilsuigæzlu, skólamál og fræðslukerfi, og svo mætti lengi telja. Auk þess er öilum það vel ljóst, að ekki ber eingöngu að fást við fræði, sem tengjast landi ag þjóð — vísindi eru alþjóðle?, og oss ber að rækja ýmis albjóðleg vísindaleg verk- efni, eftir því sem vér erum menn til. f því sambandi vil ég benda á, að oft er stofnað til al- mennra fjölþjóðlegra vísindaverk efna, svo -sem nú nýlega vegna aiþ j óðlega j arðeðlisfræði ársins svo og vegna ýmissa viðfangs- efna í veðurfræði o.s.frv. Er hin mesta nauðsyn á því að vér ís- íiendingar getuim tekið þátt í slík- um rannsóknum otg að ekki verði sfearð fyrir skildi, þar sem vér er- um. Þannig á einnig t.d. við um ýmsar fjöJþjóðlegiar félaigslegar rannsóknir, en þar er brýn hætta á„ að vér höfum ekki boimagn til að sinna þeim verkefnum, sem oss er skylt að rækja vegna vís- inidia umheims. >á hljótum vér einr.ig að gefa mikinn gaum að kröfum nútímia þjóðfélags um aukn.a tækni og verkmenningu og etfla sérstaklega þær greinir raun vísinda og félaigsvísinda, sem ætl- andi er, að áhrifaríkust séu í þeim efnum. Öld vor er öild raiun- vísinda, og raunvisindin munu setja æ meira mark á störf Há- skólans til frambúðar, en von- andi verða það raunvísindi með húmanistískan bakhjall, en ekki köld raunvísindi. Væntanleg stúdentafjölgun hér á landi Eftir þessar almennu athuga- semdir hverf ég að nýju að því að gera grein fyrir hinni almennu heildstæðu vísindastefnu, sem ég tel að þurfi að marka hér á landi. Slik stefna feiur í sér alhliða áætlunargerð til margra ára um þróun og uppbyggingu Háskól- ans. Forsenda fyrir því, að hún verði mörkuð er sú, að fyrir liggi víðtækar oig vandaðar rann- ■sóknir á mörgum þáttum þessa vandasama máls. Háskólinn á að þjóna þjóðfélagi sínu og þarf á hverri stundu að vera viðbúinn að taka við fjölda stúdenta og veita þeim kost á jafn fjölbreyttu námsgreinavali og frekast eru fönig á. Það er eitt af grund- vallarstaðreyndum þessa máls, að í vændum er mikil fjölgun stúdenta hér á landi næstu ár og áratugi. Með nákvæmum forsagn araðerðuim, er hægt að kj:miast nærri því, hver þessi þróun verði næstu 20 árin. Nú ljúka stúdents- prótfi 10 af hundraði atf 20 ára ár giamginuim hér á landi. í Noregi er hliðstæð tala í grennd við 17 af hundraði og í Svíþjóð nálægt 16 af hundraði. Má fastlega búast við svipaðri þróun hér á landi. Vorið 1966 mun þessi hundraðs- tala hér á landi verða komin upp í nálega 12%, og ef viðkoma stú- denta næði 16% eftir 8 ár yrði stúdentatalan 624 árið 1972 og kæmist upp í 665 vorið 1974, en hún var 334 árið 1964. Eru því 1,'kur á, að stúdentafjöldinn tvö- faldkt næsta áratuginn og næmi aukning raunar 155% frá meðal- - talstölmn 1960-1964. Við þessari ánægjulegu fjölgun stúdenta þarf að búast af stórhug og framsýni, og eru þar ekki ráð, nema í tíma séu tekin. Kennslurými Háskól- ans verður aukið nokkuð með hinni nýju byglgingu, sem nú er ráðið að reisa, en þrátt fyrir hana er kennslurými allt of lítið miðað við þá fjölgun, sem í vænd um er. Hér þarf sýnilega víð- tækna og skipuleigra úrræða í húsnæðismálum Háskólans, og þolir enga bið að kanna þessi mál ölil til hlítar, tiil þess að komia í veg fyrir að takmarka verði af húsnæðisástæðum aðlgang að einstökum kennslugreinum, en slíkt neyðarúrræði er engum ó- skapfelldara en kennurum Há- skólans. Könnun á þörfum þjóðfélagsins á sérfræðingum. Annað atriði, sem skiptir meginmáli í sambandi við heild- stæða áætlunargerð, er náin könnun á þörfum þjóðfélagsins á sérfræðingum í einstökum aka- demískum greinum. Þess konar athuganir eru verulegum örðug- leikum bundnar, en geta þó, ef þær eru vandvirknislega gerðar og af fullum skilningi á hinni öru þróun þjóðfélags vors, haft mikið gildi í skipulagðri háskóla starfsemi. Raunar hafa slíkar kannanir ekki einungis gildi við áætlanir um uppbyggingu Háskól ans, heldur einnig sem grundvöll ur í lána- og styrkjaúthlutunum og í sambandi við aðra oninbera fyrirgreiðslu. Frambúðarstarf- semi Háskólans hlýtur að taka mið af þj óðfélagslegum þörfum á sérfræðin^um. bótt bað sé alls ekki einhlítt leiðarljós til við- miðunar. Þegar semja skal áætlanir um eflingu Háskólans að ytra bún- aði, verður mjög að hafa hug- fast þau tvenns konar viðfangs- efni, sem Háskólanum eru feng- in, kennslu og rannsóknir. Þessir þættir í starfsemi Háskólans eru samslungnir sem fyrr greinir. Prófessorarnir hér við Háskól- ann, svo að dæmi sé tekið af þeim, eru ekki aðeins kennarar, þeim er einnig skylt að stunda rannsóknir, og það gera þeir að sjálfsögðu. Kennsluskylda ein- stakra prófessora er hins vegar nokkuð mismunandi, og um sum prófessorsembættin má segja, að þau séu hugsuð að verulegu leyti sem rannsóknarembætti. Er nauðsynlegt í frambúðarstarf- semi Háskólans að skilja betur en nú er gert milli þessa tvenns, og er vissulega þörf á að skapa ýmsum prófessorum skólans betri aðstöðu til rannsókna en nú er. í því efni er einnig mikil- vægt, að menn geti fengið leyfi frá kennslu öðru hverju til þess að geta gefið sig óskipta að rann sóknum sínum, svo sem altítt er við háskóla erlendis. Kennsla og rannsóknir — stefnt að nýjum nannsóknar- og kennslustofnunum. Tengslin milli kennslu og rann sókna eru meginatriði í starfsemi háskóla, sem æskilegt væri að ræða hér allnáið. Þessa er þó ekki kostur í dag. Ég vík aðeins að því, hver höfuðþörf er á því að komið sé á fót stofnunum í sem flestum greinum, sem hér eru kenndar, þar sem rannsóknar umhverfi sé skapað og rannsókn arkostir séu tiuknir. í því efni hafa gerzt miklir viðburðir síð- ustu ár, með tilkomu Raunvís- indastofnunar Háskólans og með því að komið hefur verið á fót Handritastofnun íslands og ráðin hefur verið bygging í þágu henn ar og stofnunar íslenzkra fræða. Enn má nefna læknisfræðistofn- unina, sem tengja á kennslu og rannsóknir, en bygging fyrir hana er aðkallandi nauðsyn. Eru miklar vonir tengdar við þessar stofnanip allar. Stofnun þeirra og áætlanir um þær valda um margt straumhvörfum í sögu Háskólans — þær benda fram á veginn, þær eru fyrirboði nýrrar stefnu um stóreflda rannsóknarstarf- semi og nýjar rannsóknarstofnan ir. Stofnanahugmyndinni hefur verið haslaður skýr völlur, og að fenginni reynslu er stórum hæg ara að halda áfram á þeirri braut. Ég vil láta í ljós þá von, að jafnan megi ríkja sá andi í Há- skóla vorum, að kostað verði kapps um að tengja saman rann- sóknir og kennslu í jafn ríkum mæli og kostur er, og vér verð- um alvarlega að vara oss á þeim vanda, sem orðinn er mjög mik- ill víða erlendis, að rannsóknar- menn vilja ekki sinna kennslu og telji hana fjötur um fót. Rann sóknirnar eiga að frjóvga kennsl- una, gæða hana lífsmagni, en enginn sannur rannsóknarmaður ætti að færast undan því að rækja . kennslu og veita ungu fólki, þ.á.m. vísindamannsefnum, innsýn í rannsóknarheim sinn, rannsóknarhugmyndir og rann- sóknaraðferðir. Efling Háskólans sem kennslustofnunar. Háskólinn hefir brautskráð frá öndverðu sem næst 1800 kandí- data (1792), og eru langflestir iþeirra annað tveggja lækna- kandídatar eða lögfræðikandídat ar eða milli 560 og 580 í hvorri grein. Með þessu kennslustarfi einu saman hefir Háskólinn unn- ið ómetanlegt startf. Hann hefir látið í té fræðslu og þjálfun, sem er sambærileg við kennslu erlend is og stendur henni a.m.k. nokk- .urn veginn á sporði, og með því sannað, að forvígismenn háskóla málsins á síðustu öld og í byrj- un þessarar aldar voru raunsæis- menn, er þeir töldu fslendinva þess megnuga að halda uppi há- skóla í landi sínu. Vegna viðkynningar af kandí- dötum Háskólans um alllangt árabil þykir mér ekki viðurhluta mikið að fullyrða, að mjög marg- ir þeirra hefðu ekki getað sótt háskólamenntun til apnarra landa, og eiga þeir því Háskóla sínum mikið að þakka. Vona ég raunar, að tengslin milli kandí- data og Háskólans muni eflast mjög á næstu árum, og gæti Há- skólanum orðið hinn mesti styrk- ur að því. Er það brýnt verkefni Háskólans að stuðla að því, að þessi bönd styrkist sem mest. Efling Háskólans sem kennslu stofnunar hlýtur að lúta mjög að því að fjölga kennaraliði skól- ans, bæta kennsluaðstöðu með því að koma á fót kennslu- og rannsóknarstofnunum, bæta að- stöðu stúdenta til náms m.a. með því að fjölga lestrarstofum og svo á hinn veg með því að beita kennsluaðferðum, sem séu líf- rænar og frjóvar, svo og auka kennslutækjakost, sem er baga- lega lítill í mörgum greinum. Af Háskólans hálfu hefir verið lögð mikil vinna í að semja heildstæð ar áætlanir um fjölgun próf- essora næsta áratuginn, og bíða þær tillögur nú úrlausnar ríkis- stjórnarinnar. Eru þær tillögur reistar á víðtækum könnunum um starfsemi háskóladeilda á næstunni og að nokkru á viðmið- unum við aðra norræna háskóla, einkum háskólana í Árósum og Björgvin. Er það von Háskólans, að þessar tillögur nái fram að ganga í samræmi við áætlanirn- ar. Tillögur deilda taka einnig til annarra kennara en próf- essora, en ekki hefir verið unnið úr þeim fyllilega af hendi há- skólaráðs. Þessar kannanir deilda eru veigamikill stofn í þeirri heildaráætlunargerð, sem fram- undan er. Ég árétta enn þá nauð syn, sem á því er að binda hug- ann ekki eingöngu við fjölgun kennara heldur einnig að stefna að því að skapa þeim vinnuað- stæður, sem séu við hæfi, bæta almenna þjónustu við þá og að sjá þeim fyrir aðstoð við störf. Aukið kennslusvið Háskólans. — Almenn sjónarmið um nýjar kennslugreinir. Ein af meginspurningunum, sem á leitar í sambandi við fram tíð Háskólans, er sú, hvert verða skuli kennslusvið Háskólans til frambúðar — að hverju marki sé rétt að taka upp nýjar kennslu greinir. Nú eru 950 stúdentar skráðir til náms hér við Háskól- ann. Því miður hefir mér ekki reynzt kleift að útvega örugg gögn um fjölda íslenzkra stúd- enta við nám erlendis, en ég hefi þó í höndum jafn traust gögn og frekast er kostur á í svipinn. Samkv. því má ætla, að rösklega 400 íslendingar stundi nú háskóla nám erlendis, en að auki kemur talsverður hópur kandídata, sennilega um 100, sem er annað tveggja við framhaldsnám eða dveljast erlendis til sérfræðilegr- ar þjálfunar, þ.á.m. eru taldir 75 læknar. Af þessum 400 stúdent- um eru rösklega 40, sem lokið hafa fyrrihlutaprófi héðan frá Háskólanum og stunda síðara- hlutanám erlendis, í verkfræði og lyfjaf-ræði. Stúdentarnir leggja langflestir stund á einhverja grein verkfræði, eða rösklega 100, en þar á meðal munu taldir stúdentar í byggingalist, eða full- ur fjórðungur.Næst koma stúdent ar, sem stunda tungumál og bók menntir, alls 50, þá eðlis- og efna fræði 45, að viðbættum 10, sem fást við jarðeðlisfræði. 1 hag- fræði eru 31 stúdent, í tannlækn ingum 18, í kennslu- og uppeldis fræðum 17, og eru þeir þó ekki allir stúdentar, lyfjafræði 16, stærðfræði 14, sálarfræði 12, í landbúnaðarvísindum 12—14, í mjólkurfræði 5 til 10, í náttúru- fræði 12, fiskifræði 9 og haffræði 2, í heimspeki 7 og lítfefnafræði 7, í listasögu 7, tryggingarfræði 5, þmðfélavsfræði 5, fomleifa- fræði 4, veðurfræði 4, í stjórn- vísindum og stiórnlagafræði 3, í blaðamennsku 3, í norrænu 2, í landafræði 1. Þessi skýrsla sýnir, að nálesa þriðjungur islenzkra stúdenta sækir nám sitt til erlendra há- skóla — og er þá ekki átt við framhaldsnám. Er það miklu hærri tala en hjá nokkurri grann þjóð vorri, og eru það belzt Norð menn, sem komast eitthvað í námunda við þá tölu. Er það ærið íhugunarefni, hvort þetta ástand sé heppilegt eða æskilefft nú, þegar full 50 ár eru liðin frá stofnun háskóla á fslandi, — eða hvort hitt sé heldur, að haigkvæmt sé að efla Háskólann til þess að taka við verulegum hluta af þeim fjölda stúdenta, er nú hlýt- ur að leita náms erlendis. Hér skyldu menn varast almenn svör, við hverja einstaka grein þarf rækilega könijun og grandgæfi- legt mat. Nokkur almenn sjónar- mið hljóta þó að koma til greina, er marka skal framtíðarstefnu Háskólans til þessara mála. Fyrst má benda á þá staðreynd, að stórfelld fjölgun stúdenta er í vændum hér á landi, ag vegna þess og ekki síður hins að að- streymið að erlendum háskólum fer geysilega vaxandi á næstunni má búast við vaxandi örðug- leikum á því að útvega íslenzk- um stúdentum námsvist við er- lenda háskóla. Er hin mesta nauð syn að horfast raunsætt í augu við þessa þróun og þann vanda, sem henni er samfara. í annan stað er mikil þörf á því að búast hér heima af Háskólans hendi við þeirri fjölgun stúdenta, sem í vændum er, með þeim hætti að auka fjölbreytnina í vali námsigreina — ella er mikil hætta á, að stúdentar flykkist í fáar greinir og yfirfylli þær, mið- að við þjóðfélagslegar þarfir á sérfræðingum. Er það varhuga- verð þróun, sem varast verður. Hver ný grein, sem við bætist, styrkir Háskólann og með mang- víslegu móti — ýmis beint eða óbeint. f sumum tilvikum valda hagsmunir þeirra greina, sem þegar er fengizt við, því að nýjar greinir eru æskilegar. Éig skal nefna sem dæmi, að fyrir félags- vísindagreinir þær, sem hér eru stundaðar, er það mikill ávinn- ingur, og nálega óhjákvæmileg nauðsyn, að kennsla sé tekin upp í félaigsfræði og stjórnvísindum. Svipað er um kennslu í almenn- um málvísindum, sem er nauð- synleg undirstöðugrein fyrir tungumálakennsluna hér við Há- skólann. í ýmsum tilvikum styðja nýjar greinir, sem ætla má, að teknar verði upp á næst- unni, að því, að enn öðrum nýj- um greinum verði sinnt. Sem dæmi má nefna, að kennsla í náttúrufræði og aukin kennsla í líffræði, lífefnafræði og lífeðlis- fræði gera það hæigara en ella væri að ráðast í kennslu í grein- um eins og landbúnaðarvísind- um og fiskifræði og haffræði. Við mat á því, hvort rétt sé að ráðast í nýjar kennslugreinir hér við Háskólann þarf að gæta margs. Fjárvei.tinigar til Háskól- ans verða lengstum takmarkað- ar, og þá er nærlægt að spyrja, hvort ekki eigi fremur að leitast við að treysta þær greinir, sem þegar er fengizt við en að taka upp nýjar. Eru það vissuleiga mikilvæg sjónarmið. í þessum samanburði má almennt benda á, að allt frá styrjaldarlokum eða í full 20 ár, hefir mjög lítið kveð- ið að upptöku nýrra kennslu- greina, og er lyfjafræði lyfsala raunar aðaldæmi þessa, er þar var eingöngu um tilfærslu að ræða — kennsla fór áður fram í lyfjafræðingaskólanum, en var flutt 1957 í Háskólann. Háskólan um sjálfum hlýtur að vera það keppikefli að geta boðið upp á sem fjölþættast námsefni, og það skapar bætt rannsóknarumhverfi og rannsóknaranda, er nýjar greinir koma til, fræðavefurinn verður fyllri og skýrari. Það stuðlar að því. að háskólinn verði universitas í hinni fornu merk- ingu orðsins og dregur úr hættu á einanp'run i?reina. Enn eitt ariði, sem máh skm+ir í þessu sambandi, vil ég nefna 'E'evar kennsla er lá+m í té í fræði"rein hér við Háskólann, eru líkur á því. að kennslan verði sérhæ^ðari miðað við þarfir og haCTi .Islendinga en kennsla er- lendis í greininni. R°vnslan sýn- ir oig, að sú afstaða Háskólans nð taka upp kennslu í grein stuðiar að þvi að rannsóknir hefjist hér á landi í greininni í ríkara mæli en ella má vænta. og yfirleitt er þeirri stétt háskólamanna, sem í hlut á. hinn mesti styrkur að því að hnfin sé kennsla í grein- inni. Af Háskólans hendi verður að gera þá skýru kröfu, að aldrei sé stofnað til kennslu í nýrri grein, nema svo vel sé séð fvrir mannafla í greininni og aðstöðu til kennslu að treysta megi því að kennslan fullnægi góðum aka- demískum kröfum. Ella er ábyr®ð arhluti að flytja kennsluna inn í landið. f mörgum tilvikum mun vera rétt að byrja hér á fyrra hluta kennslu, en færa síðan út kvíarnar að fenginni reynslu. Slíkir kennsluhættir eru reistir á því að samningar séu gerðir við erlenda háskóla um síðara hluta námið. Hafa þeir tíðkast um langt árabil, bæði í verkfræði og lyfjafræði lyfsala. Hefir sú skip- an gefið góða raun, þótt hún sé ekki agnúalaus. Eftir þessar almennu athuga- semdir skal ég nú víkja fáum orð um að nokkrum nýjum kennslu- greinum, sem ég tel þurfa að kanna, hvort stofna skuli til kennslu í, otg er þar þó engan veginn^ um tæmandi talningu að tefla. Ég minni á, að hér er um að ræða starfsskrá langt fram I tímann, og í fæstum tilvikum er ætlandi, að þær greinir, sem ég nefni, verði teknar á kennslu- skrá skólans hið allra næsta. — Æðsfaráðið Framh. af bls. 27 er bent á að Rodin Malinovsky, marskálkur, hafi ekki verið nefndur í fréttum síðan 27. nóv- ember, en hann er núverandi varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna. Er álitið hugsanlegt að hann eigi eftir að fylgja Krú- sjeff í útlegðina. Sömu sögu er að segja um Mikhail Suslov, einn af „topp** leiðtogum sovézka flokksins, sem flutti ákæruna á hendur Krúsjeff á fundi miðstjórnar- innar hinn 15. október s.l. Hann hefur ekki komið fram opinber- lega síðan 17. nóvember. Er talið að hann sé alvarlega veikur, en ekki eru menn á einu máli um hvort þau veikindi eru líkamleg eða pólitísk. * Frá Kazakstan er tilkjynnt að Isigali Jasupov, aðalritara komm únistaflokks héraðsins, hafi vér- ið vikið úr embætti. Hann var einn af skjólstæðingum Krú- sjeffs. Við embættinu tekur Dinmukhamed Kunajev, sem Krúsjeff vék úr embættinu til að koma Jasupov að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.