Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAD1Ð Miðvikudagur 20. j’an. 1965 Um fyrirhugaða bygg- ingu Handritastof nunar Viðtal við próf. Einar Ol. Sveinsson STÖÐUGT er unnið að undirbún- ingi að byggingu húss Handrita- stofnunarinnar á Háskólalóðinni, en vonast er til að haegt verði að byrja á því í vor. Mbl. hefur snúið sér til próf. Einars Ól. Sveinssonar, forstöðumanns Handritastofnunarinnar og rætt við hann um þessa fyrirhuguðu byggingu. Fyrst gerði hann ofur- litla grein fyrir forsögu þess að ákveðið var að byggja undir hand ritin á þessum stað. — í upphafi var til þess ætl- ast, að ef handritunum yrði skil- að, þá yrðu þau geymd í Lands- bókasafninu, en að visu aðeins um stundasakir, sagði próf. Einar Ólafur. — Eitt er að geyma hand- rit, annað að hafa stofnun, þar sem margir menn eru við vinnu. Þá var farið að athuga hvort hægt yrði að láta ménn vinna í húsakynnum safnsins. En i fyrsta iagi þótti óæskilegt að þrengja að Landsbókasafninu, sem er að sprengja allt sjálft, og svo reynd ist of lítið húsrými þar. Því fór- um við að athuga önnur úrræði, enda hafði fyrrnefnd lausn að- eins verið ætluð til skamms tíma. >á hafði komið fram sú hug- mynd að byggja stórt safnhús á lóðasvæði Háskólans vestan Suð- urgötu og hafa þar Landsbóka- safnið, Háskólasafnið, Skjala- safnið og Handritastofnunina. Við könnuðum þetta mál. Það kom í Ijós að ekki voru minnstu líkur til að hægt yrði að knýja þetta fram fyrr en eftir um 15 ár. Við sáum því að við yrðum að fá byggingu, sem dygði fyrir stofnunina, hversu lengi sem bíða þyrfti eftir hinu. Þá bauðst Háskólinn til að láta okkur hafa lóð á gamla Háskólasvæðinu, sem hafði þann stóra kost að þar þurfti ekki nýtt skipulag. Lóðin var tilbúin og hægt að ákveða á einum fundi hvar húsið mætti vera. Niðurstaðan varð sú, að Há- skólinn og Handritastofnunin byggðu saman eitt myndarlegt hús sunnanmegin á lóðinni, sem svarar til Atvinnudeildarhússins á norðurhlutanum. Eftir að byggingarnefnd varð til, hefur hún íhugað öll þessi mál. Hún byrjaði á því að ákveða staðsetningu og stærð hússins. Það var frá upphafi hugmyndin, að Handritastofnunin hefði eina hæð, Háskólinn hefði tvær hæð- ir og síðan yrði kjallari undir húsinu. Ávallt hefur verið um það rætt, að Handrittistofnunin £ái hæðina fyrir ofan kjallarann. Nú horfir til þess að þetta fari að ganga í eina átt, í samræmi við þessar gömlu tillögur. Rýmri lestrasalur en venjulegt er — Getið þér sagt okkur eitt- hvað nánar um hvernig bygging- in er fyrirhuguð? — Um það get ég ekki mikið sagt, því maður má ekki segja frá því sem gerist í slíkri nefnd. Ég get þó sagt frá mínum eigin hugmyndum. Fyrir Handrita- stofnun eru tvö atriði mjög mik- ilvæg. Ef handritin koma frá Kaupmannahöfn, eins og við vonum, þá þarf í fyrsta lagi að vera til eins góð, vönduð og rammbyggileg geymsla fyrir þau og hægt er. Þar þarf að vera sérstakt hitastig og ákveðinn raki, en til þess þarf sérstakar vélar. í öðru lagi þarf lestrarsal. Sá lestrarsalur á að vera öðruvísi en lestrarsalir í bókasöfnum, fyrst og fremst af því að menn þurfa að hafa meira á borðunum. Það tíðkast yfirleitt að menn noti ritvélar og hugmyndin er að reyna að deyfa hljóðið frá þeím eða þá að hafa sérstakan sal fyrir menn, sem ekki eru að nota ritvélina.A sama borði og rit vélin er þarf að hafa eitt til þrjú handrit, bók og pappír. Þetta þurfa því að vera stór borð og bil á milli þeirra. Sumir mundu nota lestrarvélar til að lesa af filmu og þá þurfa þeir ennþá Einar ÓL Sveinsson meira rými. Þá þarf kompu til að lesa handrit við kvarz- lampa, en þannig getur maður séð enniþá meira en með berum augum. Hins vegar þola menn ekki að vinna lengi við kvarz- lampa. Á öðrum stað í stofnun- inni hugsa ég mér aðstöðu fyrir Ijósmyndun. Lestrarsalurinn er kjarninn fyrir alla vinnu þarna og þar þarf að hafa stórt hand- bóksafn, svo menn geti slegið ýmsu upp. Svo þarf hillur á hverju borði fyrir bækur. — Hve margir mundu koma til með að vinna þarna? — Ef handritin koma heim, munu aukast mjög komur út- lendinga til okkar og margir íis- lenzkumenn kæmu í hópum, Maður mundi ekki þora annað en hafa þetta myndarlegan sal og hann þyrfti að vera stærri en lestrarsalur fyrir jafnmarga í venjulegu bókasafni. Tölu get ég ekki nefnt. Starfsmenn mínir skiptast í tvo hópa. Við höfum tvo sérfræðinga, þá Jónas Kristjánsson og Ólaf Halldórsson, mjög færa menn. Þeir annast út- gáfur á handritum og sjá um ljósprentun handrita, sem við er- um byrjaðir á. Svo hefi ég þrjá styrkþega, sem vinna undir stjórn hinna. Sérfræðingarnir eiga líka að kenna að lesa hand- rit og forna skrift og það sem að því lýtur. Og þeir kenna vinnu- brögð við útgáfu, ef um fleiri handrit er að ræða en eitt. Þeir þurfa að sjálfsögðu að fá smá- herbergi í Handritastofnuninni. Þá má hugsa sér að komið verði upp einhverskonar sal með sýningu á handritum, þó ekki sé búið að ákveða neitt um það enn. Þetta er þjóðfélagsleg nauðsyn og sjálfsagt verður eitthvað af ferðafólki sent til okkar. Ef hand ritin koma frá Kaupm.höfn, þyrfti auðvitað fyrst að halda á Iþeim stóra sýningu. En seinna mætti hugsa sér að sýna einhver þeirra einu sinni til tvísvar i viku. Svo þarf auðvitað herbergi fyrir vélritunarstúlku. Núna, með an menn mínir vinna í Lands- bókasafninu og ég heima í minni stofu, hefur vélritunarstúlka satt að segja meira en nóg að gera. Og loks þarf einhverja kompu til samlestrar. Ef þarf að lesa saman handrit, má það ekki trufla í salnum. — Eftir þessum hugmyndum vinna arkitektarnir sem sagt að teiknun Handritahússins? — Já, og lítur út fyrir að bezta samvinna verði við þá og eins við byggingarnefndina. Hörð ur Bjarnason, húsameistari ríkis- ins, er arkitekt Háskólans, en aðrir arkitektar vinna svo undir hans stjórn. Handritastofnun hefur víðara starfssvið Þetta sem kallað er Handrita- stofnun á í rauninni að ná yfir meira, sagði próf. Einar Ólafur ennfremur. Og kemur að því seinna. Fyrst mætti iaka örnefn- in, sem dugandi safnarar hafa þegar dregið að miklu saman. Nú þurfum við máifræðinga, fyrst til að koma þeim á skrá og kanna um leið hvort nöfnin séu rétt höfð eftir og síðan byrjar hin eiginlega rannsókn. Þá munu koma til okkar útlendingar og ég vona að íslendingar taki sig til og fari að gera rannsóknir á þessu sviði. Annað höfum við í huga, þ. e. þjóðfræðasafn, þjóðsögur, þjóðkvæði og þess háttar. Þar þarf fyrst að safna. Margir góðir safnarar hafa unnið að því, en allt bendir til að þar megi slá há og hún geti orðið nokkuð mikil, þó búinn sé fyrri sláttur. Síðan þarf að raða þessu, gera skrá yfir sögurnar og svokölluð sagnaminni eða motiv. Þá getur þessi litla deild okkar komizt í samvinnu við aðra, því nú er mikið skipzt á upplýsingum um slíkt. — Hvenær á að byrja á bygg- ingu Handritastofnunarinnar? — Ég vona að hægt verði að byrja með vorinu, þó allt taki lengri tíma en maður heldur. Mér virðist ég hafa ástæðu til að halda, að stofnunin hafi velvild úr öllum áttum, og ég efast ekki um að ríkisstjórnin og einstakir menn mundu vilja hjálpa til, ef einhvers sérstaks þarf við. Páfagarði, 18.jan. NTB. „L ’OSSERVATORE Romano“ málgagn Páfagarðs skýrir svo frá, að 84 kaþólskir prestar hafi verið drepnir í Kongó frá því árið 1961 til 2. des. 1964. Tveir voru drepnir 1961, 21 árið 1962, enginn árið 1963 og 71 árið 1964. Flestir prest- anna voru belgískir. VEÐRÁTTAN: Nú er vetur í bæ. Snjór á jörðu og frost dag eftir dag. Norðan og norð austanáttir ríkjandi. Er orðið næsta langt um liðið síðan við í Eyjum höfum búið við slíkt veðurfar. Undanfarinn áratug hefur varla fest hér snjó — og frost aðeins dag og dag. Viðbrigðin eru því nokkur, frá rigningunni og sunnan og suðaustan áttunum er hér hafa blásið undanfarna vetur, með hlýindum sem um sumar væri. VERTÍÐIN: í vertíðarlok í fyrra var það mál flestra er við útgerð fást í Eyjum að fáir bátar yrðu við línuveiðar að ári.Og margir voru þeir er töldu að þessi atvinnuvegur myndi leggjast niður með öllu. En þrátt fyrir allar hrak- spár eru samt komnir liðlega 10 bátar á línu, og eitthvað á þeim eftir að fjölga ennþá. Líklega verða þeir þó aldrei mikið yfir tuttugu. Þetta eru að vísu mikill munur frá þeim árum er héðan réru 80—90 bátar með línu. En at- vinnuvegurinn er þó enn við líði. Fyrstu línubátarnir tóku vertíðina snemma, fóru í fyrsta róðurinn 2. janúar. Aflinn hefur verið all-sæmi- legur, eftir því hér er um að ræða. Aflahæsti báturinn, Kap II, með liðlega 60 tonn. Erfleika línuútgerðar þekkja allir, þeir eru ekki síður fyrir hendi hér í Eyjum en annars staðar, og mjög er illt til þess að vita ef þessi atvinnugrein hverfur með öllu. Og lítil myndu umsvif fyrri part vertíðar að minnsta kosti, ef línan hyrfi með öllu. — og ekkert kæmi í staðinn. í ár og í fyrra var það síld- in er bjargaði, en eigum við það víst að hún komi að ári? SÍLDIN: En vonandi vérð- ur síldin árviss, og eitt er víst að menn reikna með því ■—■ og hafa til þess ærnar ástæð- ur. Hér komu t. d. á land á sl. ári 500 þús. tunnur af síld. Vestmannaeyjar eru að verða síldarbær — með öllu hinu. Og tekið hefur verið á móti síldinni af stórhug og mynd- arskap. Tvær síldarverksmiðj ur þegar komnar upp, er til samans geta brætt um 14 þús. tunnur á sólarhring, og við aðra þessa verksmiðju, Fiski- mjölsverksmiðjuna h.f., ry verið að byggja stærstu síld- arþró á landinu, er taka á um 80 þús. tunnur og er við- bót við það sem fyrir er. — Frystihúsin fjögur hafa öll stórbætt aðstöðu til síldar- frystingar og varlega er áætl- að að afkastageta þeirra sé nú um 4000 tunnur á sólar- hring. Og í kvöld er líflegt niður við höfn, bátarnir sigla inn — hver af öðrum — drekk- hlaðnir. TÓNLIST. — En ekki er allt þorskur og síld íEyjum. Talsvert líf er í söng- og músikstarfi. Lúðrasveit Vest- mannaeyja með okkar ágæta Oddgeiri Kristjánssyni sem stjórnanda starfar af krafti. Átti sveitin merkisafmæli fyrir skömmu, og um var get- ið hér í blaðinu á sínum tíma. Tónlistarskóli er starfandi — fullsetinn með 44 nemendum. Tók hann til starfa með hing aðkomu Martino Hunger, þýzks tónlistarmann* frá Leipzig, er hingað réðist til 2ja ára til tónlistarstarfa. Auk starfa við Tónlistarskól- ann mun Martin Hunger ann- ast orgelleik í Landakirkju og stjórna Kirkjukórnum. Þá er ótalið að Martin Hunger er stjórnandi blandaðs kórs er hér er nýtekinn til starfa, Samkórs Vestmannaeyja. Er mikill fengur að fá tónmennt- aðan mann til starfa / — slíkan mann hefur vantað til- finnanlega — og við hans starf eru bundnar vonir. Vestmannaeyjum, 16. jan. ’65. Björn Guðmundsson. Blaðburðarfólk Meðalholt — Grettisgötu 1-35 óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Sími 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.