Morgunblaðið - 28.01.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. jan. 1965 35 í London sekir um mútur og svindl Dómarnir í knattspyrnusvinðinu vekja mikla athygli MÁL knattspyrnumannanna ensku sem dæmdir voru fyrir rétti í Nottingham fyrir svindl í knattspyrnugetraunum, virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Talsmaður lögreglunnar í Lon- don sagði í gær að svo kynni að fara að 35 kunnum knattspymu- mönnum yrði stefnt fyrir rétt sakaðir um að „hagræða úrslit- um leikja og á þann hátt að hagn- ast á getraunum". Dómarnir, sem kveðnir voru upp í Nottingham og skýrt var frá í Mbl. í gær hafa vakið geysi- athygli í Englandi. Þar hlutu 10 menn fangelsisdóma fyrir ofan- greinda sök. Þar af voru tveir enskir landsliðsmenn (fengu 4 MOLAR ABEBE Bikila Olympíu- meistari í Maraþonhlaupi hef- ur verið boðinn til New York í febrúarmánuði og taka þátt í 10 mílna (16 km) hlaupi sem háð verður í borginni sjálfri. Verður rásmarkið í Madison Garden og síðan verður hlaup ið um Central Park að aðal götu New York. Verði rigning verður hlaupabrautin lögð plasti. SÝRLENDINGAB hafa dregið þátttökutilkynningu sína í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu til baka. Þeir voru í riðli með írlandi og Spáni og áttu að leika gegn írum 14. febr. í Dublin. í þess um riðli verða því aðeins leik- ir milli íra og Spánverja. KÚBA og landslið frá hol- lenzku Antilleyjunum skildu jöfn, 1—1 í undanrásum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Þessi tvö lönd eru í riðli með Jamaica. mánaða fangelsi hvor) og for- sprakkinn hlaut 4 ára fangelsi og 6000 punda sekt — eða um 712 þús. kr. Lögregluforingi í London sagði að hann hefði sent skýrslur um samskonar mál til ríkissaksókn- arans og væru' 35 knattspyrnu- menn tilgreindir í þeim. „Til hvaða ráða verður gripið eða hvort eitthvað verður gert, er undir saksóknaranum komið“, sagði lögregluforinginn við blaða menn. Hinir 10 dæmdu í Nottingham hafa beðið mikið áfall. Auk sekt- anna og fangelsisdómanna sem þeir hlutu virðist næstum full- ,víst að þeir verði allir útilokaðir frá þátttöku í knattspyrnumál- um, bæði á leikvelli og utan, fyr- ir lífstíð. Framkvæmdastjóri enska knatt spyrnusambandsins sagði í gær: „Aganefndin tekur mál þetta fyrir og. það virðist koma næst- um því sjálfkrafa að þessir menn verði útilokaðir frá knattspyrnu ævilangt". Allir dómararnir sem viðstaddi r voru verðlaunaafhendinguna. 35 knattspyrnudómarar heiðraöir fyrir störf sín Guðjón Einarsson og Haukur Óskars- son heiðursfélagar KDR Gretar Norðfjörð afhendir Guðj syni heiðursnafnbót Knattspyrn óni Einarssyni og Hauki Óskars- udómarafélagsins. (Ljósm.: Sv. Þorm.). KNATTSPYRNUDÓMARA- FÉLAG Reykjavíkur hefur tekið upp það nýmæli að veita dómur- um heiðurslaun fyrir dómara- störf. Hefur verið samin og stað- fest sérstök reglugerð og nokkru fyrir áramótin efndi dómarafé- lagið til kaffikvölds þar sem 35 dómarar fengu verðlaunaveit- ingu sína fyrir sl. ár. Á sama fundi voru tveir félag- ar Knattspyrnudómarafélagsins þeir Víkingarnir Guðjón Einars- son og Haukur Óskarsson sæmd- ir heiðursfélaganafnbót Knatt- spyrnudómarafélagsins. B á ð i r eiga þeir að baki langan og góð- ,an feril sem dómarar eins og öll- um þeim er vel kunnugt er knatt spyrnu unna. Stjómaði Grétar Norðfjörð hófinu og afhenti verð launin og heiðursviðurkenning- arnar. Reglugerðin fyrir verðlauna- peningana er í 10 liðum. 1 fyrstu tveim greinum er fjallað um dóm arastörf í almennum leikjum, síð an um störf í úrslitaleik 1. deild- ar og 2. deildar, þá um dómara- störf við úrslitaleik í bikarkeppni og síðan fyrir störf í úrslita- leikjum Rvíkurmótsins í ýmsum aldursflokkum. Verðlaunin eru í öllum tilfell- um verðlaunapeningur en borði er peningurinn hangir í er breyti legur samkv. reglunum og verð- launapeningurinn er breytilegur brons, silfur eða gull eftir því hve oft menn vinna til verð- launanna. Verðlaunaafhending fer fram ár hvert að loknu keppnistíma- bili í knattspyrnu, Knattspyrnudómarastörf e r u oft vanþökkuð og illa metin. En án góðra dómara er íþróttin illa góðir menn fáist til starfsins og á vegi stödd. Ef verðlaun sem þessi miða að því marki að fleiri góðir menn fáist til starfsins og vaxi að getu og vizku í starfan- um þá er til mikils unnið. Detroit býðst til að taka við framkvæmd 0L1968 Lítt þekktur maöcr ofjarl Kanada- Floyds? — en IViexico og segir allt VÍÐA um heim hefur það ver- }iS dregið í efa að Mexíkómenn ▼æru færir um að standa við I loforð sín um framkvæmd l Ólympíuleikanna 1968. Þessi / orðrómur varð m.a. til þess að J borgaryfirvöld í Detroit í I Bandaríkjunum skrifuðu fram kvæmdanefndinni mexí- könsku og buðust til að taka ▼ið skuldbindingunni um framkvæmd leikanna og þeir jrrðu í Detroit í staðinn. Detroit var ein þeirra borga •em sóttu um að sjá um leik- City neitar með felldu ana á sínum tíma, en varð undir í atkvæðagreiðslu al- þjóða Ólympíunefndarinnar um staðsetningu leikanna. — í bréfinu, sem barst frá Detrout sagði, að ef Mexico City gæti ekki framkvæmt leikana, þá væri Detroit til reiðu. í svarbréfinu er hafnað öll- um ásökunum og orðrómi um að undirbúningur leikanna gangi ekki nákvæmlega eftir áætlun. Samtímis sendir fram- kvæmdanefndin bréf til for- manns alþjóða Ólympíunefnd- arinnar, Avery Brundage, þar sem segir að allt verði full- gert og vel undirbúið þegar til leikanna kemur 1968. íþróttaleiðtogar í Mexico City telja að bréfið frá Detroit sé til komið af tveim ástæð- um: 1) að enn sé ekki hafin vinna við neina af þeim Ól- ympíubyggingum sem ráðgert sé að byggja í Mexico City, 2) að ennþá sé ekki búið að finna hæfan mann til að veita forstöðu framkvæmda- nefndinni, þó alllengi hafi ver ið rætt um að fá til starfans Adolfo Lopes, fyrrum forseta Mexíkó. KANADAMADURINN George Chuvalo og Floyd Patterson fyrrum. heimsmeistari keppa að- faranótt n.k. þriðjudags í New York. Þetta er annar leikurinn af tveim sem Heimssamband hnefaleikamanna ákvað að færi fram til að fá úr því skorið hver hlyti heimsmeistaratitilinn, þar sem sambandið viðurkenndi ekki Cassius Clay sem heims- meistara eftir að hann gerði ann an samning við Stonny Liston. Hvemig þau mál æxlast öll vilja fáir um spá en kappleik- ur Patterson og George Chuvalo vekur allmikla athygii, m.a. hef- ur hann diregið að sér athyglli Clay sjálfs, sem heimsótoti Patt- erson á ætfingu á dögunum og færði honum gulrætur og höfuð- salato að gjöif. Þá hefur Joe Louis hinn gamli meistari látið í ljós sitt skína í sambandi við leikinn og spáir því að Chuvalo sigri á rothöggi. Louis fylgdist með æfingu Ohuvalos um síðustu helgi og varð hugfanginn af Kanadamann inum. — Ég held að höggikraftur Chuvalos verði Patterson um megn. Hann er óvenjulega kröft- ugur og ég spái að bann roti Patterson í 7. eða 8. liotou. James Braddock sem á sínum tíma tapaði á rotohöggi fyrir Joe Louis er á annari skoðun og segir: Patterson er of reyndur fyrir Chuvalo og leikurinii varir allar lotumar og Patterson vmn ur á stigum. Svto kann að fara að sigiuarw vegari í þessuon leik mæti Ca«s- iusi Clay.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.