Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 2
2 MQRGUNB* 4IUÐ Laugardagur 27. febrúar 1965 HNÍSTJ þessa rak á land á Hjalteyri við Eyjafjörð og var hún mjög illa skorin á búkn- um eftir ís. Höfðu um 50 hnis ur lokazt inni vegna íss sem rak inn á Arnarnesvík og er talið að ísinn hafi grandað þeim öllum. Reykjaborg með 200 tonna stálskip í um við Arnarvo? HJÁ skipasmíðastöðinni Stálvík h.f. við Arnarvog er nú i smíð- um um 200 lesta stálbátur fyrir Hraðfrystistöð Patreksf jarðar. Er þetta annað fiskiskipið, sem smíðað er hjá þessari skipasmíða- stöð. Var vinna hafin við það um sl. áramót. Samkvæmt upplýsingum Jóns Sveinssonar, forstjóra Stálvíkur, er gert ráð fyrir því, að smíði skipsins verði lokið um næstu áramót. Það er teiknað af Ágústi Sigurðssyni, tæknifræðingi, og verður í mjög svipuðum stíl og Sæhrímnir KE 57, sem Stálvík smíðaði. Nýja skipið verður búið öllum nýtízku og fullkomnustu tækjum og þá má nefna þá nýung, að hluti af ganginum, sem er yfir- leitt umhverfis þilfarshúsið á b>átunum, verður tekin af bak- borðsmeginn og fæst þannig meira rými fyrir vistarverur og hægt verður að minnka yfirbygg- inguna og auka þannig sjóhæíni skipsins. Þá fæst um 20 rúm,- metra frystiklefi. Mý k&iafl- blökk? Ræöa Kekkonens í Moskvu vekur umtal heima fyrir Molde, 26. febr. NTB I Maður að nafni Trygvei ' Bjellvág frá Eide á Nordmöre ] ' hefur fengið einkaleyfi á nýrri I I tegund kraftblakkaf, sem hef- | ur þann kost, að henni er kom- ið fyrir við brún bátaþilfars- ins. I • Blaðið „Fylki“ skýrir frá| | þessu í dag og segir hina nýju | I kraftblökk kallast „noteleva- tor“. Sé henni komið f yrir ] I u.þ.b. fimm metrum neðar enf tiðkazt hefur um kraftblökk- i ina á norskum bátum. £) Árekstur 3000 tunnur Bolungarvík, 26. febrúar. REYKJABORG landaði hér í nótt 2 þúsund tunnum af loðnu og Vigri landaði í morgun 1630 tunnum. í kvöld er Reykjaborg væntanlega aftur með um 900 tunnur. Loðnan veiðist út af Ól- afsvík, en löndun fæst ekki fyrir sunnan. Fimm bátar stunda netaveiðar héðan og eru aflabrögð sæmileg. Aðeins einn bátur er nú með línu. Handfærabátar eru að byrja veiðar oig hefur Sædís feng- ið 6,5 tonn 1 þremur sjóferðum. — Hallur. Helsingfors, 26. febr. — (NTB) — > IJHRO Kekkonen, forseti, sem síðustu daga hefur dvalizt í Moskvu, hélt þar ræðu í gær, sem vakið hefur mikla athygli og úlfaþyt heimafyrir. Lýsti hann því þar yfir, að Finnar hefðu þungar áhyggjur af fyrirætl- ununum um að koma á lagg- irnar sameiginlegum kjarn- orkuherstyrk Atlantshafsríkj- anna. Segja frétta- og stjórn- málamenn, að með þessum 6 V-Þjóðveriar hverfa í Kairo Masser aðvarar kommúnista Kairo, 26. febr. AP-NTB. • Upplýst var í V.-þýzka sendiráðinu í Kairo í dag, að sex V.-Þjóðverjar, þar á meðaí full- trúi eins stærsta stálfyrirtækis V.-Þ.vzkalands, hafi horfið spor- laust frá Kairo. Hafa egypzk yfirvöld fyrirskipað rannsókn á hvarfi fólksins. • Walter Ulhricht leiðtogi A.-þýzkra kommúnista heimsótti Luxor í dag og var þar vel fagn að. Það vakti mikla athygli, er Nasser, forseti Egypta’ands, lýsti því yfir í ræðu í morgun, að hann myndi ekki undir neinum kringumstæðum leyfa kommún- istum að mynda samtök í Egypta landi — og reyndu þeir að pred- ika kommúnisma eða guðleysi, væri honum að mæta. Nasser hélt ræðu þessa á fundi þingflokks arabíska sósía- listasambandsins. Lýsti hann því þá einnig yfir, að tæki vestur- þýzka stjórnin fyrir alla efna- hagsaðstoð — og viðskipti við Egypta, mundi það koma henni sjálfri í koll. Egyptar þyrftu ekki eins mikið á aðstoð Þjóð- verja að ha'da og þeir ætluðu — enda krefðust þeii; yfirleitt hærri vaxta af lánum en svo, að FYRIR nokkrum dögum fékk Eyrarbakkabátur vogmær, eða vogmeri, eins og fiskurinn er líka kallaður, í net þegar hann var að veiðum skammt frá Bakkanum. Var fiskurinn sett- ur í frysti og hér kemur mynd af honum, sem Tómas Jonsson tók fyrir blaðið. ummælum. hafi forsetinn vik-1 ið út af þeirri stefnu, sem finnska stjórnin hefur til þessa haldið varðandi MLF- áformin. Kekkonen hélt ræðu þessa í finnska sendiráðinu í Moskvu, í veizlp, er hann hélt sovézkum ráðamönnum. Hann kom reyndar heim til Finnlands í dag úr opin- berri heimsókn í Indlandi — með viðkomu í Moskvu — og er hann fyrsti Norðurlandaleiðtoginn, sem heimsækir Rússa, eftir fall Nikita Krúsjeffs. Hefur hann síðustu daga rætt við sovézka ráðamenn Egyptar væru sérlega ginnkeypt- ir fyrir að þiggja þau. Um kommúnistana sagði Nass er, að enda þótt hann vildi eiga vinsamleg sam.skipti við komm- únísk ríki, væri ágreiningur þeirra of djúpur til þess, að hann gæti leyft starfsemi þeirra „í sínu eigin landi.“ Við trúum á gildi trúarbragðanna og afneit- um einræði einstakra stétta. Reyni kommúnistar að mynda samtök hér í Egyptalandi eða predika kommúnisma og guð- leysi, er mér að mæta“, sagði hann. Ræða þessi vakti einkum mikla athygli vegna dvalar Ul- brichts, en fréttamenn benda á, að Nasser noti tækifærið ein- mitt nú, meðan Ulbricht er hampað sem gesti hans, til þess að sýna umheiminum, að honum sé samt ekki í huga, að gerast kommúnistum fylgispakur. Ulbricht var feikna vel fagn- að í Luxor í dag. Sigldi hann á- samt Nasser eftir Níl að þeim stað, þar sem síðasti Faraóinn var grafinn fyrir rúmum 3000 árum. AFP-fréttastofan franska segir í kvöld, að Nasser hafi við þetta tækifæri sæmt Ulbricht Nílar-orðunni. • Hvarfið Sem fyrr segir hafa sex Vest- ur Þjóðverjar horfið frá heimil- um sínum í Kairo; Voru það þrenn hjón, þar af ein gestkom- andi. Ekki er vitað til þess að þau hafi ætlað í ferðalag og þyk- ir hvarf þeirra yfirleitt heldur grunsamlegt. Egypzk yfirvöld hafa látið málið til sín taka og fyrirskipað leit að fólkinu. Með- aii hinna týndu, er fulltrúi stál fyrirtækisins Mannesmann í Dússeldorf, Franz W. Kiesow að naini. og farið með þeim á veiðar út fyrir Moskvu. f ræðu sinni sagði Kekkonen meðal annars, að MLF-áætlunin bæri í sér svo mikla hættu fyrir friðinn í. Norður-Evrópu, að Finnar hefðu fullan rétt til þess að láta í ljós skoðanir sínar þar að lútandi. Hann sagði, að Finnar gætu því aðeins haldið hlutleysi sínu, að friður héldist í Evrópu, og því væru þeir neyddir til þess að líta neikvætt á hvers konar aðgerðir, er breytt gætu þar um. Kekkonen sagði það sjálfsagt lítt mundu breyta gangi málanna, þótt Finnar létu í ljós áhyggjur sínar eða mótmæltu stofnun MLF, því að þeirri áætlun væri auðvelt að hrinda í framkvæmd gegn andstöðu þeirra. — „En á- formið veldur okkur áhyggjum“, sagði hann. Fyrr hafði Anastas Mikojan, forseti Ráðstjórnarríkjanna, hald- ið ræðu og lýst fordæmingu Sov- étstjórnarinnar á MLF-áætlun- inni. — • — Fréttamenn í Helsingfors benda á, að fyrir skömmu sagði yfir- maður stjórnmáladeildar finnska utanríkisráðuneytisins, Max Jao- cobssen, á fundi með fréttamönn- um, að MLF-áætlunin kæmi Finn um ekki við og því hefðu þeir enga ástæðu til þess að taka til hennar afstöðu. Finnar kærðu sig ekki um að blanda sér í það mál, enda viðkomandi ríkja að taka allar ákvarðanir þar um. á Akranesi AKRANESI, 26. febr. — Árekstur varð í fyrrakvöld kl. 20.30 á Kirkjubraut á móts við sjúkra- húsið milli Volkswagen og Waux- hall. Á þeim fyrri eyðilagðist aurbretti o.g á þeim síðarnefnda brotnaði höggvörnin. Engmn meiddist. — Oddur. Akranesbáiar með 150 tonn AKRANESI, 26. febr. — Samtals 150 tonn var afli þorskanetabát- anna hér í gær. Ver var aflahæst- ur með 21 tonn, annar Svanur með 20 tonn. Ásmundur fiskaði 12,3 tonn í tvær trossur. Lægsti bátur var með 4 tonn. Þorsktorf- urnar eru á fleygiferð. Því er það, að þótt ágætlega aflist á einum stað í dag, er þorskurinn kannski hlaupinn af á morgun. Þetta er eins og kross- gáta að renna grun í hvar hyggi- legast muni vera að leggja þorskanetin næst. Einn báturinn, sem hér rær með línu, Fiskaskagi, fékk í gær 11 tonn. — Oddur. Stefniskaffi V E R Ð U R í Sjálfstæðishúsimi í Hafnarfirði sunnudaginn 28. fehr. milli kl. 3 og 5. Allt Sjálfstæðis- fólk er hvatt til að fjölmenna. Stjórn Stefnis. S E I N N I hluta dagsins var kyrrt veður austan lands, létt- skýjað og hiti við frostmark, en vestan lands var SV-kaldi, sums staðar skúrir eða slyddu- él og hiti 1—4 stig. Við strönd Grænlands, norð- vestur af Vestfjörðum, var að myndast lægð, sem gert var ráð fyrir að hreyfðist suðaust- ur yfir Island í dag. Mun þá vindur ganga til norðurs og frysta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.