Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 13. júlí 1965 samlega. Var haldinn hrepps- nefndarfundur og samþykkt að leyfa Lyonsklúbbnum Baldri að reyna að græða upp þessa land- spildu. Unnið var af kappi frá föstu- dagskvöldi og fram á sunnudags- kvöld, en skroppið á Hveravelli skipulagningu ferðarinnar hafði Pétur Nikulásson. Þótti þessi ferð vel takast, bæði hvað snert- ir gagnsemi og skemmtun. Framtak þeirra Baldursmanna er lofsvert og til eftirbreytni. En þeir gera sér grein fyrir því, að þarna eru þeir að hefja margra Aburðar- og fræpokar losaðir af bilnaim. ára starf og að þetta er tilraun, sem ekki ber endilega árangur við fyrstu atrennu. Ættu fleiri aðilar að taka sér þetta til fyrir- myndar og hjálpa t-il við að græða landið. Af nógu er að taka, þar sem eru hin geysistóru uppblásnu svæði á hálendi fs- lands. En að sjálfsögðu þarf leið- sögn, og leiðbeiningu um val á stað, fræi og áburði. svo að það komi að gagni. Gengið frá áburöardreifara. Skemmtan uppi höfð. Fánaberi er Benedikt Antonsson, Hermann Ragnar stjómar fylkingunni og harmonikuleikari er Eiríkur Ásgeirsson. til að skoða sig um á laugardag. Dvalið var í tjaldbúðum við Svartá. Var meðfram reynt að gera förina sem ánægjulegasta, ekki sízt fyrir unglingana og tóku ýmsir Baldursfélagar að sér að halda uppi skemmtun. Lögðu þar fram krafta sína Hermann Ragnar Stefánsson danskennari, Benedikt Antonsson viðskipta- fræðingur, Eiríkur Ásgeirsson forstjóri strætisvagnanna og fleiri, en veg og vanda af Baldursfélagar græða landið Sáðu og báru á í Hvítarnesi MEÐLIMIR Lyonsklúbbsins Bald I Staðurinn var einkum valinn i oddvita Biskupslungnamanna er urs í Reykjavík sýndu um helg- vegna þess hve mikill uppblást- eiga þarna afréttarland, og tóku ina það lofsverða framtak að ur er þar. Var leitað til Skúla þeir þessari málaleitan fegins- leggja hönd á plóginn við að | Gunnlaugssonar í Bræðratungu, I hefta fok og varna uppblæstri. Fyrir áeggjan Gunnars Friðriks- sonar, framkvæmdastjóra, efndu þeir til ferðar í Hvítámes og sáðu þar grasfræi í land- spildu og báru á hana. Ætla þeir sér að haida því starfi áfram að græða landið þarna eftir því sem árin Xíða. 1 ferðinni voru 50 manns, Ly- onsfélagar með stálpuð börn sín og unglinga. Var markmiðið jafnframt að opna augu unga fólksins fyrir því vandamáli, sem uppblásturinn er, og hvetja þá til að taka þátt í uppgræðslu- starfinu, þar sem slíkt er þarft og hollt verkefni íyrir íslenzkt æskufólk. Tekið var fyrir 2% hektara svæði í krikanum milli Svartár og Hvítárvatns, en þar eru gróð- urtorfur að fjúka. Var reynt að styrkja þann gróður, sem fyrir er á staðnum og sá til nýs gróð- urs í melholt. Sáð var mismun- andi grastegundum og áburður borinn á. Dr. Sturla Friðriksson er einn af meðlimum klúbbsins, svo hæg voru heimatökin með að fá sérfræðingsaðstoð við val á grastegundum, áburði og svæði, til að sá í. • Hvað er hrein íslenzka ? Sveinn Sveinsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Mjög er ánægjulegt að sjá hinn glögga skilning almenn- ings á nauðsyn þess að halda íslenzikri tungu í hinu forna horfi, (sbr. grein B. í Velvak- anda 9. þm.). Tími er til kominn, a'ð við hreinsum öll erlend orðskripi úr íslenzikri tungu Til dæmis má taka orðin prestur o»g kirkja, sem eru grískar afbak- anir, sem hafa sært máltilfinn- ingu sannra íslendinga um aidaraðir. Þyrftu þau að hverfa úr málinu. T.d. væri réttara að segja: Goðinn Jakob Jónsson heldur guðsþjónustu (blótar) í Hallgrímshofi. Að visu eru nöfnin Jakob og Jón afbökuð hebreska og hvimleið í máli voru, enda skilst mér að ís- lenzkir borgarar megi ekki lögum samkvæmt heita ertlend- um nöfnum. Daglega' heyrist í útvarpi, blöðum og mæltu máli erlend- ar afbakanir, sem jafnvel há- menntaðir norrænufræ’ðingar nota. Sýni ég hér nokkur dæmi: Spila, lágþýzk afbökun. (Eigi er sögnin að leika betri, látína laicus). Sekúnda og mínúta, latnesk lánsorð. Dans, afbötkuð franska. Kurteisi, afbökuð franska, Stígvél, lágþýzk afbökun. Tóbak, úr in-díánamáli. Kaffi, arabiska. Próf, latína (probare). Regla, latina (regula). Klukka, sennilega keltneska. Herra og frú, lágþýzk afbök- un. Reykjavík, í sólmánuði 1965, Sveinn Sveinsson.“ • Torg er líka tökuorð Velvakandi getur bætt því við, að orðið ,,torg“, sem „B.“ vildi taka upp fyrir hið ljóta orð „plan“, mun vera' æva- fornt tökuorð úr rússnesku, svo áð þeir, sem vilja hreinsa mál- ið algerlega af orðum erlends uppruna, mega gæta sín, þegar þeir vísa veginn að betri orð- um, Þá var „B.“ heldur ekki öruggari íslenzkumaður en svo, að Velvakandi þurfti að hnika orðalagi dálítið til, áður en bréfið var sent prenturum í hendur. T.d. sagði hann „mað- ur sér“, e'ða eitthvað á þá leið; þ.e. hann notaði orðið „maður'* í sams konar fomafnsmenkingu og Danir og Þjóðverjar nota orðið „man“, og hefur slíkt allt af þótt vond íslenzka. — En að öllu gamni slepptu, þá er „plan“ heldur ljótt og óþarft or’ð, enda er notkun þess ekki mikil og mun fára minnkandi. Hér í Reykjavík er helzt talað um „Hótel-fslandsplanið“ og planið hjá Bllingsén og pylsu- sölunni. í Hafnarfirði mun til heilt torg, sem heitir Thorsol- an. í þessum tilvikum er nán- ast um örnefni að ræða. Svo er talað um síldarplan, og mun það að öllum líkindum verða lífseigt orð, — hvað svo sem málhreingerningamenn plan- leggja. Svo áð allir fái nú sitt, þá mundi „leika“ fremur mega rekja til gríska orðsins „laikos** (af laos, þ.e. lýður), en ei til vill um orðið „laicus" í mið- aldalatínu, og „klukka“ er úr miðaldalatínu „clocca", þótt til sé í írsku og gelísku „clog“, sem einnig er dregið af „clocca.“ Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.