Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1965, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 18. júlí 1963 Mountbatten lávarður kveður eftir 52 ára þjónustu Fáir hafa unnið meira starf Battenberg var ættarnafnið þar til því var breytt í Mount- á jafnmörgum sviðum Bretland fyrir í ÞESSARI viku Iætur Mountbatten lávarður, y£- irmaður brezka herfor- ingjaráðsins, a£ störfum eft ir áratuga þjónustu í þágu lands síns. Venjulega er það svo, er æðstu yfirmenn brezka hersins láta af störf um, að þeir taka hatt sinn og staf og hverfa umbúða- laust að tjaldahaki, en svo verður ekki um aðmírál Louis Francis Alhert Vict- or Nicholas, fyrsta Mount- hatten lávarð af Burma, frænda bæði Elísabetar drottningar og Philips H prins. f heiðursskyni fyrir frá- bæra frammistöðu o. dygga- þjónustu verður Mountbatten kvaddur með mikilli viðhöfn er hann yfirgefur varnarmála- ráðuneytið í Whitehall. Hljómsveit frá brezka flotan- um með skjannahvíta hjálma mun leika hergöngulög, og beggja vegna á tröppum ráðu- neytisins munu standa æðstu menn flughers, flota og land- hers ásamt þreföldum heið- ursverði. í gegnum þessa fylkingu mun hinn hávaxni „Dickie“ Mountbatten ganga, stíga inn í bifreið, og aka á brott. Mountbatten er nú 65 ára gamall, og mun ljúka 52 ára óslitinni þjónustu í þágu krúnu og lands. Fáir menn hafa þjónað Bretlandi á jafnmörgum svið- batten til þess að aðlaga það enkri tungu og venjum. Hinn ungi sjóliðsforingi varð fyrir miklu áfalli í fyrri heimsstyrjöldinni er faðir bans var hrakinn úr embætti með sífelldum dylgjum og árásum vegna hins þýzka upp- runa síns. Hinn ungi Mount- batten strengdi þess þá heit að komast eins háft og hægt væri til þess að koma fram hefndum fyrir auðmýkingu föður síns. Á árunum milli heims- styrjaldanna lifði Mountbatt- en þó áhyggjulausu lífi, og var maður velþekktur í sam- kvæmislífinu. Hann kynntist og kvæntist síðan Edwina Ashley, og af og til fór hann Mountbatten var síðati landsstjóri Indlands, og hafði það hlutverk að binda enda á stjórn Breta þar. Hér sézt hann ásamt Nehru. — Churchill yrti ekki á Mountbatten í fimm ár eftir Indlandsveruna. Mountbatten lávarður í full- um skrúða riddaraliðs hirðar- innar. um. Hann var sjóliði um borð í kafbáti í heimsstyrjöldinni fyrri, yfirmaður hinna heims- kunnu „commando" sveita Breta í styrjöldinni gegn Hitler, yfirmaður herja Banda manna í Burma, síðasti lands- stjóri Indlands, og fyrsti yfir- maður sameinaðs herforingja- ráðs Breta. Mountbatten er óumdeilanlega undramaður eins og þeir gerast mestir á brezka vísu. Feril sinn hóf „Dickie“, barnabarn Victoríu drottnin- ingar, aðeins 13 ára gamall, er hann innritaðist í Osborne, skóla fyrir sjóliðsforingjaefni. Um þetta leyti var faðir hans, Louis prins af Battenberg, æðsti maður brezka flotans. í siglingar með David frænda sínum (síðar Játvarði kon- ungi VIII), og var tíður gestur í beztu næturklúbbum Lund- únaborgar. Er heimsstyrjöldin síðari brauzt út varð Mountbatten yfirmaður tundurspillasveitar. Hann þótti maður með ein- dæmum hugrakkur og ákveð- inn og tvisvar munaði litlu að skip hans, HMS Kelly, yrði skotið í kaf. Alllöngu síðar, er Mount- batten stjórnaði hinni frægu Dieppe „commando“-árás, en í henni voru 5,000 Kandamenn ýmist felldir eða teknir höndum, var hann harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir að vera skeytingarlaus. Brezk- Mountbatten lávarður. Pessi mynd var tekin er hann ók til útfarar hins gamla verndara síns, Sir Winston Churchills. ur hershöfðingi sagði um hann: „Vera má að Dickie hafi verið beztur manna í að koma mönnum úr vandræð- slyngasti við að koma mönn- um í vandræði“. En Winston Ohurchill féll vel framsækni og kapp Mountibattens, og fól honum að sjá um gerð og smíði landgöngutækja fyrir innrásina í Normandí. Síðar gerði Churchill Mountbatten að yfirmanni hernaðaraðgerð- anna í Suðaustur-Asíu. Lipurð Mountbatten í sam- skiptum við indverska leið- toga á stríðsárunum varð til þess að Clement Attlee, for- sætisráðherra, gerði hann að landsstjóra í Indlandi, og var hlutverk Mountbattens í því embætti að binda enda á stjórn Breta í Indlandi. Ásamt konu sinni, Edwina, reyndi hann án árangurs að koma í veg fyrir deiluna milli Ind- lands og Pakistan. Hann komst frá þessu þannig að Indverjar virtu hann, Pak- istanmenn smánuðu hann, og hinn gamli verndari hans og heimsveldismaður, Windston Churohill, yrti ekki á hann í fimm ár. Er Mountbatten kom frá Indlandi hafnaði hann stöðu sem varnarmálaráðherra I stjórn Verkamannaflokksins, en var gerður yfirmaður her- afla NATO á MiðjarðarhafL Árið 1955 hreppti hann loks hina gömlu stöðu föður síns sem æðsti yfirmaður flotans, En hátindi sínum náði Mount- batten lávarður fjórum árum síðar er hann var gerður að yfirmanni Varnarmálaráðsins. í þeirri stöðu kom hann á nýjum vopnakerfum og her- tækni, og nær einum síns liðs liðs tókst honum að koma því á að allur brezki herinn, á sjó, á landi og í lofti, skyldi lúta einni sameiginlegri yfirstjórn. Enda þótt Mountbatten lá- varður dragi sig nú í hlé frá störfum fyrir herinn, munu starfsorka hans og andríki þá verða nýtt áfram í þágu brezku stjórnarinnar. Hann verður yfirmaður herferðar, sem stjórnin gerir til þess að auk rafeindatækniiðnað Bret- lands. Ef marka má fyrri feril Mountbattens, mun honum vel farnast í hinni nýju stöðu líkt og hinum fyrri, því hann er eins og einn vina hans hef- ur lýst honum „aldrei ánægð- ur með að vera í öðru sæti.“ Umræður í Moskvu „ athyglisverðar “ - en munu vart leiða til árangurs að svo stöddu Washington, 16. júlí — AP. TALSMENN Bandaríkjastjórn *r skýrðu frá því í dag, að við- ræður Averell Harriman, sér- m staks sendimanns Bandaríkja- stjórnar, og sovézkra ráðamanna sem fram fóru í dag um ástand- ið í Vietnam, hefðu verið „at- hyglisverðar“. Hins vegar væri rétt að leggja áherzlu á, að ekki væru miklar vonir við það bundnar, að viðræður þessar væru líklegar til að koma á friði í Vietnam að svo stöddu. Harrimann ræddi lengi dags við Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, en að lokn- um fundinum sendi hann ráða- mönnum f Washington skeyti um árangux þeirra Talsmenn Bandaríkjastjórnar gáfu fréttamönnum sérstaka til- kynningu, þar sem segir m.a.: „Averell Harriman ræddi í dag við Kosygin, forsætisráðherra, í þrjár klukkustundir. Þetta var annar fundur þeirra á tveimur dögum. Umræðurnar voru at- hyglisverðar, en benda ekki til þess, að neitt nýtt hafi gerzt, sem líklegt sé til að koma á friði í Vietnam, að sv stöddu.,, Talið er, að Kosygin hafi sagt Harriman, að það sé skoðun so- vézku stjórnarinnar, að Banda- ríkin heyi nú árásarstyrjöld á Vietnam, og sprengjuárásir á N-Vietnam eigi að stöðva nú þeg ar. Þá mætti frekar búast við, að einhver grundvöllur undir vopna hlésumræður væri fenginn. Harriman mun hafa tjáð so- vézka forsætisráðherranum, að Johnson, jBandarikjaforseti, hafi í huga að grípa til allra hernaðarráðstafana, sem nauð- synlegar kunna að reynast til þess að koma í veg fyrir. að kommúnistar leggi undir sig allt S-Vietnam. Gert er ráð fyrir, að Harriman muni eiga viðræður við fleiri sovézka ráðamenn. Trúlofunarhringar H \ L L D O R Skólavörðustíg 2. Kópavogur Húsnæði, ca. 60—70 ferm. fyrir ritfanga- eða bóka- verzlun óskast til leigu sem fyrst. Nánari upplýsingar í síma 20925. Royal ávaxtahlaup inniheldur C. bætiefni. Góður eftirmatur. Einnig mjög fallegt til skryet- ingar á kökum og tertum. Matreiðsla: a. Leysið innihald pakk ans upp í einum bolla (Yi ltr. af heitu vatni. Bætið síðan við sama magni af köldu vatni. b. Setjið í mót og látið hlaupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.