Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1965, Blaðsíða 3
Fjmmtufta^WP 29. júlí 1965 MQRGUNHLA&ID -.r- ■ ■r'rg~'>rz~ • ^ - ; ÞAÐ VAR sólskin 05 blíða þegar við ékum efUr Hring- brautinni. Við sáum hvar menn voru önnum kafnir við að rífa Pólana gömlu, sem svo mjög hafa verið umdeildir á undanförnum áratugum. Við sáum líka ungt fólk að garð- yrkjustörfum í gróðrastöðinni Alaska og hvar verið var að vinna við Umferðamiðstöðina. Svo varð okkur litið út á flugvöli, nei, nei, það var ekk er um að vera þar, bara þess- ar venjulegu kennsluflugvél- ar, sem lentu alltaf öðru hverju og tóku sig svo upp á ný. En kennslufiugvélar, þær leiða af sér flugnema. Það gæti svo sem verið nógu gam- an að bregða sér út í flugskól ann Þyt og spjalla við ein- Stefán og Skúli fyric. framan eina kiennsluflugvéiina. Flugið heillur Rabbað við nokkra unga fiugnema — Ég er búinn með 150 flug tíma, búinn með atvinnuflug- mannspróf bóklegt og blind- flug, svarar Skúli. — En þú, Jóhannes? — Ég er rétt að byrja í þessu. Ég er að verða búinn með solo. hverja unga flugnema. Og við gerum það, beint út á flug- völl. En þegar við komum þang- að sem flugskólinn hefur að- setur sit-t, sáum við, að þar voru aðeins tvær flugvélar fyrir. Við bjuggumst því við að hafa farið algjöra erindis- leysu og vorum hálft í hvoru að hugsa um að snúa við, þeg- ar við sáUm hvar ungur há- vaxinn piltur kom út úr flug skýlinu. — Eru engir flugnema stadd ir hérna núna, kölluðum við til hans. — Jú, hér er nú t.d. einn, svaraði hann brosandi og benti á sjálfan sig. — En hvar eru allir hinir? — Það eru nokkrir þarna uppi, svaraði hann og benti upp í loftið,- og sumir eru farnir eða ekki komnir. Við erum það margir, að við get- um ekki verið allir í einu. — Hvað heitir þú? — Ég heiti Stefán Sæmuncts son. -— Ert þú búinn að vera lengi að læra, Stefán. - Ég er búinn að vera tvo mánuði. Ég tek þetta utan- skóla. — Hvað hefurðu marga flugtíma að baki? — 56. Það er alveg nóg fyr ir einkaflugpróf, segir hann. Ég hefði tekið það í dag, hefði ég fengið prófdómara. Ég er aftur á móti búinn með það bóklega. — Og ætlarðu að halda á- fram í þessu? — Já, ég ætla að reyna við atvinnuflugmannsprófið eins fljótt og ég get. — Þú hefur ef til vill hugs að þér að gera flugið að. ævi- starfi þínu — Já, ef allt fer að óskum, þá hef ég hugsað mér það. — Ég hef flogið fjórum, en er bara með próf á eina. — Hvaða tegund er sú flug vél? — Það er Cessna 150. Mað- ur reynir yfirleitt að halda sér við eina tegund því að maður er það lengi að komast inn í hverja tegund. — Hvaða réttindi veitir soloprófið — Ég má fljúga einn í 6% mílu radius frá flugvellinum. — Ætlið þið að leggja flug- ið fyrir ykkur? — Ætlarðu í millilandaflug ið? — Ja, maður fer fyrst í inn anlandsflugið til þess að fá reynsluna. — Getið þið farið strax á farþegaflugvélarnar, þegar þið komið héðan. — Nei, við verðum að taka sérstakt próf á þær, hjá flug- félaginu. — Hvað á Þytur margar flugvélar núna? — Átta. — Og hvað hefur þú flogið mörgum af þeim? — Er mikill munur á því að fljúga hinum mismunandi tegundum? — Já, geysilegur munur. Aðalmunurinn er hvort flug vélin er nefhjólsvél eða stél- hjólsvél. Nú sáum við tvo unga menn sem voru þarna nálægt, og við spurðum Stefán, hvort ‘þeir væru þarna í skólanum með honum. Hann sagði svo vera og hóuðum við því í pilt- ana og báðum þá að spjalla dáiítið við okkur. Hér er elzta flugvél flugskólans, Piper Cub, árgerð 1947, að fara á loft með nemanda og kennara innanborðs. — Hvað heitið þið, strákar? spurðum við. — Ég heiti Skúli Óskarsson sagði sá lágvaxnari. Og ég J óhann Ragnarsson bætti hinn við. — Eruð þið búnir að vera hérna lengi? STAKSTflNAR í þessu einkennilega tæki fá nemendurnir fyrstu tilsögnina í blindflugi. — Það er nú meiningin, ef maður nær svo langt, svarar Skúli. — Hvaða flugvélategund þykir ykkur skemmtilegast að fljúga? — Skyhawkinum, segir Stef án. — Já og Piper Apache vél- inni, bætir Skúli við. — Hvað er hægt að ljúka flugprófum héðan á stytztum tíma? — Ja, ef peningarnir eru nógir, má klára þetta á einu ári. En það er mjög sjaldgæft segir Skúli. — En hvað er það, sem veld ur því að svona margir eru íarnir að leggja fyrir sig flugið? — Nú, það er mjög gaman að þessu og svo eru atvinnu- möguleikarnir góðir. — En er ekki erfitt að kom- ast að hjá íslenzku flugfélög- unum? — Jú, þau velja úr þá beztu. En þeir auglýsa villt og galið eftir mönnum þarna úti og það má leita á náðir þeirra. 7. dagui Leiðari Tímans um „ofsköttun,‘ birtist í sjöunda sinn í gær, með nýju viðlagi, að vísu. Það verður fróðlegt að sjá hve lengi þeir halda þetta út. Kommúnískt atvinnuleYSÍ Það er langt um liðið, síðan kenningar Karls Marx hrundu til grunna. Fyrsta áfallið var raun- verulega, þegar byltingin var gerð í Rússlandi, þar átti hún alls ekki að verða samkvæmt „teoríunni“, a.m.k. ekki svona fljótt. En þótt kenningakerfi komm- únismans hafi fyrir löngu hrunið til grunna, hafa kommúnistar hér á landi haldið dauðahaldi í eitt hálmstrá, eina „staðreynd". Þeir hafa alltaf sagt, að kommúnism- inn hefði útrýmt atvinnuleysinu, í löndum kommúnismans. þekkt- ist það mikla böl ekki. Hingað til hafa þessar staðhæfingar komm- únista ekki verið hraktar. Nú hefur svikahulunni hins vegar verið svipt af ástandinu í Sovétríkjunum. Sovézkir hag- fræðingar ráðast á talnafalsið um framleiðslumagnið í Sovét og hafa Ijóstrað upp um staðreynd, sem lengi hefur verið á margra vitorði, en enginn þorað að segja upphátt. í Sovétríkjunum ríkir nú mikið atvinnuleysi. í Moskvu og Leningrad eru 6—7% vinnu- færs fólks atvinnulaust. í Síberíu er 25% íbúa — tuttugu og fimm af hundraði — atvinnulausir. Jafnvel í höfuðríki kapítalism- ans, Bandaríkjunum, hefur at- vinnuleysi aldrei komizt upp í meira en 5% af vinnufæru fólki, _ eftir stríð. Og Þjóðviljinn hefur ekki spjarað stóru orðin og fyrir- sagnaletrið og kreppuspádóma. Þeir hafa hins vegar enn ekki minnzt einu orði á atvinnuleysið í Sovétríkjunum. Hvernig stend- ur á því? Hingað til hefur frétta- þjónusta Þjóðviljans frá Sovét verið afburðagóð. Hvað hefur komið fyrir skeytasambandið við Rússland? Og ritstjórinn sjálfur í Rússlandi. Af hverju segir Þjóðviljinn ekki frá hinu gífurlega atvinnu- leysi í Sovétríkjunum? Styrkir og ekki styrkir Sem betur fer er atvinnuleysið gleymt hér á landi. Við þekkjum það ekki. Sama er að segja um Vestur-Evrópulöndin. Þar þekk- ist það ekki. í Bandarikjunum hefur það minnkað mikið, en þeir sem eru atvinnulausir fá þó víð- tæka atvinnuleysisstyrki. En þvi er ekki að heilsa hjá þjáninga- bræðrum þeirra í sæluríki komm únista. Þar eru atvinnuleysis- styrkir óþekkt fyrirbrigði, þrátt fyrir hið mikla atvinnuleysi, sem þar ríkir. Sovézku hagfræðing- arnir sáu sig tilneydda að gera tillögur til kommúnistaflokksins um að teknir verði upp atvinnu- leysisstyrkir til þessa fólks. Þannig er ástandið í þeim her- búðum. Þannig er félagslegt ör- yggi verkamanna í þeirra eigin ríki. Enn einu sinni hefur lyga- hjúpnum verið svipt af útsendur- um kommúnista hér á landi. Og hvað er nú eftir af kenn- ingum þeirra, draumum og von- um? — Ekkcrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.