Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 14
14 MÓRGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. ágúst 1965 N V K O M I Ð: TeppadregSar margar tegundir Gélfffeppi margar gerðir HolBenzku Cocosdreglarnir margir litir GangadregSar alls konar Góllmoffur mikið úrval Teppafílff Baðmofftur Ceysír h.f. Teppadeildin. Sonur minn HÁLFDÁN GUÐBJARTSSON sjómaður, Leifsgötu 22, lézt á Heilsuverndarstöðinni föstudaginn 13. ágúst. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundína Olafsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON trésmiður frá Hálsi, andaðist á heimili okkar Hólmgarði 13 R., fimmtudag- inn 12. ágúst. Gíslanna Gísladóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn og fósturfaðir JÓNATAN GUÐJÓNSSON Grettisgötu 66, lézt að Vífilsstöðum 12. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhanna Jóhannsdóttir, Reynir \. Helgason. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför tengdamóður og móður okkar SIGURLAUGAR RAGNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR Guðríður og Gunnbjörn Björnsson. Þökkum sýnda samúð vegna fráfalls föður okkar og tengdaföður GUÐMUNDAR HJÁLMARS PÉTURSSONAR sem jarðsunginn var fimmtudaginn 12. þ.m. Börn og tengdasonur. Árni Klemens Hall- grímsson — Minnin í DAG verður til hinztu hvíld- ar borinn frá Kálfatjarnarkirkju Árni Klemens Hallgrímsson, Vogum í Vatnsleysustrandar- hreppi. Af sjónarsviðinu hverfur maður sem langa ævi stóð að segja mátti fremstur í öllum mál u:m sveitar sinnar og sem á einn og annan hátt tók til lands og þjóðar því að fyrir utan sín borg aralegu skyldustörf og félags- mála, hafði hann mikinn áhuga á og vann að græðslu og frið- un lands síns. Hvort tveggja var honum mikið áhugamál og ég sem kunnugur Árna Klemens vissi hve mikið gleðiefni honum var það þegar eitthvað gekk í áttina með friðun og uppgræðslu örfoka lands og skógræktun var honum mikið hugðarefni og á- hugamál. Tók hann virkan þátt í skógræktarfélagi Suðurnesja og var formaður þess frá árinu 1955. Þá lét hann einnig part úr jörð sinni svo kallað Aragerði sem er fallegur iringlaga hvammur, og ræktaði þar skóg sem nú er vel á vegi með að verða falleg tré. Árni Hallgrímsson var fædd- ur að Minni-Vogum í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi hinn 17. október 1893. Foreldrar hans voru Hallgrímur Árnason smiðs í Stapakoti, Njarðvíkum en móð- ir Guðrún Egilsdóttir bónda og útgerðarmanns í Minni-Vogum. Voru foreldrar hans bræðra- böm en faðir þeirra bræðra var séra Hallgrímur prestur að Görðum á Akranesi Jónssonar prests og prófasts á Staðarstað, en Jón var albróðir Skúla Magn ússonar landfógeta. Móðir þeirra Árna og Egils Hallgrímssonar var Guðrún Egilsdóttir bónda Sveinbjarnasonar í Innri-Njarð- vík og því alsystir Sveinbjarn- ar Egilssonar rektors á Bessa- stöðum. Það mátti því með sanni segja að Árni Klemens var að merkum ættum kominn, djörf um, sterkum og gáfuðum og átti Árni í sér andlegt og líkamlegt magn dugnaðar, drengskapar og andlegrar orku. Hann var mað- ur hár og vel vaxin karlmenni hið mesta og framkoman höfð- ingleg, vel málj farinn og átti ótæmandi fróðleik yfir að ráða. Þó hann héldi því ekki mikið fram, því maðurinn var hlé- drægur en við samræður kom það bezt í ljós hvað hann var víða heima í bókmenntum og ættfróður mjög. Það var því skemmtilegt að starfa með Árna við áttum sæti í skattanefnd frá 1928 og þar til þær voru lagðar niður og minnist ég skattanefnd arfundanna með ánægju, jafn leiðinlegt og vandmeðfarið það mál er í sjálfu sér. En Árna var sýnt um að leysa það vel af hendi og þannig var það með önnur félagsmálastörf Árna, að þau voru prýðilega af hendi leyst og skýrslur hans svo vel gerðar og skipulegar að það var til mikillar fyrirmyndar svo orð fóru af þeim hjá þeim sem við tóku á hærri stöðum. Á unga aldri fór Árni að stunda sjó með föður sínum á °pnu skipi áttræðing. Var Hall- grímur mikill sjósóknari og afla maður, tók svo Árni er hann hafði aldur til við útgerð og formennsku af föður sínum og lánaðist vel. Þegar mótorbát- arnir komu gerðist Árni þátttak andi í þeirri útgerð og er útgerð aýfélag Vatnsl eysustrandar- hrepps v-ar stoínað, var hann í stjórn þess og formaður bess. Um all mörg ár hafði hann svo útgerð í félagi með öðrum og jafnframt þe.ssu hafði hann ætíð nokkurn landbúnað. Þegar íbúar Vatnsleysustrand- arhrepps hófu mjólkursölu til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar árið 192,1, keyptu þeir bíl og gerðu hann út til daglegra ferða Þá varð Árni fyrsti fram- kvæmdastjóri og reiknishaldari þess félagsskapar, sem gekk mjög vel og varð hreppnum til mikilla hagsbóta. Útgerð lagði hann niður fyrir all mörgum ár- um og landsbúskap fyrir nokkru enda hlóðust þá á hann fleiri og stærri störf. Hann var gagn- fræðingur frá Flensborg og pví fær að taka þessi störf að sér. Hann var formaður skólanefnd- ar frá 1926-1958 og prófdómari við barnaskólann frá 1934. Hreppstjóri var hann skipaður 1942, stöðvarstjóri símstöðvar- innar Vogar 1919 til 1952 og póst og símstöðvarstjóri frá 1952 og gegndi þessum störfum til dauða dags. Þá átti hann sæti í hrepps- nefnd og einnig var hann form. kjörstjórnar. Árni Klemens var ungmennafélagi og studdi það málefni vel með orðum og eftir- breytni. Ég hef rakið hér nokkra drætti úr lifi og starfi Árna Klemensar en eftir er að geta þess, sem hann virti mest og bezt í sínu lífi, en það er hans góða eftirlifandi kona, sem hann kvæntist 20. okt. 1928, Marta Finnsdóttir frá Hnúki á Skarðs- strönd í Dalasýslu, göfug kona sem ætíð stóð sístarfandi við hlið manns síns að öllu utan húss og innan og heimili þeirra í Vogum var fagurt og til fyrir- myndar. Þar réð sönn gestrisni og göfugmennska mætti hverj- um, sem að garði bar og þar komu margir sem að líkum læt- ur, þar sem var hreppstjóri, póst og símstjóri,, en þar kom í hlutur hínnar fyrirmannlegu konu með sína mildu og aðlaðandi fram- komu, ekki sízt fram og lagði ljóma yfir þeirra fyrirmyndar hjónaband og heimilislíf. Þau hjón eignuðust þrjár dæt- ur, eru tvær búsettar í Vogum, Ása og Helga, en Halla stund- ar verzlunarstörf í Reykjavík. Þá tóku þau í fóstur ungan dreng, Kristján Sæmundsson er þau ólu upp sem eigið barn og studdu til náms, en hann hefur nú lokið jarðfræðinámi í Þýzka- landi. Við íbúar Vatnsleysustrandar- hrepps, kveðjum þig með þakk- læti og vottum eftirlifandi eig- inkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar og biðjum ykkur blessunar Guðs. Erlendur Magnússon ÞAÐ var á fögru haustkvöldi fyrir hartnær tuttugu árum, að ég kom að Austurkoti í Vogum í fyrsta skipti. Húsráðandinn, Árni Kl. Hallgrímsson kom til dyra og bauð til stofu. Ekki hafði érindi mitt lengi verið rætt, er inn í umræðurnar flétt- aðist hófleg gamansemi af hálfu húsbóndans, samhlíða næmum skilningi á því málefni, sem um var rætt. Eftir þessi fyrstu kynni fannst mér ég aldrei vera gestur í Austurkoti Allt er hverfult, ekki sízt lífið. Nú er önnur grein hins styrka stofns Austurkotsheimilisins horfin af sjónarsviðinu. Árni Hallgríms- son andaðist í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, mánudaginn 9. þ.m. og verður útför hans gerð frá Kálfatjarnarkirkju í dag. For- eldrar Arna voru Guðrún Egils- dóttir, merkiskona af ætt Svein- bjarnar Egilssonar skálds og Skúla Magnússonar landfógeta og Hallgrímur Sheving, Áma- sonar prests á Akranesi. Hér verður ekki fanð lengra í að rekja ætt Árna Hallgrímsspnar, þótt margra mætra manna væri vert að geta. Hinsvegar gefur þessi stutta ættlýsing nokkra bendingu um, af hvaða bergi hann var brotinn. Árni Hall- grímsson var fæddur 17. okt. 1893, uppalinn í Vogum og ól þar allan sinn aldur, að undan- teknum námsárum í Flensborg- arskóla í Hafnarfirði 1908—10. Gat harm þess, að aldrei hefði hann verið utan heimilis síns um nokkur jól, alla ævi. Mun það frekar sjaldgæft um mann, er lifir yfir sjö áratugi. Sveit- ungar Árna komu fljótt auga á það, að hér var maður á ferð, sem vel var til foringja fall- inn í málefnum byggðarlagsins, enda var hann kosinn til opin- berra starfa yngri að árum en almennt gerðist á þeim tíma. í hreppsnefnd var Árni kosinn 1922 og átti hann þar sæti um á r a b i 1, skólanefndarformaður 1926—58, skattanefndarmaður frá 1928 og formaður hennar frá 1942, gn það ár tók hann við hreppsstjórastarfi sveitarinnar. Prófdómari við barna og unglingaskólann frá 1932. Sím- stöðvarstjóri 1920—32 og síðan frá 1952. Auk hinna opinberu starfa, sem jafnan voru illa eða ekkert launuð stundaði Árni sjó mennsku og landlbúnað fram eft ir ævi. Var hann formaður, fyrst á árabátum og síðar á vélbátum, er þeir leystu áraskipin af hólmi. Farnaðist honum formennskan vel önnur störf. Landbúnað rak hann eins og landkostir leyfðu, en þeir eru eins og kunnugt er takmarkaðir á Suðurnesjum. Ár ið 1928 kvæntist Árni eftirlif- andi konu sinni, Maríu Finns- dóttur frá Hnúki á Skarðsströnd í Dalasýslu, glæsilegri mann- kosta konu. Eignuðust þau þrjár dætur, Höllu er stundar verzlun arstörf í Reykjavík, Ásu og Helgu, sem báðar eru giftar og búsettar í Vogum. Einnig ólu þau upp fósturson, Kristján Sæmundsson jarðfræðing. Árni Hallgrímsson var greind- ur vel, viðlesinn og margfróður. Hygg ég að fáir hafi þekkt jafn vel sögu og staðhætti Suður- nesja og hann. Skoðanir Árna voru fastmótaðar, hvort sem var um stjórnmál eða önnur al- menn málefni. Sjálfstæðisflokkn um fylgdi hann alla tíð og var góður liðsmaður þar sem annars staðar. í upphafi þessara orða minntist ég á fyrstu kynni mín af Austurkortsheimilinu. Af margþættu samstarfi urðu þau tengsl nánari eftir því sem árin liðu. Höfðingsskapur og reisn Austurkotshjóna var slík, að þangað vildu allir koma, enda heimilið orðlagt fyrir frábæran myndarbrag. Austurkot er í huga mér höfuðból, ekki fyrir háreistar byggingar né sögurík- ar minningar, heldur fyrir per- sþnuleg kynni af þroskuðu fólki er réði þar húsum. Eg votta Maríu Finnsdóttur, dætrum, fóstursyni og öðru frændliði innilegustu samúð mina, en færi Áma Hallgríms- syni beztu kveðjur og þakkir fyrir- góð og hugstæð persónu- leg kynni. Jón Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.