Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Eaugardagur 21. Sgust 1963 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN ekki furða þó að þetta sé ákoma fyrir þig! I>ú hefur verið skanun arlega blekkt! — Hvað ertu að gera? æpti Cecilia og stökk á fsetur. — Þú hefur ekkert leyfi til að lesa mín bréf! Fáðu mér það samstundis og dirfstu ekki að minnast á efni þess við nokkurn mann! Ungfrú Wraxton réti henni bréfið, en sagði. — Þú vilt von- andi síður láta mig kalla á hana móður þína til þín, en þó að ég vissi, hvað það er, sem hefur komið þér svona út úr jafnvægi. Og hvað efni þess snertir, þá býst ég við, að það verði kom- út um alla Lundúnaborg á morg un! Ég minnist ekíki að hafa orð- ið nokkurntíma svona hneyksl- uð! — Út um alla Lundúnaborg? Nei, það skal það ekki verða! sagði Cecilia af miklum ákafa. — Soffía og Charlbury! Ég get ekki .... það má aldrei verða! Ég legg af stað til Ashtead taf,- arlaust! Hvernig gat hún gert annað eins og þetta? Og af ein- tómri góðmennsku — bara til að hjálpa mér, en hvernig dirfist hún að strjúka með Charlbury? Hún reyndi að lesa bréfið aft- ur en kruklaði það í hendi sér, skjálfandi. — Rifizt við Char- les? Já, en hún hlýtur að vita, að hann meinar ekkert með því, sem hann segir, þegar hann verð ur vondur! Það veit hún! Hann skal fara með mér, þegar ég fer að sækja hana! Hvar er hann? Einhver verður að skreppa til White. Ungfrú Wraxton, sem hafði verið að hugsa, lagði nú hönd á arm henni, til þess að halda aft- ur af henni! — Vertu róleg, Cec- ilia! Hugsaðu þig ofurlítið um! Ef þessi ólánssama frænka þín hefur lent í rifriidi við Charles, þá mundi það gera illt verra, ef hann færi að fará. Hitt er sjáif- sagt rétt hjá þér, að það dugi ekki að lofa hiutunum að hafa sinn gang. Hneykslið, sem af því mundi stafa, yrði svo mikið, að ekkert okkar gæti til þess hugs- að nema með viðbjóði. Og mér óar við áhrifunum, sem það mundi hafa á blessunina hana frú Ombersley, fyrst og fremst. Það verður að bjarga stúlku- garminum frá sjálfri sér! — Og Charlbury! greip Cec- ilia fram í og neri saman hönd- um. — Þetta er allt minni heimsku að kenna. Ég verð að leggja af stað tafarlaust. 57 — Já, það skaltu gera og ég fer með þér, sagði ungfrú Wrax ton með miklum göfugmennsku- svip. — Gefðu mér bara nógan tíma, meðan þú lætur búa út vagninn hans pabba þins, svo að ég geti skrifað henni mömmu. Einhver þjónanna fer áreiðan- lega með það fyrri mig yfir í Brook Street. Ég ætla bara að segja henni, að ég hafi orðið að vera hjá þér í kvöld, og hún finnur ekkert athugavert við það. — Þú? æpti Cecilia og glápti á hana. Nei, nei, nei .... ég á við, að það er afskaplega fall- ega hugsað af þér, Eugenia, en ég vildi samt heldur, að þú kæm ir ekki með mér. — Þú getur þó varla farið ein? minnti ungfrú Wraxton hana á. — Stúlkan hennar Soffíu skal koma með mér. Og ég bið þig að láta ekkert orð um þetta fara út fyrir þínar varir! — Góða Cecilia, það er þó ekki ætlim þin að gera þjón- ustustúlku að trúnaðarmanni þínum? Þá er eins gott að nota kallara borgarinnar til þess! Ef þú vilt ekki þiggja samfylgd mína, þá neyðist ég til að kimn- gjöra frú Ombersley allt saman! Ég tel það skyldu mína að fara með þér og ég er sannfærð um, að þannig mundi Charles líka vilja hafa það. Nærvera mín í Lacy Manor getur gefið þessu siðsemismark, því að trúlofuð mær hefur aðra aðstöðu heldur en ung og ógefin stúlika. — Ég veit- ekki, hvað ég á að segja. Ég vildi bara óska, að þú hefðir aldrei litið þetta bréf augum! — Ég býst nú við, að það reynist öllum okkar hollara, að ég skyldi líta það augum, sagði ungfrú Wraxton brosandi. — Þú ert varla fær um, eins veikluð og þú nú ert, að reka þetta við- kvæma erindi með nauðsynlegri stillingu, get ég sagt þér. Jæja, hvort viltu þá heldur? Að ég fari eða segi henni móður þinni frá öllu saman? — Jæja, komdu þá með mér sagði Cecilia, fyrtin. — Enda þótt ég skilji ekki þá löngun þina, þegar ég veit, að þú mátt helzt ekki sjá Soffíu. — Hverjar sem tilfinningar mínar í garð frænku þinnar kunna að vera, sagði ungfrú Wraxton með heilagsandasvip, — þá vona ég, að ég gleymi aldrei skyldum mínum sem krist in manneskja. Cecilia var fljót að roðna að vanda. Hún var meinlaus í sér, en þetta tal gerði hana svo önuga, að hún svaraði ónota- lega: — Jæja, ég er sæmilega viss um, að henni Soffíu tekst að láta þig líta út eins og bjána, því að það gerir hún alltaf, og kemar þá vel á vondam, Eugenia fyrir að vera að skipta þér af því, sem þig varðar ekkert um-. En ungfrú Wraxton, sem vissi, að nú var sigurstund hennar upp runnin, brosti bara stríðnislega og ráðlagði henni að hugsa um, hvað hún ætlaði að segja henni mömmu sinni. Cecilia svaraði með miklum virðuleik, að hún vissi mæta- vel, hvað hún ætlaði að segja, og var á leiðinni til dyranna. En áður en þangað kæmi, opnuðust dyrnar og Dassett kom inn aft- ur, og nú til þess að tilkynna, að Bromford lávarður væri kominn og óskaði viðtals við hana. — Þú áttir að segja, að ég væri ekki við, sagði Cecilia. — Ég get ekki talað við Bromford lávarð eins og er. — Ekki það? sagði Dassett. — En hans hágöfgi virðist vera eindreginn að ná tali af yður, eða þá hennar náð, en hennar náð er hjá ungfrú Amabel og vill ekki láta ónáða s.g Hann hóstaði, eins og í afsökunarskyni — Ég mætti kannski geta þess, að hans hágöfgi hefur heyrt, að ungfrú Soffía sé farin úr borg- inni og óskar einlæglega að fá að vi-ta, hvar hún er stödd. — Hver sagði honum, að Soffia væri farin úr borginni? spurði Cecilia hvasst. — Þáð treysti ég mér ekki að segja um; En þar eð ég hef ekki fengið néinar andstæðar skipanir, treysti ég mér ekki að taka það á mig að neita þeirri staðreynd, þegar hans hágöfgi spurðist fyrir um, hvort það væri satt. Cecilia sendi ungírú Wraxt- on vandræðalegt augnatillit, og hún tók þegar málið í sinar öruggu hendur. — Gjörið svo vel að bjóða hans hágöfgi að ganga hér inn. Dassett hneigði sig og fór. — Eugenia! Gættu nú að, hvað þú ert að gera! Hvað ætl- arðu að segja við hann? Ungfrú Wraxton svaraði al- vörugefin: — Það er undir at- vikum komið. Við vitum ekki, hve mikið hann veit, og við verð um að muna, að hann hefur eins mikinn álhuga á frænku þinni og nokkurt okkar hinna. — O, vitleysa! svaraði Cecilia. — Soffía mundi aldrei fara að eiga hann! — Hún hefur að minnsta kosti sýnt sig óverðuga hans. Ég vona, að hún þurfi ekki, þegar þar að kemur, að giftast hvaða heiðar- legum manni, sem vill hana. Cecilia þurfti ekki að svara þessu, því að nú var Bromford lávarði vísað inn í stofuna. Hans hágöfgi var afskaplega kvíðinn á svipinn, en enginn kvíði gat þó dregið úr kurteisi hans, er hann heilsaði þeim. Kveðjur hans voru mjög form- lega fram settar, og ekki gleymdi hann að gera kurteis- lega fyrirspurn um heilsufar Amabels. Síðan baðst hann af- sökunar á því, að hann gerði unfxú Rivenhall ónæði með því að æskja viðtals við hana, og svo kom hann eftir nokkra vafn- inga að efninu, og erindi sínu með heimsákninni. Hann hafði séð ungfrú Stanton-Lacy aka eftir Piccadilly í leiguvagni með fjórum hestum fyrir, en við hlið hennar var Charlbury lávarður, en farangur bundinn aftan á vagninn. — Frænka min var snögglega kölluð út í sveit, svaraði Cec- ilia rólega, svo að hún varð varla grimuð um neina uppgerð. — Með þennan náunga einan sér til fylgdar? æpti hann, stór- hneykslaður. Og auk þess er ann að, sem gerir þetta enn grunsam legra: Hún ætlaði út að aka með mér í dag! — Hún hefur bara gleymt því og sér svo eftir því. Þér verðið að fyrirgefa henni það, sagði Cecilia. Hann horfði fast á 'hana, and- artak ,en það, sem hann sá í svip hennar, nægði til þess, að hann sneri sér að ungfrú Wrax- ton og sagði: — Ég bið yður að segja mér þetta, ungfrú Wraxt- on. Það þýðir ekki að fara að telja mér trú um, að ungfrú Stanton-Lacy hafi ekki verið að strjúka burt úr borginni! Hvem ig gat hann Rivenhall leyft henni að fara svona burt! Já, afsakið, en þessi eltingarleikur hans Oharlbury hefur gengið út fyrir takmörk almenns vel- sæmis .... og hefur valdið mér hinum mestu áhyggjum. Ykkur getur ekki verið ókunnugt um, að ég hef sjálfur áhuga á mál- inu! Ég hafði verið að hlakka til þess, að þegar Sir Horace Stanton-Lacy kæmi aftur til landsins .... en að stinga svona Hann þagnaði og var sýnilega al veg miður sín. AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI B^envwood hrœrivélin er allt annab og miklu meira en venjuleg hrærivél * Kenwood hrærivélin er traust- byggð, einföld í notkun og umfram allt afkastamikil og fjölhæf. Með Kenwood verður baksturinn og matreiðslan leikur einn. Kenwood hrærivélin er bezta og fullkomn- asta hjálp húsmóðurinnar í eld- húsinu. Kenwood hrærivélinni fvlgir: Stálskál, pískari, hrærari, hnoðari og sleikjari. Verð kr.: 5.900,00. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Miðbær - Flókagata -neðri hluti Meðalholt - Bárugata - Bræðraborgarstígui Skeiðarvogur - Laugarásvegur Barðavogur Sími 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.