Morgunblaðið - 27.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1965, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLADIÐ r F5stuíJagur 2T. Sgfist 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRIÐUN SKÓGA OG NÝRÆKT k ðalfundur Skógræktarfé- lags íslands hefst í dag norður á Blönduósi. Af því til efni er ástæða til að rifja nokkuð upp, hvað verið hef- ur að gerast í íslenzkum skóg- ræktarmálum á síðustu ár- um, og hvaða verkefni eru framundan. Undanfarin ár hafa verið gróðursettar frá einni milljón til 1,3 milljónir trjáplantna á ári. Ef gert er ráð fyrir að ein milljón plantna lifi, sem er taíið mjög varlega áætlað, þá eykst skóglendi landsins um 200 hektara á ári. Það eru skógræktarfélögin, sem starfandi eru 1 öllum landshlutum, sem staðið hafa fyrir þessu mikla skógrækt- arstarfi ásamt Skógrækt rík- isins. Stefna skógræktarinnar hefur verið sú að gróðursetja í stór samfelld landssvæði ár hvert. Gróðursetning skóg- ræktarfélaganna hefur hins vegar af eðlilegum ástæðum verið dreift um land allt. Meðal höfuðskógræktar- svæða Skógræktar ríkisins má telja Skorradal, þar sem gróðursettar hafa verið um Vz miljón trjáplantna og Haukadalur í Biskupstungum þar sem svipaður fjöldi trjá- plantna hefur verið gróður- settur. Á Hallormsstað hefur einnig verið unnið stórbrotið skógræktarstarf. Ýmsa fleiri staði mætti nefna, þar sem unnið hefur verið mjög ötul- lega að plöntun nýrra skóga á vegum Skógræktar ríkis- ins. Á öllum þessum stöðum hef ur ágætur árangur náðst af skógræktunarstarfinu. Vöxt- ur trjánna er öruggur og ný- ir skógar eru að rísa í hinum ýmsu landshlutum. Aðalatriðið er að íslenzk skógrækt hefur tekið vísindi og þekkingu í þjónustu sína. Mistökin heyra að mestu for- tíðinni til. Nú vita allir ís- lendingar það að hér er hægt að rækta skóg með fullu ör- yggi og góðum hagnaði. Tilraunir skógræktarinnar hafa leitt í ljós svo að ekki verður um villst: í fyrsta lagi, að 20—30 er- lendar trjátegundir geta vax- ið hér. í öðru lagi að allmargar þeirra, sennilega allt að 10, vaxa svo greiðlega að af þeim má vera unnt að rækta nytja- skóga, sem fullnægt gætu timburþörf landsmanna í framtíðinni. í þriðja lagi að það tekur naumast meira en 50 til 75 ár að koma hér upp nytja- skógi að óbreyttum aðstæð- um. í fjórða lagi, að með friðun og ræktun má auka afköst birkiskóganna, svo að miklu nemur. í fimmta lagi, að friðun skóga og nýrækt er öruggasta leiðin til að verja landið upp- blæstri og eyðingu. Allt eru þetta staðreyndir sem ekki verða kveðnar nið- ur með sleggjudómum og svartsýni um möguleika skóg ræktar á íslandi. Skógræktin er þess vegna alþjóðamál, sem verðskuldar fyllsta stuðnings, í senn al- mennings í landinu og hins opinbera. TOLLAR OG SMYGL l?yrir tveimur árum voru tollar á f jölmörgum varn- ingi, sem fluttur er hingað til lands frá útlöndum, lækkað- ir mjög verulega. Hafði þetta í för með sér að um skeið dró mjög verulega úr smygli. Var því mjög fagnað, bæði af al- menningi og þeim sem ann- ast verzlun og viðskipti í landinu. En nú virðist smyglið hafa færzt að nýju verulega í auk- ana. Er nú svo komið að áætl- að hefur verið að vörum fyrir 200—400 milljónir króna séu fluttar til landsins án toll- greiðslu. Bent hefur verið á að af þessu fé mundi verzl- unin sennilega fá 50—100 milljónir í eðlilega álagningu og því fé mundi hún verja til að bæta þjónustu við lands fólkið - með betra verzlunar- húsnæði, meiri tækni og meira vöruúrvali. Af þessu verður augljóst að bæði verzlunin og almenning- ur í landinu bíða mikið tjón við smyglið, auk þess sem ríkissjóður tapar við það mikl um tolltekjum. Fyllsta ástæða er til þess að baráttan við smyglið verði énn hert. Jafnframt verður að taka til nýrrar athugunar, hvort ekki er hægt að koma á meira samræmi í tollalög- gjöf hérlendis, eins og við- skiptamálaráðherra hefur raunar nýlega vakið máls á. Hinar stórfelldu tilraunir til smygls sem komizt hefur upp undanfarið hér á landi eru þjóðinni til vansæmdar. Með frjálsri verzlun og skyn- samlegri tollalöggjöf ásamt vökulu eftirliti á að vera hægt að skera fyrir þessa meinsemd. * ' ’ i-Vttr Fé fennir í Suður -Afríku I>AÐ ER víðar en á Islandi, sem það gerist að fé fennir. í júlímánuði sl. bar svo við að til stórvandraeða horfði í tveimur héruðum 1 S-Afríku vegna snjóa, en slíkt mun þó sjaldgæft þar. Héruðin eru Trahskei og Natal, og urðu baendur fyrir miklum vand- ræðum og búsifjum vegna þessa. Vegir lokuðust vegna snjóa, og símalínur slitnuðu. Er fullvíst talið að þúsundir fjár hefðu farizt ef ekki hefði til komið aðstoð úr lofti. Þyrlur frá South Afri- can Airways voru á förum nótt, sem nýtan dag á meðan snjór var yfir héruðunum, og fluttu þær hey handa fénu og matvæli til bænda. Meðfylgjandi myndir eru frá S-Afríku, og gefa góða hugmynd um að til beggja vona getur brugðið um veður far í þessu suðræna landi. I : „Gemini njósna Moskvu, Washington, 25. ágúst. — AP — NTB BLAÐIÐ „Rauða stjarnan“, sem er málgagn sovézka varn armálaráðuneytisins, lýsti því yfir í dag, að för bandarísku geimfaranna Coopers og Con- rads sé farinn í þeim tilgangi einum að njósna um komm- únistalöndin. Segir blaðið, að „Gemini 5“ muni á 8 dögum fara 40 sinn- um yfir Alþýðulýðveldið Kína, 16 sinnum yfir N-Viet- nam og 11 sinnum yfir Kúbu. • Sé allur tilgangur þessarar geimferðar hernaðarlegs eðlis. 5" á að úr lofti Framtíðaráætlanir Bandaríkj- anna séu á þann veg, að full- komna tækni, sem geri banda- rískum geimförum unnt að nálg- ast gervitungl annarra þjóða á lofti og eyðileggja þau. Segir blaðið alla ferð Coopers og Conrads einkennast af skrumi. • í Washington var tilkynnt í dag, eftir að kunnugt varð um greinina í „Rauðu stjörnunni", að Bandaríkin muni bjóða einhverj- um þekktum, sovézkum vísinda- manni að koma vestur um haf, og kynna sér af eigin raun undir- búningog tilgang „Gemini-áætl- unarinnar", sem miði að því ein- göngu að undirbúa tunglferð. Því hefur jafnframt verið lýst yfir af bandarískum ráðamönn- um í dag, m.a. Johnson, forseta, að geimrannsóknir Bandaríkj- anna hafi engan hernaðarlegan tilgang og sé það ósk Banda- ríkjastjórnar að hafa á þessu sviði nána samvinnu við Sovét- ríkin og Sameinuðu þjóðirnár. Ostende, 23. ágúst. - NTB. LÖG REGL.AN í Ostende beitti í gær brunaslöngum gegn flæmskum þjóðernissinn um, sem lentu í átökum við frönsku mælandi ferðalanga úti fyrir aðalkirkju borgarinn ar. Upphófu hinir flæmsku mótmælaaðgerðir gegn því, að frönsk tunga skyldi notuð við guðþjónustu í kirkjunni, og jafnframt gegn notkun frönsku í skólum og opinber- um stofnunum. Upphaflega höfðu hinir flæmsku boðað fótmælagöngu í þessu skyni, en hún var bönnuð og leit út fyrir, að ekki yrði af átökum — þar til kvöldaði og mönnum tók að hitna í hamsi. Höfðu Flæm- ingjar við orð að alltof mikil franska væri töluð á baðstöð- um og öðrum samkomustöðum ferðamanna — og upphófu söng og slagorðin „Burt með ykkur frönsku rottur“. Lykt- aði átökunum svo, að fjórtáa voru handteknir. — segir „Rauða Stjaman“, og telur geim- rannsóknir Bandaríkjanna framkvæmdar í hernaðartilgangi einum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.