Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudapur T. sept. 1965 Selja kartöflur úr bifreiðum Akveðið nýtt verð á InnSendum kartöflum EINS og kunnugt er af fréttum, hafa kaupmenn lýst sölubanni á íslenzkum kartöflum til þess að mótmæla álagningu á landbún- aðarvörum, sem þeir telja vera langt undir meðal ver/.lunar- kostnaði. Á mánudag sl. vár enn ákveðið nytt verð á kartöflum og eru höfuðbreytingarnar þær, að innkaupsverðið lækkar úr níu krónum niður í átta, þannig að smásöluverðið verður 12 kr. I heildsölu kostar hvert kíló 8.70 kr., en pakkað 9.70 kr. Kaup- mennirnir fá því 1.46 kr. án sölu skatts á hvert kg. og er það rétt um 15% álagning. Þýðir það, að kaupmenn fá 7.30 kr. fyrir hvern 5 kg. pakka, en það er venjuleg- asta magnið, sem selt er í smá- sölu. Vegna þessa sölubanns á kar,- ötflum, hafði blaðið í gær tal af Jóhanni Jónassyni forstjóra Grænmetisverzlunar landbúnað- arins, og spurðist fyrir, hvort Grænmetisverzlunin hefði í byggju að gera einhverjar ráð- stafanir til dreifingar á kar- töfum. Jóhann kvað það vera ætlunina, eí deilan leystist ekki nú, að aka kartöflum til helztu úthverfa, þar sem húsmæður ættu erfiðast með að bera sig Vegagerð á Breiða- da!sheiði gengur vel Löng jarðgöng verða á háheiðinni í SUMAR hafa verið miklar vegaframkvæmdir á Breiðadals- heiði, sem liggur milli ísafjarð- ar og Önundarfjarðar. Undanfar inn hálfan annan mánuð hefur verið unnið þar með 6 jarð- ýtum við að leggja veginn niður heiðina Önundarfjarðarmegin. Mbl. spurði vegamálastjóra um þessar vegaframkvæmdir. Hann sagði að í haust mundi verða fullbúinn 2 V2 km kafli af veginum og yrði þá búið að undirbyggja hálfan annan km í viðbót. Yrði þetta langt komið snemma í september, þegar tíð fer að spillast. Enn verður þó eftir dálítill kafli niður í Ön- undarfjörðinn. í sumar hefur verið þurr og góð tíð og verkið gengið vel. Yfir Breiðadalsheiði hefur að- eins verið gamall ruddur vegur. í Vestfjarðaráætluninni er gert ráð fyrir jarðgöngum efst á fjallinu. Búið er að kortleggja þann kafla og hafa verkfræð- ingar og jarðfræðingar verið að rannsaka aðstæður i sumar. Ekki er það endanlega ákveðið, en sennilega verða jarðgöngin hálfur km á lengd, og hugsan- legt að byrjað verði á þeim á næsta ári. í>egar vegurinn verður kom- inn Önundarf jarðarmegin, þarf einnig að gera samskonar veg Ísafjarðarmegin heiðarinnar. eftir þeim, svo sem í Kópavogi, Hafnarfrði og Seltjarnarne&L Yrðu ferðir bifreiða þeírra, er aka út kartöflunum, auglýstar, þegar þar að kæmi. Þá sagði Jó- hann, að Grænmetisverzlunin hefði á mánudag sl. opnað græn- metismarkað í nýju húsnæði að Síðumúla 24, þar sem grænmet- isvörur væru seldar á lægra verði en í cðrum verzlunum, og hefði sala gengið þar mjög vel. Steindór Hjörleifsson. Emil Björnsson. Ráönir til sjónvarpsins BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi frétt frá menntamálaráðu- neytinu: „Eftirgreindir menn hafa verið ráðnir til starfa við sjónvarps- deild Ríkisútvarpsins: Emil Björnsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar, Steindór Hjörleifsso.n deildar- stjóri lista- og skemmtideildar. Jón D. Þorsteinsson deildar- verkfræðingur og Gísli Gestsson kvikmyndatöku- maður. Mennta.málaráðuneytið 31. ágúst 1965“. Emil Björnsson er fæddur 1915 á Felli í Breiðdal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1939 og stundaði næstu tvö ár nám í viðskipta- fræði og hagfræði við Hásikóla íslands, en nam síðan guðfræði og varð guðfræðikandidat árið 1946. Emil Björnsson hefur verið safnaðarprestur Óháða safnað- arins í Reykjavík frá árinu 1949 og j'afnframt starfað í frétta- stofu Ríkisútvarpsins frá 1944, nú síðast sem aðstoðarfrétta- Lítill árangur á afvopn- unarráðstefnunni í Cenf stjóri. Bmi'l Björnsson kynnir sér sjónvarpsrekstur í Bandarikjun- um um þessar mundir. Steindór Hjörleifsson er fædd- ur 1926 í Hnífsdal. Hann stundaði leiklistarnám við Leikskóla Lár- usar Pálssonar á árunum 1946— 49 og hefur síðan starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur og verið í stjórn félagsins í mörg ár. Hann er nú formaður Lei'kfélags Reykja víkur. Steindór hefur auk þess verið deildarstjóri í Seðlabanik- anum sl. sjö ár. Jón D. Þorsteinsson er fæddur 1933 í DrangsMíðardal í Austur- Eyjafjallahreppi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Lau.garvatni 1955 og lauk prófi I útvarpsverkfræði við Polytekn- isk, Læreanstalt í Kaupananna- höfn í janúar 1963 og hefur starf- að síðan hjá Eltra-sjónvarpsverk- smiðjunum í Kaupmannahöfn. Gísli Gestsson er fæddiur i Reykjavík 1941. Hann lauk verzl- unarprófi frá Verzlunarskóla ís- lands árið 1960 og starfaði sem blaðaljósmyndari í 3 ár. Hann hef ur numið kvikmyndagerð í Lond- on School of Film Technique og starfað hjá sjónvarpi BBC og stjórnað sjálfur kvi'kmyndatöku fyrir ýmsa aðila, m.a. erlendaiT sjónvarpsstöðvar. Sjö presfaköll laus á landinu Genf, 31. ágúst - NTB. RÚSSNESKI fulltrúinn á afvopn unarráðstefnunni í Genf, Tsar- apkin hefur ásakað vesturveldin um að gera tilraun til þess að fá Vestur-Þýzkalandi í hendur kjarnorkuvopn. Þá hélt hann því ennfremur fram, að greina mætti nýjan hernaðaranda þar í landi. í svari sínu gegn ummælum Tsarapkins, sagði William C. Foster, fulltrúi Bandarikjanna, að tillögur Bandaríkjamanna á ráðstefnunni kæmu í veg fyrir það, svo að ekki yrði um villzt, að kjamorkuvopn yrðu fengin í hendur rikjum, sem ekki réðu nú þegar yfir slíkum vopnum, en Tsarapkin hafði komið fram með ásakanir sínar, er tiliögur Bandarikjamanna voru til um- ræðu. Foster sagði hints vegar, að bandarísku tillögurnar kæmu ekki í veg fyrir stofnun sam- eiginlegs kjarnorkuherafla Atl- anzhafsbandalagsins, og myndu V-Þjóðverjar alveg eins geta átt aðild að slíkum herafla, eins og t. d. Holland eða sérhvert annað land, sem ekki hefur kjarnorkuvopn nú. Er Tsarapkin var spurður um, hvort hann hefði með þessum ummælum verið að hafna tillög um Bandarikjanna fullkomlega, svaraði hann, að hér væri ekki verið að vísa neinu á bug, held- ur væri ekki um neinn samn- ingsgrundvöll að ræða. „Hægt að útrýma ólyktinni" HÉR á landi er staddur um þess- ar mundir John N. Rennenburg, forstjóri fyrirtækisins Edw. Renn enburg & Co. í Baltimore í Bandarikjunum, en það fyrir- tæki framleiðir ýmiss koruar vél- ar fyrir efnaverksmiðjur. Mr. Rennenburg er hér á vegum Gisla Halldórssonar, verkfræð- ings, en Gísli var um nokkurra ára bil starfsmaður fyrirtækis- ins. Gafst blaðamönnum kostur á að ræða við þá báða fyrir skemmstu. Kom þá m. a. fram, að Edw. Rennenburg & Sons hafa á und- — Sildin Framhald af bls. 28 væru að veiðum við Jan Mayen. Þá var Sigurður Bjarnason bú- inn að fá 1800 mál, Lómur 1600, Búðaklettur 1660, Guðbjörg 1700 og Oddgeir 1700 tunnur. SJcipin.biðu komu síldarflutn- ingaskipsins Dagstjörnunnar. sagði í gærkvöld, að nokkur skip anförnum árum framleitt lykt- eyðandi kerfi fyrir verksmiðjur, en kerfið er byggt á uppfinning- um Gísla Halidórssonar, verk- fræðings. Sagði Mr. Rennenburg, að kerfi þetta hefði verið notað í verksmiðjum í Bandaríkjunum og gefið fullkominn árangur. Kerfið byggðist á því, að reyk- urinn væri hitaður upp í 1400 stig í Fahrenheit og væri síðan þriðjungi reyksins hleypt út, en afgangurinn tekinn aftur inn í ofninn. Sagði Mr. Rennenburg ennfremur, að ekkert mælti móti því að kerfi þetta mætti nota hér og þá t. d. við útrýmingu lyktar þeirrar, sem leggur yfir Reykja- víkurborg frá Kietti og Örfirisey. Gísli Halldórsson, verkfræð- ingur, sagði blaðamönnum við þetta tækifæri, að fyrirtækið Edw. Rennenburg & Sons hefði lengi framleitt vélar fyrir síldar- verksmiðjur og væri sennilega einn' elzti framleiðandi slíkra véla. Nokkrar síldarverksmiðjur hér á landi notuðu vélar frá þessu fyrirtæki reynzt vel. og hefðu þær SJÖ prestaköll eru laus til um- sóknar á lanidinu og auglýsir biskup þau í siðasta Lögbirtinga- blaði. Umsóknarfrestur er til 30. sept. Þau eru: Seyðisfjörður í Norður-Múla- prófastsdæmi (Seyðisfjarðar- og Klyppsstaðasóknir). Þess er getið að heimatekjur séu prestsseturs- hús kr. 1245,00 og fyrningasjóðs- gjald kr. 285.00. Vík í Vestur-Skaftafellsprófats dæmi (Víkur-, Reynis- og Skeið- flatarsóknir). Þar eru heimatekj- ur prestseturshús kr. 1155,00 og fyrningarsjóðsgjald kr. 240,00. Stykkishólmur í Snæfells prófastsdæmi (Stykkishólms-, Helgafells- og Bjarnarhafnarsókn ir). Heimatekjur eru Eyjahlunn- indi kr. 400.00; prestseturshús kr. 1160,00 og fyrningars j óðsg j ald kr. 180,00. Bildudalur í Barðastrandar- prófastsdæmi (Bíldudals- og Sel árdalssóknir). Heimatekjur eru prestseturshús kr. 960,00 og fyrn- ingarsjóðsgjald. Ögurþing í Norður-lsafjarðar- prófastsdæmi (Súðavíkur-, Eyrar og ögursóknir). Heimatekjur engar. Æsustaðaprestakall í Húna- vatnsprófastsdæmi (Holtastaða-, Bólstaðahlíðar-, Bergstaða-, Auð- LÆGÐIN yfir Grænlandshafi var farin að breiða regn- þykkni sitt yfir Vesturland uwi nón í gær og var von á rigningu á hverrí stundu. Var norðanáttin á Austur- landi að ganga niður að sama skapi og veður farið að hlýna um allt land. Heitast var kl. 15 á HeMu, 14 stig, en 7 stig í Grímsey og á Raufarhöín. kúlu- og Svínavatnssóknir). — Heimatekjur þar verða ákveðn- ar að lokinni úttekt hins nýja prestsseturshúss að Bólstað. Barð í Skagafjarðarprófasts- dæmi (Barðs- og Knappstaða- sóknir). Heimatekjur eru prest- setrið kr. 825,00, prestseturshúsið kr. 2400,00 og fyrningarsjóðs- gjald kr. 360.00. Skírnarfontur gefinn til IVIiklaholtskirkju Borg í Miklaholtshrppi, 29. ágúst. í DAG messaði séra Árni Pálsson sóknarprestur að Miklaholti. Við það tækifæri var vígður forkunn arfagur skírnarfontur, sem börn Ásdísar Sigurðardóttur fyrrv Ijós móður, og húsmóður í Mikla- holti, gáfu kirkjunni í tilefni af áttatíu ára afmæli móður sinn- ar. í upphafi guðsþjónustu las safnaðarfulltrúi, Alexander Guð- bjartsson, gjafabréf er fylgdi skírnarfontinum, minntist hann einnig starfa Ásdísar í Mikla- holti. Tvö börn (tvær telpur) voru skírðar í dag við guðsþjónustuna, sem öll var hin hátíðlegasta, enda kirkjan full af kirkjugest- um. M a. voru öll börn og tengda- börn Ásdísar sálugu stödd við messugjörð að Miklaholti í dag. Skírnarfonturinn er sérstakt listaverk, að mestu úr steypu, með ígreyptum fallegum mynd- um. Enda er minning hans tengd mikilhæfri konu, sem unni kirkju sinni á sérstæðan hátt; fórnaði miklum fjármunum og vinnu til þess að halda sem mestri reisn yfir þessum stað, þar sem hún hafði háð sitt lífsstarf með mik- illi rausn og virðingu. Enda taldi hún þennan stað. heilagan reit, í þess orðs beztu merkingu, Ásdís andaðist 5. júlí s.l. Sökum las- leika gat eftirlifandi maður henn ar, Magnús Sigurðsson, ekki, mætt til messu í Miklaholti í dag, Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.