Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. des. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 7 Loftsýnin 8. nóv. ÞAÐ mun hafa verið að morgni mánudagsins 8. nóv., sem flestir sáu lofitsýn þá, er lýst hefir verið í blöðutm og útvarpi. Kvöldið áður mun svipuð loftsýn hafa sézt og einhver ljóstfyrirbrigði á öðirum tímum, auk venjulegra etjörniuhrapa. En mánudagsmorg uninn sást þetta fyrirbrigði í flug turninum í Reykjavík ki. 6.49 og stefndi úr norðvestri til suðaust- ure. bennan morgun va.r ég á gangi um kl. 7 (sú tímaákvörðun er ekiki nákvæm, getur skakkað 6-10 mínútum) eftir veginum, sem ii.ggur frá Hveragerði suður Ölvusið til Þrengslavegarins. Ég xnun hafa verið kominn 5-10 mín útna leið frá Suðurlandsveginum, (þegar ég sá það sem ég tók fyrir íiugvélarljós í suðvesturátt í stefnu á Hellisheiðina, og taldi é.g vist, að hér væri um að ræða ílugvéd á leið frá Keflavíkur- eða Reykjavíkurflugvelli. En þetta voru ekki venjuleg flug- vélaiijós, heldur löng og alllbreið Ijóerák, einna líkust ljósrák frá járnlbrautarlest í nokkur hundr- uð metra fjarlægð og ekki óáþekk mynd, sem birtist í Morg unblaðinu að mig minnxr daginn eftir af sviipaðri loftsýn. Ljós- styrkleiki var nokkuð jafn i al.lri ljósrákinni ekki áberandi meiri í fremri enda hennar en aftantili og svipaður því sem hægt væri að búast við úr glugg- um flugvélar í ekki alltof mik- illi flughæð. En lengd rákarinnar var milklu meiri en svo, að um slíkt gæti verið að ræða, en ég gizka á, að lengdin hafi numið 2 þvermálum sólar. Er ég hugði betur að, sá ég dauft ljós aðeins ofan og framan við ljósrákina, og var bilið frá fremri enda rák- arinnar að því ljósi a.m.k. helm- ingi minna en lengd rákarinnar sjálfrar, og styrkleiki þess álíka eða sennilega aðeins minni en stjarnanna í belti Orions. Loft- sýn þessi leið þvert yfir suður- loftið í um það bil 30° hæð með eðlilegum flugvélarhraða, og ég fylgdi henni eftir í a.m.k. 2 mín- útur. Hún hvarf sem snöggvast bak við skýjaþykkni í suðaustri, en kom aftur fram í heiðríku í stefnu á Eyrarbakka, smádofnaði á eðlilegan hátt vegna fjarlægð- arinnar, og fylgdi ég henni ekki eftir alla leið út í sjóndeildar- hring, sem hún nálgaðist. Bilið milli fremra ljóssins og ljósrák- arinnar hélzt óbreytt, ljósmagnið í rákinni einnig, meðan hún var að fara framhjá. Rauð eða grzen ljós sáust ekki og engin „blikk“- ljós. Ég taldi víst, að þarna væru tvær flugvéiar á ferð, og datt í hug, að ljósrákin kæmi fram við það, að flugvélaljósin lýstu upp skýjarák, sem flugvélar skilja oft eftir sig, þegar hátt er flogið, enda gat breiddin í ljós- rákinni vel svarað til þess. Nú segir mér starfsmaður á Reykjavíkurflugvelli, að varla geti þetta hafa verið flugvél, því að hún ætti að hafa sézt hjá þeim á „radar“. Sú skýring, að um loftstein eða vígahnött hafi verið að ræða, kemur varla til greina, því að mér er sagt af sérfróðum mönn- um, að þeir fari yfir himinhvolf- ið með miklu meiri hraða, varla á lengri tíma en nokkrum sek- úndum. Loks gæti hugsast að þetta hafi verið gervitungl að brenna upp í gufuhvolfinu. Hraðinn gæti vel svarað til hraða gervitungla, sem oft hafa sézt fara hér yfir. Hveragerði, 19. nóv. 1966. Björn L. Jónsson. f \ Ekki of sterk...Ekki of létt... VICEROY gefur bragðið rétt iiiiii WtBUIUM Wcykrfl allar Itel/iu tilier tegundirnar og þer mumC itnna, afl sumar eru ol slerkar og bragCasi eins og engmn liller se—aCrar eru ol léiiar, jiví allt bragQ wasi ur »eyknum og eyCileggur aiiægju yCar—En Vrceroy;melk sínum djúpolna-ldier, gelur yíur véita bfagHiC. Bragðiö sem milljónir manna lofa-kemur frá VICEROYsIze 10136 UHOWN & WlUJAMdON VOIIACCO C01«1H>1«A'I'K>N LXJUItjVILI .K. KSNTUCKY, U.tó.A. Karlmannaföt glæsilegt úrval. Unglingaföt 1650.00 — 2.600.00. Zlltima Sími 22206. combi star Patent nr. 140 454 Nýhzkulegi Hvíldarsfóllinn me5 eiginleika ruggustólsins Stillanlegur meS einu handtaki f þá stöðu er yður henfar bezt meS einkaleyfi frá Stokke Fabrikker As Noregi Ath.: Að gefnu tilefni leyíum við okkur að vara viðskiptamenn vora við eftirlíkingu. Sönnun þess að þér hafið fengið réttan stól með réttu „systemi“ er að framleiðslumiði frá okkur fylgi stólnum. Húsgagnaverzlunin Laugavegi 36 KARL J. SÖRHELLER Sími 1-3131.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.