Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. des. t§65 MORGUNELADIÐ 13 Sendiherrahjdnin í Höfn skruppu heim til að halda jdl með f jölskyldunni Viðlol við Gunnar Thoroddsen Sendiherrahjónin í Kaup- mannahöfn eru komin til íslands til að eyða jólunum með fjöl- skyldu sinni. Mbl. hitti Gunnar Thoroddsen snöggvast að máli og spurði hann frétta. — Kemur afgreiðsla handrita- málsins í yðar hlut sem sendi- herra? — Handritalögin höfðu verið afgreidd frá Þjóðþinginu áður en ég kom til Hafnar. En það varð eitt af fyrstu embsettisverk um mínum að undirrita ásamt Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, handritasamninginn milli Islands og Danmerkur. Málið, sem stjórn Árnasafns höfðaði gegn danska kennslumálaráðu- neytinu til þess að fá handrita- lögin ógilt, er nú rekið fyrir eystra landsrétti, og er gert ráð fyrir, að dómur gangi í málinu snemma á næsta vori. , Hvaða úrslit sem málið fær þar, verð- ur því áfryjað til hæstaréttar og má búast við því að' málsmeð- ferð þar taki allt að einu ári. Snemma árs 1967 ætti öllum málaferlum að vera lokið. — Og hvað hjaldið þér um úr- slitin? — Það mun álit flestra ann- arra en málafærslumanns Árna- safns, að hæstiréttur muni ekki ógilda ákvæði handritalaganna. — Sá málafærslumaður er sagður geysilega harður í horn að taka. Hafið þér hitt hann persónulega? — Já, ég hefi hitt hann og við höfum rætt saman. Hann er tal- inn mjög dugandi málafærslu- maður. En að sjálfsögðu vonum við, að hann tapi þessu máli. — Teljið þér að handritamál- ið geti haft skaðleg áhrif á nor- rænia samvinnu? — Ég held, að þótt einstaka sinnum hlaupi smásnurða í bili á þráð norrænnar samvinnu, þá sé á öllum Norðurlöndum vax- andi áhugi á norrænni sam- vinnu. aukinn skilningur á þýð- ingu hennar og mikilvægi, og að hún verði víðtækari og fjöi- þættari með hverju ári sem líð- ur. Ég hef ekki trú á því, að deilian um handritamálið spilli norrænni samvinnu. Jafnvel þvert á móti. Margir telja lausn handritamálsins einmitt áþreif- anlegt tákn þess norræna hugar, sem hefur verið og verða mun grundvöllur undir öllu norrænu samstarfi, sem er einsdæmi í ver öldinni nú, þegar um er að ræða samstarf fimm þjóða. — Hvernig mæltust kappin á Skarðsbók fyrir í Danmörku? — Meðal íslendinga og danskra samherja okkar í hand- riíamálinu var einróma ánægja yfir því, að Island skyldi eign- ast Skarðsbók. — Hvernig fellur yður að Gunnar Thoroddsen og frú Vala. Myndin er tekin í fyrradag, Ljósm. Ól. K. IVtagn. búa 1 Danmörku? — Mætavel. Hvarvetna finnur maður vináttu og hlýjan hug í garð íslands og vaxandi áhuga á landi og þjóð. í Danmörku býr fjöldi íslendinga og margt af ungu fólki þar við nám. Mikill áhugi er hjá íslendingafélaginu og Stúdentafélaginu að eignast félagsheimili fyrir fundarhöld, blaðalestur, lesstofu, bókasafn og aðra félagsstarfsemi. — Eru börn ykkar hjá ykkur í Kaupmannahöfn? — Þrjú börn okkar stunda nám hér heima ,en yngsta dóttir” okkar 11 ára gömul, er með okkur ytra og gengur í dansk- an skóla. Við komum núna heim til að halda jól með * fjölskyld- unni og förum út snemma í jan- úar. INIorman Vincent Peal ÞAÐ gleður mig stórlega, að bók hans, POWER OF POSETIVE THINKING er komin á íslenzku. Engin bók fyrir utan Biblíuna hefur verið mér eins þörf. Hann er að vísu ekki neinn rétttrúnað- arklei’kur, en ég elska haimn. Hann hefur bjargað mannslífum, jafnveil hér úti á hjara heims, þessi prestur í New York. Ég hef þegar keypt þrjú ein- tök og haf þó ekki lesið hana á íslenzkiu, svo að ég get ekkert sagt um þýðinguna. En ég var ekki hræddur við að kaupa hana, því að ég hef þekkt hana í nokkur ár á ensku. Ég veit ekki heldur, hver þýðandiinn er, en Guð blessi hann, hver sem hann er. Ég veit ekki heldur, hiver útgefandinn er. En falleg er hún útliits, þessi bók. Hún er að vísu dýr nokkuð, en það er ekki tapað fé, sem fer fyrir hana. Þessi ágæti prestur, prédilkar Framh. á bls. 15 Að lokinni 14 daga geimferð EINS og frá hefur verið skýrt, lauk lengstu geimferðinni til þessa sJ. laugardag kl. 14:05, er Gemini 7, með Frank Bor- man og James Lovell lenti á Atlantshafi. Geimfarið hafði verið á lofti í 14 sólarhringa, eða samtals 330 klukkustund- ir og 35 mínútur. Geimfar- arnir höfðu farið 206 ferðir umhverfis jörðu og farið 8.2 milljón km., en það svarar til tíu ferða til tunglsins. Það voru skeggjaðir, en broshýrir geimfarar, sem stigu út úr þyrlu á þilifari flugmóð- urskiipsins „Wasp“ 32 miínút- um eftir að geimfarið lenti. Borman og Lovell tilkynntu fljótlega að þeir lentu, að þeir kyisu fremur að verða fluttir í þyrlu til móðurskips- ins en að bíða þess að geim- farið yrði tekið um borð í „Wasp“. Þegar vitað var með nokkurri vissu, hvar Gemini 7 mundi lenda, hófu þyrlur sig til flugs frá flug- móðurskipinu og var sú fyrsta kominn að geimfarinu aðeins 10 mínútum eftir lendingu. Þrír froskmenn vörpuðu sér niður að geimfarinu og settu flotholt við það. Einn frosk- maðurinn hefur svo frá skýrt, að Borman og Lovell hafi verið í góðu skapi, nokkuð fölir, en hafi ekki þurft á að- stoð að halda við dráttartaug- ina, sem þeir voru dregnir með upp í þyrluna. GeLmförunum var tekið með fagnaðarlátum og lúðra- blæstri þegar þeir lentu á þilfarinu. í fyrstu leit svo sem Borman og Lovell væru ó- skýrir á fótunum og spaug- uðu þeir um að þilfarið gengi í bylgjum. Þeir gengu þó óstuddir eftir þessa 14 daga setu í Gemini 7 og voru tekn- ir til læknisrannsókna neðan þilja. Þess má geta, að geim- skipið er álíka „rúmgott“ og framsætið í litlum evrópskum bíl. Fyrstu niðurstöður læknis- rannsóknanna gáfu til kynna, að geimförunum hefur ekki orðið meint af ferðinni, hvorki andlega né líkamlega, og voru þeir í mun betra á- standi en geimfararnir, sem fóru í Gemini 5, en það var lengsta geimflugið til þess tíma; rúml. 190 klukkustund- ir. Dr. Howard Minneju, sem stjórnar læknisrannsóknun- um, heifur tilkynnt að geim- fararnir hafi hvorki orðið flugveikir né sjóveikir, en að blóðþrýstingur þeirra- hafi lækkað lítillega og hafi ver- ið búizt við því. Báðir geim- fararnir höfðu lagt af á ferða laginu, Borman rúm 4 kg. og Lovell tæp 3 kg. Skömmu eftir fyrstu lækn- isskoðun, barst geimförunum heillaóskaskeyti frá Johnson forseta. Einnig fengu þeir upphringingu frá brezka sendiráðinu í Washington, en Wilson forsætisráðherra var sem kunnugt er staddur í Bandaríkjunum til viðræðna við Johnson forseta. í sím- talinu sagði Wilson m.a.: „Sér hver landi minn hefur fylgst með og dáðst af þessu þrek- virki og ég mæli fyrir munn þjóðar minnar þegar ég óska ykkur til hamingju með þetta hieimsögulega afrek.“ Geimfararnir munu undir- gangast ítarlegar rannsóknir í 11 daga, en Já þó jólaleyfi til að heimsækja fjölskyld- ur sínar. Eins og frá hefur verið skýrt, stofnuðu geimfar arnir í Gemini 7 til veðmáls við félaga sína í Gemini 6, um það, hvorum tækist að lenda nær hinu fyrirfram ákveðna skotmarki á hafinu. Enn hafa ekkj verið gefnar upp opin- talið er að Borman og Lovell hafi unnið veðmálið. Geimfar- arnir hafa ekki gefið upp um hvað var veðjað. Skömmu áður en niðurflug Gemini 7. byrjaði, tilkynnti Borman að hann væri sannfærður um að hann mundi lenda nákvæm- lega á skotmarkinu. Walter Schirra, aðalstjórnandi Gem- ini 6, sendi þá samstundis skeyti til skipstjórans á „Wasp“ og bað hann fyrir alla muni að flytja sig ögn til vinstri til að forðast árekst- ur við Gemini 7! Geimförunum fjórum kem- ur saman um að framkvæmd „stefnumótsins“. hafi verið álitið. Þeir hafi séð mjög vel hvorir til annarra og í raun- inni hafi verið mun léttara að stjórna geimförunum, en venjulegum flugvélum. Hið eina sem Borman og Lovell hafa kvartað yfir, var plássleysið og maturinn; þeir voru orðnir leiðir á honum undir lokin og lýstu yfir til- hlökkun yfir að fá almenni- lega máltíð þegar fyrstu lækn isrannsóknunum væri lokið. FRAMTÍÐARÁÆTLANIR I þessum tveimur síðustu geimferðum, hafa Bandaríkja- menn aflað margvíslegra upp- lýsinga, en framundan eru berar tölur um lendinguna, en mun auðveldari, en þeir höfðu Framh. á bls. 15. Geimfamrnir í Geminá 6, Thomas Stafford og Walter Sohirra, kusu að dvelja í geimfarinu, þar til það var hift upp á þilfar flugvélamóðurskipsins, en opnuðu þó hlerana til að fá ferskt loft og heilsa upp á froskmennina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.