Morgunblaðið - 26.02.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1966, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. felirúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM ELL.A Fitzgerald kfim I hljómleikaför sína hingað til lands í gærk fldi ásamt fé- lögum sinum hinu víðfræga tríó Jimmie Jones. Frétta- menn blaða og útvarps tóku á móti henni og fylgdarmönn- um hennar hér á flugvellin- um og Baldur Guðjónsson umboðsmaður hennar hérlend is afhenti henni blómvönd við komuna. Það var fremur dauft yfir Ellu, er hún steig 1 úr farkosti F.Í., enda kom ocinna á daginn að hún kom niður landganginn í gær- kvöldi með blakka förunauta sína á hælunum. Hún hafði augsýnilega gert ráð fyrir frositi og kulda á íslandi, því hún var í loðkápu og með kynlega, svarta leðurhúfu á höfði. Hún gekk rakleiðis í átt að afgreiðslu Flugfélags- ins oig leit hvoriki til hægri né vinstri, en Jimmie Jones og félagar trítluðu á eftir. Jimmie var bersýnilega hvað kátastur þeirra hjúa, raulaði lags l'if og horfði í- bygginn á nokkra unglinga, sem safnast hjöfðu saman fyr- ir utan flugvallargirðinguna. Annar meðlimur þessa víð- kunna tríós reykti krítar- pípu og horfði ívið háleitur á blaðamennina í kringum sig. Hersingin staðnæmdist ekki fyrr en í tollgæzlunni en blaðamennirnir biðu átekta eftir því, að Ella sýndi sig á ný. Á meðan Ella tefst í tollgæzunni er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði í æfiferli þessarar frægustu jazzsöngkonu allra tíma. Ella Fitzgerald er fædd í Newport í Virginíufylki 1918. Ung byrjaði hún að syngja með Chick Webb og hljóm- sveit hans og var með hljóm- sveitinni í fimm ár. Heims- frægð hefur hún hlotið fyrir löngu fyrir túlkun sína á jazz og með mjúfklátri, blæþýðri rödd sinni hefur hún yljað milljónum manna um hjarta- ræturnar síðustú áratugina. Ella býr ásamt syni sínum, Ray að nafni á Long Island í New York. í heimsborginni Nýju Jórvík syngur hún flestir söngvarar hafa sungið sitt síðasta, sé eftirspurn eft- ir henni farin að minnka, síð- ur en svo. Ella er jafnvel eft- irspurðari en Louis gamli Armstrong, sem kom hingað til lands fyrir ári og hún er auk þess dýrari skemmti- kraftur, þótt slíkt sé varla neinn mælikvarði á hæfileika þeirra. Ella og Satchmo eru að sögn perluvinir, enda lýk- ur varla þeirri ífingskemmt- un Ellu, að hún hermi ekki eftir hrjúfri rödd þessa vin- ar síns. En nú hafði tollgæzlan gengið úr skugga um, að allt sé með felldu í farangri Ellu og nú þrammar l|in áfram ti herbergis eins í afgreiðslu Flugfélagsins, þar sem blaða- mönnum er ætluð ein mínúta til að ræða við hana. Þegar blaðamenn gengu inn í herbergi hafði Ella hlammað sér niður á stól og sat þar rrijög niðurbeygð, eins og barn sem situr eftir í skól- anum. Það var öllum ljóst að hún var örmagna af þreytu og kurteisin sem íslenzku blaða- mennirnir sýndu henni kom henni auðsjáanlega mjög á ó- vart, því fas hennar var ólíkt glaðlegra og hjartanlegra þeg ar hún stóð upp eftir þessa einu mí /'itu, sem blaðamönn- unum var úthlutað til að yf- irheyra hana. Þeir spurðu mig bara fimm spurninga kallaði hún til fé- laga sinna á eftir og ljóm- aði af ánægju. Þessi glaðlega upphrópun var gerólik þeim ■ Það var þreytt og niðurbeygð Ella, sem tók á mönnum í afgreiðslu Flugfélagsins. móti blaða- ELLA A ISLANDI hlngað til lands rakleiðis frá Spáni með viðkomu í Lund- únum og hafði verið á ferða- lagi frá því snemma um morg uninn. — Þið blindið mig, sagði Ella í áminningartón við ljós- mynda-rana, þegar hún gekk gjarnan á skemmtistað, sem heitir Basin Street Eást, en sá skemmtistaður hefur fyrir löngu hlotið heimsfrægð fyr- ir söng hennar þar. Því fer fjarri að þrátt fyrir, að Ella sé komin á þann adur, þegar kulda, sem hún svaraði fyrstu spurningunni með: — Hversu lengi ætlið þér að dvelja hér á landi? — Þér eruð íslendingur, er ekki svo? Þér hljótið að vita það. Ég hef ekki hugmynd um það. Xríó Jimmy Jones í Flugfélagsafgreiðslunni. (Ljósm. Sv. Þorm.) — Hvert farið þér frá ís- landi? — Til Ameríku. — Þér hafið ferðazt um alla Evrópu að undanförnu? — Já. Ég var á Spáni, í Portúgal, Frakklandi, Ítalíu, Þýzkalandi og svo framveg- is. — Þér eruð þreytt eftir ferðalagið í dag? — Þreytt? Ég stend á önd- inni! Og nú var þessi minúta liðin, sem hin heimsfræga söngkona hafði úthlutað okk- ur, og hún reis upp af stóln- um brosandi að þessum und- arlegu íslendingum, sem höfðu ekki steypt sér yfir hana með stórskotahríð af nærgöngulum spurningum, eins og hún eflaust hefur átt að venjast af sta-rfsbræðrum þeirra erlendis. Blökkumaðurinn með krit- arpípuna kinkaði til okkar kolli og brosti kindarlega en Jimmie Jones raulaði sama lagstúfinn og áður og horfði myrkum augum á Ellu skálma út í leigutoílinn, sem beið þeirra fyrir utan. Ella Fitzgerald mun skemmta Reykvíkingum og öðrum þeim, sem á ihana vilja -hlýða, á fjórum tónleikum í Háskólavíó. Verður hinn fyrsti í dag kl. 7.15 og kl. 11.15. Þekktasti jazzleikari hérlendis, Gunnar Ormslev, kemur einnig fram á þessum tónleikum ásamt hljómsveit sinni. — et. Lyftubíllinn Sími 35643 Hópferðab'ilar allar stærðir Siml 52716 oe 34S07. " <0M STEREO HELLO, DOLLY! ELLA VERTU VELKOMIN Tókum fram í morgun nokkrar afbragðs hljómplötur með hinni óviðjafnanlegu ELLU FITZGERALD Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttir sf. Vesturveri — Sími 11315.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.