Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. apríl 1966 MORGU N BLAÐIÐ 17 KENYA — UGANDA — TANZANÍA LEITUN mun vera á þeim Is- lendingum, á öllum aldri, sem ekki þekkja sögurnar af Tarz- an. Þessar heillandi sögur af frumskógi og dýralífi, fullar af æsandi viðburðum og leyndar- dómum. Máski minna þær okkur á daga æskunnar, þegar allt virt- ist fært, ekkert ómögulegt, og maður stæltist við öskur villi- dýranna, langaði til þess líkt og Tarzan að deila kjörum við hin viiltu dýr merkurinnar, sigra þau, stiga fæti á skrokk skeppn unnar og öskra sigurhróp. Ótrúlegt er það en satt, að hingað til hafa íslendingar ekki lagt leiðir sínar um þessi draumalönd bernsku og æsku. Sumir hafa sjálfsagt talið, að ferðalög um þessa ódáinsakra, væru ekki á færi neinna ann- arra en milljónamæringa, og því látið sér nægja draumana eina. SAFARI Nú er samt kominn tími til þess, að þessir draumar verði að veruleika íslenzk ferða- skrifstofa, Lönd og Leiðir, hef- ur auglýst Safari-ferðir til Austur-Afríku, og kostnaður- inn á mann er sagður vera um 25.000 krónur í 18 daga ferð, og virðist hann ekki vera óyfir stíganlegur á okkar góðu tím- um. í það minnsta er Safariferð til Austur-Afríku verðugt markmið til að safna peningum til, leggja í ferðasjóð, eins og það var kallað í gamla daga. SAFARI. Orðið sjálft er framandi og heillandi. Óvissan ríkir á bak við það, spenningur á hástigi, eitthvað, sem alla langar til að veita sér og sín- um. Hugsið ykkur þessa frægu ís- lenzku vísitölufjölskyldu safna sér farareyri til slíkrar ferðar? — Mörgum myndi þykja margt á sig leggjandi til að komast í þvílíkt ferðalag. huga dýralíf hinna 3tóru rán- dýra og hófdýra í svo mikilii nálægð að furðu sæti. Þarna er fjöldi dýranna svo mikill og dýrategundirnar svo margar, segir Mac Donald, að fleiri hafi tæpast verið í örk- inni hans gamla Nóa, og er þá til mikils jafnað í Austur-Afríku ægir saman öllum dýrum. Þar eru ljóna- fjölskyldur og gíraffa, fjöldinn allur af flóðhestum, hjarðir af zebrahestum, flokkar af öpum, fylkingar af fílum, hópar af nashyrningum Og fjöldinn allur af antilópum og gazellum, fyrir utan mikinn fjölda annarra dýra, fugla, skordýra og fiska. Hægt er að nefna dæmi. í allri Evrópu, þar með talið Bretland og ísland, en að und- anskildu Rússlandi, sem hefur sérstöðu sökum víðáttu, eru taldar vera 577 mismunandi fuglategundir. f Kenya einni eru 1035 fugla- tegundir, en í öllum þremur Austur-Afríkuríkjunum, sem hér munu verða gerð að um- talsefni, þ.e. Kenya, Uganda og Tanzania, eru um 1400 fugla- tegundir. 60 fiskategundir, sem lifa í fersku vatni, hafa verið taldar í Evrópu, en í þessum 3 löndum Austur-Afríku hafa fundizt yfir 1000 tegundir. Og þannig má halda áfram að nefna dæmi um hið ríka og fjölbreytta dýralíf þessara landa. Af þessu leiðir, að þessi lönd eru kjörlönd fyrir dýrafræð- inga, skordýrafræðinga, og ætti þó að vera hægt að bæta einu við, sem ekki getur síður haslað sér völl þarna, og það er hinn almenni og venjulegi ferðamaður 1 löndum þessum er hægt að athuga allt dýralíf úr nálægð. Má t. d. nefna þá staðreynd að í Nairobi-þjóðgarðinum í Kenya, sem ekki er í nema 10 mínútna fjarlægð með bíl frá miðborginni, er hægt að at- Zebrahestar fá sér vatn að drekka. standa á sama um þig og sýna þér klærnar, — og guð má vita, hvort þér þá endist ævin til að ljúka við söguna. Þannig er því háttað í öllum þjóðgörðum Austur-Afríku. Dýrin þar hafa vanizt bílun- um, og veita þeim enga sér- staka athygli lengur Sjálfsagt eru bílar í þeirra aiigum ein- ungis suðandi og malandi með- limir af kattaættinni, sem eru gersamlega óskaðlegir öðru dýralífi þarna. Þjóðgarðarnir í Austur-Afr- íku eru því líkastir dýragörð- um menningarlandanna, en á þeim og dýragörðunum er þó sá reginmunur, að í þjóðgörðun- um er maðurinn í búri, — í bílunum, — en dýrin frjáls! Löndin kynnt. Ekki er óviðeigandi, áður en lengra er haldið, að skýra frá helztu staðreyndum, — sögu- legum og landfræðilegum, — varðandi þau 3 lönd, sem mál okkar fjallar um. Flóðhestarnir eru ekkert frýnilegir í framan. Tilgangur þessarar greinar er, að bregða upp fyrir lesend- um Morguniblaðsins einni slíkri Safariferð. Sá sem þetta skrif- ar, hefur löngum alið þá von í brjósti að fara slíka ferð, en vonin sú hefur ekki enn orðið að veruleika, hvað sem síðar verður, en allt um að skal leit- ast við að lýsa slíkri ferð, eftir því, sem við af lestri góðra heimilda höfum komizt næst, en fróðleikurinn er framreidd- ur með ást á viðfangsefninu. Paradís á jörðu. Malcolm Mac Donald, brezki landstjórinn í Kenya, þekktur maður í brezka stjórnmálaheim inum, er kunnur áhugamaður um náttúrufræði, og þó einkum í fuglafræði, segir að Austur- Afríka sé helzta Paradís jarðar fyrir unnendur villtrar nátt- úru. Þar sé hægt í þjóðgörðun- um víðfrægu, sem og víða ann- ars staðar utan þeirra, að at- huga ljónafjölskyldur, sem liggja þar í leti og sóla sig. — Raunar er hægt að komast jafn nálægt ljónunum þarna og þeim, sem höfð eru til sýnis í dýragörðum víðsvegar um heim. Og ljónin, sem þarna lifa villt, veita þér, lesandi góður, vart meiri athygli, en þau í dýragörðunum, þótt þú sért að ljósmynda þau. Þau jafnvei geispa framan í þig. Mennirnir í búri. í þjóðgörðum ríkjanna í Austur-Afríku, gilda þau lög, að þú verður lesandi góður og tilvonandi ferðalangur, að halda þig í bílnum þínum. Reglugerðin fyrirskipar, að þú skulir vera í „búri“ þínu — bílnum þínum —, og þú ættir að hugsa þig tvisvar um, áður en þú yfirgefur þetta búr! Ljónið myndi þá geta tekið upip á því að láta sér hætta að Öll þrjú, Kenya, Uganda og Tanzania, eiga það sammerkt, að þau voru öll á öldinni, sem leið og fram eftir hinni tutt- ugustu, brezk verndarríki. Að vísu hafði áður gengið á ýmsu. Arabar og Portugalar höfðu sett mark sitt á strand- héruðin, og á sínum tima reyndu Þjóðverjar að innlima þau í fátæklegt nýlenduveldi sitt, aðallega á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. En eftir lok þeirrar styrjaldar voru öll þessi þrjú ríki, brezk verndar- ríki. Þegar síðari heimsstyrjöld lauk, kom los á flest nýlendu- ríki, og um 1960 — og á árun- um þar á eftir, öðluðust þau sjálfstæði innan brezka sam- veldisins. UGANDA skiptist til forna í mörg konungdæmi, þeirra á meðal Bunyro, Buganda og Ankole, Arabiskir kauþmenn gengu á 19 öld berserksgang í landinu í leit af fílabeini og svörtum þrælum. Ýmsir frægir landkönnuðir gistu landið, þeirra á meðal Henry Stamley, blaðamaður, sem kom til lands- ins 1875. Kristniboðann Davíð Livingstone er óþarft að kynna. Hann þekkja allir. Árið 1959 var íbúatalan 6.5 milljónir, þar af 6,4 milljónir svartir. Höfuðborgin heitir Kampaila, byggð á 7 bröttum hæðum og er stjórnarsetrið á Mengóhæðinni. Port Bell, 10 km. frá Kampala, stendur á nesi í Viktoríuvatni, einskonar hafnahborg, með 11.000 íbúa, en Jinja, með 30.000 íbúa er mið- stöð baðmullariðnaðarins og allra samgangna og sú borg blómgaðist mikið, þegar Owen- fossar voru virkjaðir á árun- um fyrir 1950. Landslag í Uganda er hálent, og ganga langir, djúpir dalir inn í háslettuna. Helmingur af Viktoríuvatninu, sem er á stærð við írland, er í Uganda. Úr því vatni rennur áin NÍL. Níl er skipgeng þarna, ofan- vert við Murchionsfossa, en í nánd við þá er einhver fræg- asti þjóðgarður Austur-Afríku. Margheritatindur, um 6000 metrar á hæð er í Ruwenzori- fjallgarðinum, sem liggur á landamærum Uganda og Konvó. í landinu er hitabeltisloftlag, en hitinn er ekki mjög mi'kill vegna hálendisins. Regntíminn er tvisvar á ári. Þjóðgarður Elísabetar drottningar er gríðar stór og nær yfir fjölibreytt landslag. Meðal annars er þar mikið um Shimpansa. Þjóðgarðurinn við Murchions fossa, sem eitt sinn var kjör- lendi þeirra, sem sóttust eftir fílabeinum, og þeir voru marg- ir, er sá alstærsti. í þessum þjpðgörðum í Uganda finnast yfirleitt flestar dýrategundir í Austur-Afríku. TANZANIA, — nýtt nafn. Tanganyika og Zanzibar, hið eldra og kunnara, liggur með ströndum fram. Lýðveldi frá 1962 í desember, en þá hættum við að líta á soldáninn af Zanzibar, sem einhverja þjóð- sagnapersónu allar götur aftur frá 1001 nótt. Höfuðborgih heit- ir Dar es Saalem. Landið er ein geysimikil háslétta. Á landamærum Kenya er stór fjallið KILIMANJARÓ, 6.200 metrar á hæð, og enn í dag, meðan Hemmingway er ekki gleymdur, baða menn sig í sólinni í skuggum þess. Dýralíf er líkt og í Uganda — og jafnvel fjöl'breyttara. Serengatze-iþjóðgarðurinn er þekktastur, og einkanlega ætl- aður til veiða, og þá sérstak- lega svæðið kringum Kiliman- jaró, sem virðist vera einskon- ar miðpunktur ríkjanna þriggja og ekki verður annað sagt, að það er fallegur og verðugúr miðpunktur, hvít jökulhetta á fjallaskalla mitt inn í hinni svörtu og sólheitu Afríku. 120 mismunandi þjóðflokkar byggja landið og þar að auki prýða það demantsnámur. KENÝA — Nafnið tengist strax Mau-mau hreyfing- unni í huga okkar. Mau- mau er leynifélag Kikuyu-ættbálksins, og Jomó Kenyatta, margfangelsaður af Bretum, er nokkurskonar ímynd þessa ættjbálks og leynifélags. Nairobi er höfuð- borg Kenya. Mombasa er hafn- borg. Miðbaugur jarðar liggur um miðbik Kenya, svo að ekki er að furða, þótt þarna sé skrambi heitt. Máski er það þarna og á íslandi, sem menn geta baðað sig við sumarsól og snjó og án þess að bíða tjón á heilsu sinni? Við Rudolfsvatn er loftslagið sérlega heitt og þurrt. Ár geta liðið, án þess að rigni í þessum norðurhéruðum Kenya. í suð- urhéruðunum við ströndina, er loftslag hinsvegar rakt og heitt. Febrúar, marz og apríl eru heitustu mánuðirnir, júní og júlí, köldustu. Regntíminn kem ur með suðaustan-monsúnvind- inum í apríl og maí. Allsstaðar við ströndina má sjá mangrovetrén, þessi krónu- miklu, grönnu tré. Stóru rán- dýrin og heimsþekktu, eru ein- kennisdýr Kenya, en jafnframt þeim eru í landinu zebrahest- ar, antilópur, gazellur, flóðhest ar, krókódílar, snákar, hérum- bil 100 tegundir, og þar eru einnig st.fltar, að ógleymdum storkinum. Nairobi-þjóðgarður- inn er stærstur. Masai-ættbálk- urinn hefur fengið mesta frægð fyrir margra hluta sakir. Sá þjóðflokkur byggir héruðin í kringum Kilimanjar. í landinu bjuggu 1948 5,5 milljónir manna, þar af 5,2 milljónir svartra. SAFARI Og hvað er svo þessi marg- umtalaða SAFARI-ferð? Safariferð skiptist í tvo meginhluta, og er þó seinni hlutinn nýrri og nýtízkulegri. Safari hér áður þýddi nær allt- af ferð, sem farin var og hafði að markmiði að skjóta og leggja að velli rándýr eða hin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.