Morgunblaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 3
iBunnudagur 8. maí 1^6 MORGUNBLAÐÍÐ Frá fundi yfirmanna Fiskmats ríkisins, talið frá vinstri: Bergsveinn Á. Bergsveinsson, fiskmatssjóri, Níels Ingvarsson, fundarstjóri, yfirfiskmatsmaður á Neskaupstað, og Jón J. Ólafsson, fundarrritari, yfirfiskmatsmaður, Reykjavík. Yfir 200 manns vinna að mati og flokkun fiskafurða Sr. Jón Auðuns, dómprófasturs Fagna&artíminn MORGUNBLAÐDE) átti ný- lega viðtal við Bergstein Á. Bergsteinsson ,fiskmatsstjóra, um starfsemi Fiskmats ríkis- ins, en ársfundur stofnunar- innar var haldinn fyrir nokkru í Reykjavík. Bergsteinn Á. Bergsteins- son sagði: — Fiskmat ríkisins sér um mat á fiskafurðum, sem flutt- ar eru út til manneldis, eða nánar tiltekið á frystum fiski, hrognum, síld, saltfiski, skreið og ferskum fiski. — Fiskmat ríkisins er því eitt af þeim þjónustufyrir- tækjum ríkisins sem starfar um allt land. Aðal- skrifstofurnar eru í Hamars- húsinu í Reykjavík. — Við Fiskmatið starfa fiskmatsstjóni, ákrdfstofu- stjóri, 2 ritarar, 13 yfirfisk- matsmenn, úm 200 fiskmats- menn og nokkrir lestunar- stjórar. — Yfirfiskmatsmenn eru staðsettir víðsvegar á land- inu og fer búseta þeirra eftir ýmsu, t.d. framleiðslumagni fiskafurða, samgöngum o.fl. — Fiskmatsmennirnir meta og flokka eftir gæðum hinar ýmsu afurðir, undir stjórn og samkvæmt leið'beiningum yifirfiskmatsmanna. Starfi þeirra lýkur ekki fyrr en afurðimar eru komnar um borð í skip, sem flytja þær til hinna ýmsu markaða. — Starfið er jafnan eril- samt, en fjölbreytt, því segja má að alla daga ársins, að | undanteknum stórhátíðum, sé verið að meta eða lesta fisk til útflutnings. — Störf yfirfiskm atsmanns krefjast sífelldra ferðalaga, lengri eða skemmri eftir að- stæðum. Þung ábyrgð hvílir á herðum þessara manna, svo og fiskmatsmanna, því er mikið komið undir því fyrir þjóðina, að störf þessi séu rækt af samvizkusemi. — Útflutningur þessara matsskyldu fiskafurða er mjög ör og verður að leggja mikla áherzlu á að allar fram- kvæmdir gangi eðlilega og vel. Þetta krefst daglegs samstarfs útflytjenda, Fisk- matsins og fleiri aðila, t.d. útflutningsdeildar viðskipta málaráðuneytisins og toll- st j ór askrifstof unnar. — Útflytjendur tilkynna skrifstofu Fiskmatsins um fiskafurðir er þeir ætla að flytja út, og er þá haft sam- band við viðkomandi yfir- fiskmatsmann. — Við lestun á fiskafurð- um starfa lestunarstjórar að því, að gera nákvæma skrá um það sem lestað er og sjá um góða meðferð vörunnar. Þegar lestun er lokið gefur s'krifstofa Fiskmatsins út heildarvottorð um farmdnn, þar sem m.a. er tilgreint um gæðaflokka, fisktegunda, þyngd og merkingar. Áður þarf þó að bera saman vott- orð frá fiskmatsmönnum við lestunarlista og útflutnings- skjöl útflytjenda. Þarf þetta verk að vinnast fljótt og vel. — Þess má geta, að árið 1965 þurfti að afgreiða 3.530 original“ útflutningsyottorð með 304 skipsförmum eða farmshlutum. — Þetta sama ár var magn útfluttra fiskafurða, sem falla undir starfsemi Fisk- mats ríkisins, sem hér segir: Frystur 56.678,8 tonn, FRUMKRISTNIN lifði og hrærðist í þeim magnmikla fögnuði, sem páskasannfæring- unni fylgdi. Líf hennar, sigrar og kraftur komu henni framar öllu öðru frá gersamlega efalausri vissu um upprisu Krists, eilíft líf og ódauðleika. Og eldmóður páskavissunnar entist kristninni lengi. Svo var umhorfs erm um aldamótin 200, og þó lengur, að tímabilið allt frá páskadegi og til hvítasunnu var samfelld fagnaðarhátíð og þessi tími var nefndur fagnaðar- timinn. Menn héldu allan þenn- an tíma gleðihátíð og upprisu- fögnuðurinn var grunntónn helgihaldsins. Að sjálfsögðu gerðu menn ekki alla þessa 50 fagnaðardaga að verklausum hvíldardögum, heldur að lifandi trúarhátíð. Og svo var helgi mikil á þessu tímabili, að þennan helgasta tíma ársins, að skilningi forn- kirkjunnar, átti helzt að skíra alla þá, sem skíra skyldi á því ári. Þessi fögnuður lifir ekki í kristninni lengur. Þó ætti öll- um að vera ljóst, að með því að glata honum glatar kristin kirkja þeim kjarna, sem hún lifði á, meðan hún var sterk, sjálfum grundvellinum, sem hún var reist á. Og annað er ljóst: Af sjónarhóli páskanna, eilífðar vissunnar skoðuðu kynslóðir hinnar sigrandi, sterku kirkju fryst síld 25.621.5 tonn ,fryst hrogn 2.255.3 tonn, saltfiskur 31.912.3 tonn, skreið 12.144.6 tonn, ísvarinn fiskur 70.5 tonn, ísvarin síld 11.553.1 tonn eða alls 140.236.1 tonn. — Til fróðleiks má geta þess, að að yfirmenn Fisk- mats ríkisins halda sameigin- lega fundi reglulega og lauk einum hér í Reykjavík fyrir nokkrum vikum. Fundir þess- ir eru veigamiklir þættir í starfsemi stofnunarinnar. Yfirmenn Fiskmatsins á fundinum í Reykjavík. Á myndinni eru, talið frá vinstri, fremri röð: Finnbogi Árnason, Lýður Jónsson, Ólafur Árnason. Næstfremsta röð: Kristján Elías- son, Þorleifur Ágústsson, Bjö rn Björnsson. Næstaftasta röð: Jón Þ. Ólafsson, Bragi I. Ólafs- son. Aftasta röð: Jóhann Eiríksson, Axel Jóhannsson, Sigfús Magnússon og Gunnar Sigurðs- son. Norðurlandamót í bridge haldið hér Um 80 erlendii bridgespilarar koma NORRÆ5NA bridgemótið fer fram að Hótel Sögu dagana 22. maí til 27. maí Nú hafa þátttöku- þjóðirnar til'kynnt hvaða spilar- arar skipa liðin sín, en hver þjóð sendir þrjár sveitir til keppni, tvær í opna flokkinn og eina í kvennaflokkinn. Stig þau, sem báðar sveitir hverrar þjóðar fá í opna flokknum eru lögð saman og er sú þjóð sigur- vegari, sem þannig fær flest vinningsstig. í kvennaflokknum er aðeins ein sveit frá hverri þjóð og þar verður sigurvegari eins og venjulega sú þjóð, sem á þá sveit, sem flest stig fær. Keppendurnir á mótinu verða þessir: ísland I. Hörður Þórðarson, fyrirliði, Ásmundur Pálsson, Einar Þorfinnsson, Gunnar Guðmundsson, Hjalti Elíasson, Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson. ísland II. Sveinn Ingvarsson, fyrirliði Agnar Jörgensson, Benedikt Jóhannsson, Ingólfur Isebarn, Jóhann Jónsson, Jón Arason, Sigurður Helgason. tsland — Kvennaflokkur Þórir Sigurðsson, fyrirliði Elín Jónsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Magnea Kjartansdóttir, Margrét Jensdóttir, Ósk Kristjánsdóttir,' Rósa Þorsteinsdóttir. Danmörk I. Per Grön'borg, fyrirliði, S. Steen Möller, Th. Ipsen, Stig Werdelin, Gunnar Andersen, Axel Voigt, Johs Hulgaard. Danmörk II. Carlo Mogensen, fyrirliði, Aage Petersen, Vibeke Petersen, Rob. Rioe, Henning Schultz, Framhald á bls. 25. örlög sín og atvik öll hins dag- lega lífs. En nú spyrja menn á valdi óvissu og kaldra efasemda: Er hún ekki varhugaverð sú kenn- ing, að allt hljóti kristinn mað- ur að skoða af sjónarhóli eilífð^ ar- og ódauðleikatrúar? Á ekki jarðneskur heimur með öllum sínum óteljandi vandamálurn og viðfangsefnum heimtingu á athygli okkar einbeittri og óskiptri? Á okkur ekki að vera nóg að lifa í einum heimi í senn? Missa menn ekki fótfestu í þessum heimi, ef þeir hugsa svo mjög um annan heim? Reynslan er ólygnust og hún sýnir, að einmitt þeir, sem eru heilir og sannir páskatrúarmenn, verða hæfari til að lifa þessu lífi, betri borgarar hins jarð- neska félags. Með eilífðarútsýnið framund- an eiga menn einmitt að kunna á því hin réttu tök, að taka með skynsamlegri hófsemd gleði og, velgengni, ög með rósemi sorg- um og andstreymi. Einmitt ef við eigum þá sannfæringu trausta, að maðurinn er ódauð- legt guðsbarn, eigum við að kunna á því betri skil, að taka margháttaðri lífsreynslu tökum hins fullorðna manns en ekki fálmi barnsins. Þegar okkur er orðið það ljóst, að jarðlífið er ekki nema einn áfangi á ósegjanlega miklu lengri leið, eigum við að vita, hve miklu máli trúmennska í jarðneskum störfum skiptir. Við útsýni páskavissunnar lærum við bezt að elska þetta líf, gleðj- ast yfir fegurð þess og hryggj- ast með hófsemd og skilningi yfir harmefnum þess. Einmitt þegar okkur verður það ljóst, að mannverurnar, sem örlögin leiða oft samgn að und- arlegum og óvæntum vegum, mætast hér og eiga síðan óra- langa sameiginlega framtið í vændum, — einmitt þá á okkur^ að lærast betur en annars er unnt, að lifa í samræmi við þau blóðbönd, sem binda okkur sam- an, — Guð einn veit hve lengi og hve langt inn í aðra heima. Er það háskasamlegt að skoða lífið af sjónarhóli páskanna? Mun ekki hitt sanni nær, að ef við gleymum eilífðinni er hætt við því, að einnig gleymist helgustu skyldurnar við jörð- ina og mannlegt félag? Ef við lítum á mannfélagið sem samfélag ódauðlegra guðs- 'barna, sem eiga óralanga sam- eiginlega framtíð fyrir höndum hinum megin við jarðneskan sjónarhring, á okkur að vera sjálfsagt og ljúft að bera byrðar^ jarðneska samfélagsins, greiða okkar skerf af skuldum þess um leið og við þiggjum úr sameig- inlegum sjóði þess. Þannig skiljum við bræðra- lagshugsjónina nýjum og dýpri skilningi, þegar við förum að líta á lífsrásina alla af sjónar- hóli páskatrúarmannsins. Á þann sjónarhól er mörgum erfitt að komast. Svo margar eru þær kenningar, hugmyndir og stefnur, sem læða bölvun efans um ódauðleika inn í sálir mannanna. Og sumar þær kenn- ingar, hugmyndir og stefnur hafa jafnvel haft mikil áhrif á guðfræðina. Enda gefa skoðana- kannanir í skyn, að í kristnum^ heimi fjölgi óhugnanlega þeim, sem ýmist eru í fullum vafa um ódauðleika eða neita honum al- gerlega sem hugsanlegum mögu- leika. En að kristnum skilningi er vonlaust með öllu, að geta áttað sig á stöðu sinni £ tilverunni fyrr en það lærist, að líta á manninn sem eilífðarbarn og að skoða örlög hans frá sjónarhóli eilífðar en ekki jarðneskra ára einna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.