Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 15
Flmmtudagnr 11. ágúst 1966 MORCU NBLAÐIÐ --------------*— 15 KAIRÓ: — GAMAL Abdel Nasser, forseti Arabíska sambandslýðveldis- ins, hefur bæt.zt í hóp einræð- isherranna, sem eiga í alvarleg um erfitleikum. Erfiðleikar svipaðir þeim, er felldu stjórnir leiðtoga eins og Ben Bella í Alsír og Kwame Nkrumah í Ghana, eru á góðri leið með að skapa hættulegt á- stand í Egyptalandi. Hin 12 ára gamla einræðis- stjórn Nassers forseta hefur tvisvar sinnum á fáum mánuð- um orðið að ráða niðurlögum byltingarfilrauna — í fyrra skiptið voru það óáhægðir liðs- Naser hefur litið sinnt landb únaðinum. Bændurnir yrkja jör ðina á sama hátt þeirra gerðu fyrir mörgum öldum. forfeður Enn einn einræöisherra, sem safnar gldðum elds að höfði sér foringjar í hernum, sem að bylt ingartilrauninni stóðu, en í hið síðara bópur, sem nefndist Bræðralag Múhameðstrúar- manna. Og ólgan í landinu fer stöðugt vaxandi . Tekið er að bera á því hjá Nagser og félcgum hans, hversu áhyggjufullir þeir eru. Ný hreinsun hefur hafizt, sem beint er gegn „niðurrifs" öflun um. Lögreglan gerir upptækar eignir Egypta, sem grunaðir eru um að vera stjórn landsins hættulegir. Nasser hefur gefið út herskáar yfirlýsingar, eins og einræðisherrar í erfiðleik- um gera *jft, um „samblástur" og „árás heimsvaldasinna“. Styrjöld og hátt verðlag Hin vaxandi ókyrrð og spenna 1 landinu á rætur sínar að rekja til fjölda áfalla, sem Egyptar hafa orðið fyrir bæði heima fyrir og a erlendum vett- vangi. Heima fyrir er óánægja vegna vöruskorts og hins háa verðlags. Á erlendum vettvangi eiga Egyptar enn í kostnaðar- sömu og óvinsælu stríði í smá- ríkinu Jemen. Jafnframt hefur Egyptaland einangrazt meir og meir frá öðrum ríkjum í Miðausturlönd um. Lönd eins og Jórdanía, Kuwait og Túnis fara sínar eig in leiðir, en Bretar og Banda- ríkjamenn efla Saudi-Arabíu hernaðarlega í því skyni að koma í veg fyrir áform Nassers um yfirráð i þessum heims- hluta. Erkióvinur Nassers, Isra el, fær um þessar mundir aukna aðstoð frá Bandaríkjunum, sem hafa nú í fyrsta skipti sent ísra el herflugvélar. Jafnframt því sem óvinir Egyptalands fá aðstoð frá Bandaríkjunum hefur sambúð Egypta og Bandaríkjamanna farið versnandi. Bandaríkin senda Egyptum ennþá matvæli, en óljóst er hversu sú aðstoð mun standa lengi. Sambúð Nass ers og Rússa er enn góð, en hin nýafstaðna heimsókn for- sætisráðherra Sovétríkjanna, Alexei Kosygins, til Egypta- lands virðist ekki hafa leitt af sér nýja efnahagsaðstoð af hálfu Rússa. í Kairú kemst maður að raun um, að vonbrigðin og svartsýn- in vegna styrjaldarinnar í Jem en fara sífellt vaxandi, svo og vegna hinna efnahagslegu á- falla, sem Egyptaland hefur orðið fyrir. Þetta á rætur sínar að rekja til þess að miklu leyti, að rík- isstjórnin tók upp stefnu sem miðar að þvi að draga úr eftir spurn á neysluvörum. En marg ir Egyptar kvarta yfir því, að ríkisstjórnin hafi gengið of langt. Skattar, sem settir hafa verið á sumar vörutegundir hafa orðið til pess að neytend ur yfirleitt hafa ekki efni á að kaupa þær. Verð á vörum eins og kæli- í Kairó, hefur getað framleitt einn einasta bíl í marga mán- uði. Járn- og stálverksmiðjan í Helwan, sem Nasser er mjög stoltur a£ er rekin með aðeins 5% afköstum. Áætlað er, að um 100 verksmiðjur af ýmsum teg undum hafi orðið að draga úr starfsemi sinni vegna þessa skorts. Gjaldeyrisvarasjóður lands- ins nemur nú aðeins 8,5 mill- jónum dollara og hefur ekki ver ið svo litill um árabil. Hótelin í Kairó eru full at vestrænum kaupsýslumönnum, sem vonast til að fá greitt að minnsta kosti eitthvað af því fé, sem þeim er skuldað. Egypzki ríkiskassinn er í þessum miklu fjárhagsörð ugleikum þrátt fyrir erlenda efnahagsaðstoð. setn nemur 3,3 milliörðum dollara frá árinu 1952, en þar af hefur meira en þriðjungur komið frá Banda- ríkjunum. Bandarisk efnahagsaðstoð við Egyptaland hefur ekki orð ið aðnjótandi jafnmikils frétta flutnings og sovézk hjálp. En áhrifin af aðstoð Bandaríkja- manna hafa verið geysimikil. Hver Egypti neytir meira magns af umframframleiðslu Bandaríkjanna af matvælum en nokkur annar. Um 80% af því hveiti og mjöli, sem neytt er í egypzkum borgum, kemur frá Bandaríkjunum. Meira en 3 milljónir barna í Egyptalandi fá fæðu sína frá bandarískum líknarféiögum. Að auki hafa bandarísk lán greitt kostnaðinn að miklu leyti við áætlun Nassers um nýrækt, nærri 3 þúsund mílur af vegun'. úr varanlegu efni, 29% af öllum nýjum kennslu- stofum og 27% af öllum heilsu verndarstöðvum og sjúkrahús- um sem byggð hafa verið frá því Nasser kom til valda. Hin nýja og stóra rafstöð í Kairó, sem er su stærsta í Miðaustur- löndum, var greidd með banda- Stefna Nassers hefur einangrað Egypta frá flestum Arabaríkjunum ísrael eflist með bandarískri aðstoð. í Miðausturlöndum, en Sívaxandi íbúafjöldl er eltt af mestu vandmálum Egypta. Styrjöidin í Jemen hefur nú staðið í nærri fjögur ár. Egypzk ir hermenn hafa fallið tugþús- undum saman og styrjöldin hef ur kostað Egyptaland hundruð milljóna doilara. En þessar fórnir hafa gefið lítinn árang- ur. „Lýðveldisstjórnin“ í Jemen, sem studd er af Egyptum, ræð- ur yfir minni landssvæðum, en hún gerði þegar Egyptar hófu afskipti sín af borgarastyrj- öldinni og sendu herlið til landsins. Egypzkir hermenn, sem snúið hnfa heim úr styrj- öldinni, eru fullir beizkju og áhugalausir. Vitað er að liðs- foringjar egypzka hersins eru mjög óánægðir. Hin „takmarkaða“ styrjöld Egyptalands. Sú ákvörðun Nassers um að halda styrjöidinni áfram í smærri stíl en áður, fremur en að standa við fyrra samkomu- lag um að draga sig algjörlega á brott frá Jemen, er ekki talin munu kcma í veg fyrir ólguna innan hersins. Forseti Egypta- lands virðist hafa þá trú, að hann verði að hafa her í Jem- en, ef hann eigi að tryggja að ríkisstjórn sér hlynnt taki við í nágrannaríkinu Aden, þegar Bretar fara þaðan á brott árið 1968. Á efnahagssviðinu ná erfið- leikarnir tii sífellt stærri hóps Egypta. Framfærslukostnaður hefur hækkafí óðfluga síðustu mánuðina. skápum, gaseldavélum, þvotta- vélum og sjónvarpstækjum hafa hækkað um meira en 50% á einu ári. Og það sem meira er. Þessar vörur er ekki lengur unnt að kaupa með afborgun- arskilmálum. Nýr innflutnings tollur, sem nemur 265%, hefur gert það að verkum, að jafn- vel notaðir bílar eru svo dýrir að einungis örfáir Egyptar geta keypt þá. Til dæmis kostar 3ja ára gamall bíll af gerðinni Ford Galaxie nú um 9.500 dollara (um 408 þús. krónur) og 12 ára bíll af gerðinni Studebaker kostar um 2.300 dollara (um 98 þús. kr.). Matvæli kosta einnig meira. Verð á grænmeti hefur nærri tvöfaldazt. Kjötverðið fer hækkandi og nú eru fjórir dag ar í viku hverri. sem ekki má neyt.a k öts. Erfiðleikar atvinnuveganna Egyptaland á í sífelldum erf iðleikum vegn? skorts á-marg- víslegustu vörum. Alvarlegast ur er skorturinn á varahlutum fyrir verksmiðjuvélar, strætis- vagna og önnur flutningatæki, svo og símakerfið, eða næstum allt er þarfnast reglubundins viðhalds. Ríkisstjórnin á í svo miklum gjaldeyriserfiðleikum, að atvinnuvegirnii' skila að- eins lágmarks afköstum vegna skorts á varahlutum og tækj- um. Hvorug bílaverksmiðjan í Egyptalandi, Fordverksmiðja í Alexandríu né Fiatverksmiðja rískum lár.um og eru vextirnir aðeins þrír fjórðu hlutar úr prósenti og lánin til 30 ára. fyrir erfidleikun- Ástæðurnar um. Hvers vegna er efnahagur Egyptalands svo erfiður, þrátt fyrir alla þá hjálp sem landið hefur hlotið undanfarin ár? Þeir útlendingar, sem fylgzt hafa með þróuninni í landinu, veita eftirfarandi svör í aðal- atriðum: Nasser hefur gengið of langt og i of miklum flýti í tilraun- um sínum til að iðnvæða Eg- yptaland, Ráðagerðir Nassers um að ávinna Egyptalandi mikilvægt hlutverk á alþjóðavettvangi hafa gengið nærri fjárhagn- um. Þjóðnýting iðnfyrirtækja, banka, flutningafyrirtækja og inn- og útflutningsviðskipt- anna hefur haft í för með sér óstjórn skrifstofuvalds og ó- dugnað. íbúum Egyptalands fjölgar svo ört, að það er eitt af þeim löndum í heiminum, sem á við mesta örðugleika að stríða í þeim efnum. Vopn og skuldir. í því skyni að útvega fjár- magn til byggingar hundruða nýrra verksmiðja hefur Egypta land orðið að taka geysimikil lán hjá erlendum lánardrottn- um. Að auki skapaði þessi byggingarstarfsemi tekjur, sem Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.