Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1966, Blaðsíða 15
Laugardaeu" 27 ágúst 1966 uonaune' AOIÐ 15 Bjarstii Bjarnascic Miit-ning! F. 19. nóv. 1946. D. 19. ág. 1966 SÓLBJARTAN sumardaginn 19. ágúst 1966 andaðist í Lands- spítalanum, eftir afar þunga legu, frændi minn Bjarni Bjarna son. Hann verður til moldar bor inn í dag frá Landakirkju í Vest mannaeyjum. Hann elskaði eyj- arnar og fólkið þar. Hans þrá var að komast þangað aftur sem fyrst. Það fór öðru vísi en óskað var, að visu sigldi hann sæ aftur til Eyja, en þá kaldur nár. — Mánudaginn 22. ágúst lagði m.s. Herjólfur úr höfn í Reykja- vík á leið til Vestmannaeyja. Tveir rbæður stóðu þögulir, dá- lítið afskektir frá öðrum og er að var gáð, þá mátti sjá sorg og tár á brá. Þarna var faðir og föðurbróðir um borð í skipinu, stóðu traustan vörð eftir mætti svo drengurinn ungi komist aft- ur til Eyja, þar sem sorgmædd móðir og aðrir ættingjar biðu. Skipið sigldi fagurlega út úr höfninni í kyrrð kvöldsins eins Mngnús V. Gunnorsson — Kveðja F. 22. 3. 1956 — D. 17. 8.1966 í skuggum haustsins hafsins barmur stynur og hrímsins fingur nísta vorsins blóm. Og þig við kveðjum litli, Ijúfi vinur með Ijóði harms við þungan skapadóm. J>ú varst hfð bjarta blóm á okkar vegi og bjartar stjörnur lýstu hvert þitt spor. Þvi fer um vitund hljóður, heitur tregi, að horfið er þitt fagra bernsku- vor. Við þökkum grátin alla elsku þina og engilibros frá minningann'a heim. Og gegnum rökkrið gullnar stjörnur skína og gefa ljós frá dimmum himin- geim. í ljósi trúar hjartað huggast lætur á harmsins Ieið við Drottins náðargjöf. Við biðjum Guð að blessa allt sem grætur og björtum geislum signa þína gröf. Guðs helgur friður huggi pabba og mömmu, sem höfgum tárum kveðja drenginn sinn. Við biðjum Guð að blessa afa og ömmu, sem alltaf munu trega vininn sinn. í nýjum heimi góðir englar greiði þér gæfuveg til bernskudrauma- lands. í táradögg að þínu iága leiði við leggjum þennan bljúga ljóða- kians. Vandamenn. og það er fegurst í Reykjavík. Fámennur , hnugginn hópur varð eftir á bryggjunni og þar á meðal amma kæra drengsins, sem hún átti nú ekki eftir að sjá framar í þessu lífi. Bjarni (Baddi var hann nefnd- ur meðal vina og ættingja), hafi okkur fundist einhver hverfa of fljótt frá okkur. þá var það þessi blessaði, bjarti, bláeygði drengur, aðeins 19 ára er hann í hinzta sinn lagði aftur bláu augun sín. Frá því að Baddi var lítiil drengur, þá fannst mér alftaf sem um hann hefði verið ortar þessar línur úr vögguvís- unni góðu: „Lullu — lullu bía, láttu það ekki sjá“ og elskuleg mágkona mín og móðir hans, söng og sagði honum frá sól- skininu þegar nýr dagur kom. Baddi ólst upp í foreldrahús- um við ást og umhyggju eins og bezt er á kosið, ásamt tveim systrum og yngri bróður. Hann var góður bróðir systkina sinna, gott barn foreldra sinna og elsku legur frændi. Hann var fámálug- ur um sína og sinna hagi. Hann var svo ungur og óspilltur. Hann var fram úr hófi dulur, sem bezt kom fram í veikindastríði hans. Hann kvartaði ekki og hjúkrun- arfólk lét þau orð falla að Bjarni væri dásamlegur sjúkl- ingur, þó mikið væri hann veikur. Ég var svo lánsöm að geta umgengizt hann er hann gisti Reykjavik, bæði heilbrigðan, og eins eftir að hann lagðist í sjúkrahús. í hans þungu sjúk- dómslegu kynntist ég honum bezt, hann hafði fengið, að ég held, það bezta frá báðum for- Guðbrandusr Jón Sig- urbjörnsson — Minning eldrunum og klæddi hann það vel. Baddi átti marga og góða vini, hann dáði þá alla og kom það fyrir er ég dvaldi hjá hon- um í seinni tíð að honum fannst þá hann vera kominn til Eyja og þá talaði hann til vinanna og þá mátti heyra að um góðan félaga var að ræða. Hann átti líka 5 mánaða systurdóttur, sem hann unni af öllu hjarta og aldrei þreyttist hann á að hlusta eða ræða um hana. Hann var til hinztu stundar með hugann hjá fólkinu sínu smáu og stóru. Litlu frænkunni á Þórshöfn, Rósu litlu frænku í Englandi og alltaf var nóg um að tala ef horfið var í huganum til Eyja. Baddi útskrifaðist frá Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja með prýðiseinkunn. Foreldrum, systkinum sem og öðrum ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Hjartans barnið góða blíða ' blessuð veri minning þín, um himin heill þú megir líða heitust það er óskin min. S.B. Haraidur Sigvaida- son — Minnintf í DAG verður jarðsunginn að Lágafelli, Haraldur Sigvaldason ullarmatsmaður á Álafossi til heimilis að B"úarhóli í Mosfells- sveit. Haraldur lézt 18. ágúst s.l. í Borgarsjúkrahúsinu í Rvík eftir stutta legu, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Haraldur var fæddur 8. apríl árið 1900 að MÚIa í Miðfirði V- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigríðut Jósefsdóttir og Sigvaldi Svcinsson bóndi í Múla. Sigríður móðir Haraldar lézt, þegar hann var 6 manaða gamall, og fram að fermingu var hann á Bergsstöðum i Miðfirði. Starf- semi oð iðni voru Haraldi í blóð borin og réöst hann ungur áð árum til atc.rku og framkvæmda- mannsins Valdimars Þorvarðar- sonar í Hm'fsdal. Oft hafði Har- aldur orð á því að vera sín þar hefði verið sinn bezti skóli og hjá honum hefði hann ö'ðlazt það, persónulega sjálfstæði sem hefði dugað sér bezt þegar á reyndi. Haraldur fluttist til ísafjarðar og giftist ertirlifand: konu sinni frú Steinunni Sveinbjarnar- dóttur bakara á ísrfirði, Sonur þeirra Sigvaldi verkstjóri á Álafossi býr að Brúarhóli ásamt konu sinni Úlfhildi Geirsdóttur og tveim sonum. Að Álafossi flutti Haraldur árið 1943 og vann þar strax traust starf .mai na og húsbænda. Fyrstu árin annaðist hann verk- stjórn í spunaJsiid og er ullar- mat var lögfest tók hann við því starfi >g eftir nokkurt nám var hann skipaður löggiltur ullarmatsmaður eða 29. septem- ber 1953 og hefur haft yfirum- sjón með því starfi síðan, þar til starfsorku þraut nú í sumar. Atorka og vinnugleði hans var einstæð og ásamt trúmennsku í starfi til sannrar fyrirmyndar. Að slíkum mönnum er ávallt mikill missir. Áhugamál átti Haraldur mörg. Hann hafði yndi af iestri góðra bóka og þegar þeir feðgar lögðu saman á hesta sína var gleði hans mikil. Smá búskap rak hann í hjáverkum að heimili sínu og þar sem annarsstaðar kom í ljós snvrtimennska hans og natni. Félagsmál lét hann sig miklu skipta >g kom víða við, var einarður og hreinskilinn, en gaf sig hveigi þætti honum hallað rétlu mali. Haraldur var einn heilsteyptasti sjálfstaeðis- maður, sem ég nefc kynnzt og fylgdist vel með gangi þeirra mála, sem efst voru á baugi hverju sinni. IJrúðmenni var hann hið rnesta og stilltur vel, en á góðri stund naut glettni hans sín vel og gleðin var ein- læg. Slíka menn er gott að hafa í nábýli og gott að minnast. Við á Álaíossi þökkum þau mörgu ánægjulegu ár, er við fengum að nióta samvista við Harald Sigvaldason og sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur á skilnaðarstund. Ásbjörn Sigurjónsson. A T H U G I » Þegar miðað er við útbreiðslu. e: langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. ÞANN 19. ágúst andaðist hér í borg Guðbrandur Jón Sigur- björnsson trésmiður, og fer útför hans fram í dag fré Dómkirkj- unni. Með Guðbrandi er genginn nýtur maður o? gæadur persónu leika, sem ánægjulegt og gott var að mega kynnast. Dalamað- ur var hann að ætt og uppruna, fæddur á Svarfhóli í Laxárdal þánn 29. sept. 1886. Foreldrar hans voru Gucbjórg Kristín Guð brandsdóttir og Sigurbjörn Berg þórsson, valinnkunn hjón, er lengi bjuggu á Svarhóli. Sigur- björn var tillekinn greindar- maður, hagmæltur. Ratvísi hans og öryggi í ferðalögum var og viðbrugðið. Hann missti konu sína 1922 og ílutti til Rvíkur 1925. Hér var hann hjá börnum sínum, Margréti og Þorstemi Ó’öí Christensen — Kveðjn Fædd 7. júní 1914 dáin 15. desember 1965. Lít þessa rós er horfir góð og hýr; mót himinsól og þó í moldu býr. Og hlekkjuð föst en allan auð inn sinn ilm og fegurð gaf í bústað þinn. Þetta fagra ljóð kom í huga mér, þegar ég tek mér penna í hönd til þess að minast Lóu, eins og hún var kölluð, en hún lézt í desember sl. Gamalt máltæki segir: Allir eru góðir þegar þeir eru dánir. En um Lóu á Klömbrum er sagt með sanni, að hún var bæði góð og falleg, allt sem hún snerti glæddist lífi hún hlúði að öllu, mönnum sem málleys- ingjum og þeir eru margir sem leið áttu heim að Klömbrum um árin, þar var gott að koma, allir hjartanlega velkomnir enda var hún höfðingi heim að sækja, enginn gleymir komun- um þangað. Lóa var greind kona, hún unni fögrum listum, hún var vel lesin á góðar bókmenntir og lék fágað á píanó. Hennar mat og túlkun á lífsins gæðum var ávallt hlýrra en almennt gerist. Fallegan garð átti hún við húsið sitt. Ég minnist þess að eitt sinn sagði hún við mig: „ég yrði ánægð ef listasafn yrði byggt hérna á túninu“, Sú ósk hennar virðist ætla að rætast. Lóu hlotnaðist mikil hamingja í lífinu, hún eignaðist góðan mann Christian Christiansen og voru þau mjög samhent og ham ingjusöm. Þau voru búin að koma sér upp íbúð í Álftamýri og áttu þar fallegt heimili. Tvo syni eignuðust þau, þá Svein og Björn. Lóa lifði þá stund að sjá lítið lífsblóm fæðast í þennan heim og þroskast í návist sinni, hana nöfnu sína. Allt þetta þakkaði- hún og gladdist yfir. Mér finnst ég geti ekki látið hjá líða að minnast á alla þá einstæðinga sem hún gladdi á einn eða annan hátt, þeir eru margir sem misst hafa sinn bezta vin við fráfall henn- ar, já, hún var gullhlekkurinn í stórri keðju eins og fóstra hennar komst að orði. Lóa átti oft við veikindi að stríða en alltaf hélt hún fuil- kominni sálarró. Ég vil þakka þær mörgu ánægju og gleði- stundir, sem ég og mín fjöi- skylda nutum hjá þeim hjón- im. Ó, yndislega mjúka mánalín, milda stjörnuljós sem aldrei dvín. Og býr oss sæng und bláum himinvæng, ég bið og vaki og þú leitar mín. S. S. bókbindara og naut þar ágæt- ustu aðhlynníngar unz yfir lauk. Hann andaðist 13. júní 1953, var þá 96 ára gamall og hafði blind- ur verið í 17 ár. Guðbrandur Jón var elztur af 9 börnum þeirar hjóna. Sex komust til full orðins ára, og eru nú eftir Mar-- grét, Þuríður Þorsteinn og Berg þór. Guðbrandur ólst upp í föð- urgarði og átti þar heimili tölu- vert fram eitir aldri. Hann kvæntist á jólaföstu 1917 eftir- lifandi eiginkor.u sinni Jónínu Ástríði Eggertsdottur frá Magn- ússkógum í Rvammssveit. Bjuggju þau á Svarfhóli til 1917 og fluttu þá til Rvíkur. Þau eignuðust son og dóttur, en misstu soninn ungan. Dóttirin Guðlaug Sigríður komst til góðs þroska. Hún giftist Magnúsi Péturssym Magnússonar, banka- stjóra. Þrír synir þeira eru á lífi: Pétur, Björr og Andrés, en sjálf lézt hún fyrir rúmum 2 ár- um aðeins 46 ára að aldri. Guðbrandur Jón var hagur maður. Hann fór snemma að fást við sn-íðar og var það at- vinna hans til æviloka. Meðan hann átti heima í Dölum vann hann mikið moð Jóni Magnús- syni trgsmíðameistara úr Rvík, sem í þann tíma byggði mörg hús vestur þar.Og eftir að hann flutti hingað vann hann m. a. við byggingu húsa á Kolviðar- hóli fyrir bau Sigurð og Val- gerði. Lengi var hann hjá Geir Pálssyni húsasmíðameistara og seinna árum saman við smíðar fyrir Helga Magnússon & Co. Árið 1925 keypti hann og end- urbyggði húsið við Nýlendugöt- una, þar sem þau hjón áttu heima upp frá því. Á seinni ár- um vann Guðbrandur mest sjálfstætt að a’lskonar viðgerð- um á húsum og húsgögnum og á verkstæði heima hjá sér. Hafði hann við þeta sannarlega nóg að gera, og var hann sívinnandi unzt hann tók banasóttina. Á þessum síðustu tímum, þegar fagmenn yfirleitt vilja ógjarn- an lúta að lithi, svo að næstum er ómögulegt að fá unnið nokk- uð, sem smávegis heitir, en verð- ur þó bysna baealegt, ef ekki fæst viðgert, var Guðbrandur mörgum ómetanleg hjáparhella. Hann var einkar bóngóður og má um hann með sanni segja, að hann hafi viljað hvers manns vandræði lev=a Sanngirni hans og heiðarleika í öllum efnum var einnig viðbrugðið. Hann var maður sjálfstæður i hugsun og fór eigin götur. Frumlegur og kjarnyrtur var hann í tali og átti til að vera smáskrítinn í til- svörum. Lundléttur var hann og lá hátt rómur, frábitinn öllu væli og víli. Skapiéttir var því við hann að rreða. Eft.irminnilegur mun hann öllum, sem kynntust honum. Þakklátur er ég fyrir margan greiða og hans góðu handtök í þágu heirmlis míns og viðkynn- ingu alla. Hata áreiðanlega margir þa sömu sögu að segja. Eiginkonu hans, systkinum og ástvinum öllum votta ég samúð. Þorsteinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.