Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 6. sept. 1966 ( MORGUNBLAÐIÐ 31 - /jbróftir Framhald af bls. 30 hans fór himinhátt yfir markið. Á sömu mínútu átti svo Elmar einnig ágætt tækifæri, en sagan endurtók sig, knöttixrinn fór yfir. Á 25. mín. var Elmar enn á ferð og skaut að marki. Logi, markvörður Breiðabliks, missti knöttinn yfir sig, og var þar til staðar Frammari í ágætu færi, var hann nokkuð seinn að átta sig, og þegar skotið loksins kom varði Logi það mjög snaggara- lega í horn. Mikil hætta skapað- ist upp úr hornspyrnunni, og voru þá nær allir leikmenn í einni þvögu inn á markteig Breiðabliks. Logi ruddi sér síð- an braut inn í þvöguna og hand- samaði knöttinn. Mínútu síðar var svo aftur hætta við mark Breiðabliks, en þá var Elmar kominn í færi eftir gott upphlaup, en Logi kom út é réttu augnabliki og bjargaði. Á 35. mínútu var dæmd víta- spyrna á Breiðablik. Tildrög hennar var sú, að sóknarmaður Fram og varnarmaður Breiða- bliks voru að kljást um knöttinn á vinstri vallarhelmingi, rétt við vítateigslínu. Braut þá varnar- maðurinn af sér, en tæpast svo mikið að það réttlætti víta- spyrnu. Dómarinn benti þó strax á vítapunkt og Helgi Númason skoraði örugglega 1:0 fyrir Fram. Fleira markvert skeði ekki fyrir leikhlé. Framarar voru ágengari, en gekk erfiðlega að skapa sér opin færi, og skot af færi sáust ekki hjá þeim. Síðari hálfleikur var hinum fyrri jaínari og skemmtilegri. Á 5. mín. kom fyrsta hættulega tækifærið, en þá átti Hreinn EU- iðason gott færi á að skora, skot hans var gott, en Logi varði glæsilega. Á 12. mín. hálfleiksins átti Breiðablik sitt hættulegasta tæki færi. Grétar hljóp þá af sér vörn Fram og átti aðeins Hallkel markvörð eftir, sem tókst að slá knöttinn í horn, sem ekkert varð svo úr. Þegar 25. mín. voru af hálfleiknum skoraði svo Fram sitt annað mark. Var þar að verki Hreinn Elliðason er lék upp og komst fram hjá varnar- mönnum Breiðabliks, sem voru í það skiptið heldur staðir. Logi hikaði í úthlaupinu og kom því ekki vörnum við. Strax á næstu mínútu var svo aftur hætta við mark Breiðabliks. Helgi gaf vel fyrir, en Elmar skallaði rétt yfir. Á 32. mín. kom syo 3 :0. Nokkur þvaga var við markið og fékk hægri innherji Fram knöttinn, er hann hrökk af Loga mark- verði, og átti hann auðvelt með að afgreiða hann í netið. Á síð- ustu mínútu átti svo Helgi Núma- son fallegt skot af löngu færi er smaug rétt fyrir. Liðin I liði Breiðabliks átti áberandi beztan leik, Logi Kristjánsson markvörður, er oft varði mjög vel. Logi er annars þekktur sem markmaður Hauka í handknatt- leik og hefur þar staðið sig vel og m. a. verið valinn í landslið. Vörn Breiðabliks var annars sterkari helmingur liðsins, en reyndi þó allt of lítið að byggja upp. í framlínunni áttu þeir Daði og Grétar skástan leik. Lið Fram samanstendur af ágætum einstaklingum, en eins og áður segir, virðist svo sem einhvern herzlumun skorti til þess að liðið nái vel saman. Vörn- in stóð sig vel og var þar Anton Bjarnason sterkasti maður, og segja má, að flestar sóknarað- gerðir Breiðabliks hafi hann stöðvað. Helgi Númasori átti og góðan leik, en hann hefur mikla yfirferð á veilinum og gott auga fyrir samleik. í framlínunni stóðu sig einnig ágætlega þeir Elmar og Hreinn. — /jb róttir Þetta er samanlegt fyrir kvenna og- karlagreinar, en væru karlagreinar teknar ein ar sér væru Frakkland efst á blaði, því öll þeirra verðlaun eru unnin í karlagreinum. — Meira bræff Framhald af bls. 3. í frystingu 8.095 uppmældar tn. (874 L) í bræðslu 1.452.183 mál (196.045 L) Samtals nemur þetta 216.850 lestum. Helztu löndunarstaðir eru þessir: lestir Reykjavík 31.977 Bolungarvík 6.634 Siglufjörður 18.943 Ólafsfjörður 6.150 Hjalteyri 8.567 (Þar af 3.919 frá erl. skipum) Dalvík 489 Hrísey 205 Krossanes 13.954 Húsavík 4.260 Raufarhöfn 50.306 Þórshöfn 1.738 Vopnafjörður 14.226 Borgarfjörður eystri 1.803 Seyðisfjörður 70.191 (Þar af 34 frá erl. skipum) Mjóifjörður 533 Neskaupstaður 42.927 Eskifjörður 24.652 Þar af 455 1. frá erl. skipum) Reyðarfjörður 13.4.14 Fáskrúðsfjörður 16.035 Stöðvarfjörður 2.240 Breiðdalsvík 2.066 Djúpivogur 4.216 Verksmiöjan Dúna Auöbrekku 59 Kópavogi sýnir húsgögn í sýningarstúku nr. 304 í Sýningarhöllinni. Næstkomandi sunnudag byrjum við aug- lýsingu, sem vert er að taka eftir. Látið það ekki fara framhjá yður. Verksmiöjan Dúna Kópavogi Stúlku óskast ó bókbondsvinnustoíu Upplýsingar í síma 13579 frá kl. 5—7 í dag. Stúlka óskast í í snyrtivöruverzlun. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m., merkt: „Snyrtivörur — 4171“. Stúlkur vantar í afgreiðslu og í uppvask. Frí á sunnudögum. Koífistofan Austurstræti 4. Kópavogur Blaðburðarfólk vantar í Austurbæ og Hlíðarveg. Talið við afgreiðsluna — Sími 40748. Skorri hf. húsgagnadeiid Nýr sími 3-8585 flytur verzlun sína í miðbik borgarinnar að Suðurlandsbraut 10, gegnt íþrótta- höllinni. Opnað þriðjudaginn 8. september. (Lokað 5. september vegna fiutninga). ELDHÚS Stærsta sýning á eldhúsinnréttingum. Nýtt úrval af nýtízku húsgögnum. Fjölbreytilegar gerðir. Sanngjarnt verð. — Lipur þjónusta. SKORRI HF, húsgagnadeild. Nýr sími 3-88-85. " Tilkynnmg Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- málaráðuneytisins dags. 21. janúar 1966, sem birtist í 6. tölublaði Lögbirtíngablaðs ins 1966, fer þriðja úthlutun gialdeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1966 fyrir þeim innflutningskvótum sem taldir eru í auglýsingunni. fram í októ- ber 1966. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegs- banka íslands fyrir 1. október nk. Landsbanki íslands ' * ^ litvegsbanki Islands Ctsalam heldur áfram í dag og næstu daga. Mikið úrval af PRJÓNAGARNI á mjög lækkuðu verði. Lakkrís ítalski lakkrísinn er kominn. — Birgðir takmarkaðar. Þórðui Sveinsson & Co hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.