Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. sept. 1966 1 KAl IPU IM 1 fSLENZKA IDNAÐARVÖRU^p 18 MATVÚRUIÐNFYRIRTÆKI Á IÐNSÝNINGUNNI í DAG, föstudaginn 9. sept- ember, er dagur matvælaiðnaðar- ins á Iðnsýningunni 1966, sem haldin er í sýningarhöllinni í Laugardal. Fyrirtæki innan matvælaiðn- aðarins, sem þátt taka í Iðnsýn- ingunni eru 18 talsins. Eru það einkum fyrirtæki á sviði sælgæt- isframleiðslu, drykkjarvörugerð- ar, kexverksmiðjur og niðursuðu verksmiðjur. Veigamikla þætti matvælaiðnaðarins, s v o s e m mjólkurfrámleiðslu, o. fl. vantar þo á sýninguna, þannig er ljóst, að hún gefur enga heildarmynd af matvælaframleiðslu lands- manna. Framleiðsla ofangreindra 18 fyrirtækja er hin margbreyti- legasta, og ótvírætt er, að hún stenzt fyllilega samanburð við samsvarandi erlenda framleiðslu að því er gæði varðar. Mörg greindra iðnfyrirtækja hafa þó átt stöðugt vaxandi erlendri samkeppni að mæta og flest þeirra eru skattlögð mjög frek- lega af hálfu hins opinbera. Má í því sambandi nefna framleiðslu- sjóðsgjald og innheimtu gjalda til styrktar og sjúkrasjóða auk verðlagseftirlits, en allt þetta hlýtur að sjálfsögðu að standa rekstri fyrirtækjanna fyrir þrif- um. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða sýningarstúkur fyrir- tækja matvælaiðnaðarins. Ora niðursuðuverksmiðjan hef- ir 50—80 manns í sinni þjónustu og selur 16—20% af framleiðslu- vSru sinni á erlendan markað, aðallega er það murta úr í>ing- vallavatni sem flutt er til Amer- íku, Þýzkalands og Frakklands, einnig dálítið af kryddsíldarflök- um. Fréimleiðslan er niðursuða og niðurlagning á hverskonar fiskmeti og allskonar grænmeti. Gulrætur og asíur eru að miklu leyti innlend framleiðsla, en flutt inn ef ekki er nóg hér á mark- aðnum. Annað grænmeti er inn- flutt. Fyrirtækið telur sig geta selt ýmsar framleiðsluvörur sínar á erlendan markað, en nær ekki framleiðslukostnaðarverði. Sanitas með sína gosdrykki og efnaiðnaðarvöru hefir stóra deild á sýningunni. Fyrirtækið býr við harða erlenda samkeppni t. d. í sultum, en gæðavaran erlenda er alla jafna dýr. Mest er salan í sultum af blandaðri ávaxtasultu og jarðarberjasultu. Hráefnið sælgætisvöru svo sem hinar kunnu hálstöflur, sem er alger- lega innlend framleiðsla, upp- skriftin heimagerð og fram- leiðsla öll. Fyrirtækið selur nú sem svarar einum pakka af opal á hvert mannsbarn í landinu á mánuði hverjum. Þá framleiðir fyrirtækið 11 tegundir af brjóst- sykri, en hefir engan útflutning. Efnablanda hf. og Amor hf. sýna vörur sínar saman. Þar er popkornið áberandi og vinsæl vara, einnig macaroni og fá sýn- mikið hollenskt. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu að tappa- gjaldið og framleiðslugjaldið væri þungt í skauti fyrir fyrir- tækið, en gjöld þessi næmu 40% af heildsöluverði vörunnar. Coca-cola hyggst innan tíðar hefja byggingu nýrrar verk- smiðju. Nýju flöskurnar, þær stærri, hafa náð vinsældum, enda benda forsvarsmenn á að í þeim fái menn 60% meira magn af drykknum fyrir 30% hærra verð. Drykkurinn er lagaður úr sýropi, sem algert leyndarmál er hvern- ig er samsett, en það er eins um allan heim. Hinsvegar finnst mörgum drykkurinn ferskari hér á landi en víða annars staðar og er vatnið talið hafa áhrif á það. Opal hf. sýnir margháttaða að setja ölverksmiðjuna upp fyrir norðan um þessar mundir og kemur fyrsta framleiðsla hennar á markaðinn í nóvember nk. Fyrirtækið, sem setur ölgerðina upp er danskt og öluppskriftirnar verða frá þeim, þótt fjármagn og framleiðsla öll komi héðan. Freyja er með sitt gamalkunna sælgæti og ber mest á súkkulað- inu og konfektinu. Sala hefir á síðustu tímum mjög aukizt í vöfflustöngum, sem er rauuar súkkulaðikex, en þegar innflutn- ingur á því kexi var gefinn frjáls tók sala að aukast í hinu ís- lenzka. Við íslendingar erum miklar konfektætur, sagði for- svarsmaður Freyju, en til þess að koma því í glæsilegar um- búðir þarf miklu að kosta til. Afgreiðsla smjörlíkisgerðanna sýnir gestum myndir af fram- leiðslu sinnar vöru, en fram- leiðslan er nú svo vélvædd að mannshöndin kemur ekki nálægt henni frá því hráefninu er ekið að fyrstu vélinni og þar til smjörlíkisstykkið kemur kælt og pakkað út úr vélasamstæðunni. Þarna eru sýndar hinar ýmsu efnivörur, sem notaðar eru til framleiðslunnar, m. a. þorska- lýsi, en í venjulegt smjörlíki fer Va af því. Við smjörlækkunina dró úr sölu jurtasmjörlíkis að miklum mun en þó er mikið selt af því enn. Lítil flaska stóð í hillu þarna á sýningunni og vakti hún athygli vegna þess að inni- hald hennar kostar 20 þúsund kr. en það er A og D3 vitamin, sem notað er í allt smjörlíki. Fyrirtækið gefur út um þessar ingargestir uppskriftir að 5 rétt- um úr þeirri vöru. Amor er með sælgætisvörur ýmisskonar og ber þar mest á súkkulaðinu. Sana frá Akureyri sýnir alls- konar gosdrykki, eða 7 tegundir. Sala þessarar vöru hefir fram til þessa verið mest á Norður- landi, en sl. vetur kom hún á markað hér í Reykjavík og hefir verið að vinna á og mestu munar þó um kynningu vörunnar á Iðn- sýningunni. Til nýmæla hjá því fyrirtæki telst að það er að koma með öl á markaðinn, en Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefir verið einrátt á þeim mark- aði hér á landi. Fyrirtækið mun framleiða óáfengt öl og maltöl, svo og einnig sterkt öl fyrir skip, flugvélar og sendiráðin. Er verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.