Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1966, Blaðsíða 25
Sunnudagur 18, stpL 19W MORGU N BLAÐIÐ 25 ) Yusef Lateff leik- ur í Jassklúbbnum JASSUNNENDUR hérlendis eiga von á góðum gesti tii ís- lands. Er það enginn annar en Yusef Lateef, sem flestir sem eitthvað fylgjast með jassi, kunna nokkur deili á, en hann hefur um langt ára- bil verið með beztu flautu- leikurum jassins. Auk þess hefur hann gert ýmsar tii- raunir með obo, tenorsaxó- fón og austurlenzkt tréblást- urshljóðfæri. Þessi merki jassleikari mun leika hér í Jassklúbbi Reykja víkur n.k. mánudagskvöld í Tjarnarbúð, og verður þetta eina kvöldið sem hann kem- ur fram. Meðleikarar Lateefs þetta kvöld verða Þórarinn Ólafsson og félagar. Er ekki að efa að íslenzkir jassunn- endur munu fjölmenna til þess að heyra og sjá þennan ágæta jassleikara. „Það kostar mig álíka mik- ið að fá Yusef Leteef til lands ins, og Art Farmer, Donald Byrd og hina, sem við höf- um verið með, alla til sam- ans“, sagði Þráinn Kristjáns- son, formaður Jassklúbssins, en hann hefur barizt manna ötullegast fyrir því að fá hing að þekkta erlenda jassleikara. Lateef er 46 ára gamall, og heitir hann réttu nafni William Evans. iHann ólst upp í Detroit, og þar kom hann fyrst fram opinberlega 1939. Hann fluttist til New York 1946, og lék þar með ýmsum þekktum jassleikurum. Má þar nefna þá Roy Eldridge og Dizzy Gillespie. Hann sner ist til Múhameðstrúar árið 1949, eins og margir jassleik- arar á þeim tíma, og tók þá upp nafnið Yusef Lateef. Hann fluttist aftur til Detroit, og þar hefur hann leikið með eigin hljómsveit síðustu 10 árin. Yusef Lateef I Sveinn Pálmar Jónsson Kveðja trá ásfvinum F. 16. 7 1961 — D. 9.9 1966 Óttastu ekki, pabbi, því svefn- inn er þeim sætur er sjúkur gat ei vakað. Lát þig ekki skelfa þær löngu myrku nætur *em loks fá ekki sakað ungan, veikan ástvin þinn. óttastu ekki, pabbi minn, því svefninn er þeim sætur er sjúkur gat ei vakað. GÍTARSKÖLI ÖLAFS GAUKS HÓPKENNSLA - BRÉFASKÓLI ami 10752 - Pósthótf 806 - Reykjavik Enn komast nokkrir nemend- ur að. Innritun í síma 10762. bréfaskölinn Fáið gítarkennsluna senda heim. Skrifið eftir ókeypis upplýsingum um bréfaskólann Sendið mér upplýsingar um bréfaskólann í gítarleik. Nafn Heimili Til Gítarskólans, pósth. 80«, Rvlk. bchannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá 0. Farimagsgade 42 Kþbenhavn 0. Þorsteinn Júlíusson héraðsdómslögmaðrr Laugav 22 (inng. Klapparstíg) Sími 14045 - Viðtalstími 2—5. BJLRGIR ISL. GUNNARSSON Málflutningsskrifstofa Lækjargötu 6 B. — n. hæð . Snyrtivörur Gala, Lady Rose Óttastu ekki, mamma, því sorg- in er þeim systir er sakna ungra blóma. Á tárið sem þú fellir, á fífil sem þú misstir slær fegurð helgra dóma. Óttastu’ ekki, mamma mín, minningin er huggun þín og sorgin er þeim systir er sakna ungra blóma. óttastu’ ekki sorgina því hún er gjöf hins góða og gleym-mér-ei þíns hjarta; hún er dóttir kærleikans og vonarrósina rjóða sem runnar lífsins skarta. Ekkert líf er lífi nær en líf er sorgin vökvað fær, því hún er gjöf hins góða °g gleym-mér-ei þíns hjarta. Páll H. Jónsson. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 um. Vinsældir hans með- al demókrata voru þá ai- mennar og viðurkenndar. Nú er aðstaðan breytt, því að skoðanakannanir, en til þeirra ber Johnson mikið traust, flytja forsetanum og Hump- hrey varaforseta nær einung is slæm tíðindi. Johnson var fyrir skömmu á blaðamannafundi spurður um, hvort hann hefði nokkra skýringu á hinum sívaxandi vinsældum R. Kennedy. t fyrstu virtist, sem hann þætt ist ekki heyra spurninguna, en síðan snerj hann sér að spyrjandanum og starði á hann. Eitt augnablik virtist, sem eitthvað mundi gerast, en að lokum lét forsetinn sér nægja að hrista tómlega hóf uðið og muldra „Nei“. Að þvi er virtist var hann að gefa í skyn, að hann hefði enga skýringu á takteinum á því, sem honum hlýtur að sýnast vera vanþakklátt hverflyndi bandarískra kjósenda. Úrslit skoðanakannanna ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. hafa einungis gildi um stutt- an tíma, þannig að vinsæld- ir R. Kennedys nú þýða að sjálfsögðu ekki, að hann muni endanlega njóta þeirra í fram tíðinni. Með tilliti til vin- sælda R. Kennedys nú hefur hvað eftir annað sú tilgáta komið fram, einkum á meðal republikana, að hann verði 1 framboði fyrir 1968, en hann hefur ákveðið neitað því, að hann hafi nokk-urn áhuga á því og hefur lýst þvi yfir, d hann muni styðja Johnson til forseta. Hvað forsetakosningarnar 1972 snertir hafa viðgrögð Ihans verið önnur. Fyrir ekki löngu var hann spurður um, hvort hann kynni að hafa á- huga á því að verða fram- bjóðandi þar, og svar hans var: „Hvernig er unnt að gera áætlanir fyrir ákveðinn tíma, þegar ekki er hægt að vita, hvort maður verður þá á lífi“. Það má samt öllum vera ljóst, að tíðar tilvitnan- ir hans til stefnumála og hug sjóna bróður síns, Kennedys forseta, sýna, að hann elur með sér sterka von um að geta komið þeim í fram- kvæmd. Fyrir tveimur árum sagði hann í Vestur-Berlín: „Kyndillinn logar enn og vegna þess geymist oss öll- um tækifæri til þess að varpa birtu á komandi daga og lýsa upp framtíðina. Fyrir mig er það sú áskorun, sem gerir líf ið vert að lifa því“. Einoi Tómasson — Minning Á morgun verður jarðsettur í Fossvogskirkjugarði Einar Tómasson, áður kolakaupmaður að Bergstaðastræti 24 hér i borg. Þessa mæta manns vildi ég minnast með örfáuni orðum um leið og ég fylgi honum síðasta spölinn héðan. Það var árið 1909, að leiðir okkar Einars lágu fyrst saman. Vorum við þá báðir starfsmenn hjá Duus-verzlun hér í Reykja- vík. Hann sem vélamaður á þil- skipum verzlunarinnar og ég sem afgreiðslumaður í pakkhúsi sömu átofnunar. Hófust þá þeg- ar með okkur þau kynni, sem stóðu óhögguð meðan lífsins naut við. Nokkrum árum síðar hætti Einar sjómennsku og tók að sér vélgæzlu í fiskþurrkunar- húsi Duusverzlunarinnar. Við það vann hann til ársins 1928, er fyrirtækið lagðist niður. Sama éir gengum við Einar tveir saman í félag um kolasölu hér í borginni. Rákum við hana við Kalkofnsveg samfellt í 30 ár, eða til ársins 1958. Allan þennan tíma mátti ségja, að í þessu fyr- irtæki okkar Einars væri eitt hjarta og ein sál. Bar aldrei minnsta skugga á félagsskap okkar eða bræðralag. Einar var maður hógvær og traustur í allri umgengni, orði og verki. Verk sín öll vann hann af alúð og kostgæfni. Vinátta hans var einlæg og heil bæði í meðlæti og mótlæti. Er mér því bjart fyrir augum, þegar ég horfi til baka yfir farinn veg þessa góða félaga og trausta vinar. Um leið og ég þakka þessurn horfna vini langa og ánægju- lega samleið og samstarf, færi ég eftirlifandi börnum hans og öðrum ástvinum dýpstu samúð- arkveðjur. Sjálfum bið ég hon- um að síðustu vegsögu og bless unar æðri valda á nýjum leið— um nýrra heima. Guðni Einasson. Meimingarmála ráðherra Dana r til Islands Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár síð- an Dansk-íslenzka félagið var stofnað. Til að minnast þess, verður afmælishátíð haldin í átthag asalnum á Hótel Sögu laugardagskvöldið 16. október. Menningarmálaráðherra Dana, Hans Sölvhöj og kona hans, verða gestir félagsins í hófi þessu. Félagsmönnum verður skýrt nánar frá tilhögun afmælishá- tíðarinnar síðar. (Frá Dansk-íslenzka félaginu) JAMES BOND James 6onð BY IAN FLEMM6 ORAWING BY JOHN McLUSKY n -Xr- Eftii IAN FLEMING Laugavegi 2. Sími 19130. Ég reyndi að grafast meira fyrir um flokkinu án þess að sýna of óheilbrigðan áhuga. — En hvers vegna getum við ekki hald ið áfram að smygta gimsteinum Tiffany. Það virðist nógu auðvelL — Fóik þetta er engic fífl. Ég hef aldrei farið sama ferilinn tvisvar og ég er ekki eini gim- steinasmyglarinn í heiminum. Ég get sagt þér það bróðir sæli, að þú ert i liðinu mikla nú. Gættu þín bara. Fg fylgdi henni til hótelsins. — Gættu þín James. Ég vil ekki missa Þá skyndilega breyttist viðmót hennar. — Farðu nú frá mér, Bond. mikla nú. Gættu þín þarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.