Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNB* A*HO Fo=tiHa?ur 14 o1* 1966 Eric Ambler: Kvíðvæniegt ferðalag zmmii':*' tr • Undir borðum í Pera, Palace kom Kopeikin með helztu stríðs- fréttirnar. I hans munni voru Sovétríkin ennþá „júlímorðingj- ar“ Nikulásar II. og svo fékk Graham margt að heyra um sigurvinninga Finna og ósigra Rússa. Þjóðverjar höfðu sökkt fleiri brezkum skipum og misst fleiri kafbáta. Hollendingar, Danir, Svíar og Norðmenn voru að dytta að vörnum sínum. Heim urinn bjóst við blóðugu vori Svo fóru þeir að tala um jarð- skjálftann. Klukkan var oröir, hálfellefu, þegar Kopeikin vakti máls á því, að nú væri tí.ni til kominn að fara í Jockey. Klúbburinn var í Beyoglu- hverfinu, skammt frá aðalgöt- unni í Pera, og í götu þar sem húsin voru sýnilega teiknuð af frönskum arkítekt á árunum 1920-30. Kopeikin tók hann vin- gjarnlega undir arminn, er þeir gengu inn. — Þetta er ágætis staður, sagði hann. — Serge, eigandinn, er kunningi minn og sér um, að við verðum ekki snuðaðir. Ég ætla að kynna þig honum. Af manni með innræti Grahams að vera, var þekking hans á næturlífi í hinum ýmsu borgum heims, furðu víðtæk. Af einhverjum ástæðum. sem hann hafði aldrei getað fundið út, hverjar væru, höfðu gestgjafar haris erlendis álitið, að eina teg- und skemmtana. sem enskir verk fræðingar hefðu áhuga á, væri hinir miður siðlegu nætur- skemmtistaðir. Hann hafði kom- ið á slíka staði. bæði í Buenos Aires og Madrid. í Valnaraiso og Búkarest, í Róm og í Mexikó. og hann minntist ekki neins eins slíks staðar, sem væri verulega frábrugðinn öllurr. hinum. Hann minntist viðskiptamanna sinna. sem hann hafði setið með fram á rauðan morgun og drukkið ofsa dýra drykki. en heildarmyndin af öllum þessum stöðum varð oftast reykfylltur kjallari með hljómsveitarpalli í öðrum end- anum og svo ofurlitlu dansgólfi með sætum í kring — bar með háum stólum við, þar sem talið var, að drykkirnir væru eitthvað ódýrari — út við vegg. Hann bjóst ekki við ,að Jocky væri neitt frábrugðinn þessari myndi enda reyndist ekki svo vera. Veggskreytingarnar þarna virtust helzt vera að stæla göt- una úti fyrir. Þarna voru heljar- stórar hrærigrautarmyndir, þar sem meðal annars mátti sjá skýjaklúfa frá ýmsum hliðum, svarta saxófónleikara, græn, alltsjáandi augu, símtól, grímur frá Páskaeynni og skjanna-ljós- hærðar tvíkynjur með löng vindlingamunnstykki í hendi. Þarna var húsfyllir og mikill há- vaði. Serge var skarpleitur Rússi, með strítt grátt hár og svip þess manns, sem er alltaf í þann veginn að láta tilfinningarn ar taka ráðin af skynseminni. Þegar Graham leit í augu hans, þótti honum næsta ótrúlegt, að Serge léti nokkurntíma af þessu verða, en hann fagnaði þeim samt af mikilli kurteisi. og vís- aði þeim til sætis rétt við dans- gólfið. Kopeikin pantaði eina flösku af konjaki. Hljómsveitin gall við með ein- hverju amerísku danslagi, en þagnaði svo snögglega og fór, við enn meiri undirtektir að leika rumbu. — Hér er mikil kæti, sagði Kopeikin. — Langar þig til að dansa? Hér er nóg af stelpum. Segðu, hverja þér lízt bezt á, og svo skal ég tala við hann Serge. — Nei, vertu ekki að því. Ég held ép standi ekki svo lengi við. — Þú verður að hætta að hugsa um þetta ferðalag þitt. Fáðu þér svolítið meira konjak, þá líður þér betur. Hann stóð á fætur. — Ég ætla að dansa svo lítið og svo næ ég í stelpu handa þér. Graham var gripinn sektar- kennd. Hann vissi, að hann æui að láta í ljós meiri hrifningu en svona. Kopeikin var sérlega almennilegur við hann. Það hlaut að vera leiðindaverk hjá honum að skemmta ferðalúnum Englendingi, sem vildi helzt af öllu komast í bælið. Hann fékk sér svolítið meira konjak, til að hressa sig. Alltaf fjölgaði gestun- um. Hann sá Serge taka á móti þeim með miklum vinalátum. en þegar þeir sneru við honum baki, hvíslaði harjn einhverju að þjónunum sem áttu að bera á borð fyrir þá — og það minnti hann óþægilega á, að Jockey væri hvorki honum né þeim til óblandinnar ánægju. Svo leit hann víð til að horfa á Kopeikin dansa. Stúlkan, sem hann dansaði við var mjóslegin og dökk á hár, og með mjög stórar tennur. Rauði samkvæmiskjóllinn, sem hún var í, pokaði á henni, rétt eins og hann hefði verið sniðinn á stærri kvenmann. Hún brosti oft og mikið. Kopeikin hélt henni langt frá sér og var alltaf að tala v;3 hana, meðan þau dönsuðu. Graham virtist sem hann væri, þrátt fyrir stirðlegan likams- vöxt, eini maðurinn á dansgólf- inu sem hefði almennilega vald á sjálfum sér. Sem fyrrverandi hóruhússeigandi, var hann þarna að fást við það, sem hann kunoi á. Þegar hljómlistin þagnaði, kom hann með stúlkuna yfir að borðinu þeirra. — Þetta er María, sagði hann. — Hún er Arabi. Þér dytti það varla í hug. eftir útlitinu að dæma. eða hvað? — Nei. — Hún talar ofurlítið f.ónsku. — Enchanté, mademoiselle. — Monsieur. Röddin var ein- kennilega hörð, en brosið að sama skapi góðlegt. Hún var sýnilega góðlynd. — Vesalings barnið! Röddin í Kopeikin var eins &g í kennslu- konu, sem væri að vona, að nem- andi hennar yrði sér ekki til skammar með framkomu sinni við gesti. — Hún er rétt nýlega orðin jafngóð af hæsi. En þetta er ágætis stúlka og vel siðuð. Seztu niður, María. Hún settist við hliðina á Graham. — Ég vil helzt kampa- vín, sagði hún. — Já já, barnið gott. Þetta kemur, sagði Kopeikin, eins og j hann væri að færast undán. — ' Hún fær prósentur ef við pönt- um kampavín, sagði hann við Graham og hellti konjaki í glas handa henni. Hún tók glasið orðalaust og lyfti því upp af vörunum. — Skál! — Hún heldur að þú sért Svíi, sagði Kopeikin. — Hversvegna það? — Ég sagði henni, að þú værir Svíi, af því að hún kann svo vel við þá. Hann skríktí. — Þú getur ekki sagt, að umboðsmaö- . urinn í Tyrklandi geri ekkert ! fyrir félagið. I Hún hafði verið að hlusta á i þá með skilningsvana brosi. En nú hófst hljómlistin aftur og þá spurði fiún Graham, hvort hann vildi ekki dansa. Hún dansaði vel og nógu vel til þess, að honum fannst hann sjálfur dansa vel. Hann var nú orðinn nokkru hressari í skapi og bauð henni upp aftur. í seinna skiptið þrýsti hún grann- vöxnum líkama sínum fast upp að honum. Hann sá óhreint hlíraband færast út af öxlinni á henni, undir rauða kjólnum og hann fann þefinn af líkama hennar gegn um ilmefnið, sem hún notaði. Hann fann, að hon- um var farin að leiðast hún. Nú fór hún að tala við hann. Kunni hann vel við Istambul'' Hafði hann komið þangað áður. Þekkti hann París vel? og Lon- don? Mikið gat nann verið hepp- inn. Hún hafði aldrei komið á þessa staði. Hún vonaðist eftir að koma þangað einhverntima. Og til Stokkhólms. Átti hann marga vini í Istambul? Hún spyrði vegna þess, að einhver maður hefði komið inn rétt á eftir hon- um og vini hans. sem virtist þekkja hann. Þessi maður væri alltaf að horfa á hann. Graham hafði verið að velta því fyrir sér, hversu fljótt hann gæti slo^pið burt. Hann áttaði sig allt í einu á því, að hún var að bíða eftir, að hann segði eitthvað. Og nú greip hann á lofti þetta, sem hún hafði verið að segja síðast. — Hver er alltaf að horfa á mig? — Við getum ekki séð hann eins og er. Hann situr við skenxi- borðið. — Hann er nú víst fremur að horfa á yður. Annað gat hann ekki fundið til að segja. En henni var sýnilega alvara. — Nei, það eruð þér, sem hann hefur áhuga á. herra. Það er mað urinn með vasaklútinn í hend- inni. Þau voru nú komin þangað á gólfinu, sem hann gat séð til skenkiborðsins. Maðurinn sat á einum háa stólnum m ö vermút- gías fyrir framan sig. Hann var lágvaxinn og grann- ur maður með heimskulegt and- lit„ beinótt, og nasaflár, með framstæð kinnbein og þykkar varir, samanklemmdar, rétt eins og hann væri aumur í gómun- um, eða þá væri að reyna að stilla sig. Hann var mjög fölur, og augun og liðaða hárið. sem var tekið að þynnast, sýndust því dekkri en þau voru raun- verulega. Hárið var eins og límt riiður á höfuðið .Hann var í krukluðum, brúnum fötum með mikið stoppaðar axlir, linri skyrtu með næstum ósýnilegum kraga, og með nýtt, grátt háls- bindi. Meðan Graham var að horfa á hann, þerraði hann efri- vörina með vasaklútnum, rétt eins og hann væri farinn að svitna í hitanum. sem þarna var. — Hann sýnist nú ekki vera neitt að horfa á mig lengur, sagði Graham. — Að minnsta kosti held ég ekki, að ég þekki hann neitt. — Nei, það gerið þér víst ekki, herra. Hún þrýsti hand- leggnum á honum fastar að sér. j — En ég vildi nú samt vera viss. j Ég þekki hann heldur ekki, en t ég kannast við manntegundina. | Þér eruð aðkomandi hérna, þerra, og kannski hefið þér pen- inga á yður. Istambul er ekki sama sem Stokkhólmur. Þegar | svona menn horfa á mann oftar en einu sinni. er varlegra að | gæta sín. Þér eruð sterkur en I hnífur í bakið er það sama fyrir sterkan mann eins og kraftalaus- an. Þessi hátíðlegheit hennar voru næslum hlægileg. Hann hló, en leit samt aftur á mann- j inn við skenkiborðið. Hann var að sötra vermútinn sinn og virt- ist ekki gera ketti mein. Stúlk- an var sennilega að reyna — klaufalega þó — að sýna, að sjálf hefði hún ekkert illt í huga. — Ég held ekki, að ég hafi neitt að óttast, sagði hann. Hún losaði takið á handleggn- um á honum. — Ef til vill ekki, herra. En svo virtist hún allt í einu missa allan áhuga á þessu efni. Hljómlistin þagnaði og þau gengu aftur að borðinu. — Hún dansar vel, finnst þér ekki? sagði Kopeikin. — Mjög svo. Hún brosti til þeirra, settist siðan niður og lauk úr glasinu sínu, rétt eins og hún væri þyrst. Svo hallaði hún sér aftur í sæt- inu. — Við erum þrjú, sagði hún og taldi með fingrinum, til þess að vera viss um, að þeir skildu hana. — Vilduð þið ekki, að ég kæmi með vinstúlku mína til að fá eitt glas með okkur? Hún er mjög viðkunnanleg og er bezta vinslúlka mín. —Kannski seinna, sagði Kop- eikin, og hellti í glösin aftur. 1 sama bili tók hljómsveitin að leika, með miklum glym, og flest ljósin slokknuðu. En eitt kastljós titraði á gólfinu fyrir framan pallinn. — Nú koma skemmtiatriðin, sagði Maria. — Þau eru mjög góð. Serge gekk inn í ljósdepilinn og romsaði upp langri tilkynn- ingu á tyrknesku, og lauk ræð- unni með handsveiflu í áttina að dyrum til hliðar við pall- inn. Tveir dökkir ungir menn í bláum smókingjökkum komu þjótandi út á gólfið og tóku að dansa. Þeir voru brátt orðnir móðir og hárið á þeim úfið. en undirtektirnar, sem þeir fengu, voru vart meira en riálfvolgar. Þá settu þeir upp alskegg og lét- ust vera gamlir menn, sem hrös- uðu í hverju spori. En áhorfertd- ur hrifust sízt meira af þessu en hinu, sem á undan var farið. Svo fóru þeir út, og bálvondir, að því er Graham sýndist. og svitinn lak af þeim. Næst kom inn svertingjastúlka með langa, granna fætur, sem reyndist sýna sveigjulistir. Sveigjurnar hennar voru sniðuglega dónalegar og vöktu miklar hláturrokur. Og 1 il þess að svara þessum undirtekt- um kom hún á eftir með slöngu- N9KKBIB PINNAiiTÓLAR sem skemmdust í flutningi til landsins seljast ód>rt. Húsgagnaverzlun Krstjin Sigge'rss n AugEýsing um skoðun léilra bifhjóla í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun léttra bifhjóla fer fram í bifreiðaeftir- liti rikisins, Horgartúni 7, sem ner segir: Mánudaginn 17. oiítóber R-1 ti’ R-300 Þriðjudaginn 18. október R -301 til R-500 Miðvikudaginn 19. október R-501 til R-700 Fimmtudaginn 20 október R-701 ti' R-900 Föstudaginn 21. október £ 1 o © b—■ til R-1110 Skoðun hjólanna er framkvæmd fvrrnefnda daga, kl. 09.00 til 12.00 og kl. 13.00 lil kl. 16.30. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátryg^ing fyrir hvert hjól sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að vátryggingariðgjald ökumanna bei að greiða við skoðun. Skoðun léttra bifhjóla. sem eru í notkun hér í borg- inni, en skrásett í öðrum umdæmuni fer fiam sömu daga. — Vanræki einhver að koma hióli sínu til skoðunar á réttum degi, verður har.n iatinn sæta sekt um samkvæmt umferðarlögum, og hjóiið tekið úr umferð, hvar sem tii þess næst. I.ögreglustjórinn í Keykjavík, 12. oktober 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.