Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fðstuctagur 16. des. 1966 Halldór í Háteigi IVIinning HALLDÓR Kr. Þorsteinsson skipstjóri í Háteigi andaðist hinn 0L þ.m. á nítugasta aldursári. Með Halldóri er hniginn einn merkiistu íslendingum sinnar samtíðax. Halldór var brautryðjandi í %ogaraútgerð sem skipstjóri og útgerðarmaður. Hann var meðal stofnenda margra merkra fyrir- iteekja, svo sem Alfianoe h.f., sem 9ét byggja fyrsta nýja togarann, er íslendingar eignuðust, Jón íorseta. Hafði Haildór á hendi eftirliit með smíði togarans og var fyrsti skipstjóri hans. Halldór var og meðal stofn- •nda hl'vttafélaganna Eimskipafé- íags ídlands, Sjóvátryggingafié- lags íslandis, Hvals og fleiri fé- laga. Hann var i stjórn þessara Ééiaga um áratuga skeið og Btjórnaipfiarmaður Sjóvátrygg- tryggingarfélags íslands í 26 ér. Þá stofnaði hann t»l útgerðar éogarans Max Pemlbertons og var formaður og aðaleigandi sam nefnds fiélags. Ekki var auðnum fyrir að fara f fiöðurtwásum Hafldórs og syst- teina hans, en hann var næst jmgstur 13 barna merkishjón- anna Þorsteins Helgasonar og 6-uðnýjar Bjamadóttur. Ekki teomust tíl fuflorðins ára nema á<tta sif þrettán börnum þeirra hjóna. Fjórir iþeirra bræðra urðu þjóðkunnir menn: séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld og þeir tog a ras kipstj óra r n ir Hafldór, Þorsteinn í Þórslhamri og Kol- Ibeinn, Hin systkinin voru og góðkunn öllum, sem þeim kynnt- ust en þau voru: Ófötfi, fyrri kona Benónýs Benónýssonar kaupmanns, Einar verkstjóri og síðar kaupmaður í Reykjarváik, Arndís var tvígif-t, móðir Gfuð- nýjar fyrri konu séra Sigurðar Einarssonar og Fanneyjar konu Jóns Oddgeirs Jónssonar erind- reka, Guðríður, systir Halldórs giftist í Skotfandi norskum manni Cbristiansen að nafiri. Ætt þeirra systkina og afkom- enda þeirra er rakin í Ættar- skrá séra Bjarna Þorsteinsson- ar, sem hann gaf út árið 1930. Halldór hét fullu nafni Hall- dór Kristján Þorsteinsson og var skírður í höfuðið á frænda sínum Halldóri Kr. Friðrikssyni yfirkennara við Latínuskólann í Reykjavík og þingmanns Reykjavíkur um langt skeið. 1 Hávamálum segir svos „Byrði betri berr-at maðr brautu at an sé mannvit mikit. Auði betra þykkir þat í ókunnum stað. Slíkt er váilaðs vera.“ Hjá Haldóri fór saman „mann vit mikit“ og karlmennska, en um leið prúðmennska svo að af bar. —0— Halldór fæddist hin 24. júll 1877 að Mel í Hraunhreppi 1 Mýrasýslu, fluttist með foreldr- um sínum til Skutulseyjar á Mýrum hálfs annars árs, síðar að Prestshúsum á Kjalarnesi á fjórða ári og loks tif Reykja- víkur árið 1892. Halldór lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum árið 1895 með ágætri einkunn og var þó yngst- ur þeirra, er gengu undir próf- ið, aðeins tæpra 18 ára. Hann var tvö næstu ár á þilskipum. Haustið 1897 fór Halldór i sigl ingar með Englendingum. Var hann háseti á stóru seglskipi, sem sigldi suður fyrir Eld- landið, Cape Horn, suðurodda Suður-Ameríku, á leið til San- Fransisco. Þar réðist hann á gufu skip, sem var í siglingum á Kyrrahafi. Margir sóttu um starf ið. Gekk stýrimaður skipsins fram með hópnum á ráðningar- skrifstofu nokkurri, lagði hend- ina á öxl Halldórs og sagði „Come, you are one of the Vik- ings.“ Halldór var í siglingum á Kyrrahafi og Beringshafi um fjögurra ára skeið, mest með Bandaríkjamönnum og lengst af sem stýrimaður. Hann sigldi á fljótapramma upp Yukónfljót í Alaska. Um tíma vann hann sem gullgrafari á föstu kaupi í Nome í Alaska. Halldór sneri heim árið 1902. Á heimleiðinni fór hann þvert yfir Bandarík- in á járnbraut, en þá voru hest- vagnar aðal samgöngutækin í stórborgum Ameríku. Eftir heimkomuna var Hall- dór í þrjú ár skipstjóri á þil- skipum hjá útgerð Geirs Zo- ega. Réðist hann síðan á enska togara í tæp tvö ár til þess að læra þá veiðiaðferð. Var hann þá um tíma með Árna Byron Eyjólfssyni, kunnum dugnaðar- manni, sem gerzt hafði skip- stjóri á enskum togurum. Arið 1906 gerðist Halldór einn af stofnendum Alliance félags- ins ásamt Thor Jensen og nokkr um skipstjórum á þilskipum og varð skipstjóri á Jóni forseta sem fyrr segir. Þeir feðgar, Thor Jensen og Ólafur Thors, létu svo ummælt; að það Ihefði verið gæfa íslenzkri togaraútgerð, að jafn stjórnsam- ur maður, hygginn og yfirlætis- laus og Halldór Kr. Þorsteins- son, skyldi verða skipstjóri á fyrsta togaranum og móta þann ig öllum öðrum fremur þá stétt, sem átti ríkan þátt í að leggja fjárhagslegan grundvöll að full- veldi þjóðarinnar. Halldór hafði miklar mætur á Elíasi heitnum Stefánssyni ein um mesta framkvæmdamanni hér á landi á árunum 1914-1919. Attu þeir í félagi togarann Earl Hareford, en urðu að selja hann árið 1917, þegar kafbátahættan í heimsstyrjöldinni fyrri var í algleymingi. Voru þá tíu ís- lenzkir togarar seldir til Frakk lands samkvæmt kröfu Breta. Halldór var skipistjóri á tog- urunum Jóni forseta, Skúla fó- geta (elzta), Earl Hareford, Hilmi og Max Pamberton. Árið 1929 hætti hann skipstjóm, en rak eigin útgerð ftir það í 15 ár, en átti til æviloka hlut í úf- gerð með öðrum. Halldór sá um smíði margra togara. Hann þekkti betur til smíði og útbúnaðar togara, að því er ég hygg, en nokkur ann- ar íslendingur og fylgdist vel með breytingum og þróun þeirr- ar útgerðar allt til síðustu ára. Halldór var fyrsti maður, sem lét setja „yfirhitun“ við gufu- ketil í íslenzkum togara og hinn fyrsti, sem setti sjálfvirkan og sjálfritandi dýptarmæli í islenzkt skip. Það var þungt áfall fyrir Hall Jólaskór — Jólaskór Tökum daglega upp jólaskó á alla meðlimi fjölskyldunnar. Nýkomnar ítalskar og japanskar töfflur. SKÖTÍZKAN, SNORRABRAUT 38. Vinnufatabúðin LAUGAVEGI 76. Hestamenn — Hestamenn Amerískir reiðjakkar Stærðir 36 til 48 Verð kr. 1875.00 Viniiufatabuðin Laugavegi 76. __________ dór, að togari hans, Max Pamb- erton, sem verið bafði hið mesta afla- og happaskip undir skip- stjórn Péturs Maack, hins ágæt- asta manns, skyldi farast á tund urduflasvæði við Snæfellsnes með allri áhöfn hinn 11. jan. 1944. Halldór keypti ekki nýjan togara eftir styrjöldina, þótt hann væri kominn á fremsta hlunn með að gera það. Hann lagði nýbyggingarsjóð togarans sem hlutafé í Hval h.f. Halldór var einn af þremur heiðursfélögum í Félagi íslenzkra botnvörpskipaeigenda, hinir eru Thor Jensen og Þórarinn Ol- geirsson ræðismaður. Halldór var kvæntur Ragn- hildi Pétursdóttur frá Engey, hinni mestu myndarkonu, sem var eins og Guðrún systir henn- ar, kona Bnedikts Sveinssonar. skjalavarðar, í fararbroddi í bar áttunni fyrir réttindum kvenna, fræðslu- og menningarmálum þeirra. Áratugum saman stóð Ragn- hildur fyrir búrekstri þeirra Há- teigshjóna með mikilli prýði. Á búi þeirra voru m.a. einhverjar beztu mjólkurkýr landsins. Heimili þeirra Halldórs og Ragnhildar í Háteigi var meðal glæsilegustu heimila landsins, ekki vegna íburðar eða ríki- dæmis, heldur vegna heimilis- hátta og þess anda góðvildar og gestrisni, sem þar ríkti, enda var þar jafnan mjög gestkvæmt. Dvöldu ýmsir gestir, skyldir og óskyldir, langdvölum á heimili þeirra. f meira en hálfa öld voru þau hjón meðal hinna fremstu, sem settu svip á höfuðborgina. Þau hjón festu kaup á „Hús- inu“ á Eyrarbakka — með til- heyrandi útihúsum og görðum. — eins af elztu húsum í landinu. Létu þau gera svo rækilega við „Hús?ð“, að Halldór sagði, að nú væri því borgið í önnur 200 ár. Höfðu þau hjón að jafnaði sum- ardvöl í „Húsinu“ á 3. tug ára. Stunduðu þau þar m.a. garð- yrkju. Ragnhildur andaðist 9. janúar 1961 á 81. aldursári. Á síðustu æviárum sínum átti Ragnhildur við heilsuleysi að búa, en Halldór var mjög heilsu- hraustur þar til heilsa hans tók að bila fyrir tveimur árum. Sænsk kona, Signe Ehrngren, hefur dvalizt á heimilinu í Há- teigi á fjórða tug ára. Hún er kona listhneigð og hjálpsöm. Reyndist hún þeim hjónum svo vel, þegar heilsu þeirra fór hnignandi, að æt.tingjar og vin- ir fá það seint fullþakkað. —0— Halldór og Ragnhildur eignuð ust þrjár dætur, Ragnhildi, gifta Lawrenoe Skeoch hagfræðingi, háskólakennara við Queeris Uni- versity í Kingston, Ontario, Kri&tónu Halldóru, gifta Þórarni Björnssyni framkvæmdastjóra, Reykjavík og Guðnýju Ólafíu, gifta Teiti Finnibogasyni stór- kaupmanni, Reykjavík. Kristjana Benediktsdóttir, systurdóttir Ragnhildar, ólst að mestu leyti upp á heimili þeirra hjóna. Hún giftist Lárusi H. Blöndal bókaverði, en lézt 17. marz árið 1955. —0— Saga Halldórs í Háteig er að nokkru leyti hliðstæð sögu ís- lenzku þjóðarinnar frá því í lok 19. aldar og fram á 7. tug 20. aldar. Halldór brauzt úr sárustu fátækt til bjargálna og velmeg- unar. Hann átti sem einn he’zti brautryðjandi togaraútgerðar- innar á fslandi mikinn þátt í því, að íslenzka þjóðin fetaði sig áfram á sömu braut til velmeg- unar og sjálfstæðis, sem honura hafði sjálfum tekizt að fara, vegna meðfædds gjörvileiks og atorku samfara gætni og prúð- mennsku. Megi sem flestir fslendingar bera gæfu til þess að líkjast hin um látna heiðursmanni, Halldóri í Háteigi. Sveinn Benediktsson. Með Halldóri Kr. Þorsteins- syni er genginn sá seinasti af fyrstu stjórnendum Sjóvátrygg- ingarfélags íslands. Hann varð stjórnarformaður félagsins árið 1938 og þartil árið 1964 að hann baðst lausnar sökum heilsu- brests. Ég átti því láni að fagna að starfa undir hans stjórn um nær fjörutíu.ára skeið og mjög náið frá þeim tíma er hann varð stjórnarformaður. Halldór mat góða starfskrafta mikils og tel ég að bann hafi verið mannþekkjari á því sviði. Hann hafði ákveðnar skoðanir á vandamálum og viðfangsefn- um félagsins, en gat verið fastur fyrir, enda oft nauðsynlegt. Unni hann féiaginu mjög alla tíð og var mikiH hvatamaður að fjölgun tryggingagreina eftir því sem þróun tryggingamála gaf tilefni til. Ekki mátti hann til þess vita að blettur félli á nafn félagsins. Starfsfólk félagsins mat hann mikils, að ég nú ekki tali um þá sem störfuðu þar um marga tugi ára. Hann var sterkur persónuleiki og eftir því sem viðkynning við hann varð lengri óx hann i augum hvers er honum kynntist. Ég veit að ég má óhikað f-ull- yrða að ég mæli hér fyrir hönd allra þeirra sem hjá félaginu hafa starfað og starfa enn. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi og sannkallaður heið- ursmaður. Spor hans munu lengi vara í íslenzkri atvinnusögu. Blessuð sé minning hans. Blessun fylgi ástvinum hans. Stefán G. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.