Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 17, des. 1966 Frá Bókaútgáfunni Snæfell, Hsfnarfirði Teninpnum er kastsð eftir nóbelsverðlaunahöfundinn Jean-Paul Sartre er fyrsta skáldsaga Sartre sem kemur út hér á landi, en leikrit hans, „Læstar dyr“ og „Flekkaðar hendur" eru öllum kunn. Sagan segir frá elskendum, sem hittast á landa- mærum lífs og dauða og komast að raun um að þau eru sköpuð hvort fyrir annað. Þau fá leyfi til þess að snúa aftur til lífsins, með því skil- yrði að þau elski hvort annað af öllu hjarta og treysti hvort öðru fullkomlega í einn sólar- hring, og skeiti engu öðru. Þetta reynist ekki eins auðvelt og þeim virðist í fyrstu. Þessi bók Sartre mun vekja spurningar í sál hvers lesanda. Getur nokkur maður gerbreytt lífi sínu og byrjað það algerlega á nýjan leik? Ógleymanleg skáldsaga, sem inniheldur djúpa hugsun og hárfínar mannlýsingar. — Bókin heitir „Le jeux sont faits“ á frummálinu. Þýð- inguna annaðist Unnur Eiríksdóttir. Verð kr. 295,60 m. sölusk. Hættulíf Sannar frásagnir af ævintýramönnum, sem lent hafa í margvíslegum mannraunum, eins og t.d. Hrakningum á hafi úti. Kafbátahem- aði. Ljónaveiðum. Frönsku útlendingaher- sveitinni. Gorilluveiðum. Köfun á hafsbotni og hættum undirdjúpanna o. fL Kjörin bók fyrir karlmenn sem unna frásögn um um mannraunir. Þýðinguna gerði Skúli Jensson. Verð kr. 247,25 m. sölusk. Anna og Björg lenda í ævin- týrum er ný bók eftir séra Jón Kr. ísfeld. Sagan gerist í smábæ út á landi, en einnig í óbyggðum Islands og í Noregi. Lenda þær stöllur í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Áður hafa komið út eftir Jón Kr. ís- feld allmargar barna- og ungl- ingabækur, sem hlotið hafa vin- sældir. Kappflugið til tunglsins, eft- ir Victor Appleton, segir frá ungum uppfinningamanni, Tom Swift, og vini hans Bud Barc- lay. Þessi bók er ætluð drengj- um, og er þetta 12. ævintýra- bókin um Tom Swift, sem kem- ur út. Þýðinguna gerði Skúli Jensson. , Verð kr 129,00 m. söluskattL Verð kr. 134,00 m. söluskatti Verð kr. 129,00 m. söluskatti. Á slóðum þræiasala, eftir Arne Falk Rönne er önnur bókin, sem kemur út um ævintýri Sjón- varps-Sigga. Söguhetjan kemst ásamt félögum sínum í tæri við þrælasala, veitir þeim eftirför þvert yfir Afríku og tekst að frelsa þrælana á siðustu stundu eftir margháttaðar mannraunir. Kristján Bersi Ólafsson þýddi bókina. Milljónir kínverskra verkaman na hafa verið sendar til landa> mærahéraðanna til að undirstrik a kröfur Kínverja. — Arekstrar Framhald af bls. 1 fyrir aukningu spennunar með hraða, sem ókleift var að sjá fyrir jafnvel fyrir tíu árum. Deilan um hugsjónir og kenni- setningar þróaðist fljótt yfir í efnahagsaðgerðir, sem hófust með því að tekið var fyrir so- véska aðstoð og afmyndaðist síðan í eintóman þjóðrembings- og þjóðernislegan fjandskap. Þetta er þar sem hið hættulega mál um landakröfur og gagn- kröfur var þáttur — mikilvæg- asti þátturinn — í Moskvu — Peking deilunni. Kínverskum og rússneskum hermönnum lenti fyrst saman í dal Amúrárinnar á níunda tug sextándu aldar. Upp frá því, allt til byrjunar tuttugustu aldar, hrifsaði Rússland með hervaldi um það bil 2.000.000 ferkílómetra sem Kína gerði eitt sinn tilkall tiL Þessir landvinningar færðu endamörk Rússlands út til Kyrra hafsins og Vladivostok og gerðu það að stórveldi í Austurlöndum fjær. Bæði kínverska þjóðernis sinna forðum tíð og nútíma kommúnísta lengir eftir endur- heimtingu þessara „glötuðu land svæða“. Það örlaði hvergi á landamæra deilu milli Kína og Rússlands fyrstu árin eftir að Mao Tse- tung kom til valda 1949. Árin 1054 og 1957 reyndu Kínverjar án árangurs og með mi'killi leynd að ræða landamæraspurn- inguna við Rússa. Það var eikki fyrr en 1063, að málið kom skyndilega fram í dagsljósið. En Kína bar þá fram spurninguna um hina gömlu „ójöfnu sáttmála“ en samkvæmt þeim höfðu Rússar lagt undir sig kínverskt land- svæði. Snemma árs 1964 kom sovésk sendinefnd til Peking til að ræða landadeiluna og hugsan- legar leiðir til að amfarka landa mærin. Viðræðurnar féllu niður næstum því þegar í stað og þar á eftir kom straumvu af ákærum og gagnákærum. Kínverjar sök- uðu Rússa um að rjúfa status quo (venjulegt ástand) með- fram landamærunum, um að hafa farið inn á kínverskt land- svæði og um að róa undir æs- ingum á landamærunum. ' Hámarkið kom fyrir tveimur árum, þegar Mao Tse-tung var- aði Krústsév við því, að Kína hefði „ekki enn komið með yfir- lit sitt“ sitt um öll landsvæði, sem hefðu verið hrifsuð brott. Rússarnir brugðust við með því að ásaka Mao Tse-tung fyrir að fylgja Hitlersstefnu. Krústsév dró jafnvel í efa rétt Kínverja til að nýta Sinkíang, hið risa- stóra olíu- og námuhérað í norð vestur Kína. Þrátt fyrir ákafan fjandskap milli Mao og Krú- sévs árið 1964 ekki til þess að binda enda á landavandamálið. Tækifærin til vopnaviðskipta eru ótakmörkuð. Mörg héruð kínversk-rússnesku landamær- anna hafa aldrei verið afmörk- uð endanlega. Það gætir ósam- kvæmni milli rússneskra og kín verskra landabréfa, og jafnvel milli einstakra kínverskra landa- korta. í rauninni, eins og á við um Indland, kjósa kínversku leiðtogarnir helzt að komast ekki að endanlegu samkomulagi um landamærin. Ógnunin um landa mæradeilur er, að áliti Peking- stjórnarinnar, eitt mikilvægasta vopnið gegn Indlandi og Rúss- Framhald á bls. 4 Kinverskir hermenn á göngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.