Morgunblaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1967. 15 Miklar umræður urn verðstöðvun — Fjárveitinga- * valdinu settar þröngar skorður — Llfaþytur um lánsheimild sjónvarps — 20 millj til vinnslustöðva landbúnaðar — 100 millj. til hagræðingar ■ iðnaði í DAG kemur Alþingi saman á ný að loknu 6 vikna jólafríi þingmanna. Skammt er nú eft- ir ajf umboðstíma þingmanna, eem kjörnir voru, vorið 1963 og vafalaust munu Alþingis- kosningar þaer, sem fram eiga að fara í vor, setja mjög mark sitt á störf Alþingis næstu mánuði. Morgunblaðinu þykir rétt, nú þegar Alþingi kemur saman tii fundar á ný, að gefa nokk- urt yfirlit um störf þingsins frá setningu þess 10 okt. og þar til hlé var gert skömmu fyrir jóL f þingbyrjun flutti forsætis- ráðherra yfirlýsingu frá ríkis- stjórninni, þar sem lýst var viðhorfum stjórnarinnar til til- tekinna verkefna og jafnframt skýrt frá þeim lagafrv. sem stjórnin mundi leggja fyrir þingið. I>etta er í annað sinn, sem forsætisráðherra flytur slíka yfirlýsingu og má búast við að það verði fastur liður t starfi þingsins. Fram til þessa hafa 60 laga- frumvörp verið lögð fyrir Al- þingi, 28. þingsályktunartillög- ur, 10 fyrirspurnir bornair fram og ræddar og tvær skýrsl ur ráðhenra lagðar fyrir þing- ið. Rí’kisstjórnin hefur lagt fram 33 lagafrumvörp, og þar atf hafa 11 þegar orðið að lög- um. Einstakir þingmenn hafa lagt fram 27 frumvörp, 19 í neðri deild og 8 í efri deild og hefur ekkert þeirra hlotið fulln aðarafgreiðslu til þessa. Af þingályktunartillögum hetfur aðeins 1 verið samþykkt. Uingmannafrumvörpin í neðri deild skiptast þannig mil’li flokka, að Alþýðubandalags- menn hafa lagt fram 10 frum- vörp, Framsóknarmenn 3, Sjálf atæðismenn 3 og 3 frumvörp eru borin fram af þingmönnum úr nokkrum flokkum sameigin- lega. í efri deild hatfa Fram- sóknarmenn lagt fram 6 laga- frumvörp og Alþýðubandalag- ifi 2. Þingsályktunartillögur skipt «st þannig milli flokka, að Framsóknarmenn hatfa lagt fram 15 þingsályktunartillögur. Sjálfstæðismenn 6, Alþýðu- bandalagsmenn 5 og Alþýðu- flokkurinn 1. Skýrslur þær, sem lagðar hatfa verið fyrir Alþingi eru skýrsla dómsmálaráðherra, Jóhanns Hafsteins, um meðferð dóms- mála og skýrsla samgöngumála ráðherra Ingólfs Jónssonar um vegamáL ★ Skal nú vikið að einstökum stjórnarfrumvörpum. Það stjórnarfrumvarp, sem einna mesta athygli vakti í þinginu fyrir jól var verðstöðvunarfrum varpið, sem varð að lögum á síðasta degi þingsins. Allmiklar umræður urðu um verðstöðvun- •rfrumvarpið bæði í neðri og efri deiki, og var forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, 'helzti talsmaður ríkisstjórnar- innar í þeim irmræðum. Flutti hann fleiri en eina yfirgrips- mikla ræðu um aðdraganda þess, að ríkisstjórnin taldi nauð synlegt að koma á verðstöðvun um eins árs skeið. Af háltfu stjórnarstuðningsmanna flutti Ólatfur Björnsson einnig mjög athyglisverða ræðu í efri deild um málið. Greinilegt var. að stjórnar andstæðingar voru á báðum áttum um, hvernig bregðast skyldi við verðstöðvunarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar, Fram sóknarmenn tóku þann kost- inn að gera sem minnst úr því, töldu að flestar þær heim- ildir, sem þar var farið fram á væru þegar fyrir í lögum og hér væri einungis um að ræða yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukið verðlagseftirlit. Tals menn Alþýðubandalagsins töldu hins vegar, að ákvæði frumvarpsins væru ekki nægi- lega ströng og ennfremur vildu þeir fella niður þau ákvæði þess, sem gerðu það að heim- ildarlögum. Úr hópi þingmanna stjórnar- andstöðunnar var beðið með einna mestri eftirvæntingu eft- ir viðbrögðum Hannibals Valde marssonar, forseta Alþýðusam- bands fslands, við frumvarp- inu, enda hafði harm bæði á Alþýðusambandsþingi og í sjón varpsþætti talað á þann veg, að ætla mátti, að hann mundi taka jákvæða afstöðu til þess. f>að reyndist einnig svo, að verulegur blæmunur var á ræðu hans um málið í neðri deild Alþingis og annarra þing manna Alþýðubandalagsins og reyndist forseti Alþýðusam- bandsins mun vinveittari frum varpinu en ýmsir aðrir fox-ystu menn Alþýðubandalagsins á Alþingi. Fjárlögin voru að sjálfsögðu eitt helzta verkefni þingsins fram til jóla og hvíldi mikið starf á fjárveitinganefnd Al- þingis í því sambandi og þá sérstaklega formanni hennar Jóni Árnasyni. í umræðum um fjárlögin kom glögglega í ljós, hve sterkum tökum fjármála- ráðherrann, Magnús Jónsson, hefur tekið fjármál ríkisins, enda stendur hagur ríkissjóðs nú með blóma. Fjárveitingavaldið er einn mikilvægasti réttur Alþingis, en óneitanlega bendir margt til þess, að það vald sé nú ekki jafn mikið og áður og að svigrúm þingmanna til breyt- inga á fjárlagafrumvarpinu, etftir að það er lagt fram, sé ekki eins mikið og fjárveit- ingavald þingsins gefur tilefni til. Breytingartillögur stjórn- arandstæðinga við fjárlagaírum vai-pið voru flestar harla létt- vægar og athygli vakti, að þing menn Framsóknartflokksins höfðu ekki lagt á sig mikla vinnu til þess að flytja breyt- ingartillögur við frumvarpið. Af öðrum stjórnarfrumvöx-p- um, sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi, má nefna frum varpið um breytingar á lögum um útvarpsrekstur ríkisins, þar sem tekin voru í lög á- kvæði úm sjónvarpið. Frum- varp þetta varð tilefni mikilla umræðna og nokkurra deilna í þinginu. í þeim umræðum kom fram mjög ákveðin vilji þingmanna strjálbýlisins til þess að dreifing sjónvarpsins út um landsbyggðina tæki sem al'lra stytztan tíma. Einnig varð úlfaþytur í sam- bandi við tillögur um að taka inn í frumvarpið lánsheimild til handa ríkisstjórninni vegna byggingu endurvarpsstöðva og komu fram 3 tillögur um upp- hæð þeirrar lánsheimildar, en niðurstaðan varð sú, að láns- heimildin í lögunum var sam- þykkt 25 millj. kr. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, beitti sér fyrir breyt ingu á lögum um Iðnlánasjóð, þar sem lánsheimild sjóðsins var hækkuð í 300 millj. kr. og myndaður var nýr lánaflokk- ur við Iðnlánasjóð með 100 millj. kr. lánsheimild. Mikil- vægur þáttur í þessari laga- breytingu var heimild til Iðn- lánasjóðs að bjóða út almennt skuldabréfalán og mega skulda bréfin og vextir af þeim vera undanþegin framtalsskyldu um skattlagningu á sama hátt og sparifé. Iðnaðarmálaráðherra hefur fyrir skömmu lýst því yfir í sjónvarpi, að á næstunni verði boðið út 25 millj. kr. skuldabréfalán vegna hinnar nýju hagræðingarlánadeildar og verður athyglisvert að fylgj ast með þeim viðtökum, sem það skuldabréfalán fær. Þá voru samþykkt lög um Framleiðnisjóð landbúnaðar- ins, sem mun m.a. hafa það í för með sér að 20 millj. kr. munu þegar renna til vinnslu- stöðva landbúnaðarins vegna endurbóta, sem gerðar voru á þeim á s.l. ári, en stofnframlag sjóðsins skal vera 50 millj. kr. kr. og eftirstöðvarnar 30 millj. kr. greiðast með jöfnum árleg- um greiðslum á árunum 1967 til 1969. Hlutverk Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins er að veita styrki og lán til framleiðni aukningar og hagræðingar í landbúnaði og atvinnurekstri á bújörðum. Ennfremur má nefna, að sam þykkt var stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um verð jöfnun á olíu og benzíni, sem heimilar ráðherra að endur- greiða verðjöfnunargjald af þeirri olíu, sem togarar nota, og er það liður í viðleitni rík- isstjórnarinnar til þess að bæta hag togaraútgerðarinnar í landinu. Af öðrum stjórnarfrumvörp- um er sérstök ástæða til að vekja athygli á víðtækri um- bótalöggjöf sem komið hefur frá ráðuneytum Jóhanns Haf- steims og má þar netfna laga- frumvarp um skipan presta- kalla og próíastsdæma, sem miðar að því að aðlaga skipan þessara móla nýjum tímum, merkt frumvarp um fávitastotfn anir, og lagafrumvarp um breytingar á áfengislögum. Er það samið atf sérstakri þing- mannanefnd, sem falið var að reyna að ná samkomulagi um þessi mál en viðbúið er að frv. eigi eftir að valda nokkr- um deilum í þinginu. í>á má nefna heildarlöggjöf um Land- helgisgæzlu íslands, og laga- frumvarp, sem felur í sér veru legar hækkanir á sektum vegna landhelgisbrota og fleira. Þá kom einnig fram frá rik- isgtjórninni lagafrumvarp um námslán og námsstyrki, sem stefnir að verulegum umbót- um á því sviði, og var Gylfi Þ. Gíslason í forsvari fyrir því. ★ Atf þingmannafrumvörpum, sem ástæða er til að vekja athygli á, skal talið frumvarp Jónasar Péturssonar um Aust- urlandsvirkjun, en þ^r er gert ráð fyrir, að Austurlandsvirkj- un taki við þeim virkjunum, sem þegar eru fyrir hendi á Austurlandi og verði jatfnframt , heimilt að reisa orkuver í Lag- arfljóti við Lagartfoss ásamt aðaiorkuveitu til Egilsstaða. Einar Olgeirsson flytur nokk ur frumvörp í neðri deild, einn eða ásamt fleirum. Sum þeirra hefur hann flutt áður, en einna forvitnilegast mun þykja frv. um gerðabækur ríkisstjórnar, þar sem gert er ráð fyrir, að á öllum ráðherrafundum skuli halda gerðarbók, svo og skuli haldin gerðarbók um viðtöl utan ríkisráðherra við fulltrúa er- lendra ríkisstjórna, en 15 ár- um eftir að viðkofnandi fundir eru haldnir skuli almenningur hatfa aðgang að gerðarbókum þessum. Úthlutun listamannalauna hetfur jafnan verið mikið deilu efni og hefur menntamálaráð- herra boðað að fram muni koma stjórnarfrumvarp, sem geri ráð fyrir nokkrum hreyt- ingum á fyrirkomulagi þeirr- ar úthlutunar. En Gils Guð- mundsson hefur þegar borið fram á Alþingi frumvarp um listamannalaun og Listasjóð, þar sem gert er ráð fyrir ný- skipan þessara mála, fækkun flokka, hærri fjárveitingu til hvers og eins, en úthlutunar- aðilinn skal vera Listasjóður eða stjórn hans, en hún á sam- kvæmt frumvarpinu að vera skipuð 7 mönnum, frá Háskóla ráði, menntamálaráði, og Bandalagi íslenzkra lista- manna. Loks má nefna frumvarp Skúla Guðmundssonar um breytingar á umferðarlögun- um, sem gerir ráð fyrir mun harðari viðurlögum við ölvun við akstur en nú er í gildandi lögum. ★ Af þingsályktunartillögum má nefna tillögu Guðlaugs Gíslasonar og Sigurðar Ó. Ól- afssonar um lofipúðaskip, en á því samgöngutæki er mikill áhugi. í Vestmannaeyjum. Til- lögu Sigurðar Bjarnasonar o fl. um þyrlur til strandgæzlu, björgunar og heilbrigðisþjón- ustu, en márgir eru þeirrar skoðunar, að þyrlur séu mjög heppilegt samgöngutæki við ís lenzkar aðstæður. Þingmenn Alþýðubandalagsins flytja ýmsar þingsályktunartillögur, m. a. um diplomatiskt samband við Austur-Þýzkaland og um samþykki Alþingis við tillögur U. Thants til lausnar á styrjöld inni í Víetnam. Framsóknar- menn flytja ýmsar þingsálykt- unartillögur og má þar nefna tillögu Skúla Guðmundssonar um afnám Fálkaorðunnar. Þingsályktunartillögu Ólafs Jó hannessonar o. fl. um rétt ís- lands til landsgrunnsins. Til- lögu Björns Fr. Björnssonar o. fl. um athugun á breyttri hér- aðsdómaskipan og eninfremiur flytja Framsóknarmenn ýmsar þingsályktunartillögur, sem þeir hafa borið fram á fyrri þingum, en ekki hlotið af- greiðslu. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa borið fram eina þingsályktunartillögu í Samein- uðu þingi og fjallar hún um bætta aðbúð síldarsjómanna. ★ Ekki verður sagt, að umræð ur á Alþingi fyrir jólin hafi einkennzt af kosningaskjálfta; þær fóru ywleitt rólega fram, og þess sáust ekki merki að ráði, að þingmenn væru að komast í kosningaham. Yfirleitt gætir ekki mikilla tilþrifa í umræðum á Alþingi, en þó vekur athygli, að það er þá helzt, þegar eldri þingmer.n, bæði að árum og þingsetu taka til máls, að verulega hvessir í umiræðum. Hinir yngri þing- menn virðast fara sér mjög hægt og yfirleitt er lítið um skemmitilegar umræður á Al- þingi, nema fyrir tilstilli hinna eldri í 'hópi þingmanna. Sjálfsagt eru skoðanir raama skiptar um frammistöðu eirv- stakra þingmanna og þingleið- toga í umræðum á Alþingi og sýnist þá sitt hverjum og fer það mat oft eftir stjórnmála- skoðunum hvers og eins. Þó virðist óumdeilanlegt að í umræðum á Alþingi beri ror- sætisráðherra höfuð og herðar yfir aðra þingmenn. Þar kem- ur til bæði röktfesta hans, yfir- gripsmikil þekking á stjórn- málaviðburðum síðustu ára- tuga og, að þvi er virðist, stál- minni. Þegar forsætisráð'herra tekzt bezt upp í ræðum sínum, og þá sérstaklega í hörðutn deilum við andistæðinga, rfs Alþingi íslendinga hátt. í hópi stjórnarsinna vekur Emil Jóns- son einnig athygli fyrir traust- vekjandi málflutning. Þessi stjórnmálamaður hefur óneit- anlega skapað sér, á síðustu árum, virðulegan sess í íslenzku stjórnmálalífi, sem farsæll ieið togi flokks síns og traustur for ustumaður í ríkisstjórninni. Einar Olgeirsson er án alls efa hávaðasamasti þingmaður- inn í ræðustól, og þótt ræður hans minni oft á útslitna plötu, kemur glögglega í ljós í ræð- um hans á Alþingi, að hann hetfur fjölbreytileg áhugamál og löngun til að koma ýmsn góðu til leiðar, þegar frá eru taldar þær ræður hans sem ein kennast af kommúnisku of- stæki. Eysteinn Jónsson er að sjálfsögðu mikilvirkur talsmað ur flokks síns á Alþingi og líta verður á hann sem helzta leið- toga stjórnarandstöðunnar. En einlhvern veginn er það svo, að þessi reyndi stjórnmálamaður hefur ekki á sér yfirbragð mik ils stjórnmálaleiðtoga. Ræður hans á Alþingi eru yfirleitt leiðinlegar og bera þess vitni, að hugsunarháttur hans er staðnaður í gömlum tíma og gömlum vandamálum. Þess gætir mjög í ö’llium meiriháttar málum, að helztu ræðumenn eru ýmist ráðherr- ar eða hinir viðurkenndu fior- ustumenn stjórnarandstöðu- flokkanna. Einstakir þingmenn taka lítinn þátt í slíkum um- ræðum og er það óneitanlega skaði. Flokkakerfið virðist setja umræðum og starfsemi Allþingis nokkuð þröngar skorð ur og gerir það að verkum, að þar er ekki eins líflegt og æski legt væri. ★ Alþingi kemur nú saman f dag til fyrsta fundar á þessu ári. Væntanlega mun þingstörf um ljúka eftir tæpa þrjá mán- uði, og þá munu þingmenn hverfa til sinna kjördæma, sjálfsagt óþreyjutfullir eftir að hefja kosningabaráttuna. En ef hægt er að meta störtf Alþing- is af því, sem liðið er þingtím- ans, bendir það óneitanlega til þess, að hér verði um atihafna- samt þing að ræða, og marg- víslegri og merkri umbótalög- gjöf komið fram. Á tímabili nú verandi ríkisstjórnar hafa jafn an mörg merk mál verið lögð fyrir hvert löggjafarþing, og vafalaust munu menn komast að þeirri niðurstöðu síðar, að sl. tvö kjörtímabil hafi verið glæsilegt tímabil í langri og merkri sögu Alþingis íslend- inga. Stvrmir 6iinnnr«nm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.