Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.04.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: •B—n—»«—U—H—H— — Halló, þér eruð þá- komin' aftur, sagði ung karlmannsrödd, og dró ofurlítið seiminn. — Vit- ið þér. að þetta er í þriðja sinn á fimm klukkutímum, sem ég hef komið hingað? 7. kafli. — Halló, sagði Paula veiklu- lega. Sú mannvera. sem hún hefði sízt viljað hitta á þessari stundu, var Lancelot Fairgreav- es. — Marjorie er ekki heima, sagði hún og bauð honum inn. — Ætb maður viti það ekki? sagði hann. — En hún var hérna þegar ég kom í fyrsta skiptið og sagði mér að líklega yrðuð þér heima seinna. Ætlið þér ekki að bjóða méi inn, eða finnst yður ég kannski njóta mín vel, svona hangandi í dyragættinni? Hún gat ekki stillt sig um að brosa. — Já, hangandi er rétta orð- ið. >ér eiuð afskaplega langur. Ég hef oft furðað mig á því, að þér skulið ekki reka yður i bit- ana heima hjá henni mömmu yðar. — Eins og ég hafi ekki geri það, stundi hann og bar ho.nd- ina að enninu, eins og hann fyndi sársauka. — í fyrsta sinn, sem ég kom þangað, sagði mamrna: — Er petta ekki yndis- leg stofa Lance? Ég opnaði munninr til að segja eitthvað, en á næsta augnabhki lá ég flatur á gólfinu og sá ekki annað en stjörnur — Eruð þér búinn að vera lengi í London? spurði hún og gekk á undan honum inn í setu- stofuna. — Lengi! æpti hann. — Hvað eruð þér að hugsa, stúlka? Skilj- ið þér ekki, að ef ég væri búinn að vera lengi, væri ég búinn að líta hér inn fyrir löngu. Ég sem lít alltaf á yður eins og einskon- ar skjólstæðing minn. — Hvað? sagði hún. — Skjólstæðing minn. Hann stóð og sneri baki í arinhilluna og kinkaði kolli. — Eruð þér það kannski ekki? Lítið blóm, sem ég sleit upp í hundleiðinlegu sveitaþorpi og gróðursetti aftur i þessari grimmu og illu borg. Ef út í það er farið, var það ég, sem útvegaði yður þessa at- vinnu. Og þá vil ég auðvitað fá að vita, hvernig gengur. —Já, ég hef enn ekki þakkað yður fyrir að benda henni Marj- orie á mig, sagði hún, ofurlítið feimnislega Það var fallega gert af yður. Og ég kann ágætlega við vinnuna. — En þér kunnið ekki eins »el við borgina. ef dæma má ef‘;r tárunum á kinnunum á yðar. sagði hann. Hún kafroðnaði. Ekki gat hann stillt sig um að nefna þetta! En þá breyttíst málrómurinn njá honum Hann gekk tvö skref í áttina til hennar. — Fyrir- gefið, sagði hann. — Það er eins og ég þurf; alltaf að tala af mér þegar þér eruð annars vegar. Fyrst um hann Wainwright og svo um þessi tár. sem ég sá. Ég veit ekki, hvort mig skortir 63ja ára reynsla Olympiaverksmiðjanna tryggir gæði Olympia-rafritvélanna. Verðið mjög hagstætt. Ólafur Gíslason og kompaní Ingólfsstræti 1A. Sími 18370. Vorið er komið hjá Michelsen Blómamold Potta- og blómaker Pottablóm í úrvali, Vorlaukar margar gerðir, Blóma- og matjurtafræ, Afskorin blóm. Blómaskreytingar við öll tækifæri unnar af fagmanni. Blóma- og gjafavöruverzlun Michelsen Suburlandsbraut 10 Sími 31099, Reykjavík. Blómaskáli Michelsen Hveragerð bara háttvísi, eða hvort það er einhver ónáttúra í mér, sem kemur mér til að segja það sem öðrum fcemur illa Og fjandinn hafi það að einmitt þegar ég ætla að fara að njóta þess, sem ég hef sagt, þá fer ég að skamm- ast mín fyrir það. Paula svaraði honum ekki, af því að hún vissi ekki, hvernig þessu skyldi svara. Á þeim fáu mínútum, sem þau höfðu verið að tala saman var orðið aldimmt. Hún seildist eftir slökkvaranum, en mundi þá allt í einu eftir því, að hún hlaut að líta hræðilega út. Betra að fara fyrst inn í svefn herbergið og laga sig ofurlítið til. — Ef þér viljið hafa mig afsak aða nokkrar minútur? sagði hún. — Verið þér ekki lengi, tók hann fram í. — Ég er alveg að drepast úr hungri og þá verð ég að fá eitthvað í gogginn. Ég hef ekki bragðað almennilegan enskan mat, vikum saman. Ef þjónninn færir mér einhverskon ar sósu, sver ég, að ég skal skvetta henni beint framan í hann. — Hvers vegna farið þér þá ekki út og borðið? — Það ætla ég að gera þegar þér eruð ti’búin. en svo er aðal- atriðið, hvar við eigum að borða. ♦*« ♦t**t**5* Hún stamaði: — Er það mein- ingin að ég eigi að borða rneð yður? Hann sendi henni hálfgert meðaumkunarbros. — Þér eruð ekki sérlega gáfuð í dag. Er það stórborgin, sem sljóvgar svona skilningarvitin hjá yður? Hún var að því komin að af- þakka boðið en hvaða afsökun gat hún fundið sér til? Hann vissi það alveg eins vel og hún sjáli að hún ætlaði ekkert sér- stakt að fara þetta kvöld. Og svo var hún ekki einu sinni viss um, að hún vildi afþakka boðið. — Það er víst skárra að borða með hverjum sem er en vera ein á laugardagskvöldi, hugsaði hún með sjálfri sér. gremjulega. Þau borðuðu hjá Simpson i Strand. Hann dtrakk bjór með matnum og heimtaði, að hún gerði slík1 hið sama. — Það gefur yður ofurlítinn lit í kinnarnar og hold á bein- in, sagði hann. — Þér eruð eitt- hvað lotleg í kvöld. rétt eins og þér væruð búin að lifa of lengi á soðnum eggjum og te. — Marjorie segir mér, að þér séuð ágætis aðstoðarstúlka, hélt hann áfram, eftir litla þögn. — Þér virðist gera mikla lukku hjá henni á allan hátt. Kanter’s Tegund 3261. Stærðir 62—86. Litur hvítt. I ^tkkabúðiH Laugavegi 42. Sími 13662. Allt í KANTER’S á einum stað. Paula roðnaði af ánægju. — Nú, sagði hún það? Fegin er ég. Ég kann ágætlega við vinn una, og hún er líka ágæt að vinna með. — Já, hún er öndvegis kven- maður, er það ekki? En alltof góð í sér. en vitanlega kemur það niður á henni en ekki okk- ur. Hún er ein þessara, sem hefðu átt að giftast og eignast börn — fimmtán stykki eða svo. Það er skrítið, en oft eru það óheppilegustu konurnar, sem giftast og eignast börn. — Kannski eru nú ekki allar eins æstar S að giftast og þér haldið, sagði hún. Hann sendi henni glott, sem átti að vera djöfullegt, yfir borð ið, með munninn fullan af brauði. Þegar hann hafði kingt nógu miklu af því til þess að geta talað, sagði hann: — Verið þér nú ekki svona bjáni. barnið gott. Allar konur eru æstar t að giftast, að því vit- anlega tiiskildu, að þær hitti á rétta manninn. Og sumar, hvort sem þær hitta þann rétta eða ekki! Hann skríkti. En jafn- vel þær vandlátu eru æstar 1 að finna þann rétta og hjálpi honum hamingjan, ef hann finn- ur ekki strax, að hann er rétti maðurinn! Ég veit, að stúlkur eins og þér viljið ekki viður- kenna það, en pið gangið meS þá grillu að með því að viður- kenna það ekki, getið þið haldið ósvífnum náungum eins og mér í skefjum Jæja, við skulum nú vera kur.ningjar og þér játið strax, að yður langi til að gift- ast. Hún hefði gjarna viljað neita þessu. Er. hinsvegar vissi hún innst í huga sínum, að hana lang aði til að giftast Davíð Hankin, því hún hafði um lítið annað hugsað frá því hún hitti hann fyrst. — Kannski, viðurkenndi hún. — Það er ágætt, sagði hann og barði beinóttum hnefanum 1 borðið. — Nú er ofurlítil hreyf- ing að komast á þetta. Þér viljiS giftast og ég vil giftast. Það er ekki svo bölvuð byrjun, ha? Til fermingargjafa RADIONETTE ÚTVÖRP OG ÚTVARPSFÓNAR. AIWA SEGULBANDSTÆKI, margar gerðir fyrir 220 volta straum og rafhlöður. Verð frá 3.129.00. TRANSISTOR ÚTVÖRP: Norsk, japönsk, frönsk og ítöslk. Verð frá 1.150.00. PLÖTUSPILARAR: Monarch, Aiwa og Denon. Verð frá 1.700.00. AIWA PLÖTUSPILARAR með útvörpum, gerðir fyrir 220 volta straum og rafhlöður. Verð 5.083.00. RONSON — ISMET — A.D.A.X. og A.B.C. HÁRÞURRKUR. PAYER — LUX — REMINGTON — ARVIN og OXFORD RAFMAGNSRAKVÉLAR. PÓSTSENDUM. Ratsjá hf. Laugavegi 47, Reykjavík — Sími 11575. Einbýlishús - Silfurtún Til sölu einbýlishús á góðum stað í Silf- urtúni, 5 svefnherbergi, stofa, bað, eld- hús, þvottahús og geymsla. Bílskúr — ræktuð og girt lóð. Skip og Fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.