Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 2
2 •*' L&Vf «J -ru ftn itbí i'i ( J ’ laiM’IDKOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAl 1967. Frá fundinum í Sjálfstæðishúsinii í gærkvöldi. Fra vinstri: Auður Auðuns, Sveinn Guðmunðsson, Pétur Sigurðsson, Geir Hallgrímsson og Birgir Kjaran. í FYRRINÓTT var enn frost um allt land að kalla, víðast 2—4 stig norðan lands, en heldur mmna sunnan lands. Mest var frostið 7 st. á Hvera- völlum, en 6 st. á Grímsstöð- um og Þingvöllum. Síðdegis komst hitinn í 5—8 st. á Suð- urlandi en víðast var enn frost fyrir norðan. Vindátt var miUi A og N og verður sennilega áfram. Lítil von er um að hlýni verulega í bráð. FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins i Norðurlandskjördæmi eystra efndu til almenns kjós- endafiundar í Félagsheimilinu Tjarnarborg í gærkveldi. Ræður fluttu: Magnús Jónsson, fjár- miálará'ðherra. Jónas G. Rafnar, alþingismaður, og Lárus Jóns- son, viðskiptafræðingur. Fundar stjóri var Ásgrímur Hartmanns- son, bæjarstjóri. Var ræðum frambjóðendanna afbragðsvel tekið og ríkir mikill baráttuhug- ur í Sjálfstæðismönnum i Ólafs- firði til að gera hlut Sjálfstæðis- flokksins sem stærstan í vænt- anlegum alþingiskosningum. Fundurinn var fjölmennur. Spellvirki usmin á summhústaB GRÍÐARLEG spellvirki voru unniu á sumarbústað í Hamra- lilíð fyrir helgina. Voru þar möl- brotin öll húsgögn, rúður, Ijósa- útbúnaður, salernisskál og fleira. Gísli Guðmundsson, hjá rann- sóknarlögreglunni, sagði að það væri eins og óðum manni hefði verið sleppt þar lausum. Spaði, sem notaður er við garðsnyrtingu hafði verið notað- ur sem barefli á loft, gólf og veggi. Tvær kósangaslugtir höfðu verið rifnar niður og mölbrotnar og veggur hlaðinn úr hellum er meira að segja mikið skemmdur. Loftið er stórskemmt, veggir og gólf sömuleiðis. Ef einhverjir kynnu að geta gefið upplýsing- ar um þessa skemmdarstarfsemi, eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til rannsóknarlögregl- unnar. I Danir og Grikkir deila Flúði eltir úrekstur ÁREKSTUR varð á mótum Hverfisgötu og Snorrabraut um þrjú leytið í gær, er tvær bif- reiðar af SAAB-gerð óku saman. Var önnur bifreiðin, U-972, á leið austur Hverfisgötu en hin, sem er græn að lit, kom sunnan Snorrabraut. Skullu bifreiðarn- ar saman að framan og losnaði hjólkoppur af framhjóli grænu bifreiðarinnar við áreksturinn. Báðir ökumennirnir námu stað- ar, en siðan lagði sá á grænu bifreiðinni á flótta án þess að númer bifreiðarinnar næðist. Rannsóknarlögreglan skorar á hann svo og vitni, ef einhver voru, að gefa sig strax fram. SJÁLFSTÆÐISMENN efna til almenns fundar á Sauðár- i króki í kvöld 19. þ. m. Verður fundurinn haldinn í félags- heimilinu Bifröst og hefst kl. 9 e.h. Frummælendur verða Jóhann Hafstein dómsmálaráð herra sem flytur aðalræðu Kaupmannahöfn, 18. maí, AP. DANSKA þingið og ríkisstjórn- in hafa nú til athugunar harð- ort skeyti frá grískum stjórnar- völdum, þar sem mótmælt er opinberri yfirlýsingu Jens Otto Krags, forsætisráðherra, en i yfirlýsingu þessari er valdataka gríska hersins fordæmd. Getur þetta skeyti orðið til þess, að samband Grikklands og Dan- merkur versni að mun, en þessi tvö ríki eru tengd konungleg- um fjölskylduböndum og eru að auki bæði í NATO. f gríska skeytinu segir m.a. að Grikklandsstjórn eigi örðugt með að skilja mikla umhyggju kvöldsins, Sr. Gunnar Gísla- son, Pálmi Jónsson á Akri og Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri. Að loknum ræðum frummælenda verða frjálsar umræður og er öllum heimill aðgangur. dönsku stjórnarinnar fyrir ör- lögum grískra kommúnista. Væri þessi umhyggja ekki minni en sú, sem kommúnistalöndin hefðu látið í ljósi. Segir enn- fremur í skeytinu, að ráðizt hefði verið á Grikkland með röngum og niðrandi ákærum, sem búnar væru til á verkstæði hins alþjóðlega kommúnisma. Ekki liggur það ljóst fyrir hvort danska stjórnin hefur í hyggju að svara skeytinu. Hásefahlutur varð 115 þús. FRÁ Höfn í Hornafirði voru á vetrarvertíðinni gerðir út 7 bát- ar, sem bæði stunduðu net og línu, og var heildarafli þeirra 5037 lestir. Hæsti báturinn á vertíðinni var Jón Eiríksson SF—100 með 925 tonn, en hann byrjaði ekki veiðar fyrr en í febrúar sl. Hann landaði eftir siðasta róðurinn 69.740 tonnum, og mun það vera hæsta löndun á vetrinum. Há- setahluturinn reyndist vera við skiptin 115 þús. krónur, og mun hann óvíða hafa verið betri. Skipstjóri á Jóni Eiríkssyni er Ástvald Valdimarsson. Næsti bátur var Gissur hviti með 816 tonn og hinn þriðji í röðinni var Ólafur Tryggvason með 779 tonn. Fjórir trollbátar voru gerðir út frá Höfn i vetur og öfluðu þeir mjög sæmilega. IVfikill hugur Sjálfstæðis- mönmim á Ólafsfirði Almencai kjósendolundur n Snuðórkióki Fnndnr Sjólfstaeðis- monnn ó Þingeyri SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Dýrfirð- inga boðaði til almenns stjórn- málafundar að Þingeyri sl. mið vikudagskvöld og hófst hann klukkan níu. Jónas Ólafsson, frkvstj., formaður Sjálfstæðis- félagsins setti fundinn og stjórn aði honum. Þá flutti Sigurður Bjarnason alþm. frá Vigur fram söguræðu um héraðsmál og landsmál. Miklar umræður urðu að ræðu hans lokinni, og tóku þess ir til máls: Páll Pálsson, séra Stefán Eggertsson, Sigmundur Jónsson, Matthías Guðmundsson og Steinþór Benjamínsson. Að lokum svaraði Sigurður Bjarna- son ýmsum fyrirspurnum er fram höfðu koomið. Fundurinn fór í öllu hið bezta fram. Kom fram mikil ánægja með þær miklu framkvæmdir er staðið hafa yfir í héraðinu sl. kjörtímabil, sérstaklega á sviði hafna og vegamála. Bent var á nauðsyn þess að lengja flugvöll- inn á Þingejrri, þannig að þar gæti lent stærri tveggja hreyfla flugvélar. Ennfremur var rætt um nauðsyn aukinna íbúðabygg inga á staðnum. — Fréttaritaru Vertíð léleg í Þorlákshöfn Þorlá'kshöfn 12. maí. — HEILDARMAGN sem borizt hefur á land á vetrarvertíð í Þorlákshöfn af heimabátum er 4896 lestir, en auk þess hafa landað hér nokkrir aðkomu- bátar. Aflahæstu bátamir eru ísleifur með 779.4 lestir og Friðrik Sigurðsson með 670.0 lestir. Sjómenn telja vertíðina lélega og þá einkum vegna þess að veður hafi hamlað veiðum. Mjög sjaldan hefur verið sæmilegt sjóveður í allan vetur. Bátarnir munu halda áfram með þorsk- eða humartroll. —• Stefán. Kjósendafundur á Patreksfirði SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðar til almenns kjósendafund- ar á Patreksfirði í kvöld þann 19. maí kl. 20:30. Ræðu- menn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Sigurðu Bjarnason, alþm. frá Vigui Matthías Bjarnason, alþm. og Á berg Sigurðsson, sýsjumaður. öllum er heimiil aðgangur. Almennur kjósendoiundur ó Flnteyri Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns kjósendafundar á Flateyri n.k. laugardag 20. maí kl. 20:30. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, Sigurður Bjarnason alþm. frá Vigur, Matthías Bjarnason alþm. og Ásberg Sig- urðsson sýslumaður. Öllum heimili aðgangur. Almennur kjósendufundur ó ísufirði Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns kjósendafundar á ísa- firði sunnudaginn 21. maí kl. 20:30. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráðlherra, Sigurður Bjarnason alþm. Vigur, Matthías Bjarnason a og Ásberg Sigurðsson sýslur ur. öllum heimill aðgangur Bruni á Akureyri AKUREYRI 18. maí. — Um sjö- ur í húsinu númer 39 við Strand- leytið í gærkvöldi kviknaði eld- götu og var hann mestur á götu- hæð. Húsið er þriggja hæða timb urhús og var búið á öllum hæð- um. íbúðin á götuhæð eyðilagð- iat alveg í eldinum og einnig komst eldur á tveimur stöðum upp á aðra hæð, þar sem hann olli fremur litlum skemmdum, og upp með reykháf á þriðju hæðt en náði þar engri út- breiðslu. Húsfreyjan í íbúðinni á neðstu hæð hafði brugðið sér með tvö börn sín upp á mið- hæðina og tafið þar í fimm min- útur eða svo. Þegar hún kom niður aftur komst hún ekki inn í íbúð sína, sem var orðin alelda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.