Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAf 1967, Helgi ívarsson, Stokkseyri: Unnið að bættum hafnar- skilyrðum í Stokkseyri ' — f rcð/ oð þar verð/ komið upp niðursuðuverksmidju. Árið 1966 var hér í Stokkis- eyrarhreppi ár mikilla fram- kvæmda. Bar þar hæst lagningu vatnsveitu um þorpið, en það mál hefir lengi verið á óskalista Stokkseyringa. Vatnsleit var gerð fyrir nokkrum árum og þá boruð hola ofantil í þorpinu, sem gefur bæði gott vatn og fullnægjandi að magni. Á árinu 1965 var svo hafizt handa um framkvæmdir, byggt dæluhús yfir vatnsbólið, pantaðar dælur og fleira. Aðalverkið var svo framkvæmt á árinu 1966 og voru þá dælurnar settar niður og lag- aðar vatnsleiðslur út um þorp- ið, bæði aðalæð og heimæðar til 75 húsa og fengu þau vatnið í des. sl. Er þá eftir að leggja að tæpum þriðjungi þeirra húsa sem eru á vatnsveitusvæðinu. Áætlunargerð og umsjón með verkinu hefir verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen í Reykjavík haft, en Vélsmiðjan Héðinn ann- aðist niðursetningu á dælum og kútum. Verk þetta mun reynast all- kostnaðarsamt, kostar nú þegar rúmlega 2 milljónir króna. Hef- ur þó gengið betur en menn þorðu að vona, að koma vatns- leiðslum út um þorpið, en land er víða grýtt. Hinsvegar hleyp- ir það kostnaði fram hve byggð- in stendur dreift í þorpinu. Mik- il ánægja ríkir meðal þorpsbúa yfir þessari framkvæmd og ein- dreginn áhugi fyrir því að við hana verði lokið svo fljótt sem verða má, enda áttu margir við slæm vatnsból að búa áður. Hafnarmál. f>á skal næst vikið hér að hafn- ermálunum, en þau eru vissulega mál málanna hér á Stokkseyri, þar sem tilvera kauptúnsins hef- ur frá upphafi að mestu byggst á sjávarafla, en hafnarskilyrði örðug í meira lagi. Stokkseyring- ar hafa því um langan aldur haft mikinn hug á því að umbætur væru þar á gerðar. Á árinu 1965 var af Vita- og hafnarmálaskrifstofunni gerði á- ætlun um hafnarbætur á Stokkis- eyri. >ar er gert ráð fyrir mikl- um dýpkunum á allri sdglinga- leiðinni utan frá brimgarði og inn að bryggju, þannig að dýpi verði þar hvergi undir 2% metra um meðal stórstraumsfjöru og að auki er gert ráð fyrir lengingu bryggjunnar um 40 metra. Kostn- aður við framkvæmd þessa er áætlaður 21,7 millj. kr., miðað við verðlag ánsdns 1965. Vinna samkvæmt áætlun þess- ari hófst s.l. sumar, er bryggj- an var lengd um 13% metra og var verkið framkvæmt með þeim hætti að fyrst voru steyptir vegg- ir bryggjunnar, hún svo fyllt með grjóti og að lokum steypt gólf yfir. Síðan voru dýpkanir gerðar með framlengingu bryggj- unnar. Framkvæmd þessi kostaði rúmlega 1% millj. króna. Það er fyrst nú hin allra síðustu ár sem veitt hefur verið fé á fjár- lögum til hafnarbóta á Stokks- eyri, nokkuð í líkingu við aðra sambærilega staði og skulu þeir er málum ráða á Alþingi fluttar þakkir fyrir hinar auknu fjár- veitingar. Atvinnulíf. Á árinu voru gerðir út frá Stokkseyri 4 vélbátar og sá fimmti nokkurn hluta ársins. Afli bátanna var lagður upp til vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf., en það fyrirtæki er nálega eini vinnuveitandinn hér á staðnum og því ásiamt bát- unum algjör undirstaða atvinnu- lífsins í þorpinu. Má getá þess að það greiddi fjrrir hráefni á sl. ári 11,1 millj. króna og í vinnulaun til starfsfólks 5,75 millj. króna. Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. hefir nú starfað um 3 ár í nýjum húsakynnum. Framkvæmdaistjóri þess er Vigfús Þórðarson. Unnið hefir verið að því að undan- förnu að búa frystihúsið nauð- synlegustu tækjum, og hefur það nú m. a. eignast hausingavél og flatningsvél, en skortur er á mönnum til þesisara verka ef mikið berst að af fiski, en áætlað er að vélar þessar vinni um það bil 10 manna verk. Að auki er talið að þær gefi 4—5% betri nýtingu á hráefni heldur en í handvinnu, takist vel um stillingu þeirra. Landbúnaður hefur frá upp- hafi verið önnur aðalatvinnu- grein hreppsbúa, og er nú búið á milli 15 og 20 sveitabæjum í hreppnum utan kauptúnsins, auk þesB sem íbúar þess hafa jafnan átt allmargt búfjár, ein- kum sauðfé, en kúabúskapur hef- ur dregizt þar mjög saman. Mönnum hefir lengi þótt að mein hve atvinnulíf hér á Stokkseyri er einhæft og árstíða- bundið. Hefir því oft verið um það rætt með hverjum hætti það gæti orðið fjölbreyttara. Af þess- um ástæðum hófst á sl. ári at- hugun á því hvort mögulegt væri að koma upp og reka á Stokks- eyri niðursuðuverksmiðju. A5 forgöngu hreppsnefndar var kos- in 3ja manna nefnd sem falið var að anna'St þessar athuganir og hefir verið henni til ráðu- neytis í þessum málum Jón Jóns- son niðursuðufræðingur frá Reykjavík, en hann hefir ný- lega lokið nánti í Noregi í þess- um fræðum, Að dómi hans er grundvöllur fyrir rekstri slíks fyrirtækis á Stokkseyri, er myndi vinna bæði úr landbún- aðar- og sjávarafurðum og fram- leiða að verulegu leyti fyrir inn- anlandsmarkað. Nefndin er nú að kanna möguleika á söfnun hlutafjár, bæði innan hrepps og utan. Þá má að lokum geta þess að þægindi og tækninýjungar nú- tímans koma hver af annarri inn í líf fólksins. I september S'l. var símakerfi kauptúns'ins tengt við hið sjálfvirka síma- kerfi landsins en dragast mun nokkuð að hinn sjálfvirki sími nái einnig til sveitabæjanna, en þeir njóta á meðan afgreiðslu frá símstöðinni á Selfossi. Og í vetur kom svo sjónvarpið með fræðslu og skemmtan inn á hvert heimilið af öðru, en það er tækni sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf fólksins. Frá Stokkseyri. - ÓLI Framhald af bls. 16. hygli vekur. Bygging hans hófst 1963 og standa nú von- ir til, að skólinn geti flutt í húsnæðið í hauat. Nýlega var veitt heimild til allt að tveggja milljóna króna fyrir- framgreiðslu úr ríkissjóði til þess að ljúka þeim áfanga, sem nú er unnið að. Um seinustu áramót kostaði verk- ið kr. 7.135.812,18. r Þegar þessum áfanga lýkur batnar starfsaðstaða skólans til mikilla muna. j Þjónustubær í dag I Selfoss er að ýmsu leyti höf- uðstaður á suðurláglendinu. Eins og aðrir slíkir hefur hann þegið stýrk sinn að miklu leyti úr næsta nágrenni. Atvinnuháttum íbúanna má [ skipta í þrjá meginþætti. Ali- ir bera þeir það með sér, að hin eiginlega verðmætasköp- un fer fyrst og fremst fram í framleiðsluhéraðinu — hinu víðlenda landbúnaðarhéraði, en ekki á Selfossi. Fyrst ber að nefna verzlunina. Þar starfa tvö kaupfélög og 15—20 einkaverzlanir ýmiss konar. Seinustu árin hafa sérverzl- anir verið að hasla sér völl. í annan stað ber að nefna iðn- aðinn. Annars vegar mjólkur- iðnaðinn, sem er þorpsstólpi frá fyrstu tíð og hinsvegar byggingariðnaðinn, sem mjög hefur eflzt undanfarin ár. Þannig má nefna, að þrjú meiri háttar trésmiðaverk- stæði risu af grunni á Selfossi á síðastliðnu ári. í þriðja lagi eru önnur þjónustustörf, svo sem opinber þjónusta- og við- gerðarþjónusta ýmiss konar og ekki sízt flutningaþjónusta. Selfoss er því sannkallaður þjónustubær í dag. - GRÍMUR Framhald af bls. 16. bændanna í héraðinu. Vinnsla landbúnaðarafurða á vegum samvinnufélaganna hlýtur að verða mun meiri í landinu en hún er nú. Að því ber að stefna, að framleiðsluvörur Sunnlenzkra bænda, svo sem grænmeti, mjólkur- og kjöt- vörur o.fl., verði fullunnar heimafyrir og sendar í neyt- endaumbúðum á markaðinn. Vinnustöðvar til þeirra hluta væru hvergi betur staðsettar en á Selfossi. Verzlanir eru margar á Sel- fos'si, enda er staðurinn vel í sveit settur til hvers konar viðskipta. Öruggt er, að verzl- unum á eflaust eftir að fjölga mjög á næ.stunni, en sú hef- ur orðið raunin í flestum kaupstöðum landsins og í mörgum kauptúnanna. Við- skipti við sveitirnar í Arnes- sýslu eru mikill þáttur í verzl- uninni á Selfossi, og tvær verzlanir þar eru að veru- legum hluta eign bændanna í sýslunni. Landsbanki fslands hefur starfrækt útibú á Selfossi um nærri fimmtíu ára skeið. Þangað hafa valizt til forstöðu hinir ágætustu menn. Núver- andi útibússtjóri, Einar Páls- son, hefur gegnt starfinu í meira en 30 ár, við miklar og verðskuldaðar vinsældir. Er útibúið fyrir löngu síðan orð- in allöflug stofnun, sem kom- ið hefur Selfossbúum og öðr- um Sunnlendingum að miklu gagni, og hefur mjög greitt fyrir öllu viðskipta- og at- hafnalífi í héraðinu. í mörg- um bæjum um land allt eru komin útibú frá fleirum en einum banka, og því er lík- legt, að innan tíðar verði starfrækt bankaútibú á Sel- fossi frá fleiri bönkum en Landsbankanum. Selfoss hefur mjög góð skil- yrði til þess að verða mikil samgöngumiðstöð, og kaup- túnið er raunar þegar orðið það. Sú þróun hlýtur að halda áfram í vaxandi mæli, enda fylgja auknum viðskiptum mjög auknir flutningar og ferðalög. Að síðustu er rétt að nefnia eitt atriði, sem flestum ætti að vera ljóst, en mér virðist þó rétt að minnast á: Enginn efi er á því, að Selfos/s á eftir að vaxa mjög mikið. Hér sfcal engu spáð um það, hver íbúa- talan verður orðin að t. d. tíu árum liðnum. En fullyrða má, að á því tímabili mun íbúum fjölga geysimikið. Skipulag staðarins og framkvæmdir þurfa að miðast við mikla og ört vaxandi byggð. Austurvegur á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.