Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1967 Alan Williams: PLATSKEGGUR er afgreiðslan. Svo þagnaði sím- inn. Neil settist upp og leit á úrið sitt, klukkuna vantaði kortér í sjö. Það var oft snemmt til þess, að nokkur blaðamaðurinn vildi ná í hann, og ekki bjóst hann við, að Pol myndi voga sér í hótelið aftur. Hver sem þarna var, hlaut að vera frá leyni- hernum. Hann tók í magann, meðan hann var að baða sig, en svo klæddi hann sig og fór inn ti! van Loon. Hollendingurinn lá allsnakinn á bakinu og hraut. Neil hristi han svo að hann vakn aði. — Pieter! Pieter! Það er ein hver niðri að spyrja um mig — frá leynihernum. Þú kemur nið- ur í forsal eftir fimm mínútur — í síðasta lagi! Van Loon opnaði annað augað og sagði: — Gott og vel — eftir fimm mínútur. Láttu bara ekki drepa þig á meðan. Neil gekk út að lyftunni. í gistihúsinu ríkti dauðaþögn. Niðri í forsalnum stóðu af- greiðslumennirnir tveir, líkastir því sem þeir stæðu á verði og þá bar við sólskinið, sem kom inn um dyrnar. Dökkhærð, lag- leg stúlka sat í einum hæginda- stólnum, og Arabi var á ferð og flugi með ryksóp, lengst úti í salnum. Neil gekk að afgreiðslu borðinu. Silfurhærði afgreiðslu- maðurinn var farin og í staðinn kominn grannvaxinn maður með ljóst yfirskegg. Neil reyndi að tala rólega: — Mér skilst, að hér sé einhver, sem vilji ná tali af mér — Ingleby? Maðurin leit á hann kæruleys- islega og benti með höfðinu á stúlkuna í hægindastólnum. Netl sneri sér við og hleypti brúnum, og gekk síðan til hennar, stanz- aði, hneigði sig ofurlítið og sagði: — Ég er hr. Ingleby. Vor- uð þér að spyrja um mig? Hún leit á hann án þess að bregða svip. — Þér eruð enski blaðamaðurinn, sem kom í gær á báti frá Grikklandi. Þetta var ekki spurning, heldur fullyrðing. Neil kinkaði kolli og renndi nið- ur munvatni sínu. — Setjist þér niður, hr. Ingle by. Hún tók vindlmgabréf upp úr vasa sínum, kveikti í hjá sér, fleygði eldspýtunni á gólfið og horfði á hann gegn um reyk- inn, sem liðaðist upp í loftið. Hún hafði falleg, svört augu, sem voru ofurlítið skásett í breiðu andlitinu, og nefið var beint og djarflegt, svo að mest líktist grískri vangamynd. Hún var í rauðri skyrtu, fleginni í hálsinn, yfir sólbrenndu brjóst- inu. Armarnir voru berir og héndúrnar grannar og brúnar, en hún var ómáluð og bar engan hring. Á vinstra úlnliðnum var vítt, digurt armband úr berba- silfri. — Þér eruð fyrir frægt, enskt blað hóf hún mál sitt og talaði varlega, eins og af ásettu ráði, — og það er áríðandi, að meðan þér eruð hér, skrifið þér ekki annað en sannleikann. Margir útlendingar bera út allskonar lygar um okkur. Þeir saka okkur um að vera morðingja, fasista og svikara. En það er ekki satt. Þetta er okkar land. Við höfum byggt það upp úr sandinum. Áð ur en Frakkar komu hingað, var hér ekki neitt! Arabarnir voru hirðingjar, í ættflokkum sem komu utan frá og gerðu sér gott af því, sem við höfum byggt upp, og nú halda þeir því fram, að þeir eigi landið. En þeir eiga það ekki, hr. Ingleby! Landið er franskt og við ætlum að láta það halda áfram að vera franskt! 22 Augun í henni voru falleg en grimmdarleg, og hann var ekki vanur pólitísku ofstæki svona snemma morguns. Bann kinkaði aftur kolli, án þess að mæla orð. Eitthvað var við þessa fallegu stúlku, sem var hvorttveggja í senn brjálað og óttalegt — að hún skyldi vera að halda póli- iska æsingaræðu, en úti fyrir voru félagar hennar að beita vopnum ofbeldis og dauða. — Þér verðið að skrifa í blað ið yðar, að við séum hvorki fas- istar né morðingjar, hélt hún áfram — heldur föðurlandsvin- ir! Hún þagnaði dró djúpt að sér andann, og Neil tautaði eitthvað í þá átt, að hann mundi lýsa at- burðunum eins og þeir kæmu fyrir og hvergi halla réttu máli, og síðan bætti hann við: — Hvað heitið þér? — Anne-Marie. Þér þurfið ekki að vita ættarnafnið mití. Hún leit snöggt upp. Van Loon var á leiðinni til þeirra yfir sal- argólfið. Hann stanzaði fynr framan hana og hneigði sig klunnalega. Neil- sagði: — Þetta er hollenzki vinurin minn, sem kom með mér frá Grikklandi. Hún sagði: — Ég veit það, þér eruð van Loon. Gerið svo vel að fá yður sæti. Van Loon seldist eftir hæg- indastól, og gaut stóru, bláu aug- unum á hana. Hún sló ösku af vindlingnum sínurn og sagði: — Svo var þriðji maðurinn líka með ykkur á bátnum frá Grikk- landi. Hann stirðnaði upp og aftur fékk hann i magann, er hann hugsaði til Jadot og velti því fyrir sér, hversu mikið þetta fólk vissi. Hann varð rakur á enninu og hálsinum. Hún horfði nú rannsakandi á hann, með of- urlítið ertibros á andlitinu. — Feitur maður með skegg, bætti hún við, og skásettu augun leiftr uðu eins og hún skemmti sér. — Hann heitir Charles Pol. Neil sleikti á sér varirnar. — Hvernig vitið þér þetta allt? — Við vitum allt hr. Ingleby. Og okkur langar til að leggja fyr ir yður nokkrar spurningar við- víkjandi þessum feita manni. Hún drap í vindlingnum á stól- bríkinni og sópaði öskunni nið- ur á gólf. — BíUinn er fyrir ut- an, sagði hún, og stóð upp. — Hvert förum við? — Þér fáið að sjá það. Hún gekk á undan yfir salinn. Hún var hávaxin stúlka, beinastór en þokkafull, og gekk eins og dans- mær, með fallega fætur, langa og sólbrennda. Eftir þrjár sultar vikur á Athos fór að fara um Neil. Úti fyrir var sjóþokan horfin og nú skein sólin frá hörðum himninum. Stór maður með svört gleraugu og í fleginni skyrtu stóð fyrir fxaman gisti- húsið hjá Peugeot-bíl. Hann rétti úr sér og opnaði bílinn. Anne-Marie benti þeim báðum að setjast í aftursætið. Neil rak fótinn í eitthvað, er hann steig inn. Það var riffill með kíkis- sigti á. Bíllinn fór í gang og mokaði um leið upp mölinni og ók síð- an hratt eftir sjávarbakkanum. Nú, þegar verkfallinu var lokið, var fólk tekið að koma út á strætin aftur. Búðir og kaffihú., opnuðust og umferðarverðirnir voru á hverju götuhorni með vél byssur og vasa-útvarpstæki, og fram með breiðgötunum stóðu brynvagnar með löng hlaupin á fallbyssunum, sem beint var að svölunum uppi yfir þeim. Morgunloftið var hreint. og hressandi, er þau óku neðan aí sjávargötunni gegn um hvítleita borgina og upp í hæðirnar fyrir ofan þar sem aðallega voru fá- tækleg verkamannahús, alsett vígorðum og skítugir litlir menn stóðu í öllum dyrum á kaffihús- um og knæpum. Þau fóru fyrir eitt hornið enn og enn upp í móti, og tveir menn í kakíbúningum en einkennis- merkjalausir veifuðu til þeirra að stanza. Annar þeirra fór að talj við ekilinn, og Neil heyrði oftar en einu sinni orðið bar- bouze koma fyrir hjá þeim, síð- an rétti maðurinn inn í bílinn skrifpappírsblað, sem eitthvað var krotað á, og Neil fannst það einna líkast einhverri talnaröð. Anne-Marie tók við blaðinu og fór að lesa það, en bíllinn hélt áfram. Hún sneri sér að Neil. — Þetta eru bílnúmer, sem plat- skeggirnir hafa, sagði hún og benti á nújnerin. — Þessir sví- virðilegu stjórnarþrælar! Hún hló. — En við finnum þá alla áð- ur en dagurinn er á enda. — Og hvað verður gert. við þá? Hún brosti og sýndi jafnar, hvítar tennur, en dró síðan fing- urinn þvert yfir hálsinn á sér. — Við drepum þá. Stjórnin borg- ar þessum skepnum tíu sinnum það, sem venjulegir lögreglu- menn fá í kaup. Þeir eru ekkert annað en leigumorðingjar. — Þeir skulu aldrei fá kaupið sitt, sagði ekillinn. — Við verð- um búnir að drepa þá áður. — Vitið þér það, sagði Anne- Marie, — að þegar þessir plat- skeggir komu fyrst til sögunnar, lofaði stjórnin að borga þeim á þriggja mánaða fresti. Þannig fékk hún gjaldfrest þangað til búið var að kála þeim flestum, og sparaði þannig aurana handa sjálfri sér. , Þau beygðu nú inn í mjóa götu, þar sem þvottasnúrur voru strengdar milli leiguhúsanna. Veggirnir byrgðu fyrir sólina, og þarna var mikill óþefur af sorpi. Anne-Marie brosti aftur til Neils, hallaði undir flatt og sagði: — Þér vitið, að hann feiti vinur yðar, Charles Pol, er plat- skeggur? Neil svaraði engu. Það var heitt inni í bílnum og hann var farinn að svitna. Hópur manna í leðurjökkum hallaði sér upp að horninu á einum leigukassan- um. Bíllinn stanzaði. Anne- Marie steig út og fór með Neil og van Loon inn um hliðardyr, inn í múraðan gang. Ekillinn var kyrr hjá bílnum. Þau heyrðu útvapstónlist og mannamál gegn um lokaða hurð ina. Við endann í ganginum stóð hermaður í sólargeislanum, íklæddur mislita búningnum út- lendingahersveitarinnar. Hann gekk nú til þeirra og potaði hlaupinu á vélbyssunni sinni í magann á Anne-Marie. Hún ýtti byssunni til hliðar og sagði eitt- hvað við hann, en hann glotti til hennar. Hann var þunnleitur og bláeygur, og hálsinn á honum var hrúðraður. Hann leit á þá félaga og spýtti síðan á gólfið. — Blaðamenn, ha? Þið skuluð skrifa varlega um það, sem þið sjáið hérna, annars fáið þið kúlu gegn um hálsinn. Hann talaði með Mið-Evrópuhreim. — Áfram með ykkur. Hann glotti til þeirra, er þau gengu fram hjá honum út í sólina. Gatan var full af vopnuðum mönnum, flestir þeirra voru í mislitum búningum, girtir skot- hylkjum og handsprengjum. 1 hundrað metra fjarlægð upp eft- ir götunni var fyrsta götuvígið — það var tvöfaldur veggur úr götusteinum, en ofan á veggn- um var gaddavír, sem festur var með járnfleinum. Nokkrir fall- hlífarhermenn sátu við vélbyss- ur inni í byrgi úr sandpokum. Hátalarar héngu niður úr ljósa- staurum og gusuðu úr sér her- göngulögum. Herflokkarnir sátu á gangstétt unum, reykjandi og spiluðu á spil, eða slangruðu inn í knæp- urnar til að fá sér bjór. Þarna var andrúmsloftið þrungið iðju- leysi en spenningi um leið. Anne-Marie gekk á undan nið- ur eftir götunni og burt frá götu virkjunum. Stór hópur af útlend ingaherdeildar-mönnum með flatar húfur fallhlífarhermanna, gláptu á hana glottu og hóuðu og æptu á eftir henni, er hún gekk framhjá þeim með ögrandi mjaðmahreyfingum. Neil hugs- aði dapurlega til allra þjóðsagn anna, sem höfðu sprottið upp í sambandi við þessa útlendinga- hersveit — um rómantíska ævin týramenn sem stálu ættargripum til þess að bjarga heiðri ættar- innar, eða flúðu til Afríku frá einhverju misheppnuðu ástar- ævintýri. En það var ekkert róm antískt í sambandi við þessa menn; þeir voru ekkert annað en harðneskjulegir og ruddaleg- ir hermenn. Þeir hreinsuðu kamra og drukku sig fulla og fóru ránsferðir til Bled, og tóku þá aldrei fanga, en skildu íbú- ana eftir lafhrædda og fulla hat urs gegn Frökkum. Neil veiti því fyrir sér, hvaða álit Brouss- ard ofursti, með alla ástina á persneskri ljóðagerð, hefði á þessum mönnum. Kannski voru þeir í hans augum bara hvim- leið og nauðsynleg tæki í þjón- ustu ofbeldisins, til þess að tryggja honum sæti í Elysée- höllinni? Það var líkast því sem Anne- Marie læsi hugsanir hans, því að hún sagði: —Þessir fallhlífa- hermenn eru ekki beinlínis hefl- aðir -— en þeir eru góðir her- menn. Þeir koma Aröbunum til að flýja! Van Loon hvíslaði að Neil: — Þetta er meiri kvenmaðurinn, ha? Neil kinkaði kolli, en hugs- aði með sér, að hún væri lika hæítulegur kvenmaður. Hún fór nú með þá inn í mjótt leiguhús við enda götunnar. í ganginum voru tveir fallhlífar- hermenn með vélbyssur, sem skoðuðu skilríki þe:rra og bentu þeim síðan á lyfturnar. Þau fóru upp á tíundu hæð. Alvarlegur maður í gráum flúnelsfötum fór rneð þau inn í stórt, svalt her- bergi, þar sem franskir gluggar vissu út að svölunum en þaðan var aftur útsýni yfir garðhjalla og út á sjóinn. Stúlka í pardus- skinnsbuxum og með skarpleitt Júðaandlit, lá á legubekk undir eftirprentun af Matisse-mynd, og var að blaða í Marie-Claire. Hún leit varla upp, er þau komu inn. Herbergið var fullt af jazz- tónlist, sem kom frá einhverju ósýnilegu útvarpi. Maður, sem hafði setið við gluggann, stóð upp o.g kom til þeirra. Hann var í leiðfötum og með keyri, sem hékk við beltið. Hann kyssti Anne-Marie laus- lega á kinnina, sneri síðan að þeim félögum og sagði altilega: — Látið fara vel um ykkur, herr ar mínir! og svo benti hann með keyrinu í hálfhring af strástól- um skammt frá glugganum. Síð an settist hann niður andspænis þeim og brosti. Hann hafði sterk legar tennur og var sólbrenndur eins og veiðimaður. Stórt ör var á kinninnni og náði frá munn- viki og alveg upp að eyra, og hárið, sem var annars svart, hafði verið litað rauðgult. — Ég heiti Le Hir, ofursti, sagði hann og sneri sér að Neil. — Þér hafið sennilega heyrt mín getið? Neil kinkaði kolli stirðlega; hann var spenntur og hræddur. Le Hir var foringi morðflokks, sem kallaður var „Gamma". Hann hafði þá sérgrein að drepa Evrópumenn, sem voru fjand-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.